Morgunblaðið - 24.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunxiudagur 24. sept. 1944 Framh. af bls. 7. kvæmdasjóði ríkisins sje ætlað að hlaupa hjer undir bagga. Þar segir: „Framkvæmdasjóði ríkisins er ætlað það hlutverk að stuðla að umbótum og nýbreytni í at- vinnuháttum landsmanna. Hef- ir nú þegar verið ákveðið að verja úr sjóðnum 5 milj. kr. til að styrkja menn til báta- kaupa. Eftir munu þá vera um 6 milj. kr. í frv. þessu er lagt til, að helmingur þessarar upp- hæðar, 3 milj. kr., gangi til styrktar kaupum á nýtísku, vjelknúnum jarðvinslutækjum, og er nauðsyn landbúnaðarins í þessu efni í alla staði sam- bærileg við þörf sjávarútvegs- ins fyrir aukningu og endur- bætur á skipastólnum“. Dreifbýlið. Flutningsmenn landbúnaðar- frumvarpanna þriggja virðast vera eindregnir á þeirri skoð- un, að leggja beri áherslu á að bygðin hafi framvegis sem svip aðasta útbreiðslu og hún hefir haft. Samtökin eða samhjálpin um nýrækt og húsabætur eigi m. a. að koma í veg fyrir, að bygðir verði útundan, dragist aftur úr í ræktun og húsabót- um, og fólk flýi því fyrst og fremst þaðan. Margir bestu búnaðarfröm- uðir þjóðarinnar hafa verið á sama máli. Þeir hafa viljað fyr ir hvern mun, að bygðin hald- ist við í öllum afdölum og öll- um útnesjum, og þeim sárnar að sjá eða vita til þess, þegar eitthvert örreytiskotið legst í eyði. Af misskilinni ræktarsemi við fornar slóðir hafa menn viljað að einhverjir hjeldu á- fram, fram í rauðan dauðann, að brjótast áfram þar sem skil yrðin eru lökust, þó við þeim blasi blómlegri sveitir, þar sem ræktunin er öruggari, að- drættir auðveldari, og líklegra, að menn geti unað sjer. Öld eftir öld hefir bygð lands ins verið að dragast saman, eyðijörðum að fjölga, afdalir og harðbalasveitir lagst meira og minna í eyði. Eigi hafa verið tök á að sporna við þessu. Fyrri en þá nú, ef fjármagn og tækni koma til sögunnar í ríkara mæli en áður. En jeeg stórlega efast um, að það sje rjett, að leggja á- herslu á að byggja upp þær sveitir, sem frá náttúrunnar REYKJAYIKURBRJEF hendi eru ljelegastar, þar sem framleiðslan verður þess vegna altaf bæði dýrari og ótryggari. en í meðal góðum sveitum. Rannsóknir þurfa að leiða í ljós, hvar framleiðslan er og verður auðveldust, ódýrust og öruggust. Þar á að leggja mesta Stund á ræktun. Þar á að fjölga býlunum. En leggja ekkert of- urkapp á að halda við bygð og búskap, þar sem skilyrðin eru lökust. .Stefnan um samfærslu bygð- arinnar kom fyrst fram, það jeg til veit, fyrir 50 árum. Stofn- andi tímaritsins Eimreiðarinn- ar vildi að lagðar yrðu járn- brautir um bestu landbúnaðar- sveitirnar. Þjettbýli myndi þá myndast í nánd við brautirn- ar. Fólkið flytja þangað frá þeim jörðum, sem lakar væru í sveit settar. Síldaraflinn. Þegar minst er á meðal af- köst einstaklinga við landbún- aðarframleiðsluna, þá dettur manni ósjálfrátt í hug fram- leiðslan á fiskimiðunum, t. d- síldveiðarnar. Svo hlálega vill til, að blöðin hafa ekki enn leyfi til að flytja aflafrjettir frá síldveiðiflotan- um. Bann þetta hefir verið brotið, en misjafnt hve blöðin vilja ganga langt í því efni. Eftir hverja síldarvertíð væri fróðlegt að fá skýrslu um það, hve margir hafa verið við veið arnar og meðferð aflans. Er mjer ekki kunnugt um hvorki skipa nje mannafla- En mikill afli hlýtur að koma í hlut hvers manns, þenna tiltölulega stutta tíma, þegar aflinn verður um 1 Vz tonn af síld á hvert manns- barn í landinu, rrnga og gamla í öllum stjettum. skóla, nema vegna þess að Norð lendingar vildu sýna sögustaðn um ræktarsemi. Það var minn- ing Jóns Arasonar og annara Hólahöfðingja, Líkaböng og dómkirkjan er dróg skólann þangað, en ekki landkostir jarð arinnar. En ef búnaðarskóli yrði sett- ur í Skálholti, væri eðlilegt að menn gleymdu ekki að nota jarðhitann, sem þar er í ríkum mæli. Nú kunnum við þá tækni. En þá var öldin önnur, er Skálholt var höfuðstaður Suð- urlands. Þá sat mannfjöldinn í Skálholti krókloppinn allan veturinn í hriplekum kofunum, þó hverareykimir úr Laugar- ási blöstu við sjónum þeirra allan ársins hring. Þetta var ást á þúfunni, sem segir sex. Að þoka sjer ekki til nokkur hundr uð faðma í ylinn. Heldur krókna þar sem maður var kominn. En í þessum köldu og hrip- leku kofum dafnaði andleg menning, bókmentaiðja og alt það sem við best lifum á sem þjóð. Það vantaði ekki. Því aldrei fraus svo fyrir skilning- arvitin á okkar ástkæru and- ans mönnum, að þeir hættu að meta fornfræði og kristindóm. Sveitamenningin. Öll íslensk menning var fram undir síðustu aldamót sveita- menning. Af þeirri einföldu á- stæðu, að kaupstaðarlíf var að heita mátti ekki til. Helstu em- bættismenn landsins voru lengi vel hver á sínu kotinu í um- hverfi Rvíkur. Því hvert hekn- ili þurfti í þá daga að hafa gras nyt og kýr. Hjer vantaði alt ,,mjólkurskipulag“. Það kom þá þegar það kom! En sleppum öllu gamni. Sú menning, sem íslenskar sveitir ólu og varðveittu, var ekki verkleg menning. Alt er snerti verkleg efni, bar ein- kenni úrræðaleysis og amlóða- háttar. Engin jarðrækt. Plóg- laus bændaþjóð, sem „rakaði“ sömu þúfnakollana í þúsund ár, með bitlausum Ijáum, sem bundnir voru á orfin, eins og þjóðin væri í járnlausu heim- skautalandi og hefði fengið lær dóm sinn hjá Eskimóum. Það er kannske leiðinlegt að tala svona um hina ástkæru for- feður. En þetta er satt. Hinir mestu höfðingjar og andans stórmenni ljetu amlóðabúskap- inn viðgangast. Menning þeirra var ekki bændamenning í þess orðs venjulegu merkingu. átti ekkert skylt við þá jarðrækt- artækni, sem hlýtur að vera aðalkjarni þeirrar menningar, sem rjettu lagi heitir bænda- menning. Það er hin verklega menn- ing, sem getur bjargað íslensk- um búskap í næstu framtíð. Fer vel á því að miðstöðvar hennar verði biskupssetrin, höfuðból hinnar fornu menn- ingar, og æskulýður sveitanna, sem lyftir verklegri menning bænda á hærra stig, verði með því mintur á, að á nýrri öld vjela og verktækni megi þjóðin ekki gleyma bókmenning for- tíðar sinnar. — Guðbrandur Jónsson Framh. af bls. 2. nú líkhringingu yfir honum sjálfum. Ilann fær hvíld, eft- ir langt, óeigingjarnt og mikið starf, íDalnum sem hann elsk- aði.. Þorst. Þorsteinsson. Sænsku skipi sökkt. London: Sænska skipið Rosa fred, 2153 smálestir, hefir sokk ið etfir að verða fyrir tundur- skeyti sem flugvjel varpaði að því. Þetta mun hafa skeð á Eystrasalti, en fregnin er frá þýsku frjettastofunni. Finnar berj- ast við Þjóðverja Stokkhólmi í gærkveldi. FINSKA yfirherstjórnin til- kynti í dag, að finskar hersveit ir hefðu ráðist á þýskar her- sveitir í Mið-Finnlandi, en þær eru enn ekki komnar á brott úr landinu. Þjóðverjar munu hafa tekið finsk skip í höfnum Norður-Noregs. Hafa þarna orðið bardagar og segjast Þjóðverjar hörfa eins og þeim sje hagkvæmast, en ekki Rússum, sem nú ráði öllu í Finnlandi. Finska þingið hefír samþvkt vopnahljesskilmála Rússa, en ekki er enn vitað, hversu at- kvæði hafa fallið. — Reuter. Skálholt. Nú hefir komi’ð til orða að reisa búnaðarskóla Sunnlend- inga í Skálholti. Fer vel á því. Skálholt er mikil jörð, liggur miðsvæðis í sveitum Suður- lands. Fá þá biskupasetrin fornu hvert sinn bændaskóla. Skálholt er frá náttúrunnar hendi mikið betra skólasetur en Hólar í Hjaltadal. Hólar eru kostarýr afdalajörð. Hefði eng- um dotlið í hug að setja þangað Börn, nnglingar eðn eldrn fólk óskast frá næstu mánaðamótum til að bera Morgun- blaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn. ♦ Þeir, sem talfært hafa við oss að komast að þessu starfi í vetur, gefi sig fram á afgreiðslu blaðsins sem allra fyrst. , f »»»«»»» ♦•♦♦♦♦♦••♦••♦♦♦♦•♦♦♦♦♦•♦»♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ < > < > < > < > X-9 Effir Roberf Slorm ME<ANWMIL.£..,/4T AN AR/MY AlR-FlELpY[ " BUUE-J/4W JUST 7 YE/4H.../V1E, l CAN'T ^ t AIN'T ÖOT NO HELP CHOKIN’ UP - 5ENTI41ENT.../IN' I AND BU666Y WENT AFTER KÍLLlN' THPOUöH REPOR/H , BU665Y, 700! J SCHOOL T’öETHER. YES....ONE OP 'E/M'UOOK5 LIKE THE 6UÖINE5S ! LET‘5 ÖET THESE NE6ATIVES DOWN TO HEADQUARTERS' 6ET ANYTHIN6 CHUCK 1 HEY, 5LUE-JAW... HOW'S ABOUT SAYIN' A FEW / WORDS BEFORE W£ j Die ole sueesy 1 3», UNDER ? íratifíy ' HUH? OH, YEAH WELL, HE...HE W45 A 600D TRI66ER /MAN! IT'5 TOO 8AD, k THAT'S ALL. Copr.~1944, Kmg Features Syndicatc, Inc., World rights rcserved 1-2) Glæpon: — Heyrðu, Blákjammi, þú ættir að segja nokkur orð, áður en við holum Buggsy gamla niður í jörðina. Blákjammi: — Ha? Ójá. Jæja, hann var ekki feiminn að taka i gikkinn! Það er leiðin- legt, að hann skuli vera dauður. Það er alt og sumt. Glæpon: — Blákjammi hefir steinhjarta. Að hann skuli geta talað svona eftir að hafa drepið Buggsy! Annar glæpon: Já, jeg get nú ekki tára bundist. Við Buggsy vorum saman á heimili fyrir vándræðabÖrn. 3-4) Á meðan — á flugvelli hersins. Lögreglu- maður: — Náðuð þið nokkrum myndum, Chuck? Chuck: — Já, og það lítur út fyrir, að ein þeirra sje af því, sem um er að ræða. Við skulum koma þessum filmum niður til aðalstöðvanna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.