Morgunblaðið - 26.09.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. sept. 1944, „Nei. Jeg skýrði honum mjög kurteislega frá því, að jeg hefði annað með tímann að gera, en snúast í kringum heilbrigða stúlku og hann gæti áreiðan- lega fengið einhvern í minn stað. Það verða víst margir fegnir að fá ómakslaunin, sem hann bauð. Annars ættir þú að fara þangað — þú býrð þar rjett hjá“. ,,Nei“, hrópaði Jeff reiði- lega. • Gamli maðurinn hallaði sjer aftur á bak í stólnum og horfði hugsandi á Jeff. „Hefir litla, fallega frúin eitthvað ruglað þig í kollinum?" „Nei. En jeg geri ekki ráð fyrir, að Van Ryn kæri sig neitt um mig. Jeg var sóttur, þegar fyrri kona hans dó“. Fráneis kinkaði kolli. „Úr hverju dó hún? Varð ekki snöggt um hana?“ „Það var meltingartruflun“, svaraði Jeff stuttlega. Hann blygðaðist sín nú fyrir grun sinn á Nikulási. Hann hlaut að hafa komið af afbrýðissemi, þótt hann hefði ekki gert sjer grein fyrir því þá. Og Jeff roðn aði, þegar hann hugs'aði um til- raunirnar, sem hann hafði gert með hunangskökuna. „Hvers vegna giftirðu þig ekki, Jeff?“ Gamli maðurinn stóð á fætur og lagði höndina vingjarnlega á öxl Jeff. „Það hlýtur einhvers staðar að vera til stúlka, sem þá getur giftst. Og þótt þú sjert ekki yfir þig ástfanginn af henni fyrst, kem- ur það alt saman“. Hann fór að hlæja. „Það er dálítið vit í því, sem Benjamín gamli Franklín sagði: í myrkri eru allir kettir gráir“. Jeff brosti og hugsaði um Faith Folger. Hún hafði fylgt honum til skips, þegar hann lagði af stað til Mexíkó. Dökku augun hennar höfðu verið full af tárum. „Jeg skál bíða eftir þjer, Jeff“, hafði hún hvíslað. „Jeg held, að jeg fari að ráð- um þínum“, sagði hann við dr. Francis. ★ í Hudson var Jeff tekið með miklum fögnuði. Ef hann hefði leyft það, hefðu bændurnir komið fram við hann eins og hetju, en þar eð hann afsagði öllum hetjuljóma, urðu þeir að láta sjer nægja að heimsækja hann í litla húsið og færa hon- um gjafir. Voru þær mest megnis matarkyns, og Rillah gamla hafði nóg að gera að matbúa góðgætið handa Jeff. Þegar leið að jólum var Jeff orðinn svo hress, að hann gat farið að starfa af fullum krafti. Hann hafði ekki ennþájaiðl- að til Faith. Hann sendi henni jólagjöf. Faith var mjög von- góð og hafði þegar ákveðið, að brúðkaupið skyldi standa í júní. Hún hafði neitað þrem mynd- arlegum biðlum vegna Jeff, svo að henni fanst mál til komið, að hann færi að stynja upp bónorðinu. En janúarmánuðUr leið, án þess að hún heyrði nokkuð frá honum. Hann neitaði öllum heimboðum. Sagðist þurfa að hvíla sig. Lokst stóðst Faith ekki lengur mátið. Hún gerði sjer upp höfuðverk og lagði af stað til Jeff. Hann tók henni mjög vel, en bónorðið kom ekki. í raun rjettri hafði Jeff í hyggju að biðja hennar ein- hvern tíma. En eins og flest- ir karlmenn, var hann hrædd- ur um að fá synjun og auk þess kærið hann sig ekki um að gera neitt, sem hann iðrað- ist síðar. Loks ákvað hann að nota tækifærið á Sankti Valentine- daginn og hefja bónorðið. En ekkert varð úr því, því að þegar fjórtándi febrúar rann upp, var Jeff að Dragon- wyck. Fyrstu vikurnar, sem hann dvaldi í Hudson, heyrði hann ekkert minst á Van Ryn hjónin. En svo fjekk hann brjef frá Francis lækni. Þar sagði hann m. a.: „Þú skalt ekki verða neitt undrandi, þótt þú verðir sótt- ur að Dragonwyck, því að jeg tók mjer bessaleyfi og skrif- aði húsbóndanum þar og mælti með þjer við hann. Brown er þar hjá honum — dr. William Brown frá Gramercy Park. Hann er duglegur læknir, en svo virðist, sem Van Ryn hafi skotið honum skelk í bringu. Brown heldur, að eitthvað sje að, en þorir ekki að segja Van Ryn frá því. Hann skrifaði mjer og spurði mig ráða, en jeg botnaði ekkert í því, sem hann skrifaði. Jeg skrifaði honum um hæl aftur og reyndi að telja í hann kjark og sagði honum að leita til þín, ef hann þyrfti á hjálp að halda. Síð- an fjekk jeg brjef frá Van Ryn, þar sem hann kvartaði yfir Brown og bað mig að koma upp eftir. Og þá benti jeg honum á þig“. Jeff henti brjefinu á borð- ið. Hann færi ekki fet upp eft- ir, jafnvel þótt sent yrði eftir honum. Miranda hafði þegar einn duglegan lækni til þess að hugsa um sig, og það var án efa ekkert að henni. Hún hafði ætíð verið hraust og heilbrigð. — Morguninn eftir, kl. 8, var barið að dyrum hjá Jeff. Þegar hann opnaði dyrnar, sá hann Nikulás standa á dyraþrepinu. Þeir horfðust í aujgu andar- tak. Þá rjetti Nikulás fram hönd sína. „Viljið þjer koma með sjer, Turner?“ sagði hann, nærri því auðmjúkur á svip. „Við þörfnumst yðar“. Jeff hleypti brúnum og gekk frá dyrunum. „Þjer hafið þegar einn lækni. Jeg get ekkert gert“, svaraði hann kuldalega. „Dr. Francis skrifaði mjer“. Nikulás hristi höfuðið. „Brown er heimskingi. Jeg treysti honum alls ekki. Þjer verðið að koma með mjer — fljótt. Brown er hræddur um, að eitthvað sje að“. Sár kvíða- svipur var á andliti hans, og augu hans, sem venjulega voru háðsleg, voru nú biðjandi. „Hvaða ástæðu hafið þjer til þess að halda, að frú Van Ryn sje í hættu?“ spurði Jeff, al- varlegur á svip. Nikulás leit á hann. „Mir- anda?“ sagði hann undrandi. „Jeg veit ekki til þess, að Mir- anda sje í neinni hættu. — Flýt -ið yður, Turner, í guðs bæn- um“. Jeff varð hvumsa við. Var það þá aðeins barnið, sem hann hafði í huga? Hvernig stóð á því, að aldrei virtust hrærast neinar mannlegar tilfinningar í brjósýi þessa manns? Hann fann alt í einu til meðaumkv- unar með stúlkunni, sem lá ein og yfirgefin á Dragonwyck. , Hann andvarpaði og náði í frakka sinn. „Jeg veit ekki hvað jeg get gert, en jeg skal kotna með yður“. Þeir þögðu báðir á leiðinni til Dragonwyck. Þegar þeir þustu upp súlnagöngin, opnuð- ust útidyrnar og Peggy kom út. „O, herra“, stundi hún. „Þau vilja ekki lofa mjer að koma inn til húsmóður minnar — Nikulás ýtti henni ruddalega frá sjer og þeir flýttu sjer upp á loft. Tvær manneskjur stóðu við rúmið, þar sem Miranda lá stynjandi. Það voru Brown læknir og þýsk hjúkrunarkona, sem Nikulás' hafði fengið frá New York. Læknirinn var lág- vaxinn maður, góðlegur á svip. „Hvað er að?“ spurði Niku- lás pg sneri sjer reiðilega að honum. Litli læknirinn leit óttasleg- inn á Nikulás. „Þa - það er ekkert að, hr. Van Ryn“, stam- aði hann. „Hríðirnar eru byrj- aðar — og alt er eins og það á að vera“. „Hr. Van Ryn, vilduð þjer gjöra svo vel að fara út með hjúkrunarkonunni, meðan jeg ræði við dr. Brown?“ sagði Jeff rólega. Þegar dyrnar höfðu lokast á eftir þeim, þurkaði Brown svit ann framan úr sjer og andvarp aði feginsamlega. „Guði sje lof, að þjer eruð kominn, Turner“, sagði hann. „Maðurinn er vit- stola. Jeg held, að hann dræpi mig með köldu blóði, ef eitt- hvað kæmi fyrir“. „Hvaða vitleysa“, sagði Jeff og gekk að rúminu. „Góði minn — þjer þekkið hann ekki“, hvíslaði dr. Brown og leit óttasleginn til dyranna. „Jeg sagði honum að fá ein- hvern annan lækni, og ætlaði að reyna að komast hjeðan, en hann lokaði mig inni á herbergi mínu. Hann starir altaf á mig, með þessum ísköldu, bláu aug- um, og stundum- held jeg, að hann sje að reyna að dáleiða mig“. Jeff kýmdi. En nú hreyfði Miranda sig og opnaði augun. Dr. Brown hafði gefið henni ópíumseyði og hún hafði legið í móki. „Jeff?“ hvíslaði hún spyrj- andi. „Þú ert í Mexíkó, er það ekki?“ Undrablómið egyptska Æfintýr eftir H. De Vere Stackpoole. 2. út af því læt jeg þig út og ef þú spyrð einnar einustu spurningar, þá hætti jeg sögunni. Skilurðu það? — Jæja, hlustaðu þá á“. „Einn góðan veðurdag sat herra Armenius van Dunk í túlipanagarðinum sínum í Dordrecht í Hollandi og horfði á blómin sín vaxa i sólskininu. Hann var túlipanaræktari og seldi þá, þegar þeir voru orðnir nógu stórir og stund- um voru honum borgaðar þúsund krónur fyrir einn ein- asta túlípana”. Ó” „Jæja, nú er jeg hættur sögunni. Þú sagðir eitthvað”. „Jeg sagði bara ó”. „Jæja þá, vertu nú stillt. Það, sem jeg er að segja, er allt satt, og ef þú trúir mjer ekki, geturðu spurt hana Grímhildi kennslukönu. Það er að vísu langt síðan þetta gerðist, það rjett eftir að túlípanarnir voru fyrst uppgötv- aðir. Auðvitað seldi hann ekki venjulegan túlípana fyrir 1000 krónur, hann van Dunk, en ef það hepnaðist að rækta túlpana, sem voru röndóttir eða rósóttir, þá var haldið á þeim uppboð og fólk kom víðsvegar að úr Hollandi til þess að bjóða í blómin, eins og var gert hjerna, þegar Jón gamli frændi seldi húsgögnin sín um daginn, — skilurðu það? — Og segðu ekki orð. — Jæja, þetta var um vor og herra van Ðunk var að horfa á túlípanana sína. Þeir voru gulir og rauðgulir og hvítir og súkkulaðibúnir og hárauð- ir, og van Dunk stundi, þar sem hann sat í stóra körfu- stólnum sínum, því enginn af þessum túlípönum var rönd- óttur eða rósóttur, og yfirleitt var ekkert blóm í öllum garðinum meira en 10 króna virði. Nú vildi svo til að næsta hús við garðinn hans van Dunks var mjög gamalt, það var neglt fyrir alla gluggana nema einn og rúðurnar í honum voru svo óhreinar, að það þurfti ekki fjalir fyrir hann. í kringum hús þetta var garður, æði vanhirtur, fullur af þyrnum og þistlum og baldursbrám, sem voru alin á hæð, og stundum hvein vindurinn í þistlunum og baldursbrárnar hristu kollana, eins og þær væru að segja: „Hjer býr enginn, hjer býr enginn”. Og það var ekki að furða, þótt baldursbrárnar litu ekki sem best út þótt þær væru stórar, því þær sögðu ekki satt, því í þessu húsi átti herra van Houten heima”. RIBBALDI einn ruddist eitt sinn inn í veitingastofu, þar sem margir menn sátu og þjór- uðu. Hann dró upp skamm- byssu og skaut bæði til hægri og vinstri, um leið og hann hrópaði: „Allir þið óþvegnu þorpar- ar, snautið út hjeðan“. Salurinn tæmdist á svip- stundu með ruðningum og gauragangi, en þegar sá í gegn um skotreykinn, kom ribbald- inn auga á mann, sem sat hinn rólegasti við barinn og drakk úr bjórkollu sinni. Hann gekk til hans og sagði: „Jæja?“ „Jæja“, sagði hinn glaðlega. „Þeir voru svo sem nógv. marg ir hjerna, eða finst þjer það ekki?“ ★ GILES landstjóri í Virginia sendi Patrick Henry eftirfar- andi brjef eitt sinn: „Herra, — mjer skilst, að þjer hafið kallað mig taglstýfð- an stjórnmálamann. Mig langar til þess að komast eftir, hvort þetta er rjett, og ef það er rjett, hvað þjer hafið átt við með því. — Wm. B. Giles“. Patrick Henry svaraði: „Herra, — jeg man ekki eft- ir að hafa nokkru sinni kallað yður-„taglstýfðan stjórnmála- mann“, en hinsvegar er ekki alveg útilokað, að jeg hafi ein- hverntíma gert það. En þar sem jeg man ekki, í hvaða sambandi það hefir þá verið, get jeg ekki sagt um, hvað jeg hafi átt við með því. En ef þjer segið mjer, hvað þjer álítið að jeg hafi átt við, get jeg sagt yður, hvort tilgáía yðar er rjett eða ekki. Virðingarfylst, Patri^k Henry“. ★ ENSKI þingmaðurinn Char- les Fox bað mann nokkurn eitt sinn um að kjósa sig. „Jeg dáist að dugnaði yðar“, svaraði maðurinn, „en fyrirlít skoðanir yðar“. „Vinur minn“, sagði þá Fox, „jeg virði hreínskilnj yðar, en fyrirlít mentun yðar“. Angtrn jeg hvíU með gleraugum frá TÝLi. Ef Loftur getur það ekki — þá hver?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.