Morgunblaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. sept. 1944, Eræðumir Eggert og Sigvaldi Kaldalóns, í samkvæmi, sem Iv- 'dið var til heiðurs þeim eftir-hljómleikana. Ljósm. (Mbl. Jón Sen). Eggerí Stefánsson kveður EGGERT STEF ANSSON söngvari er á förum til Banda- ríkjanna. Hann hjelt kveðju- hljómleika í Iðnó á þriðjudags- kvöíd, og var húsið fullskipað áh.eyrendum. Vinir Eggerts og aðdáendur áttu frumkvæði að Jþví, að þessir hljómleikar voru haldnir, en í boði Eggerts var margt stórmenna viðstatt þessa sjerstæðu skemtun. Þar voru m. a.: Forseti sameinaðs Albingis, sendiherra'r Dana, Bandaríkjanna og Rússlands, lögreglustjórinn í Reykjavík og nokkrir alþingismenn. _ Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla- stjóri las forspjall og mintist þar hinna fögru lista og benti á nauðsyn þess að halda þeim við og efla þær. Skólastjórinn rr'íntist einnig Eggerts sjerstak- lega, en þeir eru æskufjelagar og vinir. Var máli Vilhjálms vel tekið, enda mælt af viti og skilningi á Eggerti og hlutverki því, sem hann hefir tekist á hendur fyrir land sitt og þjóð. ' Lárus Pálsson las upp’kvæði <eftir Jónas Hallgrimsson og Jeysli það af hendi með marg- rómuðum ágætum. Ciunnar Sigurgeirsson ljek nndir önnur lög en þau, sem voru eftir Kaldalóns. Þar Ijek Kaldalóns sjálfur, og var það bæði hrífandi og skemtilegt að sjá bræðurna þarna saman.. Eggert og Káldalóns hafa unn- íð rherkilegt starf í þágu ís- lenskrar menningar, sem lengi iskal vera munað. J Kaldalóns hefir samið mörg fegurstu lögin, sem ‘gerð hafa verið á íslandi, en Eggert hefir £ungið þau „inn í“ þjóðina. . Það er trú mín, að í dag væri þjóðin fátækari af skílning á £Ínni eigin músik, og heimur- inn vissi minna um ísland, ef Eggert Stefánsson hefði ekki verið eins og við þekkjum hann, óþreytandi að kynna lönd um sínum og heiminum öllum það, sem við höfum ekki skilið til fulls ennþá, að grunnur ís- lenskrar menningar verði að hvíla á listunum. Jeg kveð Eggert Stefánsson í trausti þess, að hann í vænt- anlegri Bandaríkjaferð vinni nú eins og altaf áður „íslandi alt“, og ekki sist nú, þegar draumar hans hjarta hafa ræst. L. H. Virkjagerð Þjóð- verja á Suður- Jótiandi Auk virkjanna á Kongeaa- línunni eru Þjóðverjar nú að koma á fót varnarvirkjum við Husum á gamla Suður-Jót- landi. Margir Þjóðverjar, bú- settir í Tönder hafa verið send ir til að vinna við virhjagerð- ina. Sjerhver vinnufær Þjóðverji er kvaddur til vinnunnar. Þjóð verjar, sem búsettir eru á Suð ur-Jótlandi, hafa verið kvadd- ir á marga fundi, þar sem þýsk ir hermenn hafa gefið þeim leiðbeiningar viðvíkjandi virkja gerðinni. Oflugum stórskota- liðsstöðvum hefir verið komið á fót í Husum. (Skv. danska útvarpinu hjer). Ungfrú Betz vann. London: Ungfrú Pauline Betz hefir unnið meistaratign í tennis kvenna í Bandaríkjun- úm. Þetta er í þriðja skifti í röð, sem hún hlýtur þessa nafn bót. Vann hún Margarete Os- borne 6:3, 8:6. Meistaramóf Hafn arfjarðar í frjálsum iþrólfum | ■ MEISTARAMÓT Hafnar- fjarðar í frjálsum íþróttum hefst í kvöld kl. 7 að Hörðu- völlum, hinu nýja íþróttasvæði Fimleikafjelags Hafnarfjarðar, og mún það standa yfir 1 2—-3 daga. Kepni fer fram í um 14 íþrótlagreinum, bæði í drengja og karlaflokki. Er þetta í fýrsta sinn, sem meistaramót í frjálsum íþrótt- um fer fram í Hafnarfirði. Þótt ' Hafnfirðingar hafi átt marga I góða íþróttamenn og marga sem hafa hlotið sæti í fremstu j röð íslenskra íþróttamanna, þá hafa þeir ekki átt því láni að fagna að geta haldið opinbert mót í Hafnarfirði, vegna slæmra aðstæðna, hvað hlaupa braut og stökkgryfju snertir. Nú aftur á móti hefir fyrir forustu Fimleikafjel. Hafnar- fjarðar, og þó sjerstaklega for- manns þess, Gísla Sigurðsson- ar, verið komið upp hlaupa- braut og slökkgrvfju að Hörðu völlum. Þetta svæði var vígt er bæjakepni Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja fór fram. I þeirri kepni varð Hafnfirð- ingum sú staðreynd ennþá ljós ari en áður, að það eru ekki efnin í íþróttamennina sem hefir vantað, heldur cru og hafa það verið aðstæðurnar til þess að gela æft. Þólt eigi sje lengra en rúmur mánuður síðán þetta íþrótta- svæði var tekið í nolkun, þá hefir drjúgur hópur ungra og, efnilegra manna bæst í hóp í- þrótlamanna bæjarins. m Vegna þess að flestir þeir, er taka þátt í þessu móti, eru nýliðar í íþróttakepnum, hefir stjórn F. H. beinst fyrir því að samin hefir verið skrá yfir bestu árangra Hafnfirskra í- þróllamanna á undanförnum árum og þannig fengið yfirlit yfir Hafnarfjarðarmet, og ætl- unin með þessu móti er að reyna að slá sem flest þessara meta, því of hátt þykir að miða mark sitt við íslandsmet, nema í einstaka greinum. Kept verður bæði í karlfl. og drengjafl. og verður kept í eftirtöldum greinum: 60 m. hl. karla, 60 m. hl. drengja. 80 m. hl. drengja. 100 m. hl. karla. Stangarstökki. Langstökki. Hástökki. Þrí- stökki. Kúluvarpi. Kringlu- kasti. Spjótkasti. Sleggjukasti. 1500 m. hlaupi. Allir bestu íþróttamenn Hafn arfjarðar taka þátt í þessari kepni, þar á meðal má nefna Oliver Stein, Þorkel Jóhannes- son, Guðjón Sigurjónsson, Þórð Guðjónsson og hinn unga og efnilega dreng, Sigurstein Guð mundsson. Allir keppendur, er þegar hafa skrásett sig í mótið, eru úr Fimleikafjelagi Hafnarfjarð ar, en þó hefir heyrst að „Hauk ar“ ætli að senda nokkra kepp endur, og er það vel farið, því aldrei verða of margir kepp- endur í móti sem þessu. Er ekki að efa að Hafnfirð- ingar munu fjölmenna og fylgj ast vel með móti þessu, því áhugi almennings fyrir íþrótt- um er sjerstaklega mikill í Hafnarfirði. Hf. Ný stjórnarfrumvörp NOKKUR ný stjórnarfrum- vörp hafa komið fram á Alþingi og verður þeirra getið hjer. Aburðarverksiniðja. Lagt er til að ríkið láti reisa verksmiðjuna og skal hún rekin sem sjálfseignarstofnun, er lýt- ur sjerstakri stjórn. Skal verk- smiðjustjórnin skipuð þremur mönnum til fjögurra ára 1 senn, þar sem einn er valinn af Búnaðarfjel. íslands, annar af stjórn S. í- S. og hinn þriðji af landbúnaðarráðherra. Fyrsta stjórn verksmiðjunnar skal á- kveða hvar hún verði reist og „annast síðan svo fljótt sem verða má um byggingu henn- ar og útbúnað allan, eftir að fram hefir farið nauðsynlegur undirbúningur". Ráðherra á- kveður laun verksmiðjustjórn- arinnar. í greinargerð er þess getið, að fyrir liggi álit hins ameríska verkfræðings, sem hingað var fenginn til þess að athuga þetta mál. Sje nú verið að prenta álitsgerð hans og verði hún lögð fyrir þingið. Ekki er í grg. að neinu leyti getið tilboðs borg- arstjóra Reykjavrkur, þar sem lagt var til að Reykjavíkurbær og ríkið bygðu verksmiðjuna í gameiningu, en tilboð borgar- stjóra bygðist á áliti og tillögu Ásgeirs Þorsteinssonar, verk- fræðings. Hugmynd hans var sú, að nota rafmagn frá Sog- inu að næturlagi og tryggja v^rksmiðjunni þannig ódýrt raf magn, en slíkar verksmiðjur þurfa mjög mikið rafmagn. Stjórnin ællast til að ríkið leggi verksmiðjunni til nægi- lega orku til vinslunnar, ann- að hvort með byggingu orku- vers eða á annan hátt. Stærð verksmiðjunnar skal miðast við rúml. 5 þús. smál. ársfram- leiðslu, miðað við innihald 20%% köfnunarefnis. Engar upplýsingar eru 1 grg. um byggingarkostnað slíkrar verksmiðju. Skipulag á fólksflutningum/ með bifreiðum. , Hjer eru endurskoðuð lögin frá 1935 og lagt til að nokkrar breytingar verði gerðár. Þann- ig er lagt til, að sjerleyfishafar kjósi nú tvo (í stað þriggja) í nefnd þá, sem gerir tillögur um fyrirkomulag sjerleyfa. Veita skaí að jafnaði eitt sjerleyfi á hverri sjerleyfisleið. Unnið skal að því, að bygð verði ein af- greiðslustöð fyrir allar sjer- leyfisbifreiðar og gangi sjer- leyfisgjaldið til þessara fram- kvæmda. Er einkum talið þörf slíkrar afgreiðslustöðvar í Rvík. Bcitumál. I jan. 1943 var samþ. þings- ál., þar sem skorað var á rík- isstjórnina að undirbúa þetta mál. Er í frv. lagt til að 5 manna nefnd hafi umsjón þess ara mála, einn skipaður af ráð- herra og hinir eftir tilnefningu þessara aðilja: Fiskifjel. ís- lands, Alþýðusambandi Is- lands, S. í. S. og Sölumiðstöð hraðfrystihúsa. Beilunefnd skal fylgjast með birgðum á hverj- um tíma og beita sjer fyrir að til sje nægileg beita á hverjum stað. Nefndin hefir og heimild lil að efna til frystingar á beitu, manna. ef skortur á þeirri vöru er fyr- irsjáanlegur. Meta skal alla frysla beitu, sem höfð er til sölu. Einnig er nefndinni heim ilað að setja hámarksverð á frosna beitu. Horðmenn varaðir við að ferðasf við sfrendur Noregs Frá norska 1) 1 a. ð a ful-11 rú anu ni. NÝLEGA var lesið upp í útvarpi frá London aðvörun. frá yfirherstjórninni norsku! viðvíkjandi siglingahættunní við Noregsstrendur,. 1 aðvör-i uninni segir m. a. svo: „I október beindi norská stjórnin í London alvarlegrí aðvörun til norsku þjóðarinn ar um að ferðast ekki upp við1 strendur landsins, nema því aðeins • að ferðalagið væri nauðsynlegt, vegna þess að slíkt væri hættulégt á stríðs- tímum. I þessari aðvörun vag sagt, að flest skipin, sem' sökkt hefði verið við strendup Noregs, hefðu verið' þýsk' flutningaskip, en komið hefðí þó fyrir, að skipum með norsk um farþegum hefði verið' sökkt. Norska stjórnin harm-< ar mjög, að norskir borgaraH hafa farist á þennan hátt. í þessari aðvörun var á- hersla á það lögð, að það liefðij mikla þýðingu fyrir Þjóð-< verja að halda uppi siglingunf við strendur Noregs, en það: væri einnig nauðsynlegt fyrir, bandamenn að hindra þessar; siglingar, og þess vegna yrðu! þeir að halda uppi árásum áJ skip óvinanna, hvar sem. þatt verða á vegi þeirra. Það vaU einnig tekið fram í aðvörun- inni, að Þjóðverjar reyndu! oft að dulþúa herflutninga- skip sín sem farþegaskip eðá verslunarskip. Þótt flugmenn’ bandámanna gerðu alt, sem í þeirra valdi stæði, til þess að norskir borgarar yrðu ekkí fyrir tjóhi, gætu þeir ekki á- valt greint milli herflutninga- skipa og venjulegra verslunar- skipa. Það sem sagt var 1941, eá enn í fullu gildi, og það því fremur sem nú er farið að kreppa að óvinunum* ‘. Vestur- vígstöðvarnar Framh. af 1. síðu. íns sje enn ekki kominn þang- að. Allt kyrrt við Ermarsuncl. Svo virðist af frjettum, sem Þjóðverjar haldi enn öllu svæð inu umhverfis hafnarborgirnar Boulegne, Calais og Dunquer- que. Ekki hefir verið getið um mikla bardaga á þeim slóðum í dag. — Einnig verjast Þjóð- verjar enn af hörku í Brest, Lorient og St. Nazaire og stend ur borgin Brest nú í björtu báli eftir loftárásir banda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.