Morgunblaðið - 17.09.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. sept. 1944. Þurfa htisaleigulögin endur- skoðunar vil? Bréf til búnaðarfélaganna í land- inu frá st jórn Búnaðarfélags Islands STJÓRN Búnaðarfjelags ís- lands hefir fengið vitneskju lím það, að Alþýðusamband Is- lands hafi sent búnaðarfjelög- um hreppanna boðsbrjef um að senda fulltrúa á ráðstefnu, er Alþýðusamband íslands gengst fyrir í Reykjavík í nóv- embermánuði næstkomandi, til þess að ræða við þá um ýms hagsmunamál landbúnaðarins. í tilefni þessa vill stjórn Búnaðarfjelags Islands taka fram eftirfarandi: Búnaðarfjelag íslands er setíð viðbúið að taka upp sam- ræður við fjelagssamtök verka rnanna, Alþýðusamband Is- lands, sem og samtök annara stjettarfjelaga í landinu, til að leita lausnar á sameiginlegum vandamálum, eða að reyna að jafna ágreiningsmál þau, er upp kynnu að koma á milli hinna einstöku hagsmunasam- banda — sem oft er langt fram yfir það. sem þyrfti að vera, og ætíð báðum aðilum til tjóns. En til þess að slík samtök geti borið árangur, verða þau að takast upp á skipulegan hátt og undirhyggjulaust. Til þess að sýna að Búnaðar- fjelag Islands hefir litið þann- ig á málin og hagað sjer sam- kværat því, vill stjórn þess benda á þessi atriði: I desember 1942 sendi Banda lag starfsmanna ríkis og bæja Búnaðarfjelagi íslands brjef, þar sem það óskaði að fjelagið tæki upp viðræður við það á- samt Alþýðusambandi Islands og Fiskifjelagi Islands — um vandamál verðbólgunnar, og hugsanleg ráð til lausnar þeim. Brjefi þessu svaraði stjórn Búnaðarfjelags íslands á þá leið, að hún væri viðbúin að ræða mál þessi við fulltrúa frá áðurnefndum fjelagasamtök- um. Af framkvæmdum varð þó ekki, af hverju sem það hefir stafað. Næst má geta þess, að Búnaðarþing lagði .grundvöll að frjálsu samstarfi bænda og launþega um tilraun ir við stöðvun dýrtíðarinnar ineð ályktun, sem það sam- þykti um niðurfærslu verðlags landbúnaðarafurða gegn sams- konar niðurfærslu kaupgjalds í landinu. Alyktun þessi bar þann ár- angur, að Alþingi lögfesti hina svokölluðu sexmannanefnd, til að leita að.rjettu hlutfalli af- orðaverðs og kaupgjalds í land inu. Nefnd þessi var síðan skip uð fulltrúum frá Búnaðarfje- lagi íslands, Alþýðusambandi Islands og Fjelagi starfsmanna ríkis og bæja, auk tveggja sjer fræðinga í verðlagsmálum. Samstarfið í sexmanna- rtefndinni var hið ákjósanleg- asta og bar þann árangur, sem eftir var leitað. Þá skal að lok- nm minst á hina síðari sex- raannanefnd, er Búnaðarfjelag Islands og Alþýðusamband ís- lands skipuðu fyrir forgöngu rikisstjórnarinnar til að at- huga, hvort unt yrði að fá sam- komulag á milli þessara aðila um einhverja gagnkvæma lækkun afurðaverðs og kaup- gjalds frá þáverandi verðlagi. Þó að samtöl þessi færu fram í fullri vinsemd, báru þau eng an jákvæðan árangur, þar sem fulltrúar Alþýðusambandsins gátu ekki fallist á neina lækk- un launa, þó að fulltrúar Bún- aðarfjelags íslands legðu fram tilboð Búnaðarþingsins frá 1942 um nokkra lækkun af- urðaverðs að því tilskyldu, að kaupgjald yrði lækkað í sömu hlutföllum. Aftur á móti sendir Alþýðu- samband Islands Búnaðarfje- lagi íslands brjef, hinn 19. júní 1933 og býður því þátttöku í einskonar ,,ráðstefnu“, er það síðar tilkynnir að haldin skuli í Reykjavík í nóvembermánuði sama ár til að ræða um stofn- un ,,Bandalags vinnandi stjetta“, ásamt eftirtöldum samböndum, stjórnmálaflokk- um og fjelögum: „Bandalag starfsmanna rík- is og bæja, Bandalag íslenskra listamanna, Fjelag róttækra rithöfunda, Farmanna- og fiskimannasambands Islands, Kaupfjelag Reykjavíkur og nágrennis, Ungmennafjelag Is- lands, Alþýðuflokkurinn, Sam- einingarflokkur alþýðu — Sós- íalistaflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn, Samband ungra jafnaðarmanna, Æskulýðsfylk- ingin, Samband ungra Fram- sóknarmanna, Sveinasamband byggingarmanna, Trjesmiða- fjelag Reykjavíkur, Lands- samband iðnaðarmanna, Versl- unarmannafjelag Reykjavíkur, Verslunarmannafjelag Hafn- arfjarðar, Samband íslenskra bankamanna“. Stjórn Búnaðarfjelags Is- lands leit þannig á, að þessi fyrirhugaða ráðstefna væri fyrst og fremst stjórnmálalegs eðlis, þar sem meðal annars ýmsum stjórnmálaflokkum var ætluð þar þátttaka, og að tilgangurinn væri flokkspóli- tískur, þar sem fram er tekið í fundarboðinu, að verkefni ráðstefnunnar væri að vinna að því, „að gjöra markmið verka- lýðshreyfingarinnar að veru- leika“, — og að hún lægi því algjörlega utan við verksvið Búnaðarfjelags íslands. Auk þess gat stjórn fjelagsins ekki búist við neinni raunhæfri nið- urstöðu af nokkurra daga fundahaldi um jafn óljós og yfirgripsmikil verkefni, þar sem grautað var saman jafn mörgum gerólíkum fjelagssam tökum og þarna. Taldi hún því ekki ástæðu til að sinna boði þessu. Fundarboð það, sem um get- ur í upphafi brjefs þessa, mun eiga að skoða sem áframhald af því samfylkingartilboði, sem nú hefir verið á minst, að öðru leyti en því, að nú snýr Alþýðusambandið sjer til ein- stakra búnaðarfjelaga, ein- stakra hópa manna og jafnvel einstaklinga í sveitum lands- ins, í stað þess að snúa sjer til Búnaðarfjelags íslands, sem hefir forgöngu í hinum skipu- lögðu fjelagssamtökum bænd- anna. Stjórn Búnaðarfjelags íslands lítur á þetta síðara fundarboð á sama hátt og hið fyrra, auk þess sem hún telur það bæði ó- eðlilegt og óviðeigandi, að lands samtök heilla stjetta eins og Alþýðusamband Island skuli beita sjer fyrir því að kljúfa í smáhópa og einstaklinga heild- arsamtök annara stjetta, sem það leitar samstarfs við, og hasla þeim þannig völl gegn órofinni fylkingu skjólstæðinga sinna. Vitanlega er hver og einn sjálfráður um þátttöku í ráð- stefnu sem þessari, en stjórn Búnaðarfjelagsins verður að skoða hana búnaðarfjelags- samtökunum í landinu með öllu óviðkomandi, eins og til hennar er stofnað. Reykjavík, 15. sept. 1944. Bjarni Asgeirsson. Pjetur Ottesen. Jón Hannesson. Quebec-ráðsteSnan Framh. af 1. síðu. „Forsetinn, forsætisráðherr- ann og nokkrir herráðsmenn hjeldu allmarga fundi. Var þar rætt um styrjöldina gegn Þjóðverjum og Japönum. A skömmum tíma náðist sam- komulag um styrjöldina í Ev- rópu, sem nú er að komast á lokastig, og baráttuna gegn Japönum“. Bæði Churchill og Roosevelt hafa látið svo um mælt við blaðamenn, að aldrei hafi meiri eindrægni ríkt á ráðstefnum þeirra en nú. Roosevelt sagði, að þeir Churchill gætu ekki enn tiltek- ið daginn, sem Þjóðverjar myndu gefast upp, en þegar þar að kæmi, myndi röðin koma að Japönum. Churchill sagði, að Bretar myndu taka þátt í bar- áttunni gegn Japönum. Roosevelt sagði, að það hefði einkennt þessa ráðstefnu, hve skamman tíma hún hefði tekið, hve lítils skoðanamunar hefði gætt og hve fljótt samkomu- lagi varð náð. Handlökum fjölgar í Danmörku ÞJÓÐVERJAR hafa s. 1. viku handtekið í Danmörku fleiri menn en nokkru sinni hefir átt sjer stað áður. Lausafregnir herma að á sum um stöðum hafi yfir 2000 menn verið teknir fastir, en þó er lal- ið líklegt að sú tala sje nokkuð ýkt. (Úr danska útvarpinu hjer). Svifsprengjur falia enn London í gærkveldi. í NÓTT og í morgun var aft- ur byrjað að skjóta svifsprengj um á London og suðurströnd Englands, eftir alllangt hlje. Varð allmikið manntjón og eig'natjón af skeytum þessum að vanda. — Reuter. ERU að rísa upp ný bannlög í landinu? Lög sem valda illindum og úlfúð á milli manna? Lög, sem heita verndarlög en eru notuð sem skálkaskjól og í auðgunarskyni? Lög, sem gera fjölda manna að lögbrjótum, sem aldrei hafa áður gerst sekir um brot á lands lögum? Húsaleigulögin voru upp- runalega sett til verndar hús- næðislausu fólki og mun þeirra hafa verið þörf. Seinna voru þau einnig látin gida um hverskonar atvinnurekstur. Mörg fyrirtæki, sem höfðu á leigu húsnæði fyrir stríð, hafa grætt offjár á stríðinu, en greitt húseiganda sem svarar hálfri leigu fyrir stríð, miðað við núverandi verðgildi pen- inga, enda þótt stríðsgróði fyr- irtækisins hafi mestmegnis ver ið að þakka og standi og falli með því húsnæði sem fyrir- tækið er rekið í. Hversu órjettlátt, sem þetta ,er, væri það þó sök sjer, ef það gengi jafnt yfir alla húseigend- ur, en því mun vera fjarri. Lög þessi, sem selt voru upp runalega í mannúðarskyni, virðast því miður einkum hitna á löghlýðnu og hrekk- lausu fólki, sem þekkir ekki flækjur og undanbrögð nú- tímaviðskifta. Það má með sanni segja, að húsaleigulögin hafi gefið ýms- um tækifæri til að auðgast af eignum annara, og hafa margir skefjalaust notfært sjer það undir skjóli „laga og rjettar”. Hinsvegar vita allir bæjar- búar að fjöldi húseigenda hef- ir hækkað leigu á húsum sín- um langt fram úr því, sem lög- in' mæla fyrir, stúndum eftir samkomulagi við leigjendur, stundum eftir eigin geðþótta. Stórhýsi hafa verið keypt upp í bænum og húsaleiga sam tímis hækkuð á öllum leigj- endunum, um helming eða meir, án þess að nokkuð hafi verið við því sagt. Heimtaðar hafa verið þús- undir króna, stundum af fá- tæku fólki, fyrir það eitt að selja því lítilfjörlegt húsnæði á leigu. Þess eru dæmi, að leigutak- ar, sem haft hafa á leigu heil- ar íbúðir frá því fyrir stríð, selja á leigu eitt eða tvö her- bergi gegn okurleigu og búa þannig ókeypis 1 íbúð sinni. Fjöldi leigjenda, sem hafa haft ódýrt húsnæði á leigu, en hafa þess ekki lengur þörf sjálfir, halda því á sínu nafni þó það sje í rauninni notað af öðrum. Þannig myndast milli- liður, sem stundum tekur í þóknun meira en húseigand- inn fær í leigu sjálfur. Mörg fyrirtæki hafa beðið hnekki við það að geta ekki aukið húsnæði við sig í sínum eigin húsum, vegna þess, að leigjendur hafa ekki viljað þoka til, jafnvel þó þoðið hafi verið fram jafngott húsnæði í öðru eða sama húsi. Þannig mætti lengi áfram telja. Með allskonar lagaflækj- um og undanbrögðum, er farið í kringum þessi lög og þau mis notuð á allan hátt. Þeir, sem frakkastir eru og sjást lílt fvr- ir virðast hindrunarlítið geta sniðgengið lögin, sem síðan bitna eingöngu á hinum hlje- drægari og löghlýðnari húseig- endum bæjarins. Húsaleigulögin voru upp- runalega sett í mannúðarskyni, en hið máttlausa eftirlit þeirra og hinn varasami grundvöllur, sem lögin byggjast á, að ganga á umráðarjett einstaklingsins yfir eignum sínum, hafa gert lög þessi illa þokkuð og að skálkaskjóli manna, sem kunna að fara með löndum hegningf- arlaganna án þess að á því verði haft. Þegar ný lög hafa slík vand- kvæði og illar afleiðingar í för með sjer, verður manni á að spyrja: Eru lög þessi ekki stórlega gölluð? Er ekki sá grundvöll- ur, sem lögin eru bygð á, illa gerður og mætti þá ekki breyta honum til batnaðar? Mjer skilst að tilgangur lag- anna sje tvennskonar: 1) að tryggja mönnum, að þeir missi ekki húsnæði sitt, 2) að koma í veg fyrir okurleigu. Mætli ekki ná þessu marki á einfaldari hátt en gert er í húsaleigulögunum? Væri ekki hægt að skifta bæn um niður í hverfi og ákveða hámarks húsaleigu fyrir hvern fermeter gólfs 1 öllum húsum í sama hverfi, sem bygð voru fyrir stríð? Á húsaleigu í hús- um sem bygð hafa verið eftir stríð, kæmi hækkun, sem væri ákveðin fyrir byggingarkostn- aði hvers rúmmeters það ár, sem húsið var bygt, án tillits til kaups eða söluverðs hvers húss. Bannað yrði að breyta ibúð í verslunar- eða iðnaðarpláss. Húsaleiga yrði að miðast við verðgildi peninganna. Um uppsögn húsnæðis giltu hin eldri landslög, enda mjög ósanngjarnt að svifta húseig- anda með öllu rjettindum til að ákveða hverjum hann selur eign sína á leigu. Með þessu ynnist: 1) Eftirlit með framkvæmd laganna, sem á einfaldan hátt fengið almenn- ingi í hendur. Komið yrði í veg fyrir hinn gífurlega mismun, sem er á húsaleigu í bænum. 2) Sje húsaleigan ákveðin með nokkurri sanngirni í hlutfalli við verðgildi peninganna yrði komið í veg fyrir hin margvís- legu undanbrögð og lögbrot, er núverandi húsaleigulög eiga sök á. 3) Illvígar deilur, málaferli og hatur milli leigutaka og leigusala mundi falla niður. H. G. Þýskur hershöfðingí fellur í Póllandi London i gærkveldi: ÞÝSKA frjettastofan skýrði frí því í dag, að „major-gene- ral Dúrking hefði fallið sem hetja“ við Sanok í Póllandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.