Morgunblaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 6
6 MOEGU N’B L A Ð I Ð Laugardagur 16. sept. 1944. JHotgmkUðUk Útg.: H.f. Árvákur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsl*. Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. Eining eða sundrung NÆSTU DAGA verður úr því skorið hvort á Alþingi á að ráða samstarf og eining, ellegar mögnuð verður á ný sundrung og flokkadrættir, sem svo öll þjóðin verður dregin út í. Málum er nú þannig komið á Alþingi, að um þetta tvent er að velja og annað ekki. Við útvarpsumræðurnar á mánudagskvöld tilkynti forsætisráðherra Alþingi, að ríkisstjórnin væri staðráðin í að biðjast lausnar, ef ekki næðist samkomulag við þing- ið um viðunandi lausn í dýrtíðarmálunum. Forsætisráð- herra setti þinginu frest til föstudags 15. þ. m. Um dýrtíðarfrumvarp stjórnarinnar er það hin^vegar að segja, að enginn þingflokkanna fekst til að styðja það. Því var vísað til fjárhagsnefndar neðri deildar og þar situr það. Á fimtudagsmorgun tilkynti fjármálaráðherra, að rík- isstjórnin myndi frá og með næsta degi (föstudegi) hætta að greiða niður verð landbúnaSarvara ,á innlendum markaði, ef þingið væri ekki fyrir þann dag búið að gera aðrar ráðstafanir i því efni. Sama dag skyldi og hin nýja landbúnaðarvísitala koma til framkvæmda, en samkvæmt henni átti verð landbúnaðarvara að hækka um 9.4%. Þingið gerði í skyndi bráðabirgðaráðstafanir til þess að koma í veg fyrir stórfelda hækkun framfærsluvísi- tölunnar, sem óhjákvæmilega leiddi af því, að niður- greiðslurnar yrðu skyndilega stöðvaðar, eins og fjármála- ráðherrann boðaði. Þingið lagði fyrir stjórnina að halda þessum greiðslum áfram til 23. þ. m., að þeim degi með töldum. En þetta mál er einn liður í þeim allsherjár-samn ingatilraunum, sem staðið hafa milli þingflokkanna og enn er ekki lokið. Frjettir frá í. S. í. Staðfest Islandsmet. STJÓRN í. S. í. hefir stað- fest þessi íslandsmet: Hástökk með atrennu. Stökkhæð 1.94. Metið sett af Skúla Guðmunds syni, Knattspyrnufjel. Reykja- víkur, 12. ág. 1944. Kringlu- kast beggja henda, samanlagt. Kastlengd 73.34 m. Metið sett af Gunnari Huseby, Knatt- spyrnufjel. Reykjavíkur, 13. ág. 1944. 4x1500 m. boðhlaup karla. Hlauptími 18,05,4 mín. Metið sett af sveit Knattsp,- fjel. Reykjavíkur 26. ág. 1944. I sveitinni voru: Páll Halldórs- son, Brynjólfur Ingólfsson, Indriði Jónsson og Haraldur Björnsson. Stangarstökk. Stökk hæð 3.55 m. Metið sett af Guð- jóni Magnússyni, Knattspyrnu- fjel. Tý í Vestmannaeyjum 4. ág. 1944. Og annað met í stang- arstökki, sett af sama manni 17. ág. 1944. Stökkhæð 3.65 m. 80 m. hlaup kvenna. Tími 11.3 sek. Metið sett af Heklu Árna- dóttur, Ármanni, 3. sept. 1944. Ævifjelagar í. S. í. Æfifjelagar íþróttasambands ins eru nú 289. Þessir hafa ný- lega bæst í hópinn: Arthur Guðmundsson, fulltrúi, Akur- eyri, Friðfinnur Árnason pönt- unarfjelagsstjóri, Húsavík, Guð mundur Guðmundsson fulltrúi, Reykjavík, Þorsteinn Hregg- viðsson stórkaupm., Reykja- vík, Guðjón Einarsson bókari, Reykjavík, Friðsteinn Jónsson bryti, Reykjavík, Páll Pálsson sjómaður, Sandgerði og Magn- ús Þórðarson bifreiðarstjóri, Sandgerði. íþróttabandalag ★ Málin standa því þannig: Ríkisstjórnin er á förum; mun sennilega biðjast lausnar í dag. Nefnd frá þingflokkun- um situr önnum kafin við að reyna að bræða flokkana saman, til sameiginlegrar stjórnarmyndunar. Þingið hefir sjálft sett sjer úrslitafrest til 23. þ. m. Fyrir þann tíma verður að vera úr því skorið, hvort samningar takast eða ekki. Það var Sjálfstæðisflokkurinn, sem rjeði því að þessi ákveðni frestur var settur. Framsókn vildi hafa frestinn óákveðinn, en það hefði auðveldlega getað leitt til þess, að alt hefði dregist á langinn, þar til í óefni var komið. Því fari svo, að ilt eigi að ske, ekkert samkomulag náist í þinginu, þá er ekki annað úrræði fyrir hendi en að rjúfa Alþingi og skjóta málunum undir úrskurð þjóðarinnar. En ef þetta á að ske, má öllum ljóst vera, að ekki má það dragast öllu lengur að rjúfa þingið, vegna kosn- inganna. ★ Reykjavíkur. Að tilhlutun íþróttanefndar ríkisins, íþróttasambands ís- lands og Ungmennafjelags ís- lands var 31. ág. stofnað íþróttabandalag Reykjavíkur. Stofnfjelög 14. Formaður var kosinn Gunnar Þorsteinsson lögfr. Minningarsjóður. Lögreglumenn í Reykjavík hafa með 2000 kr. framlagi stofnað minningarsjóð um Ant- on B. Björnsson íþróttakenn- ara. Sjóðurinn heitir Útfarar- sjóður Antons B. Björnssonar og skal verðá efnilegum íþróttamönnum til styrktar, sem stunda nám erlendis. Síð- Nú spyr þjóðin: Er það mögulegt, að sundrungin sje svo mikil á Alþingi, að engin leið sje þar að brúa á millá, og þess vegna sje eina úrræðið að reka þjóðina út í ill- vígar kosningar á þessum örlagaríku tímum? Þetta sama Alþing hafði þó nýlega sýnt í verki, að það gat tekið hönd- um saman, þegar heill og velferð þjóðarinnar var í veði. Og þjóðin spyr enn: Hver er sá mikli ágreiningur milli þingflokkanna, sem hindrar samstarf nú, þegar það er lífsskilyrði þjóðarinnar að standa saman? Vitað er að öfl eru að verki innan þings og utan, sem vinna að því leynt og ljóst, að hindra samstarf flokkanna, og nota til þess öll meðul. En hitt má fullyrða, að eins og málum nú er komið, eru það aðeins örfáir menn innan þingsins, sem á stendur. Enn verður hinsvegar ekki sagt, hversu áhrifa- og valdamiklir þessir menn kunna að reynast, þegar til úrslitanna kemur. Þar reynir á þrek hvers einstaks þingmanns. Og um hitt þarf ekki að deila, að það er aðeins örlítið brot af þjóðinni, sem er á móti samstarfi. Þar eru aðeins menn að verki, sem vilja koma Alþingi niður í skarnið. Vonandi verður gifta Alþingis nú hin sama og varð í sjálfstæðismálinu. ar mun verða staðfest reglu- gerð fyrir sjóðinn. Antonsbikarinn. í. S. í. hefir staðfest reglu- gerð um farandbikar, sem keppa skal um í tugþraut. Skal sá maður, sem nær bestum árangri á ári hverju í þeirri grein, hljóta hann sem heið- ursverðlaun. Bikarinn er gef- inn af frjálsíþróttamönnum K. R. til minningar um Anton B. Björnsson íþróttakennara. Staðfestur íþrótta- búningur. Handknattleiksflokkur kvenna Knattspyrnufjel. Vestra á ísa- firði hefir fengið staðfestan íþróttabúning með þessum lit: Pils og blússa” rautt, hvítur kragi, kokkaf rauðir. \Jíluerji álrij^ú / fr daateaa- llfú t * i! tnu :i Hvað getum við keypt af setuliðinu? WILLIAM S. KEY hershöfð- ingi hefir í viðtali við blaðamenn látið þess getið, að líkindi sjeu til þess, að Islendingum verði gefinn kostur á að fá keypt ým- islegt af birgðum hersins að ó- friðnum loknum. Þessi fregn mun vafalaust gleðja marga, einkum þá, sem hafa litið jeppa- bílana hýru augu, ef svo mætti segja. En hvað er það, sem við getum keypt af hernum og sem við höfum not fyrir? Vafalaust sitt af hverju. Auk jeppanna eru það vafa- laust fyrst og fremst allskonar vinnuvjelar hersins, sem menn hafa augastað á. Setuliðið hefir flutt hingað með sjer ýmiskonar tæki, sem ekki höfðu sjest hjer á landi áður. Með aðdáun hafa menn horft á hermennina vinna við uppskipun með tækjum, sem aldrei höfðu sjest hjer fyr. Lyft- ur þeirra eða „kranar“ vinna margra manna verk, fljótt og vel. Vegavinnutæki setuliðsins eru og stórvirk og fljótvirk. Það eru sannarlega vjelar, sem við þurf- um á að halda. • Jepparnir. ÞEGAR að þvi kemur, að her- inn fer að selja birgðir sínar hjer, verður eftirspurnin vafa- laust einna mest eftir jeppa-bíl- unum litlu. Öllu hentugri farar- tæki fyrir okkur Islendinga hafa ekki verið framleidd. Það er hægt að komast „um alt“ á þess- um litlu bílum. Hægt er að nota þá sem dráttarvjelar og yfirleitt til hvers sem vera skal. Menn hafa sjeð jeppa fara yfir ófærur og hermennirnir hafa farið á þeim upþ á hæstu fjöll. Hver veit, nema að hægt verði að nota jeppa við fjársmölun á afrjett- um? Bændurnir munu verða fegn- ir að eignast þessa handhægu bíla. Hafa margir þegar komið auga á kosti þessara farartækja og hafa ákveðið að kaupa sjer jepp^ eftir stríð. Wonandi að herinn geti látið okkur hafa sem flesta jeppa í góðu ásigkomulagi. • Reiðir bílstjórar. UNDANFARNA DAGA hafa nokkrir kunningjar mínir í bíl- stjórahópi komið að máli við mig og sumir þeirra hafa verið reiðir mjög. „Þið eruð að skrifa um það í blöðin, að við sjeum þjófar“, segja þeir. „Það megi ekkert liggja laust fyrir okkur og við stelum hjólbörðum frá hernum?. „Sannleikurinn er sá, að það eru hermenn, sem eru ávalt að bjóða okkur hjólbarða til sölu. Það væri nær að skamma þá“. Jeg hefi svarað öllum bílstjór- um, sem þetta hafa rætt við mig, á þenna hátt: — Það er mesti misskilningur, að blöðin hafi þjófkent bílstjóra stjettina sjerstaklega. Hitt er rjett, að blöðin hafa bent á, að mjög hafi borið á hjólbarða- stuldi frá hernum undanfarið. Hverjir þjófarnir eru, var ekki sagt. Hvað viðvíkur því, ail her- menn steli sjálfir hjóibörðum, þá er því til að svara, að þeir myndu ekki gera það, nema því aðeins, að þeir fá markað fyrir hjólbarðana hjá íslendingum. Það ættu allír að vita, að við- skifti við setuliðsmenn eru með öllu óheimil íslendingum. Það þýðir því ekki að'reyna að skella skuldinni á hermennina. Þeir, sem kaupa hlut, sem þeir vita að er stolinn, brjóta lögin, ekki síður en hinir, sem stolið hafa, og holt er að hafa í huga gamla máltækið, að þjófurinn þrífst, en þjófsnauturinn ekki. Hugleiðingar um bíla. ÞAÐ ER fullyrt, að notaðar bifreiðar gangi kaupum og söl- um hjer á landi fyrir 30—40 þús und krónur stykkið. Bifreiðar ganga fljótt úr sjer og það er eðlilegt, að menn sjeu farnir að hugsa um, hvenær nýir bílar komi á markaðinn eftir stríð. Nýlega las jeg í erlendu blaði bollaleggingar um þetta atriði. Bifreiðaframleiðendur eru aug- sýnilega ekki á sama máli um það, hve fljótt takist að koma nýjum bílum á markaðinn. Sumir eru svo svartsýnir að halda, að það verði ekki fyr en 18 mánuðum eftir að ófriðurinn hættir. Hinir bjartsýnari telja, að það Iíði varla meira en 6 mán uðir þar til nýir bílar koma á markaðinn 1 stríðum straumum. En þeir bílar, sem framleiddir verða í Bretlandi fyrst, verða af 1940-gerð. Nýjar gerðir koma ekki á markaðinn fyrr en þrem árum eftir stríð, segja breskir bifreiðaframleiðendur. Búist er við, að nýir bílar hækki talsvert í verði frá því, sem var fyrir stríð. Bilar, sem kostuðu 4—5 þús. kr. fyrir stríð, muni kosta 6—7 þúsund krónur. Notaðir bílar, segir í sömu heimildum, eru nú seldir í Eng- landi fyrir um 10.000 krónur. Lýsl eflir fjárlagafrumvarpinu I UPPHAFI fundar Nd. í gær beindi Eysteinn Jónsson þeirri fyrirspurn til fjármálaráð- herra, hvernig á því stæði, að fjárlagafrumvarp væri ekki enn lagt fyrir þingið. Formaður fjárveitinganefndar,. Pjetur Ottesen, lýsti jafnframl yfir því, að fjárveitinganefnd hefði rætt þetta við fjármálaráðherra og óskað þess, að nefndin fengi fjárlagafrumvarpið hið fyrsta til meðferðar. Fjármálaráðherraf Björn Ól- afsson, lýsti yfir því, að hann hefði ekki lagt frumvarpið fyr ir þingið m. a. vegna þeirrar óvissu, sem ríkir nú um fram- tíð stjórnarinnar. Hefði hann talið rjett að gefa hinum nýja fjármálaráðherra tækifæri til að fjalla um frumvarpið, áður en það væri lagt fyrir þingið. Annars lýsti ráðhferrann vfir því, að nú væri unnið að því að fullgera frumvarpið og yrði það lagt fyrir þingið strax og því verki væri lokið. Daily Worker á bann- Iista. London: Hermálaráðuneylið hefir neitað um það, að komm- únistablaðið Daily Worker verði sent til herja bandamanna í Frakklándi, en hið opinbera stendur að dreyfingu dagblaða til herjanna þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.