Morgunblaðið - 20.09.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1944, Blaðsíða 1
61. árgangur.. 211. tbl. — Miðvikudagur 20. september 1944. Isafoldarprentsmiðjn h.f. UPPREISN I DANMORKU Lífverðir konungs berjast við Amalienborg Kristján konungur við Amalienborg KRISTJÁN X. DANA KONUNGUR við aðalhlið Amalienborgar, þar sem barist var í gærdag. Þjóðverjar setja dönsku lögregluna af Gestapo tekur við London í gær — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. UPPREISN BRAUST út um hádegi í dag í mörgum dönskum borgum gegn Þjóðverjiun. Fregnir hafa borist bingað um bardaga víða í Danmörku, en skömmu eftir hádegi í dag var símasambandinu milli Svíþjóðar og Danmerkur slitið og síðan hafa fáar fregnir borist þaðan. Vitað er, að til ákafra bardaga kom í Kaupmannahöfn milli Dana og Þjóðverja. Við Amalienborg, þar sem Krist- ján konungur, Alexandrine drottning, Friðrik krónprins og Ingrid krónprinsessa búa, var barist að minnsta kosti til klukkan 3 í dag (þirðjudag). DANSKA LÖGREGLAN HANDTEKIN. Uppreisn og óeirðir brutust út í Danmörku í morgun, þegar það varð kunnugt, að Þjóðverjar höfðu afvopnað dönsku lögregluna og handtekið marga lögregluþjóna. Var þeim ekið í burt frá lögreglustöðinni í vörubílum, sem voru undir sterkri hervernd. Bretar sækja norður allt Holland Tangarsókn umhverfis Rhur-hjerað . C ' London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ANNAR BRESKI herinn hefir í dag sótl fram norður eftir öllu Hollandi og eru vjelahersveitir Breta komnar að stað, sem er að eins 3—4 km frá Nijmegen á bökkum Waal-árinnar, en það fljót er ein af neðri kvíslunum, sem renna úr Rínarfljóti. Með þess- ari leiftursókn hefir Bretum tekist að skifta Hollandi, suður af Rín, í tvent og þegar Bretar hafa tekið borgina Nijmegen, eru þýsku hersveitirnar þar fyrir vestan innikróaðar. ( Svo hröð hefir sókn hersveita Demseys hershöfðingja verið í dag, ■ að á 5 klukkustundum hafa þær sétt fram rúmlega 50 km. Bretar eru nú 8 km. frá þýsku landamærunum á þess- um slóðum. Þýska frjettastofan skýr- ir frá því í kvöld, að nýj- ar fallhlífahersveitir banda manna hafi lcnt í Utrecht og Gelderland hjeruðun- um í Hollandi. „Barist er nú á svæííinu fyrir norðan hin miklu fljót“, segir enn fremur í hinni þýsku frjett. Framhald á 8. síðu Þjóðverjar berjast í Finnlandi London í gærkveldi: — Finska útvarpið skýrir frá því í kvöld, að Rússar og Þjóðverjar berj- ist nú í Oulun-hjeraði. Byrjað er að. flytja finska borgara í Vestur-Lapplandi til Svíþjóðar. — Reuter. Ðewey forseta- efni siasast í járnbrautarslysi Washington í gærkveldi. THOMAS DEWEY ríkisstjóri í New York og frambjóðandi republikana við forsetakosn- ingarnar í haust, slasaðist lít— ilsháttar, en fjekk alvarlegt taugaáfall, er einkajárnbraut, sem hann var að ferðast í, rakst á vöruflutningajárnbraut hjá Castelrock í dag. Fyrstu fregnir af slysinu herma, að enginn hafi farist. Eimreið sú, er dró lest Deweys, ók nærri því í gegnum vöru- flutningalestina. Castelrock er um 100 km. fyrir norðan Portland í Oregon, en þar átti Dewey að halda ræðu í kvöld. Kona Deweys var með honum í lestinni, og einnig hún varð fyrir tauga- áfalli. — Reuter. FÖLSUÐU LOFTÁRÁSARHÆTTUMERKI. I Kaupmannahöfn ljetu Þjóðverjar gefa merki um að . loftárás væri yfirvofandi og á meðan hættumerkið stóð yfir, ruddust þýskir hermenn inn í lögreglustöðina í Kaupmannahöfn og handtóku lögreglumennina, sem þar \toru fyrir. Á sama hátt var farið að í öðrum dönskum bæjum. — Á meðan loftárásarhættumerki stendur yfir, eiga danskir lögregluþjónar og slökkviliðsmenn að mæta á ákveðnum stöðum. Dönsku lögregluþjónarnir veittu víða viðnám og dansk- ir borgarar komu þeim til aðstoðar. ÞJÓÐVERJAR SETJA HERLÖG f DANMÖRKU. Þjóðverjar hafa sett herlög í Danmörku og segja, að þeim verði ekki afljett fyrr en ástandið sje á ný komið í eðlilegar horfur. Samgöngur' allar við Svíþjóð eru lok- aðar frá og með deginum í dag og landamærum Þýska- lands og Danmerkur hefir verið lokað. ALLS HER J AR VERKF ALL. Danir hafa svarað með að fyrirskipa allsherjarverkfall. Átti allsherjarverkfallið að hefjast á morgun, en víða hafa verkamenn lagt niður vinnu þegar í dag. FRÁSÖGN ÞJÓÐVERJA AF BARDÖGUNUM VIÐ AMALIENBORG í danska útvarpinu í dag hafa að mestu verið leiknar hljóm- plötur, en þess á milli verið gefnar út auglýsingar og fyr- irskipanir frá þýsku herstjórninni. Þjóðverjar hafa gefið sína skýringu á bardögunum við kon- ungshöllina. Þeir segja, að nokkrir þýskir sjóliðar hafi verið á gangi fyrir framan Amalienborg, er lífvörður konungs hafi hafið skothríð á sjóliðana, en þeir svarað í sömu mynt. Danir hafi því átt upptökin að bardögunum. Þjóðverjar saka dönsku lögregluna um, að hafa hjálpað skemmdarverkamönnum í Danmörku. Framh, á 2. síð'J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.