Morgunblaðið - 22.09.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudag'ur 22. sept. 1944 a Ákveðið að hefja byggingu gagn- fræðaskóla Uppdrættir til og lóð ákveðin • Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær, bar borgarstjóri fram tillogu um það, að bæjarsjóður legði á þessu ári fram 200 þús. krónur til byggingar fyrir Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Tillagan var svohljóðandi: „Bæjarstjórn samþykkir að láta byrja á byggingu fyrir Gagnfræðaskólann í Reykjavík á þessu ári, og veitir borgar- stjóra heimild til þess að verja í því skyni allt að kr. 200.000.00 af því fje, sem ætlað er til bygg inga í bjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár. Jafnframt felur bæjarstjórn . skólanefnd Gagnfræðaskólans að láta ganga frá uppdráttum af væntanlegri byggingu í sam ráði við borgarstjóra og bæj- arráð og að annast annan nauð- syr.Iegan undirbúning1’. Var þessari tillögu mjög vel tekið í bæjarstjóminni og hún samþykt með samhljóða at- kvæðum. Borgarstjóri skýrði m. a. svo frá, að uppdrættir hefðu verið gerðir fyrir nokkrum árum að fyrirhugaðri skólabyggingu. Á þaö skólahús að geta rúmað um 400 nemendur og kostar aðalbyggingin með núverandi verðlagi 2.3 milj. króna. En auk hennar þyrfti að reisa Íþi’óttahús'og e. t. v. eitthvað af vinnustofum. Skólastjórinn teiur, að ekki sje éstæða til að hafa skólann stærri en þetta. Eðlilegra yrði að reisa heldur fleiri en einn g jgn fræðaskóla. Þó uppdrættir að húsinu sjeu gerðír, er eftir að ganga end- ardega frá þeim. Og síðan þarf að bjóða verkið út. Borgarstjóri skýrði enn- fremur frá því, að svo væri ráð fyrir gert, að hinn fyrirhugaði gagnfræðaskóli yrði reistur við Barónsstíg suðvestur af Austurbæjarskólanum. Samkv. núgiidandi lögum á bærinn að Jeggja fram 3/5 byggingarkostnaðar, en ríkis- sjóður 2/5, Milliþinganefnd í skólamál- um hefir lagt til, að þessu yrði breytt, og ríkissjóður legði fram helming á móti bæjar- sjóði. t Frú Soffía Ingvarsdóttir mintist á þá tillögu, sem Ein- ar Magnússon mentaskólakenn ari hefir borið fram, að athug- að yrði, hvort ekki væri hægt að koma upp heimavistarskóla í Valnöll á Þingvöllum í vetur. Sagði hún, að skólastjóri gagn- fræðaskólans hafi orðið að vísa f jtilda unglinga frá námsdvöl í skólanum vegna hins allsendis ófuilnægjarídi húsnæðis. Bar hún fram tillögu um það, að bæjarráð yrði falið að athuga möguleika á því að b jftía uppi heimavistarskóla i gistihúsi þessu í vetur, og var samþykt, að sú athugun færi fram. Sigfús Sigurhjartarson upp- lýsti, að milliþinganefndin í skólamálum hefði lagt til, að börn tækju fullnaðarpróf í barnaskólunum ári yngri en þau gera nú, og síðan tækju gagnfræðaskólar við þeim. Með því móti ýkist þörfin fyrir gagnfræðaskóla að miklum mun. Hann lagði til, að borg- arstjóra yrði falið að athuga, hvar haganlegast yrði að byggja gagnfræðaskóla í Vest- urbænum. Var það samþykt. Lýsi efiir slaðiesi- ingu bráðabirgða- iaga ÁÐUR EN fundur hófst í sameinuðu Alþingi í gær kvaddi Bjarni Benediktsson sjer hljóðs utan dagskrár og mælti á þessa leið: Hinn 26. apríl í vor voru gefin út bráðabirgðalög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að kaupa eignir setuliðsins á íslandi. Jeg héfi eigi orðið þess var, að þetta frumvarp hafi verið lagt fyrir Alþingi, til staðfestingar. En stjórnarskrá- in (28. gr.) mælir svo fyrir, að þetta skuli gert. Og samkvæmt þeim skilningi, sem lagður hef- ir verið í stjórnarskrárákvæð- ið, hefði átt að leggja frum- varpið fyrir Alþingi í júní- mánuði, en þar sem það þing fjallaði eingöngu um lýðveld- ismálið, mætti afsaka að það var ekki gert. En að þessu sleptu, átti frv. að sjálfsögðu að leggjast strax fyrir þetta þing. Eri frv. væri enn ekki komið fram í þinginu. Þetta væri því verra, þar sem stjórn in hafi lýst yfir ,því í vor, er hún lagði mál þetta fyrir stjórn ir flokkanna, að hún myndi bera fram breytingartillögu á frv. varðandi skipun nefndar þeirrar, sem um þessi mál á að fjalla. Spurði Bj. Ben. að lokum, hverju því sætti, að frv. þetta væri ekki lagt fyrir þing ið. — Fjármálaráðherra, Björn O- lafsson kvað það rjett vera, að frv. þetta hefði ekki enn ver- ið lagt fyrir þingið og það staf- aði eingöngu af athugaleysi ráðuneytisins. Ráðherrann lof- aði því, að frv. skyldi iagt fyr- ir þingið n,séstu daga. Mjólkursölu- nefnd og stækk- un verðjöfnunar- svæðisins TIL MÁLA kom að kjósa í mjólkursölunefnd á bæjar- stjórnarfundi í gær, en varð að ráði, að fresta því, vegna þess að athugunum þeim, sem fram fara á mjólkursölumálunum er enn ekki lokið. En mjólkursölu nefnd hefir lítið verið kvödd til réða síðustu missiri, og jafnvel að því er einn nefndarmaðui upplýsti, verið haldið fram að nefndin hafi haft til meðferðar mál, sem aldrei hafi verið und- ir hana borin. Sigurður Guðnason skýrði frá því á fundinum, að nýlega hefði átt að kalla nefndina sam an til þess að fá samþykki hennar á stækkun verðjöfnun- arsvæðis Reykjavíkur. ■— En ekki orðið úr fundi. Myndu Reykvíkingar yfirleitt mótfalln ir því, að verðjöfnunarsvæðið yrði stækkað. Gunnar Thoroddsen gat þess þá, að þessi afstaða Sig. Guðna- sonar væri á misskilningi bygð, því nú væri rjettilega kvartað undan því, að oft væri hjer skortur á mjólk. Með því, að stækka svæðið og auka með þvi mjólkina, sem hingað gæti komið, myndi verða dregið úr mjólkurskortinum. — En það myndi litlu skifta fyrir mjólk- urgæðin, þó flutningaleiðir lengdust um nokkra kílómetra. "Ánnað mál væri það, að stjórn mjólkurmálanna þyrfti að breyta og sjá um að mjólk- in væri betri en hún er nú. — Samstarf þyrfti að vera gott milli framleiðenda og neyt- enda, og mjólkurneysla bæj- arbúa myndi aukast, þegar meðferð vörunnar og sölustjórn tæki umbótum. Atriði úr Pjetri Gaut Danskir ísbrjóiar komasi til Svíþjóðar DÖXSKU ísbrjótarnir Mjölp ir og Ilolger Danske eru komnir til hafnar í Svíþjóð eftir æfintýralega ferð. Isbrjótarnir voru á leið til Issefjordén í fylg’d með þýsku varðskipi. Undan Snekkersten mættu þau dönsku kaupfari, sem tilkynnti hinu þýska varð skijn, að það skyldi hreyta stefnu til jiess að forðast á- rekstur. Þýska varðskipið l)reytti nú stefnu sinni, en á meðan sáu skipshafnir ís- hrjótanna sjer færi á að sleppa með því að breyta einnig stefnu sinni. Sigldu nú ís- brjótarnir með fullri ferð í áttina til Ilelsingborgar og tókst þeim að komast innfyrir sænska landhelgislínu, áður en hinu þýska varðskipi tókst að komast í skotfæri við þá. Ilóf nú varðskipið skothríð á íshrjótana, en strandvarnar- hyssur Svía svöruðu þá þegar. Lárus Pálsson, sem Pjetur Gautur og Gunnþórunn Halldórs- dóttir, sem móðir hans. Ráðning sSarfs- manna við barna- skóiana TALSVERÐAR umræður urðu um það í bæjarstjórn í gær, hvort bæjapstjórn ætti að afsala til skólanefnda umráð- um yfir því, að ráðá ýmsa starfsmenn skólanna, svo sem dyraverði, baðverði o. fl. Upphaf þessa var það, að Sigfús Sigurhjartarson bar fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að heimila skólanefndum barna- skólanna, að fengnum tillögum hlutaðeigandi skólastjóra, að ráða sem fasta starfsmenn, baðverði, dyraverði, umsjónar menn og annað starfsfólk, eft- ir því sem nauðsynlegt er talið á hverjum tíma“. Sagði hann, að í þessum stöð um væri yfirleitt gamalt fólk, en skólarnir þyrftu að fá í þessi störf yngri menn. En borgarstjóri færði rök fyrir því, að þessi uppástunga bæjarfulltrúans væri á marg- an hátt illa til fundin. Því ef ákveðið væri að ráða þessa menn sem fastamenn með eft- irlaunum, þá yrðu ráðnir í þess ar stöður ungir menn, sem ynnu lengi, áður en þeir kæm- ust á eftirlaunaaldur. En það væri reynslan, að eldra fólk, sem ekki þyldi lengur erfiðis- vinnu, gæti mjög vel sint þess- um störfum, enda hefði slíkt fólk verið ráðið til þessa, sam- kvæmt tillögum og meðmæl- um skólastjóranna. Nú vildi Sigfús bægja ein- mitt þessu fólki frá, sem síður gæti unnið fyrir sjer á annan hátt. Auk þess vildi hann draga valdið yfir ráðning þessa fólks að tilefnislausu úr höndum bæjarstjórnar. Borgarstjóri bar rfam svo- hljóðandi tillögu, er var sam- Þykt: „Bæjarstjórn felur borgar- stjóra að ráða hjer eftir sem hingað til baðverði, dyraverði, umsjónarmenn og annað slíkt starfsfólk við barnaskólana, enda hafi hann samráð við bæjarráð og hlutaðeigandi skólanefndir um ráðninguna“, En tillaga Sigfúsar. var feld. Sýningar á Pjetri Gaul hefjasf að nýju SÝNINGAR á Pjetri Gaut eftir H. Ibsen, hefjast að nýju sunnudaginn 24. sept. n. k- —■ Svo sem kunnugt er, urðu sýn- ' ingar að hætla á síðastliðnu vori, eftir að búið var að sýna leikinn 20 sinnum fyrir fullu húsi. Hlutverkabreytingar verða nokkrar og hefir frú Gerd Grieg sem komin er til landsins fyrir nokkru, æft hina nýju leikend- ur af miklu kappi. Helstu breytingar eru: í hlut verki Solveigar mun ungfrú Dóra Haraldsdóttir leika, í stað ungfrú Eddu Bjarnadóttur, sem nú er í Ameríku- Frú Regína Þórðardóttir leikur hlutverk Græriklæddu konunnar í stað Öldu Möller. Þá mun Jón Leós leika hlut- verk Frammistöðumannsins, í stað Wilhelms Norðfjörð. Svava Einarsdóttir leikur hlutverk einnar selstúlkunnar í stað Helgu Möller, sem farin er til Ameríku. Að öðru leýti er leikenda- skipun óbreytt frá því sem var. Tónlistarfjelag'ið og Leikfje- lagið standa að leikritinu og leikur hljómsveit sú, er ljek áður fyrir sjónleiknum, undir stjórn dr. Urbantschilsch. Hæstarjetfardóm- arar meta Höfn í Síglufirði Siglufirði í gær: HINGAÐ eru komnir þrn hæslarjettardómarar, þeir Þórc ur Eyjólfsson, Gissur Berg- steinsson og ísleifur Árnason til að meta jörðina Höfn í Sigk firði. Siglufjarðarbær hefir viljac kaupa jörðina^ vegna þess, ac land hennar liggur að Siglu- fjarðarhöfn og þar eru marga: ákjósanlegar byggingarlóðir Eigandi er fús að selja, en ckk hefir náðst samkomulag urr kaupverð. Hefir því verið un það rætt, að bærinn fengi hein ild til eignarnáms á jörðinni. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.