Morgunblaðið - 19.09.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. september, Utg.: lí.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmurídsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. Höfuðstöð norrænna fræða í FRUMVARPI, sem Mentamálanefnd neðri deildar Al- þingis hefir nýlega lagt fram, eru ráðgerðar þrjár brevt- ingar á lögum Háskóla íslands. Sú fyrsta er lögfesting á embættum tveggja dosenta í viðskiítafræðum, en laga- ákvæði hefir skort um þessi embætti enda þótt embættin sjálf hafi verið til síðan Viðskiftaháskólinn var samein- aður lagadeild Háskólans. Önnur breytingin er tekning lagaákvæða um verk- fræðideild Háskólans, sem starfað hefir síðan haustið 1940. Báðar þessar breytingar eru sjálfsagðar og eðli- legar. Þriðja breytingin, er Mentamálanefnd leggur til að gerð verði á lögum Háskólans. er um það, að stofna skuli tvö dosentsembætti við heimspekideild skólans, í bókment- um og sögu. í sambandi við þessa breytingu er rjett að minna á það, að aldrei hefir verið jafnmikið rætt um það og s.l. ár, að nauðsyn bæri til þess að efla þjóðlega mentun lands- manna. Þjóðleg menning vor er áreiðanlega einn traust- asti hornsteinn sjálfstæðis vors og tilveru. ★ En svo er annað. Á íslandi stendur vagga norrænna fræða. Hjer á landi voru skráðar og geymdar hinar merk- ustu heimildir norrænnar sögu og bókmenta. Það hlýtur þessvegna að vera íslendingum metnaðarmál, að hjer á landi verði í framtíðinni höfuðstöð norrænna fræða. Sú höfuðstöð á Háskóli íslands að vera. Hann á að vera sá háskóli, sem getur veitt besta og fylstu þekkingu í þess- um fræðum, allra háskóla í heiminum. Til þessa hefir margt skort á, að þetta væri kleift. Kennaralið norrænu- deildarinnar hefir verið of störfum hlaðið til þess að nauð- synlegri verkaskiftingu yrði við komið. Tóm til vísindastarfsemi hefir verið afartakmarkað. Enn er það, að dýrmæt íslensk handrit og heimildir eru ennþá erlendis og hafa íslenskir fræðimenn því ekki haft aðgang að þeim hjerlendis. Á næstu árum hlýtur þessum þjóðlegu og mikilsverðu verðmætum að verða skilað ís- lendingum, sem állan rjett eiga til þeirra. Þeir niðurlæg- ingartímar, sem sviftu þjóðina þeim, eru liðnir og koma aldrei aftur. Verður og vænta þess, að endurheimtan verði ekki torsótt, þar sem íslendingar eiga í þeim efnum við frændur sína að skifta. En það mál vérður ekki rætt nánar að sinni. Með stofnun hinna tveggja dosentsembætta við nor- rænudeild Háskóla Islands, er stefnt að því marki, að gera háskólann að höfuðstöð norrænna fræða. Væntanlega fær það mál ágætar undirtektir Alþingis, sem ávalt hefir haft góðan skilning á hinni miklu nauðsyn þjóð- legra menta fyrir sjálfstæði landsins. ★ Yfirleitt ber mjög að fagna vexti og þróun háskólans. Þær raddir eru nú. sem óðast að þagna, sem vantreysta þjóðinni til þess að eiga mentastofnun á sem flestum svið- um. Stofnun verkfræðideildar við háskólann var merki- legt spor í baráttu þjóðarinnar fyrir aukinni verklegri menningu í landinu. íslendingar verða á næstu árum að eignast fjölda verk- fræðinga, sem færir eru til forustu um þær fjölþættu framkvæmdir, í verklegum efnum. sem fram u'ndan eru. Það verður hlutverk verkfræðideildar Háskólans að menta þessa menn fyrir þjóðina. Háskólinn á að vera sannur þjóðskóli, sem athafnalífið í landinu getur sótt til hagnýta þékkiíigu og styrk. Verkefnin bíöa hvarvetna. En til þess að þau verði vel af hendi leyst, þarí þékkingu, áamfara aukinni tækni. —- Það er hlutverk háskólans, að láta þá þekkingu í tje, sem athafnalííið nýtur svo góðs af. NÝ BÓK Landið handan landsins Guðmundur Daníelsson: Landið handan landsins. Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri 1944. GUÐMUNDUR DANÍELSSON er stórvirkur rithöfundur. Frá því árið 1933 hafa komið út eftir" hann 10 bækur, þar af ein í tveim bindum, flestar langar skáldsögur. Og þó hefir hann stundað tímafrekt starf, verið barnakennari og skóla- stjóri. Hann er maður sem ekki slær slöku við, maður sem hefir sterka köllun til ritstarfa og þrek til að framkvæma þessa köllun. Þessi skáldsaga er hin þriðja í röð sagnabálks mikils. Hinar eru Af jörðu ertu kominn (1941) og Sandur (1942). •— Þótt hver saga sje heild út af fyrir sig, þarf þó að lesa þær allar til þess að fá fullkomið samhengi í rás viðburðanna og lífi fólksins sem um fjallar, og sjá hvað fyrir höfundinum vak ir. — Þetta er nútímasaga, bar- átta við örlögin, sandinn, sem gleypir landið grænt og fag- urt og seilist lengra og lengra, seigla gömlu kynslóðanna að strita á móti ofureflinu. Bar- átta við glundroða og tískur nýja tímans, hvorttveggja hrek ur og hrjáir mennina: Vanmátt ug, vonlaus fastheldni og glæfraleg leit að fullnæging frumhvata dýrsins í manns- eðlinu. — Reginvaldur Búason er fulltrúi þeirrar tegundar ung linga, sem ýmsir nútíma rit- höfundar hafa spreytt sig á, frámunalega ógeðfelt fyrir- brigði, lífsreyndur og að sumu leyti spakur, maður 18 ára að aldri, gersneyddur því að bera virðingu fyrir nokkru á himni nje jörðu, algerlega siðlaus skepna, ómentað barn, sem þyk ist vita alla leyndardóma til- verunnar og þeyiir alt sem karldýrið þarf að vita í viður- eign sinni við kvendýrið og baráttunni um það við kyn- bræður sína. Þessum ógeðfelda nútímamanni hefir Guðmundi Daníelssyni, að mínu áliti, tek- ist mjög vel að lýsa. í skáldsögunni Landið hand- an landsins er stígandi þróttur og hæfilegt hlutleysi góðs rit- höfundar gagnvart sögufólk- inu. Þar kemur fram viðkvæmn islaus samúð með mönnum og skepnum, eins og verður að vera og er alveg grundvallar- atriði í góðum skáldskap. Höf- undur hefir litla tilhneigingu til þess að níðast á mönnum og alls enga til þess að hefja þá upp í æðra veldi en þeim ber. Hann er algerlega laus við prjedikunartón. Hann er nú- tímaskáld og því ekki laus við ókosti nútímans en um slíka ókosti (eða kosti?) má lengi deila. —- En í bókinni er mjög margt athyglisvert, vel sagt og vel hugsað- ~*r' riat •»c. —; Þorsteinn Jónsson. Vinsæll gestur. FYRIR HELGINA komu sam- an hjer í bænum um 20 manns, sem allir höfðu dvalið lengri eða skemri tíma í London síðustu 5 árin. Samkoma þessi var haldin til að fagna komu ungfrú Bryn- hildar Sörensen til bæjarins, sem hjer er nú stödd í sumar- leyfi, en hún hefir starfað við sendisveitina í London frá því að sendiráðið var stofnað: íslendingunum, sem þarna voru saman komnir, þótti gam- an að fá tækifæri til að hitta ungfrú Brynhildi. Hún var þeim mikill aufúsugestur og það ekki að ástæðulausu. Það hefir hver einasti Islend- ingur, sem komið hefir til London, og þurft að fá aðstoð sendisveitarinnar, reynt hve mik ils virði það er, að góðir starfs- menn veljist til sendisveita ís- lands erlendis. Alþjóð veit, að við höfum verið einstaklega heppin í vali sendiherra, sem sendir hafa verið út. Blöðin hafa sagt frá því, en sjaldnar hefir heyrst um starfsfólk sendi sveitanna. Ungfrú Sörensen mátti finna það í þessu hófi, sem kunningj- ar hennar og vinir hjeldu henni, að þeir kunnu að meta störf hennar og hjálpsemi. • íslendingar á hættu- svæði. í ÞESSU hófi kom fram at- riði, sem ekki hefir oft verið rætt um opinberlega, en það er sú staðreynd, að starfsfólk ís- le,nsku sendisveitarinnar í Lond on hefir unnið mikið og óeigin- gjarnt starf. Oft hefir verið mik- ill erill á daginn og síðan hafa tekið við svefnlausaf eða svefn- litlar nætur, þegar loftárásirnar hafa' staðið yfir á Lundúnaborg. Margir íslendingar, aðrir en sendisveitin í London, hafa ver- ið á hættusvæði í þessu stríði, en flestir hafa komist á hættu- svæðið í von um einhvern per- sónulegan ávinning. Því hefir ekki verið til að dreifa með starfsfólk sendisveitarinnar okk ar í London. Ffá starfsfólkinu þar hefir aldrei heyrst æðruorð. • Skrílsháttur. FÓLK hjer í bæ virðist nú al- ment vera farið að venjast því að standa í biðröðum, þar sem svo hagar til, að margir menn safnast saman í einu til að fá af- greiðslu, en þar sem allir kom- ast ekki að í senn. Þannig er það t. d. við miðasölu í kvikmynda- húsum, við afgreiðslu mjólkur og viðar. Þetta er sjálfsögð ráð- stöfun, sem mælist vel fyrir. A þenna hátt fá þeir fyrst lokið er- indi sínu, sem fyrst komu. En það er annað, sem er leið- inlegt við þessa aðferð og það er skrílsháttur, sem sumir menn komast upp með. Það er alveg ótrúlegt, hve sumir menn geta verið gjörsneyddir allri virðingu fyrir sjálfum sjer og dónalegir í framkomu. Það hefir sagt mjer kona ein hjer í bænum, sem á hverjum morgni stendur í biðröð í mjólk urbúð, að það skeiki ekki, að einhver karlmannanna, sem í biðröðinni eru, reyni að stytta sjer biðtímann með því að kalla fram alskonar dónaorð og klám. Það kemur jafnvel fyrir, að þess ir ruddar eru að segja næsta manni við sig andstyggilegar sög ur og þegar sögumaður hefir lok ið máli sínu, bregst Varla, áð hann hiær tröllahlátri á eftir. Ekki í húsum hæfir. ÞAÐ ÆTTI ekki að þurfa að lýsa því, að menn, sem haga sjer þannig, eru ekki í húsum hæfir. Það er ekki hægt að bú- ast við því, að þeir hafi neina sómatilfinningu, og því ekki ann að ráð, en að það fólk, sem verð- ur fyrir slíkri framkomu, taki sig saman og reki svona lýð af höndum sjer. Það þyrfti ekki nema samtök fólksins í biðröð- inni í nokkur skifti til að venja dónana af ósiðnum. Næst, þegar fólk í biðröð verð ur vart við, að það er einn af dónunum viðstaddur, á það að taka sig saman sem einn maður og krefjast þess, að dóninn fari úr biðröðinni og láti ekki sjá sig innan um fólk. Það er ekki nema sanngirniskrafa. • Betri götur. BÍLSTJÓRI skrifar mjer um göturnar í bænum og er það fyrsta brjefið, sem jeg hefi feng ið í mörg ár, þar sem götunum er hælt, eða rjettara sagt bæjar- verkfræðingi fyrir, hve vel sje hugsað um að koma götunum í lag. Bílstjórinn segir: „Mjer er ekki lagið að skrifa í blöðin, en jeg ætla bara að biðja þig, Víkverji minn, að þakka Bolla Thoroddsen bæjar- verkfræðingi fyrir, hve vel hann hugsar um að koma göt- unum í lag. Það hafa sannarlega orðið miklar framfarir í sumar og jeg vona, að haldið verði á- fram á þessari braut“. Það er mjög rjett hjá bílstjór- anum, að mikið hefir verið gert í sumar til þess að gera við göt- urnar í bænum. Bolli Thorodd- sen á þakkir* skyldar fyrir fram- takssemi og dugnað. En það er kannske ekki alveg rjett, hvað þetta atriði snertir, að bera sam- an framkvæmdir í sumar og undanfarin sumur. Það var á- kveðið að fresta öllum fram- kvæmdum í gatnagerð meðan hitaveituframkvæmdir stóðu yf- ir, enda hefði annað verið tví- verknaður. í þessu sambandi mætti einn- ig benda á, að gatnagerð öll hjer í bænum gengur nú miklu fljót- ar en áður var og má það vafa- laust fyrst og fremst þakka því, að betri verkfæri eru nú notuð við gatnagerð en áður. Bæjarbúar vænta mikils af hinum nýja bæjarverkfræðingi og hann hefir þegar sýnt, að hann átti það traust skilið, sem öll bæjarstjórnin sýndi honum með því að velja hann einróma í embættið. Bandamenn reið- ir Spánverjum London í gærkveldi. KOMIÐ hefir fram í dag, að bandamenn eru allreiðir Spán- verjum, vegna þess, að þeir virðast altaf fylgja Þjóðverj- um að málum og hjálpa ekki bandamönnum í neinu. Einn af talsmönnum banda- manna vjek að þessu í dag, er hann sagði, að Spánverjar hjeldu stöðugt áfram með að hjálpa Þjóðverjum á einn og annán hátt og kvað hann af- leiðingarnar verða alvarlegar fyrir Spánverja, ef þeir hjeldu þessu athæfi áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.