Morgunblaðið - 22.09.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.09.1944, Blaðsíða 7
Föstudagnr 22. sept. 1944 MOEGUNBLAÐIÐ Deilurnar um kjötverðið DILKAKJÖTIÐ, sem kemur á markaðinn í haust á að hækka um 10% til framleið- enda frá því, sem var síðast- liðið ár samkvæmt vísitölu landbúnaðar afurða. Þetta hef- ir að því er virðist vakið undr- un og furðu hjá mörgu kaup- staðarfólki og hin svonefndu verkamannablöð skrifa svo sem einhver afskaplegur stríðs- gróði sje að falla í hlut okkar bændanna. Þessi verðhækkun er nær eingöngu sprottin af hækkun kaupgjalds frá því í fyrra haust. 'Með launadeilu Verkamanna fjelagsins Dagsbrún hækkaði grunnkaup um nálega 16%, ef jeg man rjett og kaupgjald við sveitavinnu og opinbera vinnu mun hafa hækkað sem því svarar eða fyllilega það. Út af þessu komu engin undrunaróp eða vandlætingarskrif í blöð- um. Þar er þó orsökin til þeirr- ar hækkunar á kjötverði sem nú er sVo umtöluð. Annars hef ir undrun margra manna og nokkuð að yonum aukist mjög smálesta útflutningi. Er það vissulega engin furða þó hátt verð þyrfti innanlands, ef hverjir tveir skrokkar ættu að bera hallan af 3 skrokkum sem út væru fluttir. Það væri líka heldur fávíslegur verslunar- máti þjóðhagslega sjeð, enda mun enginn vilja eggja til slíks. Þessvegna má enginn reikna með þessu 18.87 kr.-verði, hvorki sem hagsmunaatriði fyr ir bændur, eða sem áætlun, er líkleg sje til að verða í sam- ræmi við reynsluna. Hitt er rjett, að kjötið þyrfti að selja á kr. 11.07 pr.. kgr., ef innanlandssalan er óháð út- flutningnum. Framleiðendur eiga að fá fyrir kgr. 7.76. Kostnaður er reiknaður kr. 2.04 á kgr. og mun það eigi of í lagt. Heildsöluverð væri því kr. 9.80 og á það má leggja 13% af smásölunum, sem ger- ir kr. 1.27. * Að öðru leyti er þess að geta, að það þarf hvorki lög kjöt- verðlagsnefnd eða kröfur frá gera almenningi auðveldara að átta sig á þessum málum og til að koma í veg fyrir að hann láti blekkjast af villandi æsinga skrifum, sem stundum birtast um þetta mál. I þeim tillögum til dýrtíðarráðstafana, sem nú- verandi stjórn hefir flutt, hafa komið fram fjarstæðukendar rjettarskerðingar á hendur okk ur bændum umfram aðrar stjettir. Hitt er okkur flestum ljóst að í óefni er komið með þessi mál, líka fyrir okk- ur, af því að við höfum örðuga aðstöðu eins og marg- ir aðrir framleiðendur. — Verði um allsherjarsamkomu- lag að ræða til úrbóta mundi líka einna síst standa á okkur bændum um rjettlátar og vit- urlegar breytingar. Við höfum enga tilhneigingu til þess flest ir að taka þátt í þeirri atvinnu lega strandsiglingu, sem okkur virðist í hafa stefnt að undan- förnu. Búnaðarþing 1943 bauð líka fram hlutfallslega lækkun á afurðaverði eftir því sem til- kostnaður fengist lækkaður við Stjórnarfrumvarp um flugmálin: Ríkissjóður meðeig- andi í Flugfjelagi íslands með 50 °Jo hlutafjáreign FRAM ER KOMIÐ á Alþingi stjórnarfrumvarp, þar sem ^kisstjórninni er heimilað að leggja fram fje úr ríkissjóði til aukniugar á hlutafje Flugfjelags Islands, þannig að ríkissjóður eigi 50% af öllu hlutafjenu. við yfirlýsingar Vilhjálms Þór okkur bændum til þess. að við landbúnaðar framleiðsluna. atvinnumálaráðherra á Alþingi fáum að kvnnast nndarleeum I J. P< 18. þ. m., þar sem hann lýst'i því eins og einhverri vissu sem kjötverðlagsnefnd hafði tilkynt að útsöluverð á kjöti þyrfti án niðurgreiðslu að vera kr. 18.87 pr. kgr. Menn hafa tekið þetta eins og eitthvert goðasvar sem enginn gæti leyft sjer að efa, og búið til úr þessu hinar furðu legustu staðhæfingar, svo sem það, að nú ættu bændur að fá 18.87 kr. fyrir kjötkílóið o. s. framvegis. Sannleikurinn er sá, að þessi útreikningur er áætlun. Fram- leiðendur eiga að fá fyrir kjöt- ið kr. 7.76 pr. kgr., að frá dregn um tilkostnaði. Samkvæmt 11.07 kr.-verðinu ætti því til- kostnaðurinn að vera 4.31 kr. á hvert kgr., en eftir 18.87 kr,- verðinu ætti hann að vera 11.11 kr. — ellefu krónur og ellefu aurar á hvert kgr. Hvernig má þetta ske? mundi margur spyrja og auðvitað skilja ókunn ugir menn ekki hót í þessu. Kostnaður við slátrun fjárins, flutning, frystingu, geymslu og sölu kjötsins, er orðinn gífur- legur og meira að segja komið svo langt sumsstaðar á landinu að það kostar meira að slátra lambinu, heldur en lambsverð ið var alt fyrir 12 árum síðan. En það er þó annað sem ger ir stærsta strikið í hinu gífur- lega verðmismun og það er, að nokkuð af dilkakjötinu þarf að flytja út úr landi fyrir svo lítið verð, að stórar fjárhæðir þurfa til milligjafa svo að útflutta kjötið geti skilað framleiðslu- verði til bændanna. Þar í ligg- ur mesti mismunurinn og það sem gerir þann útreikning sem hjer hefir verið drepið á, erfiðari, því hvorki kjöt- verðlagsnefnd, atvinnumála- ráðherra eða aðrir geta fullyrt neitt um það fyrirfram, hvað mikið kjöt selst innanlands og hvað mikið þarf að flytja út, ef miðað er við þetta háa verð. Með hinu fyrra verði er miðað við 4000 smálesta innanlands- sölu og 1000 smálesta útflutn- ing, en með hinu háa verði kr. 18.87, er miðað við 2000 smá- lesta innanlandssölu og 3000 fáum að kynnast undarlegum verðhlutföllum í kjötverslun. Má þar t. d. nefna, að nú í sum ar fengu bændur kr. 6.50 fyr- ir kgr. af alikálfa- og nauta- kjöti, þegar það var komið hjer til Reykjavíkur, en noklcur dæmi munu þess að það kæm- ist í 20 kr. pr. kgr., í útsölu hjer án þess að við hafi verið amast, og á þessari vöru á að heita frjáls verslun eða því sem næst. Menn þurfa því ekki að hrista höfuðin yfir því þó að það kjöt, sem er mikið betri vara, dilka kjötið, komist í nokkuð hátt verð. Niðurgreiðsla kjötverðsins á innlendum markaði er ekki gerð fyrir bændur eða eftir þeirra óskum. Hún er dýrtíðar ráðstöfun, gerð til þess að hjer sje unt að reka sjávarútveg með því verðlagi sem sá at- vinnuvegur hefir við að búa. Þetta er ráðstöfun til að halda niðri verðvísitölunni á kostnað allra landsmarma og í þarfir allra stjetta. En um leið og þessi aðferð er ákveðin og fram- kvæmd, skapast lagarjettur fyr ir bændastjettina til að vera gerð skaðlaus með uppbótum á það kjöt, sem út þarf að flytja. Hinsvegar er með þessari að- ferð skapað svo lágt verð á dilkakjöt í útsölu, miðað við kaupgjald, að kjötið ætti að seljast alt innanlands, ekki síst nú þegar búist er við óvenju- lítilli slátrun. Að kjötið sje selt alt innanlands er þjóðarheild- inni ódýrast og hollast. Þetta er besta varan sem framleidd er á Islandi og hún á að vera fá anleg árið um kring fyrir hvern sem káupa vill. Til sönnunar því að dilkakjöt kr. 6.50 kgr. í útsölu, sje ódýrt, miðað við kaupgjald, má geta þess að Dagsbrúnar-verka- menn fá nú fyrir 10 tíma verk í almennri vinnu, kr. 67.74 eða nærri 10 Vz kgr. al clilkakjöti. í skipavinnu fá þeir fyrir 10 tíma vinnu kr. 85.82, sem sam svarar rúmlega 13 kgr. af dilka kjöti sem er alt að því meðal- lamb. Það sem hjer er fram tekið, er skrifað 1 þeim tilgangi, að Vestur- vígstöðvarnar Framh. af 1. síðu. sem sótt hafa inn í Þýska- land frá Maastricht, hjá Scher penseel, herjast nú í Sigfrled- varnarvirkjunum. Suðaustur, af Aaachen berjast Tlandaríkja hersveitir í Ilurtgen-skógi, sem er skamt frá Stolberg og um 80 km. norðaustur af Rötgen. Þarna er erfitt til sóknar því skógurinn er þjett vaxinn og varla hægt að koma við vjelahehsveitum. Þjóðverjar tefla nú fram skriðdrekum í stærri stíl en, áður. Þeir hófu mikið gagn- áhlaup gegn Bandaríkjasveit- um á Diekirch fvrir austan Luxemburg Öílum gagnáhlaup um var hrundið og Þjóð- verjar mistu 28 skriðdreka á einum degi. Framsókn fyrir austan Moselle. Ilersveitir Pattons hershöfð ingja, .hafa enn unnið nokk- uð á á Moselle-dalnum, en varnir Þjóðverja eru þar öfl- ugar mjög. Hersveitir Pattons hafa tekið borgina Silegnv, sem er um 14 km. suður af Metz. Þegar Flugfjelag Islands hef j ir breytt samþyktum sínum íu > a >■ ■ ■ samræmi við þetta og ríkissjóð j UÖ&ðíTe&ðl UríilCjð ur er orðinn eigandi að helm- ingi hlutafjár fjelagsins, getur atvinnumálaráðherra veitt fje- laginu einkarjett til flugferða hjer á landi og til útlanda með farþega, póst og farangur (3. gr. frv.). Fjelagið skal þá og verá undanþegið tekju- og eignaskatti og útsvarsgreiðslu eftir efnum og ástæðum. í greinargerð segir svo: Flugsamgöngurnar eru nú orðnar svo verujegur þáttur í samgöngumálum vorum, að nauðsyn ber til að ríkisvaldið hafi veruleg afskifti taf rekstri þeirra og styrki þær eftir því sem föng eru á. í þessu augna-1 miði er lagt til í frumvarpi þessu, að rikissjóður efli Flug- fjelag íslands h.f. með verúleg- um fjárframlögum. Hlutafje Flugfjelágsins er nú um 1000000 kr., en heimilt er sam- kvæmt samþyktum þess að auka það upp í 1500000 kr. Framlag ríkissjóðs gæti þá orð ið samkvæmt frumvarpinu um 1500000 kr. Ef þessi leið yrði farin, verð- ur að teljast eðlilegt, að Flug- fjelagi íslands h.f. yrði veittur einkarjettur til flugferða hjer á landi og til útlanda með far- þega, póst og farangur. Með þessu fyrirkomulagi yrði stjórn þessara mála einfaldari, rekst- urinn öruggari og ódýrari. Skipulag þáð, sem frumvarþ ið gerir ráð fyrir, er sniðið eftir því fyrirkomulagi, sem haft var á flugsamgöngum flestra Evrópulanda fyrir núverandi styrjöld. Svíar láta stórfje til líknarstarfsemi. Stokkhólmi: — Sænska stjórn- in hefir veitt nefndinni, sem sjer um hjálp handa finskum börnum, 50.000 krónur til ráð- stöfunar. Verður þetta fje not- að handa finskum konum, sem þungaðar eru, eða eiga ung börn. Þá hefir sænska stjórn- in veitt nefnd þeirri, sem stjórnar hjálp til eistneskra flóttamanna af sænskum ætt- um, — 1 miljón króna. Reikningar bæjarins fyrir 1943 REIKNINGAR Reykjavíkur- bæjar og hafnarinnar fyrir ár- ið 1943 lágu fyrir bæjarstjórn- arfundi í gær til samþyktar. Voru þeir lítið ræddir, en allir reikningar bæjarins með sjóðum hans o. fl., bornir upp í einu lagi og samþyktir. Steinþór Guðmundsson hafði óskað eftir því á næstsíðasta fundi, að frestað yrði að bera ! reikningana upp til samþyktar, [ svo hann gæti athugað þá bet- ' ur. Hafði hann við þá athugun ‘ m. a. komist að raun um, að það sje sjerstaklega eftirtekt- arvert, hve fastir liðir fjárhags áætlunarinnar koma nákvæm- lega heim við hin raunveru- legu útgjöld. og Rómverja Dr. JÓN GÍSLASON hefir samið nýja kenslubók í goða- fraeði Grikkja og Rómverja. Þetta er falleg bók í stóru broti, prentuð á góðan pappír og prýdd um 80 myndum, efn- inu til skýringar. I eftirmála bókarinnar segir dr. Jón Gíslason: „Samningu þessarar bókar tókst jeg fyrst á hendur að áeggjan nokkurra mentaskólakennara, er töldu nauðsyn á kenslubók í goða- fræði fornþjóðanna, Grikkja og Rómverja. Síðan hætt var að kenna fornaldarfræðina í mentaskólunum, hafa bæði mála- og sögukennarar skól- anna fundið til þess, að óbæri- leg eyða yrði í þekkingu nem- enda um alt, sem lýtur að goðafræði fornþjóðanna. Jafn vel í textum þeim, sem lesnir eru í mentaskólunum, koma þráfaldlega fyrir nöfn og sam- líkingar, orð og orðatiltæki, er sótt eru í eða leidd af ýmsu úr goðafræði, svo að jeg minnisl ekki á erlendar bókmentir, er menn kunna að taka sjer í hönd, eftir að skólunum slepp- ir, eða listasöfn ýmiskonar, sem mentaðir menn kunna að leggja leið sína um, er þeir koma til anr.ara landa. — Allt þetta verður þeim manni, sem lokuð bók, sem gersneyddur er þekkingu á hinni fornu goða- fræði. En raunar hefi jeg við samningu bókarinnar haft fleiri í huga en væntanlega há- skólaborgara. Fyrir mjer vakti og, að hún gæti orðið bæði til fróðleiks og gagns öllum íslensk um lesendum, sem löngun hafa til þess að skygnast um í heimi bókmenta og lista út fyr- ir næstu heimahaga . . . Vjer íslendingar eigum dýrmætt fjöregg, þar sem er arfur vorra þjóðlegu fræða og menta. En vjer erum einnig sam-arfar allra siðmentaðra þjóða að menningararfinum grísk-róm- 'verska”. Bókin er 287-|-XVI blaðsíð- ur og hefir höfundurinn viðað efni víða áð. Er aftan við bók- ina skrá yfir heimildarrit og itarleg nafnaskrá, en framan við eru uppdrættir af Grikk- landi og löndum sem liggja að Miðjarðarhafi. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Arna Sigurðssyni ungfrú Inga Guðrún Árnadóttir, Laugaveg 138 og Einar S. Bergþórsson, Þing- holtsstræti 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.