Morgunblaðið - 23.09.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.09.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. sept. 1944 MORGXJNBLAÐIÐ I Kvikmyndaleikarinn Charles Boyer Eft ir SicLney CarroLt Greinin, sem er þýdd úr amerísku tímariti, fjallar um kvennagullið og kvikmyndahetjuna frægu, Charles Boyer. Fáir leikarar munu eiga viðburðaríkari feril að baki sjer, og líklega á enginn jafnmarga aðdáendur með- al kvenþjóðarinnar. CHARLES BOYER varð fyrst frægur í Ameríku fyr ir leik sinn í myndinni „Einkalíf”. Hún var gerð fyrir hjer um bil tíu árum. Hundruð miljónir manna slá því föstu, að leikarafer- ill hans hafi hafist með þessum fyrsta sigri hjer, og fátt hafi á daga hans drifið fyrir þann tíma, nema viðburðasnauð æska í Frakklandi. En nokkrir aðdáendur hans, aðeins fá- einar miljónir, er vel kunn ugt um það, að löngu áður en hann kom til Holvwood, var hann orðinn frægur leikari í Frakklandi, og átti við mikið og langt and- streymi að etja, áðtir en hann öðlaðist hylli Ame- ríkumanna. í»eim er einnig kunnugt um það, að hann varð að knýja fast á dyr í þessari Babylon kvikmynd anna, áður en hann fengi að smeygja sjer innfyrir, og hefði hann ekki orðið á vegi Walters Wagners, hefði Boy er snúið vonsvikinn aftur til Frakklands — sem gam- aldags franskur leikari. — Hann gerði þrjár árangurs- lausar tilraunir, áður en honum tækist að ná settu marki. ’•*- iwiimp^iippw' i 'i>if > i fp Æska og uppeldi. BOYER fæddist árið 1899 í franska þorpinu Figeac — Faðir -hans verslaði með landbúnaðarvjelar. í Figeac var Boyer áiitinn undra- barn. Barn að aldri hafði hann óvenju gott minni, og þegar hann var á tíunda ári gat han farið með langa þætti úr leikritum utan bókar. Faðir hans, sem var heið arlegur og góður borgari, langaði til þess að setja son sinn til mennta. Fyrir gáf- aða franska drengi í þá daga, var eiginlega ekki nema um þrennt að velja — læknisfræði, lög eða stjórnmál. En þegar Boyer var á ellefta árinu, ljest faðir hans, og þá trúði hann móður sinni fyrir því, að hann vildi verða leikari. Móðir hans fjelst að lokum á þessa hugaróra sonar síns, en þó meS því skil- yrði, að hann lyki tilhlýði- legu námi. Átján ára várð hann stúdent, hjelt þá til Parísar, innritaðist í Sor- bonne — Svartaskóla — og tók þar próf í heimspeki. Þetta var í rauninni vel af sjer vikið, því að Sor- bonne er strangur skóli, en Boyer dvaldi löngum í glaðværum hópi leikara og rithöfunda. Hann var tíð- ur gestur á knæpum og kaffihúsum í fylgd með leikaranum Pierre Blanche. Þeir lögðu stund á að kynna sjer það sem leikar ar kalla „manntegundir og skapeinkenni”. Það er slag- orð, sem á rót sína að rekja til lejkritaskáldsins fræga Moliéres. Að námi loknu í Sor- bonne, sótti Boyer um inn- töku í Conservatoire du Drame, sem er æðsta tak- mark allra ungra, franskra leikara. Hann var tekinn í skólann og hóf námið af kappi. Sama ár fjekk hann fyrsta færið á að koma fram á leiksviðið í París. Monsieur Gémier, sem sá um uppfærslu leikritsins Les Jardins de Murice, kom til Boyers og sagði honum, að aðalleikarinn hefði orðið skyndilega veikur, en sýn- ingin ætti að hefjast eftir 12 stundir. Hann hefði heyrt getið um óvenjulegt minni Monsieur Boyers. Treysti hann sjer til þess að læra hlutverkið — á aðeins 12 klukkustundum — og fara með það svo skammlaust yrði fyrir le Conservatoire? Frægð og frami. CHARLES BOYER tókst á hendur þetta erfiða hlut- verk, með þeirri einurð, sem honum er í blóð borin. Eftir tólf tíma fjekk París fyrsta færið á því að virða fyrir sjer unpa manninn með mjúka málróminn og seyð- andi augum. París — eða að minsta kosti kvenfólkið í París — var frá sjer numið af hrifningu. Fagnaðarlátun um ætlaði aldrei ag linna. París var ánægð. En það var Monsieur Gémier einn- ig, því að hann bauð Bover hlutverk í Brande Postor- ale. Gagnrýnendurnir klöpp uðu honum lof í lófa fýrir meðferð þess, og Boyer voru fengin fleiri hlutverk, sem hann skilaði með prýði. En þótt hann væri önnum kaf- inn á leiksviðinu, stundaði hann námið á Conservatoire af sama kappi og fyrr. Seinna komst Bover í kynni við franska leikrita- skáldið Henri Bernstein. Um átta ára skeið fór hann með aðalhlutverkin í hinum frægu og vinsælu Bern- steins leikritum. Innan við þrítugs aldur var Boyer orð inn einn af vinsælustu leik- urum Frakklands.^ Á ferð og flugi. ÞETTA var á tímum þöglu myndanna, og Bover steig af og til ofan af svið- inu, til þess að leika fvrir kvikmyndafjelögin. Ekki fóru vinsældir hans mink- andi við það. Eitt árið fór Bover með leikaraflokk sinn í sýningarferð til landanna við austanvert Miðjarðar- haf. Þegar hann kom aftur heim til Parísar, var hann orðinn frægur um alla álf- una. En þá komst hann að því, að eitthvað var á sevði í kvikmvndaframleiðslunni. Talmyndirnar voru komtiar til sögunnar. Boyer ljet sjer hvergi bregða og hóf þegar að leika í frönskum talmyndum. Hann varð brátt einhver allra vinsælasta kyikmynda stjarna Frakka. Á tímum þöglu mvndanna höfðu augu hans og látæði komið kvenfólkinu til þess að skjálfa af hrifningu. En þeg ar talmyndirnar leiddu í ljós, að hann hafði mjúka og þægilega rödd, fengu stúlkurnar krampa af geðs- hræringu. Hollywood gerði boð eftir Boyer, þegar hann stóð á hátindi frægðar sinn- ar í Frakklandi. Boyer var því enginn við- vaningur á leiksviðinu, þeg ar hann kom til Hollvwood á þessum fvrstu dögum tal- mvndanna. Það var aðeins einn ljóður á ráði hans, hann var óþektur í Ameríku og kvikmynda framleiðend- urnir þar höfðu engin not fvrir Evrópufrægð hans. Frönsku kunnátta hans var það eina, sem þeir höfðu á- huga á. j Kvikmyndafjelögin í Hollvwood ljetu um þetta levti snúa talinu í mvndum I é erlendar tungur fyrir Ev- 'rópumarkaðinn, og Boyer j var fenginn til þess eins að ! tala frönsku með myndum Metro Goldwyn Mejær fje- lagsins. Það datt engum í hug að láta þennan mann leika í amerískum myndum, þótt hann hefði getið sjer frægðarorð fyrir að dáleiða kvenfólkið í Evrópu, Afríku og Asíu. En Boyer vissi, hvað hann mátti bjóða sjer og bað um hlutverk í ensku talandi myndum. Það stóð ekki á því, að hann fengi það. Ef þjer einhvern^ tíma rækist á gamla mvnd — „Rauðhærða stúlkan“ heit- ir hún — þar sem Jean Har- low fer með aðalhlutverk- ið, skuluð þjer revna að koma auga á manninn sem leikur bílstjórann hennar. Það voru því lík hlutverk, sem Boyer voru fengin í hendur! Valt er ' eraldargengi. BOYER undi ekki hag sínum, er til lengdar ljet, og að lokum fór svo, að hann snieri aftur til Frakk- lands. Þar tók hann upp þráðinn af nýju og innan skamms ljómaði frægðar- stjarna hans skærar en nokkru sinni fyrr. , Þegar Evrópuorðstír hans var orðinn of glæstur til þess. að honum yrði ekki S gaumur gefinn, gerðu am- erísku kvikmyndaframleið- endurnir sjer það loksins ljóst, að Boyer gæti átt fram j tíð fyrir höndum i Ameriku. Þeir sóttu hann í annað sinn ; og fengu homím hlutverk | í myndinni „Caravan” móti jLorettu Young. í myndinni ljek Boyer flökkuskáld, sem hafði mik ið og svart vangaskegg. Boy er og myndin öll var ger- samlega mishepnuð. Þegar hún var lögð til hliðar, á- kvað Boyer að fara heim fyrir fult og alt. Teningun- um var kastað. Engin Holly- .wood framar! Og hann hefði áreiðanlega horfið heim til Frakkland^, hefði hann ekki af tilviljun rekist á Walter Wagner, frægan kvikmynda framleiðanda. Wagner fjekk honum hlutverk geðveika læknisins í nýrri tegund kvikmvndar, sem hann kallaði „Einka- líf”. Þetta var hið mesta hættuspil, bæði hvað snerti franska leikarann Boyer, sem ekki hafði tekist að sigra Ameríku, og efni mvndarinnar, sem var al- gjör nýjung á kvikmyrida- sviðinu: Myndinni var tek- ið af miklum fögnuði og hrifningu, og Bover komst aftur á sína rjettu hillu. Þar hefir hann verið síðan. Einkalíf Eoyers. HANN HEFIR verið kvæntur í átta ár ensku leik konunni Pat Paterson, sem hann kyntist skömmu eftir að hann lauk við myndina Einkalíf. Þau eiga einn son. Heimili þeirra er sambland gamla og nýja tímans, en Boyer gerði sjálfur teikn- inguna af því og rjeði fvrir- komulagi öllu innanhúss. Þar , er gríðarmikið bóka- safn, því að Boyer er ein- lægur bókavinur og les kynstrin öll. Fyrir fáum árum ljeí Boyer byggja tveggja hæða bókasafn, keypti í það tíu þúsund franskra bóka — þeirra á meðal margar fá- gætar og dýrmætar, — sá því fvrir föstum tekjum og gaf það síðan til almennings þarfa. Þetta er eitt besta safn franskra bóka í Banda- rikjunum og byggingin, sem Boyer teiknaði, er áreiðan- lega eihver fegursta þeirrar tegundar. Þessa"dagana hefir Bover lítinn tíma aflögu til bóka- lesturs og annara hugðar- efna. .Hann er önnum kaf- inn og leggur sinn skerf til baráttunnar fyrir frelsi og friði. Hann talar í útvarp og á plötur fyrir frjálsa Frakka og leikur í kvikmyndum fyr ir O W I. Hvaða fjármála- menn fóru fil Par- ísar London í gærkveldi. HINN óháði þingmaður Alec Cunningham Reid kapteinn kveðst hafa ákveðið að gera fyrirspurn á þingi Breta um það, hvernig staðið hafi á því, að yfirherstjórn bandamanna í Frakklandi láti ameríska fjár- mála- og kaupsýslymenn hafa einkarjett til þess að fara til Parísar. 1 Cordell Hull sagði í dag, að engum amerískum kaupsýslu- mönnum hefði verið veitt vega brjef, til þess að fara til Frakk- lands. — Var hann að svara fyrirspurnum út af grein um þetta í breska blaðinu Daily Mail, en þar er því haldið fram, að breskum kaupsýslu- mönnum sje bannað að fara til Frakklands.en amerískum léyft VARAFORSETAEFNI demokrataflokksins við forsetakosn- ingarnar í haust er Harry S. Truman (til vinsíri). Hann var áður formaður stríðsrannsóknarnefndar öldungadeildarinnar og nefndin kend við hann. Eftirmaður Trumans sem formaður nefndarinnar er James Mead öldungadeildarþingmaður, sem sjest hjer á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.