Morgunblaðið - 19.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. september. Ellert K. Schram: Minkapldgan Allsherjarverkfall í Danmörku Á HÁDEGI á laugardag hófst í Danmörku allsherjar- verkfall, sem frelsisráðið danska hafði fyrirskipað. —- Áformað var, að verkfallið skyldi standa til hádegis á mánudag, þar sem framkoma Þjóðverja gaf ekki tilefni til frekari aðgerða. MJOG FINNST mjer furðu- leg stilling sú og tómlæti, er al- menningur sýnir gagnvart af- leiðingunum af innflutningi ó- f jenaðar þess er inn í landið hef ir verið fluttur nú hin síðustu ár, þó að vísu mikið sje búið að ræða og rita um karakul hrútana og afleiðingarnar af innflutningi þeirra óhappadýra og miklu til kostað bæði í fje og tíma til að reyna að draga úr afleiðingunum með litlum á- rangri og þrátt fyrir það geysi iega tjón sem það flan hefir valdið þjóðinni og enginn sjer fyrir endann á og þrátt fyrir dýrkeypta reynslu af líkum innflutningi oftar en einu sinni áður. Það er annars nöpur kald- hæðni örlaganna að einmitt þeir mennirnir er þóttust öðr- um fremur vera að vinna að viðreisn landbúnaðarins, skyldu verða til þess að leiða þessa ó- gæfu yfir hann, en vonandi verða þó einhverntíma ráð fundin til að losna við þessa plágu, eins og kláðann og pest- ina, en hvenær halda menn að afljetti þeirri plágu er mink- arnir, þessi grimmu og skað- ræðis lands- og lagar-kvikindi, sem illu heilli voru til landsins fluttir, þrátt fyrir aðvaranir og mótmæli þeirra manna er best mátti treysta í þessum efnum, eru nú afleiðingarnar farnar að sýna sig, eftir frjettum úr ýmsum áttum, í alifugladrápi þeirra og fleiru. T. d. skírði sá mæti maður, hr. Jón Pálsson, fyrv. fjehirðir, nýlega frá af- rekum þeirra við Silungapoll, þar sem áður var fuglalíf og silungur í vatni og lækjum, en nú algjörlega eyðilagt hvort- tveggja og svo mun fara als- staðar þar sem þessi kvikindi eru (og hvar verður það sem þa uekki verða innan skams?). T. d. var sagt frá, ekki als fyr- ir löngu, að menn voru á báti á Þingvallavatni við silungs- veiðar, en veiddu ekki silung heldur minka, einn eða fleiri af mörgum er þeir sáu þar á sundi á yfirborðinu eða í kafi. Þegar nú tillit er tekið til þess, hve viðkoman hjá þessum kvikindum er mikil, sem venju lega mun vera 6 ungar á ári hjá hverju pari og ekkert er gjört til þess að torvelda hana. Gjöri maður nú ráð fyrir að helmingur viðkomunnar sjeu kvendýr, verður þetta eina par að 5 árum liðnum orðið að | 648 dýrum.Nú vita allir að tala þeirra minka er nú ganga laus ir víðsvegar um landið muni skipta hundruðum og ætti því öllum að vera ljóst hvílíkur stefnuvargur hjer er á upp- siglingu, þó gjöra megi nú ráð fyrir einhverjum vanhöldum á viðkomunni, margfaldast þó tala þeirra með hverju árinu svo að innan fárra ára hljóta þeir að skipta tugum þúsunda, verði ekkert að gjört fremur en hingað til. Þegar svo tillit er tekið til lifnaðarhátta þessara kvikinda, að þau halda sig eingöngu við veiðivötn og ár og lifa mest- megnis á fiskveiðum og drepa miklu meir en þau geta torgað og gjöreyða jafnframt öllu fuglalífi þar sem þau halda sig, ættu allra augu að opnast fyrir hættunni. Munu þau ekki halda áfram að sleppa úr ali- stíunum hjer eftir eins og hing . að til (ekki efast jeg um það) og eru þá nokkur takmörk fyr- ir útbreiðslu þeirra, ef haldið er áfram að ala þau víða um landið? Mig hryllir við að hugsa til þess að þessi ódýr leggi undir sig veiðiár og vötn landsins, eyðileggi æðarvörp og annað fuglalíf. Jeg sje ekki betur en að þetta sje yfirvofandi og undr ast að jafnvel Alþingi skuli ekki sjá hættuna sbr. frumv. P. Ottesen á þingi, um mink- ana. Nú verður að stinga við fót- um þegar í stað og banna alt minkaeldi, drepa alla aliminka og reyna svo að útrýma villi- minkunum með öllum hugsan- legum ráðum, hvað sem það kostar. Það verður erfitt, því víða hafa þeir nóg sjálfgjörð fylgsni frá náttúrunnar hendi og eru varir um sig, en þetta verður að gjöra áður en þeim fjölgar meir, annars verður það um seinan og þeirri plágu aldrei afljett. Reykjavík, 8. sept 1944. Ellert K. Schram. Sænska útvarpið varðveitir söyu samtíðarinnar Stokkhólmi: Sænska útvarp- ið byrjaði á því árið 1931 að láta taka á plötur og varðveita ýmsar ræður og lýsingar af merkum atburðum. sem líkleg- ir væru til þess að varðveitast í veraldarsögunni. Eru nú til hjá útvarpinu hvorki meira nje minna en 30.000 plötur, sem á eru teknir margir merkilegustu viðburðir síðustu ára. Margar ræður og merkilegar eru þar, til dæmis ræða Hind- enburgs til þýsku þjóðarinnar fyrir kosningarnar 1933, ræða Edwards VIII., er hann afsalaði sjer völdum 1937 og ræður eftir MacDonald, Baldwin, Daladier, Hitler, Chamberlain, Roosevelt, Churchill, Mussolini og Pius XII. Þá eru einnig setningarræð- ur frá Þjóðabandalagsfundum og svo framvegis. I hinni sænsku deild safns- ins eru margar hásætisræður Gustafs konungs og ræður ann arra meðlima konungsfjölskyld unnar. Þá voru tekin á plötur hin miklu hátíðahöld, er minnst var 500 ára afmælis sænska ríkisþingsins. Einnig eru varð- veittar raddir fjölmargra þekktra manna á ýmsurn svið- um og loks eru í safninu marg ar lýsingar á merkum íþrótta- viðburðum, t. d. af hlaupi því er Gunder Hágg og Arne An- dersson settu báðir met. Eden kom- inn heim ANTHONY EDEN, utanrík- isráðherra kom hingað heim í dag, eftir að hafa farið tvisvar yfir Atlantshafið á einum fimm dögum. Eftir að hann kom, var hann á fundi stríðs- stjórnarinnar og veitti samráð herrum sínum þar nákvæmar upplýsingar um það, sem hefði gerst á fundi Roosevelts og Churchills vestra. — Churchill forsætisráðherra er ekki kom- inn heim enn. — Reuter. Verkfallið byrjaði í Aaben- raa á föstudagskvöld, síðan var gert allsherjarverkfall samkv. fyrirskipun frelsisráðsins. — Verkfallið var gert í mótmæla- skyni sumpart gegn því, að Þjóðverjar höfðu flutt til ein- angrunarfangelsa í Þýskalandí 150 danska ríkisborgara, og sumpart vegna þess, að Þjóð- verjar hófu á föstudagskvöld, skothríð á danska borgara á Ráðhústorgi. Sagt er, að verk- fallið nái ekki til vatnsveita, gasstöðva eða rafmagnsveitna, en allir embættismenn í ráðu- neytinu og opinberum stofnun- um lögðu niður vinnu íblaug- ardag. Sporvagnaferðir hafa einnig lagst niður. Þjóðverjarnir gefa þá skýr- ingu, að fangarnir hafi verið fluttir Þýskalands í gagnráð- stafanaskyni gegn því, að drepnir höfðu verið margir skósveinar Þjóðverja og dansk ir nasistar. Fangarnir, sem fluttir voru til Þýskalands, voru valdir af handahófi. Fimtán fangar voru teknir úr hverju fangahúsi. — Nöfn einungis fárra þeirra eru kunn. En vitað er, að Ulstrup kapteinn, Nellemose kapteinn, Agersted lögreglusljóri og Jörg ensen ritstjóri Nationaltidende etu meðal þeirra. Viðvíkjandi skothríðinni á Ráðhústorgi er sagt, að Þjóð- verjar hafi komið upp hindr- unum umhverfis torgið. •— Á torginu höfðu safnast saman mörg hundruð manna. — Þá komu þar að margir þýskir bíl ar, og Þjóðverjarnir hófu vjel- byssuskothríð á mannfjöldann. Brunabílar og sjúkrabílar komu strax á vettvang, til þess að hjálpa hinum særðu, en Þjóðverjar komu í veg fyrir, að þeir kæmust inn á lorgið. — Fólkið flýtti sjer inn í hliðar- götur og „Strikið“. Síðustu frjettir herma, að 23 menn hafi særst, en álitið er, að miklu fleiri hafi særst. í Randers hafa Þjóðverjar tekið til afnota öll skóla- og samkomuhús, og í Vedsted hafa þeir tekið skólahús. Það virðist enginn vafi leika á því, að Þjóðverjar ælla sjer að egna dönsku þjóðina, og gefa Þjóðverjum á þann hátt tilefni til enn frekari ógnarráð stafana. Sagt er, að allmargir danskir verkamenn, sem áður unnu hjá Þjóðverjum, hafi ver ið teknir af lífi. En danska frelsisráðið hefir hvatt þjóðina til að vinna skemdarverk innan vissra tak- nparka, .en reyna þó að koma í veg fyrir, að of fljótt komi til uppþota. Það hefir hvað eftir annað verið brýnt fyrir þjóð- inni að láta ekki egna sig, held ur bíða þess, að frelsisráðið gefi merki til atlögu. (Frá danska útvarpinu hjer) Barist í San Marino. V X. London í gærkveldi: — I dag var barist af mikilli hörku nærri borginni Rimini á Italíu, einkum þó í bænum San Már- ino, en sá bær er höfuðstaður samnefnds smáríkis. Hafa litlar breytingar orðið á þessum slóð um, og ekki heldur hefir að- staðan breyst neitt vestar, þar sem brasilanskar hersveitir nálgast nú Gotnesku virkin. — Reuter. Ekki ráð nema í tíma sje tekið. London: — Smábær einn í Ástralíu hefir þegar skipað nefnd til þess að sjá um alt fyrirkomulag á hátíðahöldum á vopnahljesdaginn tilvonandi, og hefst nefndin þegar handa. — Reuter. •♦♦♦♦••♦♦♦♦♦•••♦♦♦•♦♦♦•♦♦♦•»»»»»»»»»»»«»««»»»»»»»»»»»»»»»»»»<»»»»o»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»<r<»^»<«.g>»»»»<»« X-9 Eftir Robert Storm 1—2) X-9 (hugsar): —Jeg ætla að læsa þessa (hugsar): — Það bólar hvorki á Puggy eða Angelo. 3—4) Þegar X-9 er a '. koma m ð fangana út úr fugla inni í búri og nota Blákjamma fyrir skjöld Jeg vona að þeir hafi eitthvað bragðH pokahorn- húsinu, er hrópai$: — S nu b\ unni, Hogan. Jeg til þess að ná í hnakkadrambið á þessum tveim inu. hef öll þín ráð í hendi mjer. náungum, sem enn leika lausum hala. Blákjammi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.