Morgunblaðið - 19.09.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.09.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. september. MORGUNBLAÐIÐ % BENJAMÍN FRANKLÍN - BENJAMIN FRANKLIN fæddist árið 1706 1 Boston, og eftir því sem hann segir sjálfur frá, var hann af „miðlungs fólki” kominn. Faðir hans var kertasmiður, en forfeður hans höfðu mann fram af manni verið heiðarlegir bændur í Ox- fordshire í Englandi. Móðir Benjamins var hreinleg og snotur kona frá Nantacket, og móðir hennar hafði kom ið til Ameríku sem þjón- ustustúlka. Benjamin Franklin varð ríkur og frægur, án þess hon um fyndist nokkurn tíma, að hann þyrfti að komast hærra heldur en fólkið, sem hann var kominn af. Sá maður er vart til, sem lærði minna í skóla heldur en Franklin. Hann hafði að- eins tveggja ára tilsögn, en seinna meir kendi hann sjer sjálfur stærðfræði, frönsku, spönsku og ítölsku. í raun og veru kendi Franklin sjer alt sjálfur, sem nokkum tíma komst inn í hinn alfróða heila hans, nema eitt — prentlistina. Hana lærði hann sem prent- lærlingur hjá bróður sínum James, sem var þá besti prentari í Ameríku. Franklin varð fljótt snill- ingur í prentlistinni. Öfund James bróður hans og sjálf- stæðiskend Franklins knúði hann til þess að strjúka til Fíladelfíu, þegar hann var sextán ára gamall. Tíu árum seinna var Benjamin Franklin stórvirk asti og vandvirkasti prent- arinn í Ameríku. Hann gaf út almanök, bækur um trú- fræðileg efni. handbækur, endurprentanir af sígildum verkum, og hið besta sem samið var á enska tungu í þá daga. Hann prentaði alt, sem prenta þurfti fyrir ríkin Pen sylvania, Delaware, May- land og New Jersey. Hann hafði þá þegar stofnað fyrsta blaðið, sem gefið var út á þýska timgu í Banda- ríkjunum og var ritstjóri blaðs þess, er seinna meir varð Saturday Evening Post sem nú er eitt útbreiddasta blað í Bandaríkjunum. Franklin kemst til vegs og valda. Innan tuttugu ára varð Franklin kunnasti borgari í Fíladelfíu, hann var ritari nýlenduþingsins, forseti bæjarráðsins og stofnandi fyrstu brunaliðssveitarinn- ar. Enn liðu nokkur ár, og þá stofnaði Franklin Pensylv- aníuháskólann. Um leið verð ur hann póstmeistari nýlend unnar og valdamesti stjórn- málamaðurinn, bak við tjöld in. Hann stofnaði Vísinda- fjelag Ameríku, sem ætlað var að tengja saman inn- lenda vísindamenn. í bók- um þess er að finna nöfn margra frægustu vísinda- manna landsins, og nú á tím um veitir fjelagið árlega styrki, sem nema hundruð- um þúsunda dollara, til alls- Eftir Donald Culross Peattie konar rannsóknarstarfsemi. Þegar Franklin var fer- tugur, varð hann skyndi- lega heimsfrægur. Hann keypti hlut af farandssala, sem safnaði saman og þjetti rafmagn það, sem mvndað- ist er hendi var núið við hann. Það hefði engum nema smástrák dottið í hug að taka þennan hlut í sund- ur. til þess að sjá, hvernig hann ynni verk sitt, og eng- um nema heimspekingi hefði hepnast að komast að því, en þar sem Franklin var svo líkur báðum, þá upp götvaði hann á mánuðum meira um rafmagnið heldur en allir vísindamenn frá Aristoteles til Newtons höfðu fundið. Franklin var fyrsti mað- urinn, sem uppgötvaði að rafmagnið er straumur, hann varð fvrstur til að leiða rafstraum hvert sem hann vildi, o" fyrstur til að skilja að rafmagn er afl. Áður en hann fann þetta, hafði ekkert hjól snúist, nje bjalla hringt af rafmagns- afli. Hann kom Iagi á póstmálin. Þegar Franklin var gerð- ur póstmálastjóri allra am- erísku nýlendnanna, árið 1753, voru póstferðir strjál- ar, hægfara og óreglulegar. Það var tap á rekstrinum og ólag á öllum sviðum. Frank lin kom á nýju bókhaldsfyr- irkomulagi, sem jafnvel fá- fróðasti póstafgreiðslumað- ur gat notað. Eftir stuttan tíma fór að koma ágóði af rekstri hans og póstur á milli helstu borganna dag- lega alt árið um kring. Hinar bættu póstsam- göngur, sem Franklin kom á, gerðu meira til þess að sameina nýlendurnar fyrir hina komandi baráttu, held- ur en nokkuð eitt annað. Hann hjálpaði hernum. Þegar Braddock kom vfir hafið með hina rauðklæddu liðsmenn sína til þess að reka burtu Frakka og Indí- ána, komst hann að raun um að ómögulegt var að fá flutningsvagna. Franklin safnaði á tveim- ur vikum saman 150 vögn- um með hestum fyrir og ökumönnum, hlóð þá birgð- um og sendi anum, sem bæði og þakklátur. Þegar herför Braddocks hafði mishepnast og landið lá opið fvrir árásum Frakka af sjó og Indíána á landi. stofnaði Franklin fvrsta heimavarnarliðið, gerðist sjálfur óbreyttur hermað- ur, setti bvssu um öxl og stóð á verði. Hann stofnaði happdrætti, keypti fallbyss ur fyrir ágóðann, og nauðaði á þinginu þar til það yopn- aði íbúa nýlendunnar. En honum fór annað bet- ur en að standa á verði. Þeg ar nokkrir ofstækismenn á landamærunum hefndu sín fvrir árásir rauðskinna með því að mvrða og drepa kon- ur og börn friðsamra krist- inna Indíána, flýðu Indíán- arnir til Fíladelfíu en voru eltir af æpandi múgnum. Landstjórinn kallaði á Franklin, skipaði honum að fara með heimavarnarliðið og kæfa niður uppþotið. í staðinn fyrir að gera það, fór Franklin óvopnaður út til múgsins og sefaði hann með nokkrum orðum. Hann lýsti þessu í brjefi til vinar síns í London: „Inn an sólarhrings var gamli vinur þinn bæði almennur hermaður, ráðgjafi, nokk- urskonar einvaldur, sendi- maður til múgs utan úr sveit um, og loks er hann kom heim aftur, venjulegur, óbreyttur borgari“. Þessi venjulegi óbreytti borgari var árið 1764 send ur til London til þess að tala hershöfðingj- máli Pennsylvaníu og seinna varð hissa Franklki var slunginn* samningamaSur. Franklin er sennilega slyngasti samningamaður sem Bandaríkin hafa nokk- urn tíma átt. Hann átti meiri þátt í bandalaginu við Frakka, án þess að Was- hington og Lafayette sjeu undanskildir, sem hresti svo upp hermennina við Valley Forge. og færði amerísku byltingunni sigurinn heim. Við friðarsamningana sá Franklin við öllum klækja- brögðum erlendra stjórn- málamanna. Hann f jekk þau landamæri ákveðin fyrir Bandaríkin, sem þau ágirnt- ust. Hann vann friðinn engu síður en Washington vann stríðið. Fallbyssuskothríð kvnti komu hans aftur til Banda- ríkjanna. Klukkur hringdu í kirkjunum. Sjerhvert fje- lag í Fíladelfíu kom til þess að fagna hinni miklu hetju allra nýlendnanna, frammi J meðal óbreyttra borgara úr fy-rir þinginu, konunginum i frelsisstríðinu. og hinum málaflokkí. ráðandi stjórn- Ellefu daga aldursmunur fvíbura Börnin litlu, sem sjást hjer á myndinni, eru tvíburar, en fæddust þó með 11 daga millibili, annað 27. júní sl. hitt 8. júlí. Þetta ér piltur og stúlka og líður þeim og móðurinni vel. Frelsisstríðið. Eftir að hafa verið ellefu ár í utanríkisþjónustunni, fór Franklin frá Englandi rjettum mánuði áður en stríðið braust út milli heima landsins og nýlendnanna. Ásamt Ádams og Jeffer- son var Franklin skipaður til þess að semja Sjálfstæð- isyfirlýsinguna. Jefferson samdi mest af henni. en Franklin lagfærði hana, gerði hana rólegri og ná- kvæmari á mörgum stöð- um. Nú reið mikið á fyrir hina ■nýfæddu þjóð að afla sjer viðurkenningar og aðstoðar erlendra ríkja, sjerstaklega Frakklands, sem þá var erfðafjandi Englands. Franklin fjekk þann starfa að afla of fjár úr hin- um fátæku fjárhirslum hins veiklynda konungs, Loðvíks sextánda. Þetta fie þurfti hann að fá að láni fvrir nýfætt þjóð- fjelag, sem ekki gat gefið neina try-ggingu. Franklin tókst þetta. Jafnvel þegar Washington var sigraður á Long Island, jafnvel þegar Bretar hertóku Fíladelfíu, tókst Franklin að fá ný lán. ^ Þetta tókst honum þrátt fyrrir læ'vúsi breska sendi- herrans í París, og njósn- ara, sem hann sendi til þess að hnýsast í leymisamn inga Franklins. Franklin tókst þetta vegna þess að hann var Benjamín Franklin, vel þektur sem „hinn góði dokt or“. og vegna þess að heið virðir og hreinskilnir menn sáu að.hann var líka heið- virður ov hreinskilinn, svik arar komust að raun um að hann var slóttugri en þeir gátu sjálfir verið, lærðir menn komust að raun um að hann var vísindalegur og venjulegir menn fundu í honum sinn eigin líka. Franklin var áttatíu og fjögra ára þegar hann ljest. Hann ljet eftir sig tvö þús- und sterlingspund, sem ganga áttu til þess að styrkja fræðimenn og vísindastörf í Fíladelfíu og Boston. — Núna er þessi litli sjóður Franklins orðinn nokkrar miljónir dollara. Hann Ijet einnig eftir sig eitt hundrað sterlingspund til þess að veita verðlaunapeninga drengjum, sem sköruðu fram úr í æðri skólum í Boston. Það eru veittir um þrjátíu peningar á ári og frá árinu 1793 hafa verið veittir alls um 4500 pen- ingar. Drengurinn, sem varð prentari, ritstjóri, grínisti, uppfinningamaður, vísinda- maður, verslunarmaður, stjórnmálaerindreki, laga- frömuður, mannvinur, laga urlandsvinur og undramað- ur á margan hátt, er því enn að leita vongóður eftir am- erískum nútímadreng til þess að feta í fótspor sín. Blaðamenn „náðaðiru. London: Sex stríðsfrjettarit- arar, sem herstjórnin hafði bannað að senda heim fregnir um tveggja mánaða skeið, hafa nú verið náðaðir og fá að byrja frjettastarf sitt aftur eftir mán uð. Afbrot þeirra var það, að tala í útvarp frá París þann 26. ágúst, án þess að láta ritskoð- anda fara yfir handritið að út- varpserindi sínu. Júlíana komin til Bretlands. London: — Júlíana Holiands prinsessa, sem dvalið hefir á- samt dætrum sínum í Kanada að undanfömu, er nú komin til Bretlands, en dætur hennar verða kyrrar í Kanada í bráð. Flugvjelin, sem prinsessan fór í, var 16 kjst. og 17 mínútur á leiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.