Morgunblaðið - 23.09.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.09.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Langardagnr 23. sept. 1944 . Þau litu bæði upp, þegar hófadynur heyrðist fyrir utan. „Hver skyldi þetta vera?“ sagði Miranda áhugalaust. En hún varð óttaslegin, þegar hún sá, að Nikulás henti bókinni á borðið og stökk»á fætur. Dyrnar opnuðust og Dirck Duyckman, ráðsmaður Nikulás ar, ruddist inn. Hann var ó- hi;einn og föt hans öll í óreiðu. „Það er slæmt, herra. Mjög slæmt!“ hrópaði hann, og reyndi að ná andanum. Miranda starði undrandi á þá til skiptis. Hún sá að Nikulás kreppti hnefana. „Reyndu ’að stynja því upp, maður! Stattu ekki þarna eins og glópur!“ Ráðsmaðurinn þurkaði fram an úr sjer svitann. „Young komst að. Hann lætur þá alla lausa, þorparana, — jafnvel Boughton. Það á að breyta stjórnskipulagi landsins. Það er úti um ljenskerfið11. Miranda leit á Nikulás. And lit hans var eins og höggvið í stein. í vikunni sem leið, hafði hann farið til Hudson á kosn- ingadaginn, til þess að kjósa. En hann hafði ekki sagt henni, hve kosning þessi væri mikil- væg fyrir þau. Hann hafði ekki látið í Ijós neinn efa á því, að Wright kæmist að aftur og John Young, sem var ákafur andstæðingur ljenskerfisins, fjelli við kosningarnar. „Hvað er þetta, Nikulás?“ hvíslaði hún. „Hváð er um að vera?“ Þegar hann svaraði ekki, heldur hjelt áfram að stara fram fyrir sig, leit hún spyrjandi á ráðsmanninn. — Hann gaut hornauga til Niku- lásar, sem hann hafði altaf ver ið hálfhræddur við. „Andstæðingar ljenskerfisins hafa loks unnið, frú. Nú geta bændurnir keypt jarðirnar, ef þeir vilja“. „Aldrei“, sagði Nikulás ró- lega. Ráðsmanninum brá miklu meira við þessi rólegu staðhæf ingu, en þó að Nikulás hefði bölvað og ragnað, eins og flest ir myndu hafa gert í hans spor um. Hann vætti varirnar. „Þjer getið ekkert gert við því, herra. Þetta verður gert að lögum inn an skamms. Van Rensselaer ftefir þegar gefist upp og ætl- ar að setja. Þeir segja, að hann hafi jafnvel sagt, að þetta væri það besta“. „Ef til vill er þetta einnig það besta“, sagði Miranda feimnislega. „Verða erfiðleik- arnir ekki enn meiri, ef þú neitar að selja? Og hvaða mis- mun gerir það? Við höfum þó alltaf ekrurnar í kringum hús- ið“. Nikulás leit reiðilega á hana. „Kjáninn þinn — dettur þjer í hug, að jeg gefist upp, þó að ....“. Hann þagnaði alt í einu. „Fyrirgefðu, ástin mín“, sagði hann rólega. „Jeg er ótrú lega hugsunarlaus. — Dirck“, hann sneri sjer að ráðsmanni sínum. „Þú mátt fara“. Maðurinn fór möglandi út. Ef húsbóndinn vildi berjast við lögin, og alt landið, kom það honum einum við. Hann væri svo sem nógu mikill þverhaus til þess að reyna það. En jeg skipti mjer ekkert af því, hugs aði Dirck. Jeg hefi þegar feng- ið nægju mína. Og nú fer jeg vestur á bóginn og verð minn eigin húsbóndi, svona til þess að breyta til. Miranda fyrirgaf Nikulási brátt reiði hans. Hún vissi að ljenskerfið hafði aðra og meiri þýðingu fyrir hann en hina ljensgreifana og hann myndi aldrei sætta sig við neina skerð ingu á valdi sínu. Hún skildi það að nokkru leyti, að ljens- greifadæmið var honum tákn. Það var konungsríki hans, sem hann hafði hlotið að erfðum og átti því fullan rjett á. Þójt hann hefði verið konungur í Prússlandi eða Napólí, hefði hann ekki hagað sjer öðru- vísi. En þau voru ekki í Evrópu, og Ameríka var ekki konungs ríki, heldur lýðyeldi, og undir lög þess urðu þau að beygja sig, hvort sem þeim var það ljúft eða leitt. Ljenskerfið voru timburmenn frá fortíðinni, — frá miðöldum Evrópu. Miranda gerði sjer ekki grein fyrir því, hve mikið hún átti •það Jeff að þakka, að henni gekk svona vel að sætta sig við tilhugsunina Um þessa breyt- ingu á ljenskerfinu. Á meðan hann dvaldi heima hjá henni, hafði hann stundum rætt um böl það, er fylgdi núverandi stjórnskipulagi og hafði hún æ- tíð hlýtt á það tal hans með hálfgerðri fyrirlitningu. En hún hafði engu að síður heyrt það, sem hann sagði. Þegar á alt er litið, hugsaði hún með kvenlegri hagsýni, myndi það hvorki hafa áhrif á heimili okk ar nje auð, þótt við þyrftum að selja eitthvað af landinu. Ef Nikulás gæti aðeins einu sinni sætt sig við, að bíða ó- sigur. Hún leit á hann, qg vissi um leið, hve mikil fjarstæða sú von hennar var. „Jeg sje ekki, hvað þú getur gert, Nikulás“, sagði hún ró- lega, „ef lögin mæla svo fyrir, að selja skuli jarðirnar“. „Jeg sel þær aldrei“, svaraði hann jafn rólega. „Óðalið mun ganga óskert til sonar míns“. Hjelt hann í radn rjettri, að hann gæti barist einn gegn öllu landinu? hugsaði hún með furðu. Nikulás gekk til hennar og Iagði hendurnar á axlir hennar og sagði: „Miranda, getur þú efast um, að jeg ráði ætíð yfir kringumstæðunum? Myndir þú vera hjer hjá mjer, í þann veg inn að ala mjer son, ef jeg gerði það ekki?“ Miranda leit óttaslegin á hann. Þótt rödd hans væri ró- leg, var undarlegur hreimur í henni — eins og hann vildi leggja einhverja dulda áherslu á orð sín. „Hversvegna ertu svona und arlegur, Nikulás?“ hvíslaði hún. Hann sleppti henni og brosti. „Þú mátt engar áhyggjur hafa, elskan mín. Engar. Farðu nú í rúmið, það er orðið framorðið. Hann beygði sig niður og kysjti hana á ennið. Miranda hlýddi orðalaust. — Uppi á herbergi hennar beið Peggy eftir henni, eins og hún var vön. Hún hafði fitnað, síð an hún kom að Dragonwyck, og leit nú prýðilega út. Hún undi og hag sínum þar hið besta og hinu þjónustufólkinu geðjaðist vel að henni. Hún var altaf í góðu skapi og-reiðubú- inn til þess að gera öðrum greiða. „Þjer komið seint í kvöld, frú“, sagði hún ogfhorfði með kvíðasvip á Miröndu. Miranda brosti til hennar, en svaraði ekki. Hún settist þreytu lega niður og lokaði augunum. Peggy losaði hár hennar og tók að bursta það. Eftir dálitla stund spurði hún: „Líður yður ekki betur núna?“ Miranda ætlaði að kinka kolli, en rak í þess stað upp undrunaróp. Hún tók með báð um höndum utan um magann. „Peggy“, hrópaði hún. „Hvað er þetta?“ Peggy fölnaði. „Var það verk ur?“ Miranda hristi höfuðið. „Nei, það var ekki verkur. Það var eins og undarlegur fiðringur hjerna“. Peggy andvarpaði feginsam- lega. „Guði sje lof! Jeg hefi haft svo miklar áhyggjur, frú. Þetta er lífið, sem þjer finnið. Litla barnið yðar er farið að hreyfa sig“. Miranda athugaði sjálfa sig með undrunarsvip. „Það hefir aldrei verið raun- verulegt fyrr en nú“, hvíslaði hún, og óþekkt gleðitilfinning greip hana. „Hversvegna sagðist þú hafa haft áhyggjur, Peggy?“ spurði hún síðan og starði dreymandi fram fyrir sig. „Þetta er dá- samleg tilfinning — að finna nýtt líf hrærast hið innra með sjer“. Stúlkan hikaði, en síðan sagði hún: „Þjer finnið það nokkuð seint, frú. Þjer eruð nú komnar á sjöunda mánuð“. Miranda, sem vernduð var af fáfræði sinni, hló ánægjulega. „Hann er sennilega svo feitur, snáðinn, að hann hefir ekki nennt að hreyfa sig fyrr“. Peggy hló einnig. En á með- an hún hjálpaði Miröndu að af- klæða sig, hugsaði hún með sjer: „Guð gefi, að hún hafi rjett fyrir sjer, og veslingurinn litli hafi ekki verið of veik- burða til þess að hreyfa sig fyrr. XVII. Kapítuli. Seint í desember kom her- flutningaskip frá New Orleans til New York, er flutti hundr-- uð særðra manna og sjúkra. Á meðal þeirra var Jeff Turner. Mexíkönsk kúla hafði farið upp í gegnum vinstri handlegg hans og viðbein, rifið upp kinn hans og sært hann illa á höfði, svo að hann var með- vitundarlaus dögum saman. Galdrafuglinn Koko Æfintýr eftir Anthony Armstrong. 17. „Nú er alt í lagi“, hrópaði töframaðurinn. Eftir mikið hik gekk ráðherrann fram, þó ekki fyrr en hann hafði fengið um það konunglega skipan. „Hvað hefir skeð?“ sagði konungur, sem rjett hafði þorað að líta öðru auganu gegnum glerið á Basiliskinn. Svo leit hann á ráðherrann, kleip sjálfan sig í hand- legginn og leit svo aftur með auknu öryggi á hinn hreyf- ingarlausa galdrafugl. „Svolítið bragð sem jeg gerði“, sagði galdrameistarinn og sýndi skjöldinn sinn í fyrsta skifti. — „Lítið á, skjöld- urinn minn er spegill. Hann breytti sjálfum sjer í stein“. „En, en ... þá hefirðu drepið hann“, stamaði kon- ungur. „Ekki beinlínis, vegna þess að hann er enn hjerna í búrinu og þú getUr skrifað keisaranum í Granada á hverj- um mánuði og sagt honum frá þessu. En nú gerir hann engum neitt lengur“. Þá fjekk konungur ágæta hugmynd. „Dásamlegt”, sagði hann. „Dásamlegt. Þú átt skilið opinbert þakkarávarp, — og nú veit jeg hvað jeg geri, jeg læt gera af þjer myndastyttu”. ENDIR. Húsbpndinn kemur heim eft ir að hafa setið fund með nokkr um útgerðarmönnum. Hann: — Þeir eru að und- irbúa herslu á öllum þorskhaus um, sem nú eru til í landinu og þeim er berast á land frá og með 27. þ. m. Hún: — Elskan, varst þú ekki órólegur? ★ Stjörnufræðingur einn sagði fyrir dauða konu nokkurrar, sem Lúðvík 11. elskaði. Og þar sem hún dó sama dag og stjörnufræðingurinn spáði, á- leit konungur , að hann væri valdur að dauða hennar og skipaði svo fyrir að hann skyldi engu fyrir týna nema lífinu. Átti að kasta honum út um hallargluggann, en áður en það væri framkvæmt, kallaði kon- unguiinn hann fyrir sig og spurði hann að því, fyrst hann væri svo vitur, hvort hann hefði ekki sjeð fyrir örlög sín. „Jú, herra“, svaraði stjörnu- fræðingurinn með hægð, „jeg sá að jeg myndi deyja þremur dögum á undan yðar hátign“; Konungurinn trúði honum og ljet sjer mjög ant um líf hans eftir það. ★ Þegar Killigrew, hinn frægi hirðmeistari Karls II. Englands konungs var eitt sinn í heim- sókn hjá Lúðvík XIV í París, sýndi einValdinn honum mynda safn sitt. Loks benti hann hon um á mynd af Kristi á krossin- um, sem var höfð á milli tveggja annarra mynda. „Þessi til hægri“, sagði hans hátign, „er páfinn og til vinstri er jeg sjálfur". „Jeg þakka yðar hátign í auð mýkt fyrir upplýsingarnar“, sagði hinn enski hirðmeistari, þvl þó jeg hafi oft heyrt þess getið að Kristur hafi verið krossfestur á milli tveggja ræn ingja, vissi jeg ekki fyrr en nú„ hverjir það voru“. ★ Victor Hugo hitti eitt sinn þektan mann og kynti sig fyrir honum, en maðurinn hafði aldrei heyrt hans getið. „Jeg er rithöfundur „Notre Dame de París“, „Les derniers Jours d’un Condamne“, „Mari- on Delorme", o. fleiri“. „Jeg hefi ekki heyrt neitt af þeim getið“. „Viljið þjer gera mjer þá á- nægju að Þyggja eitt eintak af verkum mínum?“ spurði Hugo. „Jeg les aldrei nýjar bæk- ur“. ★ Þegar Charles Dawes var sendiherra Bandaríkjanna í Englandi, keypti hann eitt sinn dagblað af blaðsöludreng í London. Drengurirur Ijet hann fá það sem honum bar til baka. „Fyrir þetta blað hefði jeg þurft að borga helmingi meira í Bandaríkjunum“, sagði sendi- herrann. „Jæja, herra“, sagði drengur inn, „þjer getið fengið að borga helmingi meira ,ef þjer viljið, svo að þjer sjeuð eins og heima hjá yður“. SKCPAUTGtWP ■ wi m i’sims'IIMÍ % „Sverrir“ Tekið á móti flutningi til Breiða- fjarðarhafna (samkv. áætlun) árdegis í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.