Morgunblaðið - 24.09.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1944, Blaðsíða 1
81. érgangur. 215. tbl. — Sunnudagur 24. september 1944 IsafoldarprentsmiQja h.f. FYRSTI STÓRI SIGLRINN í BARÁTT- UNNI GEGN DÝRTÍÐINNI ER UNNINN Breski iallhlífarherinn fær liðsauka ioftleiðis En á stöðugt í miklum erfiðleikum London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TILKYNT var í aðalbækistöðvum bandamanna í Frakklandi seint í kvöld, að síðari hluta dags í dag hefðu bres'ku fallhlífasveitirnar, sem berjast við Arnheim í Hollandi, fengið liðsauka allmikinn, sem látinn var svífa niður úr' lofti. Var mótspyrna mikil af hendi Þjóðverja, bæði í lofti og af jörðu og viðureignir ákaflega harðar. — Á landi er aðstafan því nær óbreytt frá í gær. Enn hefir ekki tekist að ná til fallhlífaliðsins á landi og hefir þó ekkert lát orðið á tilraunum Breta til þess. Fregnritari vor, Megeham Maynes, segir í kvöld, að her- sveitir úr öðrum breska hern- um hafi enn nálgast ána Lek, þar sem fallhlífaherinn ver brú eina, og búist nú þar til allsher j arárásar. Atlögur Þjóðverja gegn fall- hlífaliðinu hafa ekki verið neitt minni í dag en undanfarna daga, og segir einn fregnritari með því, að altaf dynji skot- hríðin á því frá öllum hliðum. Þjóðverjar segjast hafa felt fjölda fallhlífahermanna í dag og tekið höndum 4000 menn af liði þessu. Eina aðstoðin, sem landher- inn hefir enn getað veitt hinu aðþrengda fallhlífaliði, er með stórskotahríð, en sunnar verða hersveitir Breta að verjast til- raunum Þjóðverja að rjúfa samgönguleiðir Breta við Belgíu. Var það í nánd við Eindhoven, sem Þjóðverjar rufu leiðir þessar, en Bretar rjettu hlut sinn aftur. Eiga þeir þó enn í vök að verjast. Harðar orustur í vændum. Herfræðingar segja, að áreið anlega sjeu í vændum þarna í Höllandi einhverjar mestu or- ustur styrjaldarinnar. Hafa Þjóðverjar þarna mikið og gott lið. — Sunnar hafa Bandaríkja menn sótt lítið eitt fram eftir töku Stolberg, og enn sunnar eiga menn Pattons í hörðum or ustum. Er nú barist í úthverf- um Remiremont, en Epinal fallin. Framh. a 8. síðu, Von Kluge andaðist á leið til Hitlers London: Fregnritari breska blaðsins Daily Telegraph, telur sig geta gefið bestu upplýsing- ar um það, hvernig von Kluge, yfirmaður vesturhers Þjóðverja andaðist. Að sögn hans bar dauða Kluges að, er hann var á leið heim til Þýskalands að ræða við Hitler. Þegar her Kluges komst í klipu í Falaise-bugnum, fór Kluge þangað sjálfur og athug aði ástandið, skipaði fyrir um vörnina en lagði svo af stað til aðalstöðva sinna nærri París og var um 100 klukkustundir á ferðinni. Er til aðalstöðvanna kom, frjetti von Kluge það, að Model hershöfðingi ætti að taka við af honum. Lagði hann því af stað heim til Þýskalands til þess að ræða við Hitler, en andaðist í járn- brautarlestinni á leiðinni af hjartaslagi. Rússar taka hafnarborg — Reuter. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter GEFIN var út í Moskva dag- skipan í kvöld, þess efnis, að rússneskar hersveitir hafi í dag tekið hafnarbæinn Parna við Rigaflóa. Segir Stalin í dagskipaninni, að það hafi ver ið hersveitir Govorovs mar- skálks, sem tóku borg þessa. — Þá segja Rússar í herstjórnar- tilkynningu sinni, að haldið hafi verið áfram sókn í Eist- landi og mikið landsvæði tekið. Einnig segja Rússar, að sókn hafi verið haldið áfram aust- an Riga, en ræða ekki um bar- daga á öðrum vígstöðvum en þessum tvennum. Þjóðverjar segja aftur á móti frá bardögum sínum og Ungverja við Rússa í Tran- sylvaníu, auk þess sem þeir kveðast verjast af hörku við Sanok í Suður-Póllandi, en hafa unnið nokkuð á við Mitau. Eisenhower meiðist London í gærkveldi. EISENHOWER yfirhershöfð ingi meiddist fyrir nokkru, er hreyfill bilaði í flugvjel, sem hann var í, og varð flugmaður- inn að lenda vjelinni í mýri einni. Lendingin tókst vel, en er verið var að koma flugvjel- inni upp úr mýrinni, meiddist Eisenhower nokkuð á hnje. — Reuter. Þjóðverjar í Dan- ttiörku smeykir London: Talið er að Þjóð- verjar í Danmörku óttist innrás bandamanna og þessi ótti komi aðallega fram vegna mikils fjölda af kafbátum banda- manna í Skagerrak. Hlutlaus ferðamaður, sem nýlega kom til Stokkhólms frá Kaupmannahöfn, og hafði átt þar tal við þýska herforingja, sagði að þeir hjeldu að banda- menn væru að draga saman innrásarflota í höfnum við Bret land og ísland, til að ráðast inn í Jótland. Sátukyrrar heima. London: Eins og kunnugt er, eru nú konur vagnsstjórar á mörgum af sporvögnum Bret- lands. Nýlega var ekki hægt að byrja neinar sporvagnaferðir í Leicester, þar sem alt kvenfólk ið sat heima einn morguninn, í stað þess að aka sporvögnun- um. Þótti því kaupið alt of lágt. . Bændur falla frá hækk- un landbúnaðarvaranna Fyrsti árangurinn af samningatilraunum flokkanna SÁ STÓRMERKI atburður gerðist á Búnað- arþingi í gær, að fulltrúar bænda, sem það þing skipa, hafa með virkum aðgerðum, stigið fyrsta sporið af hálfu almennings í landinu, til þess að stöðva dýrtíðina og þoka henni niður. Búnaðarþingið fjell frá þeirri hækkun land- búnaðarvaranna (9,4%), sem bændur áttu lagategt tilkall til frá 15. þ. m., samkvæmt hinni hækkuðu vísitölu landbúnaðarins, sem átti aðallega rætur sínar að rekja til hækkaðs kaupgjalds fyrri hluta ársins. Bændur hafa hjer sýnt lofsvert fordæmi, og er þess að vænta, að þetta verði öðrum stjettum hvatning til þess einnig að slá af kröfum sín- um og bægja þar með frá dyrum þeim háska, er þjóðinni stafar af sívaxand* dýrtíð og verðbólgu. Sýni nú aðrar sjettir sama þegnskap og bænd- ur hafa gert! * Það, sem hjer hefir unnist er ávöxtur þeirra samkomu- lagsviðræðna flokkanna, sem fram hafa farið á Alþingi. Þingflokkarnir hafa setið lengi á ráðstefnu að undan- förnu, til þess að reyna að finna einhverjar leiðir út úr ógöngum þeim, sem þjóðin er komin í. Sumir hafa verið að hæðast að þessu og bersýnilega vonað, að árangurinn yrði enginn. En nú er fyrsti árangur þessara viðræðna fenginn. Nú hefir verið stigið fyrsta raunahæfa sporið í baráttunni gegn dýrtíðinni. Allir vona. að þessi stóri sigur, sem unnist hefir, leiði til rjettingar á virðingu Alþingis, að nú verði mynduð samstjórn og öflugt samstarf hefjist um lausn vanda- málanna. • Ef til vill munu einhverjir segja, að bændur hafi hjer ekki annað gert en að tryggja eigin hag. Hjer sje því ekki um fórn að ræða af hálfu bænda. En þessa sömu menn mætti spyrja: Hvar væri þjóðfjelag vort statt í dag, ef allar stjettir sýndu sama skilning og bændur hafa hjer gert? Það, sem bændur hafa gert, er alveg samskonar — og þó lengra gengið — og Alþýðusamband íslands segði f. h. verklýðsfjelaganna: Við óskum ekki að kaupgjaldið hækki meira en orðið er! Areiðanlega væri þetta verklýðsf jelögunum fyrir bestu. En samt þarf kjark og rjettan skilning á eðli málsins, til þess að stíga þetta skref. Allir, sem berjast gegn upplausninni í þjóðfjelaginu og fyrir verðgildi peninganna, fagna einhuga ákvörðun bændanna. (Ályktun Búnaðarþings er birt á bls. 12).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.