Morgunblaðið - 24.09.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.1944, Blaðsíða 12
12 Dýrmætu hlustunar- tæki siolið frá Valnsveitunni í FYRRINÓTT var stolið dýr mætu magnaratæki frá Vatns- veitu Reykjavíkur. Magnari þessi er hluti af hlustunartækj um, sem Vatnsveitan hefir ný- lega aflað sjer frá Ameríku og «ru slík tæki ófáanleg hjer á landi, en nauðsynleg til að hlusta vatnsæðar til að ganga úr skugga um hvort þær sjeu bilaðar, eða sírensli eigi sjer stað í húsum. Helgi Sigurðsson, forstjóri Hita- og Vatnsveitunnar, hefir skýrt blaðinu svo frá um þenna þjófnað: „Aðfaranótt laugardagsins voru starfsmenn Vatnsveitu Reykjavíkur að vinna að hlust unum á vatnspípum til þess að ganga úr skugga um, hvort bil- anir væru á götuæðum og hvort sírennsli ætti sjer stað í húsum. Er þetta ein af ráðstöfunum Vatnsveitunnar til þess að reyna sem fyrst að bæta úr hinum mikla vatnsskorti. — JHenn þessir höfðu með sjer nýtt ameriskt hlustunartæki, sem er sjerstaklega gert til slíkra hlustana. Aðalhlutar þess eru hljóðnemi og magnari með ýmsum mælum. Kl. um 1 í nótt skruppu þeir inrt í hús en skildu tækið eftir inní í bílnum, sem þeir notuðu, sem þá stóð norðan við húsið nr. 13 við Smiðjustíg. En þeg- ar þeir komu út aftur var magn arinn horfinn. Þetta er mjög bagalegt fyrir Vatnsveituna og raunar fyrir alla þá bæjarbúa, sem eiga við vatnsskort að búa, því að tækið hefði gert hlustun miklu auð- veldari og öruggari en með gamla laginu. Magnarinn er ekki ósvipaður útvarpstæki og þjófurinn senni Iega glapst á því, en hann hef- ir ekki neina þá ánægju af tæk inu, því það er einskisnýtt til slíkra hluta og engum til gagns nema Vatnsveilunni. Þetta er eina tækið hjer á landi sinnar tegundar og mundi það taka langan tima að fá úr þessu bætt, ef tækið kemur ekki fram. Þessvegna skorar Vatnsveit- an á þann, sem tók tækið að skila því aftur og mun hún ekki láta viðkomandi sæta ábyrgð, ef tækinu er skilað strax“. Ályktanir Búnaðarþings í dýrtíðarmálunum HJER birtast ályktanir Búnaðarþings irm dýrtíðar- og verðlagsmál: I. Búnaðarþingið lýsir yfir því, að það heldur fast við rjettmæti ályktana sinna frá 1943, þar sem það lýsir yfir því, að það sje reiðubúið að samþykkja að verð á land- búnaðarvörum yrði fært niður ef samtímis færi fram hlut fallsleg lækkun á launum og kaupgjaldi og endurnýjar nú þetta tilboð til þeirra aðila, er hlut eiga að máli. Jafnframt vill Búnaðarþing taka fram, að það teiur enn sem fyrr, að það sje á engan hátt vegna sjerhagsmuna landbúnaðarins að fært sje niður útsöluverð á landbún- aðarvörum með greiðslu ncytendastyrks úr ríkissjóði um stundarsakir. II. En með því að upplýst er, að eins og nú standa sakir næst ekki samkomulag um gagnkvæma niðuríærslu kaupgjalds og verðlags, lýsir Búnaðarþing yfir því, að það getur vegna nauðsynjar alþjóðar á því að stöðva verðbólguna í landinu, fallist á, að ákveðin sje nú þegar niðurfærsla sú af hálfu landbúnaðarins, sem um ræðir í fyrsta lið, með því að gera ekki kröfu til að fá greidda þá 9,4% hækkun á söluverði framleiðsluvara þeirra, sem þeim ber frá 15. sept. 1944 til jafnlengdar 1945, samkv. útreikningi Hagstofunnar. Tilboð þetta er gert í trausti þess, aðhjer cftir fari fram hlutfallslegar kauplækkanir í landinu. Fari hinsvegar svo, að samræmingar verði gerðar í kaupgreiðslum, skal Hagstofunni falið að afla jafnóðum gagna til að reikna út, hvort þær hafi áhrif á verðlagsvísitölu landbúnaðarvara, eða vinnslu- og sölukostnað þeirra til hækkunar, og skal þá verð á þeim vörum þegar hækkað á innlendum mark- aði í samræmi við það. III. Framlag bænda sem hjer um ræðir, til stöðvunar verðbólgunni, er bundið því skilyrði, að bændur fái greiddar uppbætur á útflutningsvörur sínar, sem koma á markaðinn eftir 15. sept. 1944, til jafnlengdar 1945, mið- að við landbúnaðarvísitölu síðastliðins tímabils. IV. Að lokum lýsir Búnaðarþing yfir því, að ekki komi til mála, að bændur færi niður verð á afurðum sínum á nýjan leik, fyrr en tilsvarandi lækkun, þeirri, er hjer um ræðir, hefir farið fram á launum og kaupgjaldi. ★ Framanskráðar ályktanir voru fram bornar af dýrtíðar og verðlagsnefnd Búnaðarþings og samþyktar á þinginu með 22:2 atkvæðum. , Iðnemasam- * band Islands stofnað IÐNNEMASAMBAND ís- lands var stofnsett í gær. Mætt ir voru á stofnfundinn 20 full- trúar frá öllum iðnnemafjelög'- um í Reykjavík og ennfremur erindreki frá Alþýðusambandi íslands qg formenn allra sveinafjelaganna. Nefnd hafði verið skipuð fulltrúum frá öllum iðnnema- fjelögunum til að hafa á hendi allan undirbúning undir stofn- un sambandsins. Fundarstjóri var Guðm. Magnússon. Lög fjelagsins voru samþykt og kosin stjórn. Stjórnina skipa þessir menn: Óskar Hallgrimsson, form., Sigurður Guðgeirsson, Egill Hjörvar, Kristján Guðjónsson og Sigurgeir Guðjónsson. Þing Iðnnemasambandsins kemur saman í dag kl. 2 e. h. Þjóðverjar taka hesta frá norskum bændum. Frá norska blaðafulltrú- anum. MIKLUM erfiðleikum hefir það valdið bændum í Vestur- Noregi, að Þjóðverjar hafa tek ið þar mikið af hestum til eig- in nota. Auk þess geta bændurn ir svo að segja engan vinnu- kraft fengið. Öll ungmenni eru annaðhvort í þvingunar- vinnu eða fara huldu höfði til þess að komast hjá þvingunar vinnunni. Oft eru öldungar yf ir áttrætt þeir einu, sem eftir eru á bæjunum, og þótt þeir geri það, sem þeir geta, verða afköstin við uppskeruvinnuna varlá mikil. Tveir kvislingar drepnir Frá norska blaða- fulltrúanum. KNUT KNUTSEN FISNE var skotinn til bana á götum Osló aðfaranótt s.l. fimtudags. Knutsen hafði verið háttsettur starfsmaður við norska ritsím- ann fyrir stríð. Strax þegar Þjóðverjar komu til Noregs, gekk hann í lið með þeim, og hlaut að launum eina bestu stöðuna við ritsímann. — Lík Knutsens lá á götunni i meira en einn klukkutíma. Nokkrir menn, sem óku í bíl framhjá Knutsen, skutu hann. Sænsk blöð segja, að þeir hafi slopp- ið óþektir. S.l. mánudag var þektur lög regluþjónn úr hópi quislinga skotinn á götu í Osló. Var lög- regluþjónn þessi mjög illræmd ur. Það voru tveir hjólreiða- menn, sem drápii hann. Annar þeirra studdi bæði reiðhjólin, meðan hinn skaut á lögreglu- þjóninn. Báðir árásarmennirn- ir komust brott, og hefir ekki verið haft upp á þeim ennþá. Frú Elín Storr látin FRÚ ELÍN STORR, kona Ludvigs Storr kaupmanns og vararæðismanns Dana, ljest í fyrrinótt eftir stutta legu. Norskir fangar færð- ir til. FRÁ NORSKA blaðafulltrú- anum berast þær fregnir, að Þjóðverjar hafi nú sent all- marga af þeim norsku stúde’nt- um, sem voru fangar í Elsass, austur á bóginn. Voru 40 þeirra sendir til jarðræktarvinnu, en 150 í verksmiðjuvinnu. Þá voru 60 sendir í námsferð til Heidel berg. Fleiri höfðu verið sendir austur, og einnig hefir geng- ið orðrómur um, að nokkrir hafi beðið bana, er sprengjum var varpað á Buchenwald- fangabúðirnar, en þessu neita Þjóðverjar. Argentína einangrast. London: Argentina einangr- ast nú æ meir og meir frá öðr- um Ameríkulöndum. Þannig kallaði stjórnin í Argentinu heim fulltrúa sinn í nefnd sem fjallaði um varnir vesturálfu. Hátíðahöld í tilefni af afmæli Kristjáns X í TILEFNI af afmæli Krist- jáns konungs 10. efnir Nor- ræna fjelagið og fjelagið „Frie Danske i Island“ til samkvæm is að Hótel Borg næstkomandi þriðjudag. Ræður flytja sendiherra Dana, Ásgeir Ásgeirsson, alþm. og G. E,- Nielsen, endurskoð- andi, form. fjelagsins „Frie Danske“. Lárus Pálsson les upp úr ritum danskra höfunda og tríó undir stjórn dr. v. Urmants chitsch leikur Novelette, tón- verk eftir Gade, loks verður söngur. Aðgöngumiða geta fje- lagsmenn beggja fjelaganna fengið í Bókaverslun Sigfús- ar Eymundssonar. Danir berjast nú hetjulegri baráttu fyrir freísi sínu og öðr um mannrjettindum og hlotið aðdáun allra frelsisunnandi manna, og er konungur þjóð- arinnar einingartákn þjóðar- innar í þessari baráttu, enda hefir hann hvergi hopað og er því full ástæða til þess að minn ast konungsins og dönsku þjóð- arinnar á þessum merkisdegi konungs. Forseti Islands og frú hans munu verða viðstödd þessi há- tíðahöld. í "útvarpinu verður Dan- merkur minst með því að Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs Alþingis, og prófessor Sigurður Nordal flytja ræður, Lárus Pálsson leikari, les upp og leik in verða dönsk lög. Fleiri leynivopn koma. London: Þegar Dudley lávarð ur var að tala um tilslakanir á myrkvunum á dögunum, Ijet hann meðal annars svo um mælt, að Bretum bæri vel að vera á verði gegn leynivopnum Þjóðverja, þar sem líklegt væri að fleira af þeim kæmi yf ir Bretland á næstunni. . Sunnudagur 24. sept. 1944 Ölfusárbrú bílfær í vikulokin! VIÐGERÐINNI á Ölfusár- brú gengur ágætlega. Brúin er nú orðin mikið til rjett og gangandi fólki er hleypt yfir hana. En þar sem nú verður farið að lagfæra gólfið í brúnni, er búist við að ekki verði hægt að leyfa fólki að fara yfir brúna, meðan verið er að vinna þetta verk. En því verður hrað að svo sem unt er. Unnið er kappsamlega að því, að styrkja brúna og er bú- ist við að hún verði orðin bí 1- fær seinni hluta þessarar viku. Ef þessi áætlun fær staðist, verður ekki annað sagt en að hjer hafi betiir tekist en á horfðist í fyrstu, eftir fall brú arinnar. En þótt svo giftusamlega tak ist, að Ölfusárbrúin verði aftur fær bilum, má það ekki verða til þess, að nokkuð verði dregið úr framkvæmdum með byggingu nýju brúarinnar. Þær framkvæmdir verða að hefjast strax, þegar lokið er viðgerð gömlu brúarinnar. Myndi það flýta stórlega fyrir byggingu nýju brúarinnar, ef hægt yrði nú í haust að koma stöplinum í ánni það langt, að hann stæði upp úr vatnsborðinu. Fullkomið stjórnleysi í f ryjr - wyf wt 'UrwTy-,— - « t T FRÁ DANMÖRKU berast * þær fregnir, að stjórnarnefnd skrifstofustjóranna hafi sagt af sjer, í mótmælaskyni gegn síðustu aðförum Þjóðverja, er þeir freklegar en áður gengu á gefin loforð, og fluttu lög- regluliðið úr landi. Embættismannastjórnin er því úr sögunni og Frelsisráðið er eina stjórn í landinu. Stjórnamefnd skrifstofu- stjóranna ræddi við fulltrúa stjórnmálaflokkanna 5 áður en hún steig þetta skref. Menn sneru sjer einnig til dr. Best og bentu honum á, að ef þessu færi fram, myndi alt fara á ringulreið í landinu. Hann mun hafa ráðfært sig við valda- menn í Berlín, en gaf síðan þau svör, að þetta yrði verst fyrir DanL Síðan stjórnarnefnd skrif- stofustjóranna hefir sagt af sjer, er landið stjórnlaust, en brottflutningur lögregluliðsins mun, undir þessum kringum- stæðum, fá hinar alvarlegustu afleiðingar. En danskir nazistar og annað óvelkomið fólk í þjón ustu Þjóðverja og glæpamenn fá frjálsar hendur. Flugufregnir um, að Krist- ján konungur hafi verið tek- inn höndum, hafa reynst ó- sannar. Konungshjónin dvelja í Amalienborg. Þau fluttu þang að ekki alls fyrir löngu. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.