Morgunblaðið - 26.09.1944, Side 1

Morgunblaðið - 26.09.1944, Side 1
81. árgangul. 216. tbl. — Þriðjudag'ur 26. september 1944. Isafoldarprentsmiðj* h.f, ÞJÓÐVERJAR RJLFA SAIUGÖNGDLEIÐIR BRESKD HERJAIMIMA í HOLLANDI Alvarleg deila um friðarskil- mála Washington í gærkveldi: CORDELL HULL, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna sagði í dag að hann vonaðist til þess að bandamenn kæmust á eitt mál um friðarskilmála til handa Þjóðverjum, er þeir hafa yfir- unnið verið. Associated Press fregn segir, að Bandaríkjamenn í nefnd þessari vilji láta upp- ræta allan iðnað í Þýskalandi og gera þjóðina að landbúnað- arþjóð. Roosevelt er sagður hafa verið hlynntur þessarri stefnu og Churchill ekki frá- hverfur í Quebec, en Hull utan ríkismálaráðherra og Stimson hermálaráðherra Bandaríkj- anna eru báðir gjörsamlega andvígir þessarri stefnu. Talið er að deila þessi hafi þvínær stöðvað öryggismála- ráðstefnuna, sem nú er haldin í Dumbarton Oaks, en það var að sögn Morgenthau, fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, sem átti upphafið að því, að Þjóð- verjar yrðu sviftir iðnaðar- möguleikunum. Þá er sagt að Morgenthau hafi mælst til þess að fulltrúac bandamanna í Þýskalandi eftir stríð, snertu ekki við nokkurri- viðreisnar- starfsemi í landinu. — Hull ljet þessa getið á blaðamannafundi í dag og bætti við, að fregnir um það, að nefnd frá Banda- ríkjamönnum, sem sæti ætti á ráðstefnunni, hefði að vissu leyti klofnað, þar sem sjer og Stimson hefði ekki samið við Morgenthau um framangreind atriði, en þeir þrír eru í nefnd inni. — Fregnritari vor á ráð- stefnunni hefir heyrt, að lítt gangi þar sem stendur, eins og Hull og mun hafa drepið á. — Reuter. Gin- og klaufaveiki í Bretlandi. London: í ýmsum hjeruðum Bretlands hafa nýlega komið fyrir allmörg tilfeRi af gin- og klaufaveiki, en hinar sjúku skepnur hafa þegar verið ein- angraðar og þeim lógað, svo veikin hefir lítt náð að breið- ast út. KRISTJÁN 10. Danakonungur er 74 ára í dag. Myndin sýnir þenna ástsæla þjóðhöfðingja á hestbaki, en margir kannast við morgunferðir konungs á sínum gæðing um Kaupmannahöfn og hafa þær mikið aukið á vinsældir hans meðal þegna sinna. Þjóðverjar höría hralt suður Eist- land Baltiski íallin London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FREGNUM frá Eystrasaltslöndunum ber saman um það, að Þjóðverjar leggi nú megináherslu á það að koma liði sínu brott úr Eistlandi, en Rússar fara á eftir og Þjóðverjar hratt undan. Rússar hafa náð hinni mikilvægu hafnarborg Baltiski, svo sem áður var kunnugt orðið. I herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld er varla talað um bardagá annarsstaðar en í Eist landi. Þó er getið viðureigna nærri Sanok í suður-Póllandi og kveðast Rússar þar hafa hrundið Þjóðverjum úr nokkr- um stöðvum og tekið ýms þorp um þessar slóðir. Þjóðverjar gela einnig um nokkra bardaga á þessum slóð- um, en hvorugur hefir neinar fregnir að færa frá Rigastöðv- unum, frá Varsjá eða landa- mærum Ungverjalands, en frjettastofufregnir höfðu það að segja þaðan, að Þjóðverjar og \ Ungverjar hefðu hrundið nokkr um árásum Rússa og Rúmena. Bardagar nálægt ,,Járnhliðinu“. Rússar minnast ekki á við- ureignir sunnar, en Þjóðverjar. greina frá bardögum ailmiklum nærri landamærum Rúmeníu og Jugoslavíu, eða nærri Járn- hliðinu svonefnda. Þá segjast Þjóðverjar hafa lent í skærum við Búlgara og afvopnað einn liðsflokk þeirra allfjölmennan. Safna að sjer liði og gera árásir af mikilli hörku London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. Eftir Desmond Tighe, sjerstakan fregnritara á Vest- urvígstöðvunum. ÚRVALS S. S.-HERSVEITIR þýskar, sem höfðu fengið mikið skriðdrekalið sjer til hjálpar, gerðu í nótt sem leið mikla árás á veginn milli Eindhoven og Nijmegen, en um hann fá framsveitir Breta, sem eru að reyna að hjálpa fallhlífahermönnum, allar birgðir sínar. í morgun tókst Þjóðverjum þessum svo að rjúfa aðalveginn milli Nort og Nijmegen. Breskar skriðdrekasveitir berjast nú af mik illi hörku, til þess að rjetta hlut sinn. — Ekki hefir enn reynst mögulegt að koma nema lítilli hjálp til fallhlífa- liðsins við Arnhem. Mótspyrna Þjóðverja harðnar alls- staðar og ástandið sýnist vera að breytast, þannig að Þjóð- verjar flytji æ meira lið til vígstöðvanna. — Bretar hafa farið yfir þýsku landamærin nærri Nijmegen. Churchill kominn heim London í gærkveldi: CHURCHILL forsætisráð- herra Breta kom til Englands í dag ásamt konu sinni. Komu þau á stórskipinu Queen Mary, en á þeim fóru þau einnig vest ur um haf, og voru þá margar þúsundir særðra, amerískra hermanna og hermanna, sem voru að fara vestur um haf í leyfi sínu. Tafðist skipið nokk- urn tíma, er það beið eftir Churchill óg gramdist þetta her mönnunum. En Churchill sím- aði Roosevelt og bað hann bæta upp þann tíma, sem hermenn- irnir töfðust. Var það þegar gert. — Reuter. Eisenhower skorar á erlenda verka- menn í Þýskalandi að rísa upp Frá aðalstöðvum banda- manna í Frakklandi berst sú fregn, að Eisenhower yfirhers- höfðingi hafi látið útvarpa boð skap til erlendra verkamanna í Þýskalandi úm það, að þeir skyldu nú þegar hefja baráttu til stuðnings bandamönnum, og myndi þeim bráðlega verða sjeð fyrir vopnum. Kvað Eisen- hower verkamennina skyldu fara um þetta eftir fyrirfram- gerðri áætlun. — Reuter. Það var í myrkri í nótt sem leið, að þýskar skrið- dreka- og áhlaupasveitir ruddu sjer braut yfir aðal- veginn, sem herir Demps- eys fá birgðir eftir og rufu hann. Var hann rofinn milli þorpanna Ödenrode og Veg- hel. Síðan gerðu Þjóðverj- arnir árás úr norðvesturátt og í morgun hjeldu allstór- ir flokkar þeirra löngum kafla af vegunum. Ljet Dempsey hershöfðingi þá þegar ieggja til gagnárása. Herflutningar. Það hefir orðið vart við það undanfarna daga, að Þjóðverjar flyttu hersveitir norður á bóginn í Hollandi, en í dag hafa þær allar ver- ið á suðurleið og nú eru gerð áhlaup í sífellu á herlínur Dempseys, þar sem þær eru komnar lengst til norðurs. Aðalsamgönguvegur Breta er nú rofinn á 8 kílómetra kafla. Fallhlífaliðið. Ekkert frekara samband hefir komist á við fallhlífa- lið það, sem berst hinum megin við neðri Rín, við Arnhem, nema hvað smá- flokkar bresks fótgönguliðs komst yfir til fallhlífaher- sveitarinnar í dag. Stórskota hríð Þjóðverja harðnaði í dag og fallhlífaliðið hefir sumsstaðar verið neytt til undanhalds. Litlar breytingar annarsstaðar. Talið er að bardagarnir í Hol landi nú, sjeu hinir hörðustu, Framh. a 8. síðu,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.