Morgunblaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1944, Blaðsíða 16
ns verkamanna býður út 2 milj. kr. í skuldabrjefum STJÓRN Byggingarsjóðs verkamanna hefir auglýst út- boð á 2 handhafaskuldabrjefa lánum, sem samtals nema 2 milj. kr. Annað lánið er að upp hæð 1300 þús. kr., það endur- greiðist á 2 árum og vextir af því éru 4%. Hitt lánið, að upp- hæð 700 þús. kr„ endurgreiðist á 15 árum og vextir af því eru ZVz%. Skuldabrjef síðarnefnda lánsins fást ekki nema í sam- bandi við kaup á brjefum lengra lánsins. Þeir, sem skrifa sig fyrir brjefum 42-ára láns- ins, hafa forgangsrjett að brjef um 15-ára lánsins alt að helm ingi þeirrar upphæðar, sem keypt er af brjefum lengra láns ins. Trygging skuldabrjefanna er eins góð eins og frekast getur orðið. Á þeim er ríkisábyrgð og hlutaðeigandi bæjarfjelög eru í bakábyrgð fyrir þeim. Þar við bætist, að sjóðurinn átti um síðustu áramót skuldlausa eign .3 milj. kr. Lánin eru tekin vegna bygg ingarfjelaga á Akranesi og í Neskaupstað, sem eru nýbyrj- uð að byggja, en hluti af lán- UHuni rennur til byggingafje- laga á Isafirði og í Vestmanna eyjum, þar sem byggingu íbúð arhúsanna fer að verða lokið. Byggingarsjóður hefir 2svar áður á síðastliðnum 3 árum boðið lán út opinberlega til á- .skrifta og hafa skuldabrjefin selst mjög greiðlega. Má bú- ast við, að svo fari enn að þessu sinni. Eftirspurn eftir vaxta- brjefum eykst stöðugt, bæði vegna peningaflóðsins og eins vegna hins, að peningastofn- anir greiða mjög lága vexti af innstæðufje. Þegar völ er' á fulltrýggðum vaxtabrjefum, sem bera 4% vexti, er eðlilegt, að mönnum finnist lítið að fá ekki nema 2% vexti af fje, sem þeir ávaxta í banka eða spari- sjóði. Fyrsti dagur lánsútboðsins er í dag og er tekið á móti áskrift uip í Landsbanka Islands, sem annast lánsútboðið fyrir Bygg- ingarsjóðinn. Berklavarnadeild sfolnuð í Hafnaiiirði SÍÐASTLIÐINN mánudag, 25. j>. m., var stofnfundur berklavarnardeildar í Hafnar- firfti. Deild þessi verður í Sambandi ísl. berklasjúklinga. Á stofnfUndi mætti mið- stjórn S.I.B.S., forseti sam- bandsins, Andrjes Straum- Iand og form. Berklavarnar jhjer í bæ, Daníel Sumarliða- . son. Á stofnfundinum innrituð- ust 70 manns. Stjórn deildarinnar skipa: Kristján Arinbjarnarson, læknir, Bjarnfríður Sigur- steinsdóttir, Bára Sigurjóns- dóttir, Björn Bjarnason og Reinir Guðnmndsson. _ s Flugfjelag Islands , kaupir flugbát Getur fiogið milli landa Hifier fær ekkerl og tekið rúml. 20 far- þega FLUGFJELAG ÍSLANDS hefir fest kaup á flugbáti í Amer- íku. Örn Johnson flugmaður og framkvæmdarstjóri F. I., sem dvalið hefir í Ameríku til þess að festa kaup á flugbátnum, tók við honum í fyrrdag. Flugbátur þessi er af Calalinagerð, og er slærsta flugvjel, sem hingað hefir verið keypt. Örn flugmaður og Smári Karlsson flugmaður, munu fljúga í flugvjelinni til ís- lands í byrjun næsta mánaðar. Með þeim verður islenskur vjela- maður, sem nýlega hefir lokið námi vestra og einn, eða tveir erlendir sjerfræðingar. m hæli London í gærkveldi: Churchill forsætisráðherra var spurður um það í neðri mál stofunni í dag, hvort banda- menn myndu ekki sjá svo um, að Hitler fengi ekki hæli í hlut lausum iöndum, ef hann flýði Þýskaland. — Kvað Churchill bandamenn myndu gera alt sem þeir gætu, til þess að sjá um að Hitler og hans aðstoðarmenn Þessi nýja flugvjel Flugfje- lagsins er það stór, að hægt verð ur að nota hana til millilanda- flugs, enda mun það vaka fyrir stjórn fjelagsins, að taka upp flugferðir milli landa, strax og Iþað verður hægt. Getur tekið 24 farþega. Flugbáturinn er notaður lít- ilsháttar. Var áður í vöruflutn- ingum. Vjelinni verður talsvert breytt vestra, að ýmsu leyti, en ætlunin er að setja í hana sætin hjer heima. Gert er ráð fyrir, að flugvjelin geti tekið 24 farþega. Flugvjelin vegur um 15 smál. fullhlaðin og get- ur flogið 6400 km án viðkomu. Hún hefir 2 hreyfla og fram- leiðir hvor þeirra 1200 hestöfl. Vjelin getur flogið á öðrum hreyflinum ef með þarf. Ben- Síngeymar flugvjelarinnar rúma samt. um 7000 lítra, og nægir það til 24 klst. flugs. Á hénni verður 3—4 manna áhöfn, tveir flugmenn og vjela menn. Hraðinn er um 225 km á klst. Hagkvæmur —■ en fullur hraði rúmlega 300 km á klukku- stund. Báturinn getur aðeins lent á vatni. Þótti of þungt að hafa á honum hjól til að lenda á landi. í vjelinni eru tvö loftskeyta- móttökutæki og eitt senditæki. Auk þess sjálfvirk miðunar- stöð. JVIjög hentug vjel. Bergur G. Gíslason, formað- ur Flugfjelags íslands, skýrði blaðamönnum frá þessum síð- ustu flugvjelakaupum Flugfje lagsins í gær. Taldi hann fje- lagið hafa verið mjög heppið að hafa fengið þessa vjel. Hún sje af mjög hagkvæmri gerð fyrir Flugfjelag íslands. Flugfjelagið á nú fjórar vjel ar, sagði Bergur. Einá amer- íska og tvær breskar, sem fyr- ir voru. Fjelagið hefir nú ein- göngu tveggja hreyfla vjelar. Hefir það sýnt sig, að þær hafa mikla kosti fram yfir einhreyfla vjelar, eins og fjelagið notaði áður. Það hefir komið fyrir tvisv- ar sinnum, að vjelar íjelagsins, sem það á nú, hafa komið heim úr flugferð á einum hreyfli. Sýnir það besl, hverl öryggi er í því, að vjelarnar skuli hafa tvo hreyfla. Að lokum gat Bergur þess, að Flugfjelag íslands hefði á prjónunum ýmsar ráðagerðir, en fjelagið hefði jafnan haft það fyrir reglu, að fara sjer að engu óðslega, enda ekki tímar til "þess, t. d. hefði liðið ár frá því, að fjelagið pantaði flug- vjelar í Englandi og þar til þær komu hingað. Mjög rómaði Bergur hjálp- semi Bandaríkjamanna og Breta/ sem hjer dvelja nú. — Sagði hann, að foringjar setu- liða Bandaríkjamanna og Breta og sendiráð þeirra hjer í Rvík hefðu gert allt, sem í þeirra valdi stóð fyrir Flug- fjelagið- Væri það í sannleika merkilegt, hve margir úr þess- um hópi hefðu sýnt mikinn á- huga. Það væri ekki oflof þó notuð væru sterkustu orð til að þakka þessum mönnum stuðning, sem þeir hefðu veitt Flugfjelaginu. Er Bergur hafði skýrt blaða- mönnum frá hinum nýju flug- vjelakaupum, var boðið upp á flugferð. Flugferðin. Flogið var í Beechcraft-flug- vjel fjelagsins og verið um hálfa klukkustund á flugi yfir bænum og umhverfi hans, en áður skoðuðu rhenn verkstæði fjelagsins, sem eru allvel byrg að varahlutum, og þar sem margháttaðar viðgerðir eru framkvæmdar. Jóhannes Snorrason stýrði flugvjelinni og fannst gestum mikið til um hæfni hans og ör- yggi allt, bæði á flugi og í lend ingu. Sanhfærðust gestir bet- ur en áður um það, að flug- vjelin er farartæki framtíðar- innar. Miðvikudagxtr 27. sept. 1944, Þingi iðnnema lokið SEINNI þingfundur Iftn- nemasambands Islands. var haldinn í Góðtempla raliúsinui sunnudaginn 24. þ. m. Umræður urðu um lausn þessara mála: Skólahúsmálið, launakjör iðnnema og sam- ræming kaupgjalds, samstarf við sveinafjelögin og loks var rædd stofnun nýrra iðn- nemafjelaga og önnur mál. Fundurinn gerði ályktanin um þessi mál og fleiri. Mikill áhugi og eining ríkti me'ðal fulltrúanna. — Að lok- um sagði formaður sambands- stjórnar, Óskar Hallgrímsson þingi slitið. Þingmaður íhaldsflokksins breska, Ramsay kapteinn, sem fangelsaður var af öryggisá- stæðum í meira en fjögur ár, var látinn laus í dag úr Brix- ton-fangelsi, að því er Herbert fengju hvergi athvarf. tilkynnti í neðri málstofu þings — Reuter. ins í dag. — Reuter. 1/ \\ 'I* f 'Ji ' Verðlaqsma m atqreidd i sam- ræmi við ályk íj tanir Búnaðar- þii ( Sjúklingar á Kópavogshæli hafa beðið blaðið að færa þeim Alfreð Andrjessyni, Sigfúsi Hall dórssyni og Jóni Aðils, kærar þakkir fyrir skemtun þá, er þeir veittu sjúklingunum með komu sinni í fyrradag. Á FUNDI, er haldinn var í Sþ. síðdegis 1 gær var útbýtt og rædd svohljóðandi þingsálykt- unartillaga: „Sameinað Alþingi felur rík isstjórninni að halda óbreyttu útsöluverði á landbúnaðaraf- urðum með ríkisframlagi, þar til frumvarpið á þingskjali 367 hefir fengið afgreiðslu í þing- inu“. Fylgdi till. svohljóðandi greinargerð: Frumvarp það um breyting- ar á dýrtíðarlögunum frá 14. apríl 1944, sem fram er lagt á Alþingi í dag og byggt er á samþykkt um verðlagsmálin á búnaðarþingi, felur í sjer á- kvarðanir um verð á landbún- aðarafurðum til 15. sept. 1945. En þar sem gera má ráð fyri£, að afgreiðsla á frumv. í þinginu taki nokkra daga, er óhjá- kvæmilegt að gera bráðabirgða ráðstafanir til að afstýra hækk un á verðlagi á þessum vörum, meðan á meðferð málsins stendur. Er því tillaga þessi fram borin. Tillagan var flutt af þrem fjárhagsnefndarmönnum Nd., þeim Jóni Pálmasyni, Skúla Guðmundssyni og Ásg. Ásgeirs- syni. Jón Pálmason fylgdi tillög- unni úr hlaði, en umræður urðu sem engar um hana. Var tillag an því næst afgreidd í skyndi gegnum tvær umræður og samþykkt með 32:1. atkv. Breyting á dýrtíðarlögunum. Á þessum sama fundi í Sþ. var útbýtt frv. um breyting á dýrtíðarlögunum (nr. 42, 1943) í samræmi við ályktanir þær, er Búnaðarþing gerði. Frv. er flutt af sömu nefndarmönnum fjárhagsn. Nd., er stóðu að þál.till. í Sþ. Frv. er svohljóð- andi: Aftan við lögin bætist svo- hljóðandi: Bráðabirgðaákvæði. 1. Hækkun sú á verði land- búnaðarafurða eftir verðlags- vísitölu samkvæmt lögum um dýrtíðarráðstafanir frá 14. apríl 1943, sem ganga átti í gildi 15. sept. 1944, skal falla niður og verð landbúnaðarafurða á tíma bilinu 15. sept. 1944 til jafn- lengdar 1945 reiknast eftir vísi tölu næsta tímabils á undan, sbr. þó 2. lið. 2. Verði hækkun á kaup- gjaldi á tímabilinu 15. sept. 1944 til 15. sept. 1945, sem á- hrif hefir á vísitölu landbúnað- arafurða eða vinnslu- og sölu- kostnað þeirra samkvæmt út- reikningi hagstofunnar, skal verðlagið hækkað í samræmi við það. Breytingar þessar skal hagstofan reikna út mánaðar- lega, og koma þær til fram- kvæmda næsta mánuð á eftir. 3. Ríkisstjórnin leggur fram fje úr ríkissjóði, eftir því sem með þarf, til þess að halda ó- breyttu útsöluverði á landbún aðarafurðum á innlendum mark aði til 15. sept. 1945. Fjárfram lag ríkissjóðs í þessu skyni greiðist mánaðarlega og að öðru leyti á sama hátt og verið hefir. 4. Ríkisstjórnin greiðir verð- uppbætur á útfluttar landbún- aðarafurðir á tímabilinu 15. sept. 1944 til jafnlengdar árið 1945, eftir því sem með þarf, til þess að framleiðendur fái verð fyrir þær samkvæmt 1. og 2. lið þessara laga. Verðuppbæt urnar greiðist útflytjendum, um leið og kaupendur borga vörurnar. 5. Bráðabirgðaákvæði . þessí halda gildi sínu til 15. sept. 1945 þrátt fyrir ákvæði 3. málsgr. 4. gr. laganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.