Alþýðublaðið - 30.04.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.04.1929, Blaðsíða 2
2 AUÞ UBL AB I® ALÞÝÐUBLAÐIÐ iemur út á hverjum virkum degi. 42grei8sia i Alþýöuhúsinu viö HverHsgötu 8 opin frá kl. 9 árd. iil kl. 7 síðd. Skrifstfflfa á sama stað opin kl. 9Vi—lO'/t árd. og kl. 8—9 siöd. Símare 988 (afgreiðsian) og 2394 (skritstoian). VerClag: Askriftarverö kr. 1,50 á mánuöi. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmi&jan (i sama húsi, simi 1294). Dagurinn á morgun. ' i . L*Ó —— KJukkan 7,30 á morgun að kvöldi safnast fólk samaai á Aust- urvelli. Lúðrasveit Reykjavikun íeikur ]>ar nokkur lög og ræður verða fluttar. Tala ]>ar ]>eir Jón Baldvinsson, Sigurjón Á. Ölaifs- son, Héðinn Valdimarsson, Er- lingur Friðjónsson og Stefán Jó- hann Stefánsson. — Kl. 9 kefst kvöld.skemtun í Iðnó- Haraldur Guðmund.sson flytur ræðu, al- þjóðasöngur jafnaðarmanna verð- ur leikinn, hr. Stefán Guðmunds- son syngur nokkur lög með und- irleik hr. Páls Isólfssonar. Hiran alkunni og vinsæli kvæðaimaður Páll Stefánsson, skemtir fólki með kveðiskap og lir. Friðfinnur Guð- jónsson les upp. Síðan verður danzað ftram eftir nóttu. Hijóoi- sveit P. 0. Beroburgs leikur. — Allir alpýðumsnn og álpýðukonur verða að mæta á Austurvelli. Kröfumar verða pví áhrjfameiri, ,som höpurinn er stærri. Alpýðumeran og alpýðukoraur! Mætum öll! Stjóra myndnð í Damnðrku. Jafnaðarmeisn otj gerbdta* menn mynda samsteypn- ráðnneyti. Átta jjafnaðarmenn og prlr gerbötamenn eiga sæti f stfórninni. Ekki hefir orðið af pví að jafn- aðarmeran mynduðu einlita stjórn í Danmörku, heldur hefir pað samkomulag orðið milli peirra og gerbótamanna, að 8 jafnaðarmenin ættu sæti í stjórnirani og 3 ger- bótamenn. I gærmorgun varð stjórnin fullmyraduð og eiga sæti í henni: Th. Stauning, forsætis-, fiskiveiða- og sigHragamála-ráð- hexra, dr. P. Munch utanríkisráö- berra, C. Th. Zahle dómsmáiaráö- herra, Fr. Borgbjexg kenslumála- ■ ráðherra, Bramsraæs fjárroál'aráð- herra, Bertel Dahlgaard innararik- ismálaráðherra, Hauge verzlunar- og i ðnaðar-má iar áðherra, Bor- dirag laradbúraaðarráðherra, L. Ras- mussera herv'arnarmálaráðharra, séra Dahl' kirkjumálaráðherra, Friis Skotte samgöngumálaráð- herra og K. K. Steincke félags- málaráöherra. Alþingi. Lög. Frv. stjómarinnar uni rann- sóknir í parfir atvirarauvegaraina varð að lögum í gær í efri deáld. Neðri ðeild. Þar fór kjördagsfærslufrum- varpið til 3. umræðu í gær. Til 3. umræðu voru einnig af- greidd frv. um gjaldprotaskifti og frv. um lendingarbætur í Þorláks- höfn. Tveir pingmexin gneiddu at- tovæði gegn lendiragarbóturaum, og var eini Ih a 1 ds]>in gma ðuriran fyr- ir Suðurláglendið, Einax á Geld- ingalæk, atmar þeirra. .— Frv. var breytt paranig, að í stað pess, að amriar helmiragur kostnaðar verði lánaður úx Viðlagasjóði, pá sé stjórnimrai heiimilt að ábyrgj- ast lán, ef Árnessýsla tekur pað til peirra frámkvæmda. Við frumv. um hafnargerð á Skagastrond var samþykt viðbót- artillaga frá Héðrai og Haraldi, pess efraís, að breppsraefnd Vind- hælishrepps sé heimilt með sam- þykki atvinnumálaráðúraeytisiJns að taka eignarnámi lörad og lóðir einstakra manraa, sem liggja að höfninrai og raauðsynleg kynnu að verða til hagnýtíngar heranar og íyrjr kauptún, er par kyrarai að koma upp,' —y svo að almeran- ingur en ekki eiran eða örfáir landeigendur, njóti pess verðmæt- 'A' sem petta mannvirki skapar, ar. er Jfcrt er fyrir almaranafé. Þar með getur hreppsnefndin aftrað pví, að dýrtið verði í porpinu vegna veröhækkunar lóð- anna, ;svo sam víða hefir orðið, þar ,sem lóðirnar hafa lent í braski. Einnig var heimilað að tillögu sjávariitvegsnefndar, að krefja í hafnarsjóðinn helmiings hækkunar peirrax, er verður vfegna hafnasr- gerðariranar, á ióðaleigu í landi þeirra jarða allra, er að höfninni liggjia. Þá var og sampykt, að stjórnin megi Jeggja til, án sér- stakrar heimildar í fjáriögum, 50 þúsund kr. af þeirri upphæð, er frv. hljóðar um, svo að sú fjár- hæð með tilsvarandi framlagi Skagstrendinga verði alls 125 pús- und kr„ og sé fyrir paö fé byrj- að á verkinu þannig, að gerður verði dálítill hafnarvísir eða bátahöfn, með því að leggja garð út í Spákonufellseyju og gera bryggju við eyna. — Þararaig var frv. endursent efri deild. Frv. uin loftskeytatæki á botn- vörpuskipum og eftirlit með loft- skeytanotkun veiðiskipa (áður ,samp. í e. d.) var vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsraefndar. Sú skrítla kom fram við umræðu um pað, að 01. Thor.s þóttist geta eigraað ,sér eitthvað i frum- varpinu sökum þess, hve mikið hann ygldi sig gegn svipuðu: frv. í fyrra. Skritin rökfræði pað! — Dámpinghárfrv. síðara fór til 2.. uimr. og allshrad.. (komið úr e. d.). Efri deild. Þetta gerðist á laugardaginn: Búnaðarbankimi. Þar fór fram 2. umræða uim Búnaðarbanikainn. Landb únaðar- nefndin lagði öll til, að bamtoa- lögin verði sampykt. Jón Bald- vinsson lagði til, að sérstök láraa- deild til smábýla við kaupstaði og kauptún verði í barakamtum, og veiti hún lán með sams konar kjörum og Byggiragar- og land- náms-sjóður veitir til endurbygg- inga íbúðarhúsa á sveitabýluni. Flutti hann um pað sérstakax til- lögur. Samkvæmt peim er deild- irani ætlað að hafa tvær millj. kr. að starfsfé, og útvegi ríkis- stjómin pað fé, en rikið leggi 50 púsund kr. á ári til vaxta- - lækk'unar. Að jafnaði ,sé lán pví að eins veitt úr deildimni, að býlöö geti, pegar larad pess er komið í fulla rækt, veitt m'eðalfjöílskyldu a. m. k. priðjung pess, er húra parf ,sér til framdráttar. — Við umræðuna lofaði Tryggvi ráð- heira pví, að hann skyldi leggja fyrir næsta ping frv. um láns- stofnun fyrir smábýli við kaup- staði og kauptún, sem geti orðiö ]>eim að sams konar gagni og Búnaðarbankinra sveitununx. Þegar ráðherrann hafði gefið petta lof- orð tók Jón Baldv. tillögurnar aftur. pví að ekki leit út fyrir, að pær næðu sampykki deildar- inraar; en pá brá ,svo við, að Halldór Steinsson tók upp fyrri hluta peirra, og gerðu íhaldsmenn ö,Skapnað úr I;ánadeildi;nini með pví að fella burtU' ákvæðin um, með hverjum kjörum láraira .skuli veittj 'ön sanipykkja að eiras stofn- ura deiidariraraar. Vonamdi tekst pó að laga pað viö 3. umræðu, syo að lánadeildin getí komið að not- um. Prv. var vísað til 3. umræðu Og .sömuldðis frv. um sölu á Laugaland i (jarða.skiftum) og hæstaréttarniálfæiislumannafruinv. Gunnar.s. Frv. uni sölu Hvaraneyrarlanids fór til meðri deildar, að sampyktri peirri öryggisviðbót, að Siglu- fjarðarkaupstaður megi ekki selja laradið aftur, og leiga eirastaíkra manna á pví skuLi buindin við ákveðinra tíma og vera samkvæm reglugerð ,siem bæjarstjóm semji, atvinraumálaráðherra staðfestL Til 2. umræðu var vísað premíur frumvörpum, sem komin eru úr ra. d.: Hafraarlaigafrv. fyrir Hafn- arfjörð, vísað til sjávarútvegs- nefndar, sjúkrasamlagafrv., til allsherjarnefndar, og úrskurðar- frumvarpinu um tekju- og eign- ar-skatt til fjárbaigsnefndar. Þetta gerðisit í deildirani í gær, auk laga.sampyktar peirrar, er áð- ur greinir: Til neðri deildar voru afgfeidd frv. um að leggja megi dagsektir við pví, ef lækrair trass- ar að senda fyrirskipaðar skýssl- ur, og frv. um breytirigu á lögum um Meraniragarsjóð. Til 3. umræðu fóru frv. um eftirlit með skipurn og bátum og öryggi peirra, vm stjórn póstmála og símamála, um lögreglustjóra á Akranesi og unx brunamál. Gegn póst- og síma-málafrum- varpinu greiddu allir íhaldsmenn deildarinraar atkvæði, raema Jó- haranes. Hanra sat hjá. Aðrir deild- armenn sampyktu pað. -— Á brunamálafrv. var sú breytiing gerð, að eftir árslok 1931 greiði Brunabótafélag Islands ailam kostraað við yfir-eftirlitiið máö brunavörnum. Þaragað til á ríkið að greiða lraran áð hálfu, Færsla ^JiSrdags. Allsherjamefnd neðri deildar ai- pingis klofraaði paranig um kjör- dagsfæ rsiufrumvarp i ð, að Héðinn Valdimarsson lagði til, að pað yröi felt, Magnús Torfason lagði til, að kjördaguriran verði 3- sunnudagur í september, era Magraús Guðmuradssora, Guramar og Hábon vildu gera fyrsta laug- ardag í júlímámuði að kjördegi. í gær fór fram síðari hluti 2. umræðu um pað mál í de.ld- iraini. Héðiran benti á, að með færslu kjördags á mitt sumar er aukið raragiæti pað, sem lcjör- dæmaskipunin veldur, pví að peim, isetDl núverftndf kjördæma- skipun skapar minstain rétt txl á- hrifa á stjómmálira, er par meö eiranig gert örðugast urn að kjósa. Kvað hanra engan paran geta mælt pví athæfi bót, sem miða >411 bosnimgarétt við inerm, en ekki við landsstærð eöa atviranugreim. Sigurjón bentii á, að alpimgiskjör- dag á að gera að alnuumum frí- degi, ;svo að almieraniragur eigi auðveldara meö að raeyta kosn- iragaréttar síns. Hér væri aftur á möti verið að gera tilraun til að vejkja áhrif verkalýðsiras á pjóð- rnálira. Bj.óst hanra og ekki við öðru, en að ímyndaðir hagsmurair: peirra, sem berjast fyriír færslunni, yrðu að pessu sinni Játnár sitja í fyrirírúml fyrir .sanngirnli, en síðax muni pjóðin kveða upp siran dóim yfir gerðum pingmanraa f málinu. ! Við atkvæðagreiðsluna var til- laga Magraúsar Torfasonar fyrst borin upp og feld. Síðan var til- lagara um fyrsta laugardag í júlí sampykt og frv. síðan vísað til 3. umræðu með 19 atfcvæðum gegn 6 að viðhöfðu nafraatoalli. Nei sögðU fulltrúar Alpý'ðufilokks- ins, hinir pingmenm Reykjavikur og Pétur Ottesen. Hiraix greiddu allir atkvæði með frv., nema Tryggví ráðheona, Ásgeáx og Jó- hamn voru fjarstaddix. Magraús Torfason hafði raunar parara for- raíála, að ' iraran greiddii pví at- kvæði tíl 3. uimræðu. Gengu paran- ig 12 ,, Frams (fknar'' - fiokksmenn að Gunnari með tökluim og 7 í- baldsmenn að Sigurði Eggerz með töldum í bamdalag tii pess ab raíða kosraingaréttinn af verkalýð kaupstaðarana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.