Morgunblaðið - 19.09.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1944, Blaðsíða 1
H. árgangoc Þriðjudagur 19. september 1944. Isafoldarprentsmiðja a.í. FALLHLÍFARHER IMÆR SAMBANM VIÐ ANNAIM BRESKA HERIIMN í HDLLAftlDI Skríluppþot í Rómaborg Róm í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ¦ÓGURLEGT uppþot varð hjer í borginni í dag, þegar leiða átti fyrverandi lögreglu- stjóra bórgarinnar, fasistann Pietro Caruso fyrir rjett. Höfðu þá fleiri þúsundir manna safn- ast saman og kröfðust þess að fá að drepa Caruso án dóms og laga. Þegar maður einn að nafni Canetta, sem átti að bera vitni í máli Caruso, kom í rjettar- höldin, þreif múgurinn hann af lögreglunni, þar sem fólkið taldi hann hliðhollan fasistum. Var hann dreginn úr greipum lögreglunnar og hent í ána Tiber, en þar druknaði hann, eða var barinn í hel með ár- um. Er maðurinn var dauður, dró múgurinn lík hans á land og hengdi það í fangelsishliði einu. Gátu lögreglumenn loks þrifið hið illa leikna lík úr greipum múgsins. — Reuter., Snúiií ekki aftur til London í bráð London í gærkveldi. MORRISON, innanríkisráð- herra Breta, flutti ræðu í dag í smábæ einum eigi allfjarri London og skoraði á það fólk, sem flutt hefði verið frá höf- uðborginni vegna svifsprengju árása, að vera þar sem það væri komið, en flytja ekki aft- ur til borgarinnar. Sagði hann, að enn gætu fallið flugsprengj- ur, eða ónnur skeyti Þjóðverja á borgina. Fjöldi flóttafólks frá Lond- on kom aftur til borgarinnar í dag, og voru margar járnbraut arlestir fullar af farangri. — í morgun og í nótt sem leið fjellu allmargar syifsprengjur á borg ina og varð af talsvert tjón. — Reuter. Loftárásir á Buda- pest. London í gærkveldi: — Rúss- neskar flugvjelar hafa undan- farin kvöld og nætur gert marg ar og harðar árásir á Budapest, höfuðborg Ungverjalands. — Segja Ungverjar, að skemdir hafi orðið rniklar i borginni og manntjón einnig allmikið. — Reuter. Himmler kannar lið sitt Barist í Aachen og Siegfriedlínunni London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FREGNIR frá fallhlífaher þeim, sem bandamenn hafa látið svífa til jarðar í Hollandi, bera með sjer, að honum hefir sumsstaðar tekist að taka þá staði, sem honum var ætlað, en annarsstaðar að sameinast öðrum breska hern- um. Þjóðverjar hafa ráðist með orustuflugvjelum að flugvjelum fallhlífaliðsins og valdið honum allmiklu tjóni, en þó ekki eins miklu og við var búist. Sumsstaðar hafa Þjóðverjar sent varalið gegn fallhlífaliðinu og eru bardagar þar harðir. Fallhlífaherinn hefir fengið liðs- auka. ~ r~~ *r^'>t! Hitler hefir nú falið þeim Himmler, yfirmanni þýsku lögregl- unnar öll völd innanlands í Þýskalandi. Hjer er Himmler að at- hiiga deild úr þýska heimahernum. Rússar byrja stór- sókn í Eistlandi Eru komnir til Eyjahafs London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. FREGNRITARI þýsku herstjórnarinnar, Hammer of- ursti ljet svo um mælt í kvöld, að Rússar hefðu í gær haf- ið mikla sókn við Dorpat (eða Tartu) í miðju Eistlandi. Sagði Hammer, að Rússar hefðu farið yfir fljót eitt aust- an borgarinnar og komið miklu liðí í skarð það, sem þarna hefði verið rofið í víglínur Þjóðverja. Þá var og rofið stórt skarð í varnarlínur-eistneskra hersveita, sem þarna vörðust. Komnir til Eyjahafsins. Þýska frjettastofan segir, [ að hersveitir Rússa, þær sem farið hafi gegnum höf- uðborg Búlgaríu, Sofia, í gær, hafi komið að strönd- um Eyjahafsins í dag og hafi þær lagt undir sig nokkur grísk hjeruð. Einn- ið kveða Þjóðverjar hafa slegið í harða bardaga milli þýskra og búlgarskra her- sveita á landamærum Júgó- slafíu og Búlgaríu í dag. Rússar segja aftur á móti frá árásum Þjóðverja á sömu slóðu'm, og Þjóðverjar segja frá mestri sókn Rússa. Kveðast Rússar í herstjórn- artilkynningu sinni í dag, hafa hrundið hörðum á- hlaupum Þjóðverja í Eist- landi, þó aðallega nærri borginni Mitu. Þá segjast Rússar hafa haldið áfram sókn sinni í sunnanverðu Póllandi, aðal lega nærri Sanok og tekið þar bæ nokkurn og allmörg þorp. Annars staðar á vígstöðv- unum segja Rússar að að- eins hafi verið um skærur að framvarðaviðureignir að ræða. BARIST I SIEGFRIEDVIRKJUNUM Á vígstöðvum fyrsta ámeríska hersins eru nú miklir bardagar og er barist í Siegfriedvirkjunum nærri Aachen og Trier. Götubardagar eru háðir víða í Aachen. — Ekki hafa fengist staðfestar fregnir um það að Siegfriedvirkin sjeu rofin að fullu. Sunnar á þriðji her Patt- ons í miklum bardögum, einkum nærri Metz og Nancy og hafa litlar breyt- ingar orðið á afstöðunni þar, utan nokkur þorp hafa fallið Bandaríkjamönnum í hendur. Orðrómi neita London í gærkveldi. ÞÝSKA herstjórnin gaf i kvöld út yfirlýsingu, þar sem borið er á móti þeim fregnum, að Þjóðverjar brenni þorp í Finnlandi, er þeir flytji lið sitt á brott úr landinu. Segir her- stjórnin, að Þjóðverjar muni, meðan þeir sjeu á finskri grund vernda líf og eignir Finna, að- eins eyðileggja það, sem kom- ið geti óvinunum að háldi. — Þá segir í tilkynningunni, að íregnir um þetta hafi aldrei komið frá Finnum sjálfum. Aðrar fregnir herma, að Þjóð verjar haldi áfram liðflutning- um sínum úr Norður-Finn- landi, og eigi í bardögum við Rússa á undanhaldinu. — Reuter. Rússar taka Antonescu London í gærkveldi. RÚSSNESKI herinn hefir nú tekið í sína vörslu Antonescu marskálk, fyrrum stjórnanda Rúmeníu og nokkra aðra menn. Munu menn þessir verða drgenir fyrir rjett sem stríðsglæpamenn. Meðal hinna eru Michail Antonescu, bróðir hins fyrverandi einræðisherra, dr. Clodius, viðskiftafulltrúi Þjóðverja á Balkan og fyrver- andi lögreglustjóri í Bukarest. — Reuter. 13 þorp tekin Frjettir frá fallhlífahern- um herma, að hann hafi þegar tekið 13 þorp. Þjóð- verjar segja hann hafa svif- -ið til jarðar í nánd við borg- irnar Arnheim, Eindhoven og Heeringen. Sagt er í ó- staðfestum fregnum, að fall hlífahernum sje stöðugt sendur liðsauki, en Þjóð- verjar eru einnig sagðir fá aukið lið og bardagar harðn andi. Bardagar nærri Belfort Sjöundi herinn ameríski á í miklum og hörðum or- ustum nærri Belfort. Er hann nú á þeim slóðum kom inn að mesta virkjakerfi Þjóðverja og "stórorstur hafnar. Ekki hefir enn ver- ið getið mikilla breytinga þar um slóðir, enda varla von. Brest í björtu báli Meirihluti herskipahafn- arinnar frægu, Brest, stend ur nú í bjrötu báli. — Þar verjast Þjóðverjar enn, en alls hafa þeir nú barist þar í rúman mánuð, en nú er talið að vörnin fari að stytt-- ast, þar sem flestallar fall- byssur varnarliðsins sjeu Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.