Morgunblaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. sept. 1044. Galdrafuglinn Koko Æfintýr eftir Anthony Armstrong. 11. A's. . -jSsmcSMv.-. .• .■'. Myndastyttunum fjölgaði. unum, þegar þjónn einn kom inn og tilkynnti, að vegna einhvers hirðuleysis í hesthúsunum, hefði aftur kviknað í stalli Koko. Eldurinn hefði auðvitað verið slökktur undir eins, en Ali, sem hefði verið að hjálpa til við það, hefði því miður orðið að steini og væri nú myndastytta. ,,Ha, er Ali minn myndastytta”? spurði konungurinn yfirkominn af þessari fregn. „Já, yðar hátign. Hann hjelt á brunaslöngu þegar hon- um varð litið á þétta eiturkvikindi . . Allt í einu glaðnaði yfir konungi. Hann sló á lærið. „í hvamminn í garðinum með hann”, kallaði konung- urinn. „í staðinn fyrir gosbrunninn”. Þjónninn starði undrandi á konung um stund qg sagði svo: „Og einn af slökkviliðsmönnunum kom líka of nærri og hlaut sömu örlög og hann Ali”. Konungurinn sneri sjer að ráðherranum. Honum fanst hann hafa verið helst til hvassyrtur við hann fyrir skemmstu. „Þú mátt fá slökkviliðsmanninn á grasflöt- Skáldið hleypti brúnum og hristi höfuðið. Hann hjelt enn- þá dauðahaldi í handlegg frú Clemm. Nú heyrðist hinn sári hósti Virginiu innan úr svefn- herberginu. Örvæntingarsvipur kom á andlit skáldsins. Hann hætti að hrista höfuðið og vilt augnaráð hans varð rólegra. „Lestu kvæðið fyrir þau, Eddie“, endurtók hin móður- lega rödd. Reynslan er besti skólinn, og í þeim skóla hafði frú Clemm lært, að í hinum undarlegu ljóðum sínum — hún botnaði hvorki upp nje niður í þeim — gat skáldið veitt útras harmi þeim, er þjáði hann. Hún andvarpaði feginsam- lega, þegar hann slepti hinu krampakenda taki á handlegg hennar. Hann byrjaði að lesa. Fyrst v&r rödd hans óþýð og hikandi. En smátt og smátt varð hún öruggari. Frá for- eldrum sínum, er voru leikar- ar, hafði Poe erft þann eigin- leika að geta lesið upp með tilfinningu, sem hreif áheyr- endur. Þau hlustuðu öll í þögulli hrifningu á hina djúpu, hljóm- fögru rödd hans. Það var „Ulalume“, sem hann las fyrir þau, harmljóð- ið, sem boðaði dauða Virginiu og ósigur hans eigin sálar. Þegar hann hafði lokið upp- lestri sínum, sátu þau öll þög- ul dálitla stund. Það var Niku- lás, sem rauf þögnina. „Þetta var dásamlegt, hr. Poe“, sagði hann og reis á fætur. „Yndislegt!“ sagði frú Ellet og stóð einnig á fætur. „Því er ekki lokið ennþá — jeg á eftir að breyta því“, sagði Poe. Rödd hans var nú aftur drafandi og brátt fjell höfuð hans fram á borðið. „Vesalings Eddie“, sagði frú Clemm. „Hann sefur þetta úr sjer. — Segið mjer, herra“, sagði hún og leit biðjandi á Nikulás. „Geðjaðist yður í raun inni að kvæði hans?“ „Jeg hygg, að það sje eitt af því besta, sem hann hefir gert“. Frú Clemm brosti. „Vilduð þjer hjálpa honum til þess að fá það birt? Jeg veit, að þjer hafið ekkert með slíkt að gera, en þjer gætuð ef til vill talað við einhverja útgefendur fyrir hann? Frú Gove heyrði kvæð- ið, og hún lofaði að gera það, sem hún gæti“. „Það skal jeg gera með mik- illi ánægju“, sagði Nikulás, og þau yfirgáfu síðan frú Clemm og hin tvö sjúku börn hennar. ★ Um kvöldið, þegar Miranda og Nikulás sátu að kvöldverði, fjekk hún loks kjark til þess að spyrja hann spurningar þeirr- ar, sem verið hafði í huga henn ar alla leiðina heim. „Var heimsóknin eins og þú áttir von á, Nikulás? Fanstu það, sem þú leitaðir að?“ Hann setti frá sjer kaffiboll- ann og hleypti brúnum. „Mað- urinn er einskis virði“, sagði hann fyrirlitlega. „En jeg öf- unda hann af draumum hans“. „Draumum hans?“ endurtók hún og skildi ekki, við hvað hann átti. Nikulás kinkaði kolli, en svaraði ekki. Maðurinn Poe hafði valdið honum vonbrigða. Hann hafði átt von á að hitta mann, sem hafði eins rótgróna fyrirlitn- ingu á allri siðfræði og vana- bundnum skoðunum fjöldans á því illa, og Nikulás sjálfur. En í þess stað hitti hann sjúkan mann, sem hjelt dauðahaldi í tengdamóður sína og hrópaði á ódáinsveigar, — mann, sem var skelfingu lostinn við um- hugsunina um dauðann. Það hafði aftur á móti verið eitt í samræðunum við Poe, sem hafði hrifið Nikulás. Skáld ið hafði óviljandi bent honum á áður óþekta leið inn í hið leyndardómsfulla ríki valdsins. Þá leið verð jeg einhvern tíma að reyna, hugsaði hann. „Gætum við ekki sent þeim dálítið af peningum — án þess að láta nafns okkar getið auð- vitað?“ sagði Miranda. Hann ypti öxlum. „Því fyr, sem konan deyr, því betra virð ist það vera fyrir alla aðila. En jeg skal sjá um, að Bronck sendi þeim eitthvað, ef þú ósk- ar þess“. Miröndu var mjög umhugað að •■gleyma sem fyrst öllu því, sem hún hafði sjeð á heimili skáldsins, og henni tókst það von bráðar. En það var dálít- ið atvik, sem þar hafði komið fyrir, sem hún gat ekki gleymt. Það var hin óvænta gleði, sem hún hafði fundið til, þegar gamli læknirinn fór að tala um Jeff. Það hafði á einhvern hátt rumskað við henni, því að þótt hún hugsaði ekki oft um Jeff, tók hún nú að lesa blöðin af miklum áhuga. Og í hvert sinn, sem listar yfir falína her- menn birtust þar, athugaði hún þá með kvíðasvip og andvarp- aði feginsamlega, þegar hún 'hafði lesið síðasta nafnið. XV. KAPÍTULI. A þriðjudagsmorgni, um miðjan júnímánuð, stigu þau Miranda og Nikulás á skips- fjöl og hjeldu af stað upp Hudson-fljót. Var ferðinni heitið til Pine Orchard-gisti- hússins á Catskill-fjallinu. Miranda hafði gert sjer von- ir um, að Nikulás færi með sig í ferðalag, meðan verið væri að gera við Dragonwyck. Síð- astliðinn hálfan mánuð höfðu þau farið í samkvæmi til Schermerhorn og Astor hjón- anna, og þar hafði Miranda hitt margt fólk, sem ætlaði í ferðalög yfir sumarið. Sumir ætluðu til Rockaway-strandar- innar, aðrir til Hvítu fjallanna, og hún hafði jafnvel hitt hjón, sem ætluðu til NiagarafoSsins og Erie-vatnsins. „En hvað jeg hefði gaman af að fara niður til strandar- innaf og sjá sjóinn. Jeg hefi aídrei sjeð hann. — Eða til Niagarafossins, Nikulás“, hafði hún sagt biðjandi, en hann vildi ekki gera neinar breyt- ingar á ferðaáætlun sinni. Hann hafði.fengið nægju sína af ferðalögum árið sem leið. „Við gætum farið til Sara- toga nokkra daga, ef okkur leiðist á gistihúsinu“, sagði hann, og var þar með útrætt um málið. Nú hallaði hún sjer upp að borðstokknum á „Reindeer“ og hugsaði um, hve þetta ferða lag væri ólíkt fyrstu ferðinni hennar upp Hudson. Hún sneri sjer frá borðstokknum, þegar Nikulás nálgaðist. „Komdu að borða, ástin mín“, sagði hann glaðlega. „Skipstjórinn bíður eftir kk- ur í káetu sinni“. Nikulás var í góðu skapi. Hann hafði djúp- stæða tilfinningu fyrir fljótinu og naut ferðarinnar í ríkum mæli. I ganginum, frammi fyrir káetu skipstjórans, beygði hann sig niður og kysti hana blíðlega, svo að Miranda Ijóm- aði af gleði, þegar hún gekk fyrir skipstjórann. — Pine-Orchard-gistihúsið á Catskill-fjallinu var talið eitt af mestu furðuverkum Amer- íku. Þangað þótti sjálfsagt að fara með alla útlenda gesti. Frægð þess var ekki að þakka hinum ágæta mat þar eða kór- intinsku súlunum þrettán, sem voru á framhlið þess, heldur hreifst hið rómantíska hjarta nítjándu aldarinnar af því, að gistihúsið stóð á brúninni á tuttugu og fimm þúsund feta þverhnípi. Það var því stór- kostlegt útsýni þaðan. Þegar Miranda gekk í gegn- um gistihúsið, út á súlnagöng- in, stóð hún á öndinni af hrifn- ingu. Fyrir neðan hana glamp- aði á frjósama akra Hudson- dalsins í kvöldsólinni, og hjeð- an virtist fljótið eins og mjótt silfurband, sem liðaðist frá Al- bany til Rhinebeck. Svona hlýtur það að vera að fljúga, hugsaði Miranda og andvarpaði. Umhverfið hafði ætíð haft mikil áhrif á hana og hjer fanst henni, að maður hlyti að geta verið ánægður um alla eilífð. Hjer komst maður nær guði. Fyrirlitning Nikulás- ar á trúnni hafði haft sín áhrif á hana. Hún las ekki lengur í biblíunni og hún hafði ekki far ið til kirkju um lengri tíma. En nú, þegar hún stóð á þess- um himneska stað, fann hún tiL samviskubits, og lofaði sjálfri sjer því, að bæta hegðun sína. Ef Loftur ^etur það ekki — þá hver? Tveir Skotar, sem voru á skemtiferð í Suður-Ameríku, voru svo óhepnir 'að lenda í lest, sem ræningjar rjeðust á. Þegar ræningjarnir komu að Skotunum, tók annar þeirra upp 100 punda seðil, rjetti hin- um og sagði: — Kærar þakkir fyrir lánið, Mac Intosh. ★ — Þú mátt trúa mjer, kæra ungfrú. Jeg vildi gefa 1000 pund til þess að vera miljóna- mæringur. ★ Skoti nokkur skrifaði nýárs- kveðjur til vina sinna: „Gleðileg nýár og góða líð- an 1939, 40, 41, 42, 43 og 44“. ' ★ Ritstjórinn: — Skrítlur yðar eru ekki svo afleitar, ungi maður, en þjer hafið auðsjá- anlega ekki fundið upp púðrið. Ungi maðurinn: — Jeg hjelt, herra ritstjóri, að það ætti að vera yðar hlutverk. ★ Konan, serh hafði boðið sig fram til þings: • — Heiðruðu herrar, verið eins og maðurinn min'n, kjós- ið mig. ★ Lestin var að leggja af stað, þegar stöðvarþjónninn heyrði grunsamlegt brak. Hann hljóp til og sá ungan mann liggja marflatan á götunni og rjett hjá honum lágu ferðatöskur, allar sundurtættar. — Ætlaði hann að ná lest- inni? spurði stöðvarstjórinn drenghnokka, sem stóð þar hjá hlæjandi. — Hann náði lestinni, sagði strákur og hristist af hlátri. — En hann bara misti af henni aftur. ★ — Viðskiftavinurinn: — Mig langar til þess að fá þessari 'kápu skift. Konunni minni, geðjast ekki að henni. Káupmaðurinn: — Skifta á kápunni? Jeg skal segja yður það, kæri vinur, að þetta er besta kápan, sem völ er á hjer. Þjer ættuð heldur að fara heim og skifta um konu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.