Morgunblaðið - 26.09.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. sept. 1944. Enn um ræðunu ú Skóluvörðu holtinu I MORGUNBLAÐINU 5. þ. m skrifar sjera Sigurbjörn Emarsson svargrein til min, sern hann kallar ályktarorð, og *r>ælist þar með til að eiga síð- asta orðið í viðureign okkar. Jeg ætlaði að láta þetta eftir honum. En þar sem tveir klerk o hafa nú komið honum til liðs, verð jeg að víkja nokkur- um orðum að sjera Sigurbirni líka fyrir nefnda grein hans. Það er mjög mikill misskiln- ingúr, að við sjera Sigurbjörn sjeum nærri sammála um flest það sem máli skiftir í umræð- urn okkar. Jeg spurði prestinn um skilríki hans til að hóta naönnum.illu í Guðs nafni. Nú segir hann að jeg vjefengi ekki ernbættisskilríki sín. Jeg efað- isi: aldrei um þau. Jeg efaðist um umboðið frá Guði, og sá efi hefir að engu leyti minkað síð- ar jeg skrifaði mína fyrstu grein. Presturinn hefir ekki lagt fram skilríki fyrir um- boði frá Guði. Því að jeg veit ekki betur en að Guð og bisk- upinn sje sitt hvað. Þetta heitir ekki að vera sammála. Svo vonast jeg til að presturinn hætti við heitingar í Guðs nafni. Það er hundrað árum á eftir .tímanum. Biskupinn skrifar langa greiti í síðasta Kirkjublað, og ritari hans, sjera Sveinn Vík- ingur, tvær greinar. Mikið þykir við liggja, þegar Kiikju- biaðið stækkar um helming af Jþessu tilefni. Trúarkenningar bafa lengi viðkvæmar verið. Biskupinn skrifar hógvært, eins og biskupi ber, og tekur þ,ar langt fram ritara sínum, enda veitir ekki af. Við höfum að mörgu mjög ólík sjónarmið, eins og víðar ketnur fram í grein biskups- ir> Samkvæmt minni skoðun er það, sem þessi þjóð þarfnast fy rst og fremst, ekki fleiri kirkjur, heldur meiri þekking á sem flestum sviðum. í kirkj- uiuun er prjedikuð trú og hef- ir verið um margar aldir, bæði hjer og erlendis, án þess að sýnilegra framfara hafi ofðið vart vegna þeirra prjedikana. Htnsvegar hefir þekkingin auk ist; og gefið margþúsundfaldan ávöxt fyrir aukna rækt við hana, eidkum á síðustu ára- tugum, eftir' að * menn urðu frjálsir fyrir kirkjunni, að hugsa og rannsaka það, sem þetm sýndist og fengu að segja það, sem þeim lá á hjarta, án nokkurs ótta við kirkjuvaldið. Og prestarnir verða nú að hafa það, hvorí sem þeim líkar betur eða ver, að menn segi síua meiningu, jafnvel um þá og kirkjuna. Þeir hafa enn þá sín forrjettindi að halda uppi áróiðri í kirkjunum— ef ein- hver kemur að hlusta á þá. Biskupnum þykir ummæli itiín ósanngjörn, þ^5- sem jeg sagái að Jesús hefði hvergi m.innst á nauðsyn kftkjubygg- ingar, og getur í því sambandi um að Jesús hafi farið inn í heLgidóma þjóðar sinnar og kennt. Biskupnum ætti að vera Ijóst, að það voru Gyðinga- ráusteri, én ekki kirkjur. Mál- Eftir próf. Níels Dungal frelsið var þar ekki einskorðað við preslana, eins og í kirkjun- um. Orð mín standa því óhögg- uð eftir sem áður. Kristur minnlist, samkvæmt þeim heimildum sem til eru, aldrei á nauðsyn kirkj ubyggingai Út frá þessu segir biskupinn mjer svo að lækna á götunni og leggur með því að líku aðstöðu klerka og lækna fyr og nú. Úr því að biskupinn býður upp á það, er ekkert á móti þvi. að bera saman framfarirn- ! ar í guðfræði og læknisfræði. ^ Jeg get nefnt fjölda sjúkdóma * sem voru ólæknandi fyrir þús- und árum síðan, en nú er hægt að lækna, ennfremur má hefna hvernig tekist hefir að stemma stigu fyrir drepsgttum með ólíkt áhrifameiri meðulum en bænum og skrúðgöngum með helga dóma. Hvernig meðal- aldur hefir lengst úr 20 árum upp í 60 ár o. fl. o. fl. Til sam- anburðar væri fróðlegt að fá vitneskju um framfarirnar í kristinni trú. Hvað hefir presl- unum farið fram í að biðja? Hve mikið í að gera krafta- verk? Heilagir menn gerðu þessi undur af kraftaverkum áður fyrr. Getur verið nokkur afturför í því? Og hve margir komast nú til himnaríkis, sam- anborið við það sem áður var? Þar hljóta þó að vera einhverj- ar framfarir, því að á miðöld- unum var talið, að það væri ekki nema einn af þúsundi. Til að spara biskupi ómak, skal jeg geta hjer um nokkur- ar framfarir, sem leikmönnum er kunnugt um í kirkjunni: 1. Sköpun heimsins og mannsins, sem áður var tal inn grundvöllur undir per sónulegri trú. Vísindin hafa sýnt fram á, að frá- sagnir biblíunnar um það er endileysa ein, bygð á gömlum þjóðsögum. 2. Afhending boðorðanna af Guði sjálfum. Prestarnir trúa því ekki lengur, hvað þá aðrir. 3. Heilagleiki gamla tesla- mentisins. Sannað er að það eru gamlar frásagnir Gyðinga, sem hafa verið skrifaðar aftur og aftur og breyst töluvert í meðför- um, stundum falsaðar kirkjunni í vil. Frásagnirn ar eru fullar af ófullkomn um hugmyndum eldri tíma og furðusögum, sem enginn heilvita maður trú- ir, sbr. söguna um að sólin hafi staðið kyrr í þrjá daga. 4. Meyjarfæðingin. Engum dettur lengur í hug að trúa því, að Jesús hafi ver- ið eingetinn, eða gelinn af heilögum anda. Og á þessu byggist þó aðallega kenn- ingin um guðdómseðli hans, opinberun o. s. frv. 5. Transsubstantiation. Kenn ingin um að oblátur’ og messuvín breytist í hold og blóð Krists við altaris- sakramentið. er gamlar leifar af mannætu-trúar- brögðum, þegar menn hjeldu sig. öðlast eigin- leika manns við að eta hold og blóð hans. Prest arnir eru hættir að halda þessu fram! 6. Friðþægingarkenningin. — Kirkjan sjálf er hætt að þora að halda því fram, að blóð Krists hafi þvegið af seinni kynslóðum synd- irnar. 7. Skírnin sem skilyrði fyrir himnaríkisvist. Áður átli hvert barn að fara til hel- vítis, ef ekki náðist að skíra það áður en það dó. Enginn prestur dirfist leng ur að kenna slíkt. 8. Erfðasyndin heyrist ekki nefnd lengur. 9. Kirkjan er hætt að hóta mönnum með helvísisrefs- ingu, svo að menn geta nú dáið rólegri en áður. 10. Kirkjan er hætt að kvelja menn og brenna. Framfarir þær, sem mjer er kunnugt um, eru allar í sömu átt: Kirkjan hefir tekið aftur margar af fyrri fullyrðingum sínum, sem hún bannfærði menn fyrir áður, fangelsaði og þaðan af verra, ef menn efuð- ust um þær. Nei, framfarirnar eru hjá fólkinu, sem er hætt að vera hrætt við ógnanir kirkjunnar, og þess vegna er það líka, að jeg hefi orðið var við ,að jeg tala fyrir munn margra, þegar jeg afþakka heitingar í Guðs nafni frá einum kirkjunnar þjóni. Biskupinn segist hafa orðið undrandi yfir grein minni, að þvi er virðist sjerslaklega vegna þess, að jeg er „nýlega kominn úr einhverju merkileg- asta landi veraldarinnar, þar sem flest allt hið mikla og stóra er í raun og veru byggt upp af kirkjunni og kristindómin- um“. Þetta er sennilega álit einhverra klerka í Ameríku, þótt jeg heyrði hvorki presta nje aðra minnast á það. •— Jeg hitti aftur á móti ýmsa há- skólamenn, sem var mjög lítið um kirkjuna gefið. Sjerstak- lega heyrði jeg illa látið af lúth ersku kirkjunni, vegna þröng- sýni hennar. Og þó var mönn- um almennt ekki eins illa við hana og þá kaþólsku, sem er voldug þar vestra, ekki aðeins andlega, heldur einnig á ver- aldlega vísu. En engan heyrði jeg tala neitt á þá leið að ka- þólska kirkjan nje nokkur önnur hefði byggt upp hið mikla og stóra þar. Hið eina, sem jeg heyrði í þá átt var það, að biskup Islands hefði sagt frá því þar vestra, að kirkjan hefði verið undirstaðan undir öllum framförum á íslandi. - Hvar sem einhver staður hefði blómgast hjer, þá var fyrsta byrjunin kirkja og síðan bless- aðist allt í kringum hana. Jeg vildi ekki trúa þessu, er mjer var sagt það, en síðan jeg las Framh. á 6. síðu. Kjötverðið og bændurnir Þekking og vanþekking „Ólafur við Faxafen“, sem mun vera Ólafur Friðriksson fyrrum ritstjóri, skrifar í Al- þýðublaðið síðasta sunnudag til andsvara grein minni um kjöt- verðið, sem birtist í Morgun- blaðinu á föstudaginn var. — Grein Ólafs er ákaflega ljóst dæmi um það, hve greindir menn geta skrifað eða talað heimskulega þegar þeir hætta sjer á þann hála ís, að ræða málefni sem þeir hafa enga þekkingu á. Ókunnugir bænd- ur hljóta að álíta, að hjer sje á férðinni ótrúlega heimskur mað ur. Við hinir, sem þekkjum deili á Ólafi, vitum að svo er ekki, heldur er í spilinu sú fljótfærni, sem stundum ginnir greinda menn til að ræða mál- efni sem þeir vita ekkert um. Þessu áliti til sönnunar skal jeg nú nefna dæmi úr grein Ólafs og fara þó fljótt yfir sögu: 1. Ólafur heldur því fram, að óþarfi sje a hækka kjötverðið af því að fjeð sem drepið er í haust jeti ekkert af heyinu frá þessu sumri, sem framleitt hafi verið við hækkað kaupgjald. Það er nú í þessu salt, að lömb- in sem lögð eru inn í hausl, jeta hvorki þetla hey nje annað, enda hefi jeg engu þvílíku haldið fram. En fólkinu sem vann í sumar verður að borga með verði lambanna sem drep- in eru í haust. Kaupið hefir hækkað um 30—40%, jafnvel upp í 75% og reikningur bús- ins er af Hagstofunni gerður upp fyrir tímabilið 15. sept. ’43 til 15. sept. ’44. Fólkið mundi ekki bíða eftir kaupinu þar til verðið fæst fyrir lömbin að ári 1945. Nú er orðið eins dýrl og jafnvel dýrara hlutfallslega að hirða fje eins og heyja fyrir því. Að h^kkun framleiðslu- kostnaðar er aðeins reiknuð 9,4%, stafar af því, að hin mikla kauphækkun kemur aðeins á síðari hluta ársins. 2. Þá heldur Ólafur því fram að svo fátt kaupafólk sje í sveit unum, að lítið tillit þurfi lil þess að taka. Kjötverðið geti þéí verið óbreytt, hvað sem kaupinu líði. Jeg skal nú svara manninum eins og um barn væri að ræða og upplýsa það, að í þessu efni skiftir litlu máli hvort það fólk sem stundar framleiðsluna er fengið langt að úr kaupstöðum og þorpum o. s. frv„ eða það eru bænd- urnir sjálfir eða uppkomin börn þeirra. Sá er helsti munurinn að sumt aðkomufólkið kann minna til verka og ætti að hafa lægra kaup. Að börnin sem heima vinna eigi að hafa lægra kaup en þau geta fengið ef þau fara í opinbera vinnu eða ann- að, er öfug jafnaðarmenska, sem jeg veit að Ólafur mundi ekki mæla með ef hann vissi hvað hann er að skrifa um. 3. Að síðustu ræðir Ólafur um það sem ósvinnu mikla að uppbæturnar á verð landbún- aðarafurða skuli vera greiddar jafnt til allra án tillits til þess, hvort þeir framleiða mikið eða lítið. Það sje sanngjarnt að þeir fái uppbætur, sem fram- leiða lítið, en hinir eigi ekkert að fá, að manni skilsl. Þetta lætur vafalaust vel í eyrum manna, sem ekkert vita um landbúnað. Fátækir menn verða að fá fult verð fyrir sína vöru en ríkir menn gela vel látið hana fyrir hálfvirði. Eftir sömu reglu ættu smákaupmenn að fá helmingi hærra fyrir þær vörur, sem þeir selja, en hinir sem hafa stóra verslun. Þeir sem vita hvað þeir eru að segja og þekkja landbúnað, skilja það, að verðlag landbúnaðar- afurða er miðað við fram- leiðslukostnað. Hann er hlut- fallslegur við magn vörunnar í flestum tilfellum alveg eins og 100 mjelpokar kosta 100 sinnum meira en einn mjelpoki. Undanfarið hefir meira að segja verið hættast við halla á búrekstri hjá þeim mönnum sem reka búið aðallega með að fengnu fólki og kemur þar kunn áttan til greina. Tiltölulega er framleiðslan ódýrust hjá þeim mönnum, sem hafa eingöngu ræktað og vjelafært land og vinna að öllu sjálfir. Ef til vill mundu einhverjir andlegir sjer villingar vilja hegna þessum mönnum með því að láta þá fá mikið lægra fyrir sína vöru en alla hina- Væntanlega er Ólafur við Faxafen ekki einn af þeim. Annars væri holt fyrir þá sem ekkert þekkja landbúnað og halda fram svo skemtilegri vitleysu, að borga misjafnt fyr- ir vöru eftir því hver framleið- ir hana, að kynna sjer reikn*. inga ríkisbúanna á undanförn- um árum. Hvanneyrarbúið, Víf ilsstaðabúið, Kleppsbúið o. fl. eru stofnanir sem hafa betri að stöðu og skilyrði en nokkrir bændur. Af hverju er svo út- koman þar verri en allstaðar annarsstaðar? Þeir sem skrifa um landbúnaðarmál án þess að þekkja þau nokkuð, ætlu að svara þeirri spurningu. Þá gætu slíkir fengið prófstein á kenn- inguna um misjafnt afurðaverð eflir bústærð og aðstöðu. Nú er það svo, að þrátt fyrir rjett bænda og þörf, þá hafa fulltrúar þeirra ákveðið að gera eigi tilkall til þeirrar hækk unar á kjötverði sem átti að verða 15. þ. m. Kemur þar fram meiri þjóðhollusta en aðrar stjettir hafa sýnt og mun það mál skýrt á öðrum stað, enda er sú ákvörðun óviðkomandi því hyldjúpa Faxafeni, sem hjer hefir verið minst á. J P. Rússar reiðir Finnum. Stokkhólmi: Rússnesk blöð hafa farið mjög hörðurrt orð- um um finsku stjórninajOg sagt að hún hafi í hyggju að svíkja alt sem hægt sje af samningun um við Rússa. Er gefið í skyn, að samkomulagið verði ekki gott, fyrr en önnur stjórn taki við í landinu. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.