Morgunblaðið - 21.09.1944, Side 5

Morgunblaðið - 21.09.1944, Side 5
Fimtudagur 21. sept. 1944 MORGUNBLAÐIÐ Ný þingmál HJER verður getið nokkurra nýrra þingmála, sem fram eru komin á Alþingi. Launalög. Þetta er mikill lagabálkur. Frv. er samið af 7 manna nefnd, sem skipuð var að til- hlutan ríkisstjórnarinnar til að úndirbúa og gera tillögur um frv. til launalaga. Attu full- trúar allra flokka sæti í nefnd- inni og fulltrúar frá Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja. •— Frv. er flutt í Ed. og eru flm. fjórir, einn frá hverjum flokki. Þar sem hjer er um stórmál að ræða, mun blaðið skýra nánar frá því í sjerstök- úm yfirlits-greinum. Opinberir starfsmenn. . Gunnar Thoroddsen og Sig- urður Bjarnason flytja svo- hljóðandi þingsályktunartil- lögu í Sþ.: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að láta undirbúa löggjöf um opinbera starfs- menn, rjettindi þeirra og skyld ur, og leggja frv. um þetta efni fyrir Alþingi, er það kemur næst saman“. I greinargerð segir m. a.: íslensk löggjöf um opinbera starfsmenn, rjettindi þeirra og skyldur, er harla ófullkomin. Akvæði vantar um það, hvort og þá með hverjum hætti skuli auglýsa opinberar stöður til umsóknar, hvort kepnipróf skuli í vissum tilfellum fara fram milli umsækjenda; reglur vantar, sem veitingarvaldið ætti að hafa til hliðsjónar við veitingu starfa; um mat á hæfi leikum umsækjenda og þekk- ingu, um starfsaldur, frammi- stöðu í fyrri störfum o. fl. A- kvæði vantar um eðli þess. rjettarsambands, sem skapast milli hins opinbera og starfs- mannsins, um það, hvort ríkið geti sagt upp starfsmanni, sem hefir ekki brotið af sjeF, og á hínn bóginn, hvort starfsmenn geti sagt af sjer, og þá méð eða án fyrirvara; um frávikning frá störfum, hvort dómstólar geti sett aftur inn í embætti þann, sem vikið hefir verið frá án saka, og hversu meta skuli bætur fyrir órjettmæta frávikn ingu. Ákvæði vantar um launa rjett o. fl., ef starfsmaður er sjúkur, um aðstöðu hans, ef hann slasast við starf sitt. Fyr- irmæli vantar um daglegan starfstíma, um aukavinnu, um heimild til að taka að sjer auka störf. Svo mætti lengi telja. — Ekki verður lengur unað yið slíka óvissu og öryggisleysi um rjettarstöðu opinberra starfs- manna. Báðum aðilum, ríki og starfsmönnum þess, er það full nauðsyn, að sett verði löggjöf um þessi efni. Fyrir þá sök er þessi þáltill. fram borin. Frv. til nýrra launalaga hef- ir nú verið lagt fyrir hv. Ed. Af ýmsum ástæðum er hent- ugra að skilja þessi tvö mál að heldur en steypa þeim í eitt frv., eins og gert var 1935. Sjálfsagt er, að við undirbún ing þeirrar löggjafar, sem till. þessi fjallar um, sje haft sam- ráð við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, svo að það geti komið á framfæri óskum og sjónarmiðum hinnar fjölmennu stjettar opinberra starfsmanna. Ólafsfjörður vill fá kaupstaðarjettindi. Bernh. Stefánsson flytur frv. um bæjarstjórn Ólafsfjarðar. Er frv. flutt samkv. áskorun hreppsnefndar Ólafsfjarðar- hrepps. Vill hreppsnefndin að lögin komi til framkvæmda um næstu áramót. Aðalfundur Sam- bands íslenskra raf- veifna AÐALFUNDUR Sambands Islenskra Rafveitna var hald- inn á Akureyri dagana 8. og 9. september. Á fundinum voru rædd ýms mál, er varða rekstur raf- veitna, svo sem: Prófun gjaldmæla og stofn- un sameiginlegrar mælapróf- unarstöðvar fyrir raf\ígitur. Um skýrslusöfnun. Um samræmingu á gjald- skrám af reglugerðum raf- veitna. Um myndun fjelagsskapar rafveitna til sameiginlegra inn kaupa á efni til viðhalds og reksturs. Ennfremur fluttu þessir menn erindi og skýrslur: Steingrímur Jónsson: Um stækkanir á raforkuvirkjunum fyrir orkuveitusvæði Reykja- víkur. Jakob Gíslason: Um rafveitu rannsóknir. „ Knut Otterstedt: Um húshit- un á Akureyri með raforku- nolkun að nóttu til. Nikulás Friðriksson: Um skoðun á raflögnum, sem eru í notkun. Jakob Gíslason: Um raf- fangaprófun. Meðlimir sambandsins eru nú 17 rafveitur til almennings- þarfa, en auk þess 6 aukameð- limir, rafmagnsverkfræðingar og rafvirkjameistarar, er starfa hjá opinberum stofnunum. Síðari fundardaginn var far ið í boði Rafveitu Akureyrar austur að orkuveri við Laxá. Rafveitustjóri Akureyrar á- samt bæjarstjóra og rafveitu- nefnd sýndu þar gestum hina nýju vjelasamstæðu, sem tekin verður í notkun innan skamms, en við það mun virkjað afl fyr ir Akureyrarbæ aukast frá 2400 hestöflum í 6400 hestöfl. Stjórn sambandsins var öll endurkosin og skipa hana: Steingrímur Jónsson. form., Valgarð Thoroddsen, ritari, Jakob Guðjohnsen, gjaldkeri, Knut Otterstedt og Karl Guðjónsson, með stjórn- endur. Páfi biður um aðstoð til Varsjárbúa. Róm í gærkveldi: Páfi hefir opinberlega látið í ljós samúð sína með Pólverjum þeim, sem í Varsjá berjast og er talið að hann muni reyna að hafa áhrif til málamiðlunar milli þeirra og Þjóðverja. — Reuter. Þjófneðir oy setuliðsviðskipti dæmd NÝLEGA hefir sakadómari kveðið upp nokkra dóma. Maður nokkur stal 500 krónum úr ólæstri dragkistu í húsi einu, er hann kom í. Var maður þessi dæmdur í 60 daga fangelsi, skilorðsbundið, svift- ur kosningarrjetti og kjörgengi og loks var honum gert að greiða 500 krónur til þess, er hann stal frá. Kveðinn hefir verið upp dóm ur yfir manni, sem S.l. vetur keypti byggingarefni fyrir um 7000 krónur af setuliðsmanni, en setuliðsmaðurinn hafði tek- ið þetta efni að ófrjálsu, og var manninum kunnugt um það. — Var maður þessi dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og sviftur kosningarrjetti og kjör gengi. Þá hefir verið kveðinn upp dómur yfir manni, sem stal armbandsúri frá skipsfjelaga sínum. Ennfremur tók hann við 250 krónum af hermönn- um. Sagðist hann ætla að kaupa vín fyrir peningana, en notaði þá í eigin þarfir. — Var maður þessi dæmdur í 60 daga fang- elsi og sviftur kosningarrjetti og kjörgengi. en maður þessi hefir áður verið dæmdur fyrir þjófnað. Yfir tveim mönnum. er stálu hjólbarða á felgu af bifreið, hefir einnig verið kveðinn upp dómur. — Bifreið sú, er þeir stálu hjólbarðanum af, stóð í porti bak við Bifreiðastöðina Bifrost. Var annar dæmdur i 45 daga fangelsi, en hinn í 30 daga, skilorðsbundið. — Báðir voru þeir sviftir kosningar- rjetti og kjörgengi. Sá er þyngri refsingu fjekk, hefir áð ur gerst sekur um þjófnað. Þá hefir verið kveðinn upp dómur yfir manni, er stakk upp ferðakistu herbergisfjelaga síns í gistihúsi hjer í bæ. Stal hann úr kistunni 200 krónum, er hann notaði í eigin þarfir. — Var maður þessi dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og sviftur kosningarrjetti og kjör gengi. Loks var honum gert að greiða 200 krónur til þess, er hann stal frá. Þá hefir maður nokkur ver- ið dæmdur fyrir að hafa tvis- var sinnum tekið við pening- um af hermönnum, samtals 300 lcrónum, undir því yfirskini að hann ætlaði að kaupa áfengi fyrir þá, en notaði þá sjálfur. — Var hann dæmdur í þriggja ipánaða fangelsi og sviftur kosningaTrjetti og kjörgengi. — Maður þessi hefir þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyr ir þjófnað. Snotur stúlka. Kínverjar hörfa úr Kweiiing FREGNIR frá Chungking herma, að verið sje að flytja íbúana úr borginni Kweiling, höfuðborg Kwangsifylkis í Suður-Kína, vegna hraðrar sókhar Japana að borginni. — Reisa Kínverjar virki við borg ina, en japanskar vjelbúnar hersveitir sækja fram eftir sljettum Kwangsifylkis með mikium hraða. Hafa Kínverj- ar allsterkar sveitir á þesstim slóðum. en aðflutningaleiðir Japana afar langar. — Reuter. Báðir brutu hlutleysið. Stokkhólmi: — Þýska stjórn in hefir nú svarað mótmælum Svía við því, að^þýsk orustu- flugvjel elti ameriska sprengju flugvjel ipn yfir sænskt land og skaut á hana þar. Segja Þjóðverjarnir, að hlutleysis- brot sitt hafi verið bein afleið- ing af hlutleysisbroti sprengju flugvjelarinnar, sem reynt hafi að forða sjer inn yfir hlutlaust land. Biðja Þjóðverjar afsök- unar á að þetta skyldi koma fyrir. Fiugvjelasjóður Hugrún: Við sól- s o G u R HUGRÚN (Frú Filippia Krist- jánsdóttir) hefir sent frá sjer smásagnasafn, sem hún nefnir „Við sólarupprás“. Hún hefir, eins og kunnugt er, fengist nokkuð við ljóðagerð og gefið út tvö Ijóðakver. Hún hefir ekki unnið til þess að vera tal- in til stórskálda, en viðleitni hennar er alls góðs makleg, og lesendur mun hún eiga ekki allfáa. í þessari nýju bók Hugrúnar eru níu smásöguc Hamingju- leiðin, Dagný, í skóginum, Á heilsuhælinu. Skúr og skin. Hjá útgeíandanum. Tveir veg- ir. Jólagjöfin hans Jóns gamla og Jól í þakherberginu. Þessar sögur eru allar með svipuðum blæ og skrifaðar í •sama anda. Engin þeirra er stórfengleg, hvorki að efni nje búningi. Höfundur kemst tæp- lega inn í bókmentasöguna þeirra vegna, enda ætlast hún víst ekki til þess sjálf. Tilgang- ur hennar er ekki að afla sjer frægðar, heldur að veita holla afþreytingu þeim, sem eiga ekki greiðan gang um hin æðri svið bókmentanna. Jeg hygg, að hún nái þessum tilgangi. Og engin óhollusta stafar af þess- um sögum, hvorki ungum nje gömlum. Þvert á móti mæltu þar sumar verða til gagnlegrar íhugunar, ekki síst ungum mönnum. Höf. vill bera boðberi giftusamlegrar lífsskoounar. —- Sá tilgangu’r gerir ekki sögur hennar að listaverkufn, en er lofsverður eigi að síður. Sigurbjörn Einarsson. Korðmanna Konur taka við rak- arastörfum í Þýska- landi. ÞÝSKA frjettastofan skýrir frá þvi, að: eftirleiðis muni kon ur taka við störfum rakara og hárskera í Þýskalandi. Svo að segja allir rakarar hafa verið sendir í herinn. Frá norska blaða- fulltrúanum. FRÁ LONDON er símað, að söfnunarsjóður norskra orustu flugvjela hafi nú afhent norska flughernum 12. orustu- flugvjelina. Söfnun þessi hófst haust'ið 1940, og hefir numið samtals 120 þúsund sterlings- pundum. ! Forstöðunefnd söfnunarinnar segir i brjefi, sém hún hefir sent flughernum í tilefni af afhending 12. vjelarinnar. að hinn góði árangur af fjársöfn-; uninni stafi fyrst og fremst af því, hve drengilega norskir sjó menn hafi stutt hana. En fram- lög hafa komið frá Norðmönn- um, búsettum um allan heim, jafnvel frá mönnum heima í Noregi. Hjer á landi hefir ..Nord- mannslaget“ fjársöfnunina á hendi, og hafa allmargír Norð- menn ákveðið að leggja fram í sjóðinn tiltekna upphæð á mánuði hverjum. Svifsprengjur falfa enn í NÓTT sem leið fjellu nokkr ar svifsprengjur hjer á borg- ina og aðrar komu niður í hjer uðunum fyrir sunnan hana. Varð af manntjón og eigna. — I dag ljet einn af embættis- mönnum Breta svo um mælt, að hver svifsprengja laskaði að meðaltali 400 hús í London eða í hvaðá borg, sem sprengjur þessar fjellu til jarðar. — Reuter. Indverskir llúhamedsfnenn sameinalir London í gærkveldi. JINNAH, forseti flokks Mú- hameðstrúarmanna í Indlandi, sagði á allsherjarmóti flokks- ins í dag, að Indverjar stæðir í dag sem ein þjóð. — „Jeg gleðst yfir því að geta sagt, að Múhameðsmenn í Ind- landi standa nú eins og einn maður“, sagði Jinnah ennfrem ur. „Vjer erum reiðubúnir til hvers sem vera skal“, sagði Jinnah, ,,til þess að koma okk- ar þjóðlega áhugamáli fram. Vjer munum ekki spara' nein- ar álögur, fórnir og þjáningar, til þess að slíkt megi verða. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.