Morgunblaðið - 29.09.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.1944, Blaðsíða 1
mttttafrifr 81. árgangut. 219. tbl. — Föstudagur 29. september 1944. tsafoldarprentsmiðj* b.f. STRÍDID í EVRÓPU GETUR STAÐIÐ í HÁLFT ÁR AD SÖGN CHURCHILLS Litlar breytingar á vesturvígstöðv- unum London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. HELSTU fregnir frá vesturvígstöðvunum í kvöld eru þær, að framsveitir ahnars hersins breska sjeu komnar aö' Maas- fljótinu á uni 20 km. svæði. Þýsku landamærin er handan fljótsins um 6 eðu 8 km. frá því. » Þá hafa hersveitir úr öðr- um hemum náð aftur þorpinu Eist, sem Þjóðverjar höfðií tekið fyrir skömmu. A Nijmegensvæðiiiu eiga bresk- ar framsveitir í miklum orust- um, og breytist aðstaðan þar ekkert, vegna mikillar m6t- spyrna Þjóðverja. Frá Maasfljóti og alt suffw ur að Belfort, eru víða harðir bardagar, en engar teljandí breytingar hafa þar orðið. Þjóðverjar hafa gert allmik- il gagnáhlaup í námd víð Nancy. Það var Bretíua alhnikill hagui* aC né Elst. aftur, þar sem mjög rjenuðu við það erfiðleikarnir, sem þeir hafa átt við að stríða um samgöng ur á þessu svæði. Frumlegt happdr. V. R.: Vinningurinn: /erð fyrir fvo umkverfis hnöttinn „Verslunarmannafjelag Reykjavíkur efnir til happdrættis til ágóða fyrir húsbyggingarsjóð sinn. Verð ur vinningurinn sjóferð fyrir tvo umhverfis hnöttinn. Fjelagið hefir ákveðið. að leggja til fararinnar að minsta kosti 60 þúsund krónur. Fjelagið greiðir ferðina að öllu leyti, fargjald, fæði, dvöl á gistihúsum, þjórfje og svo framvegis. Verði ferðakostnaðurinn innan við 60 þúsund, fær sá, sem vinningin hlýtur, það, sem á vantar greitt í peningum. Verði hinsvegar fararkostnaður meiri en 60 þúsund, ber fjelagið hallann af því. Ferðin mun farin strax og á- stæður leyfa eftir stríð. Eins og mönnum mun kunnugt, tóku stór skipafjelög að sjer að sjá mönnum fyrir ferðum umhverf is hnöttinn. Oft var lagt upp í þessar ferðir í borginni South- ampton í Englandi, siglt það- an til New York. Þaðan suður með austurströndinni, til Flor- ida og Kúba, gegnum Panama- skurðinn og norður með vest- urströndinni til Californíu. Síð an yfir Kyrrahafið til Japan, suður með Kínaströndum, til Austur-Indlands og Vestur- Indlands, um Rauðahaf og Sú- ezskurð inn í Miðjarðarhaf, gegnum Gibraltarsund, norður með Portúgal og Frakklandi og til Englands. Komið verður við á öllum helstu stöðunum á þess ari leið. Verði lagt af stað t. d. frá Englandi, mun Verslunar- mannafjelagið standa straum af fararkostnaði frá íslandi til Englands. Ferðin hefst í Reykja vík, og henni lýkur þar. Gert er ráð fyrir því, að ferðin muni taka þrjá mánuði. Ferðast verð ur á fyrsta farrými. Framh. á bls. 12. Rafmagnsbilunin í gær UM HÁDEGISBILIÐ í gær brann í sundur háspennu- stréngur er liggur frá spenni stöð við Grettisgötu, að spenni stöð við Bókhlöðustíg. Rafmagnsbilunin orsakaði straumleysi í ölhim Vestur- bænum, Miðbænum, svo og ; hluta af Austurbænum. — Var nú þegar hafist handa um að koma straumi á þessi hverfi Þurfti að breyta mikið til um tengingar háspennustrengja í aðalveitustöð, sem er við Aust urbæjarskólann, svo og í spennistöð við Grandaveg. — Með þessu tókst svo smátt og smátt að koma stráumi á hina ýmsu hluta í áðurnefndum hverfúm. í alla nótt unnu starfsmenn Rafmagnsveitunnar að viðgerð á háspennustrengnum og var því ekki lokið er blaðið fór í prentun, en mun fullnaðarvið- gerð sennilega lokið í dag. Þess skal getið, að á s.l. sumri brann þessi sami háspennu- strengur, er verið var að vinna við hitaveituna á horni Grett- isgötu og Klapparstígs. Varð þá strengurinn fyrir hnjaski og brann í sundur. Þegar búið er að grafa strenginn upp, mun gaumgæfilega verða rannsakað, hver orsök bilunarinnar var. Hvort bilunin geti stafað af ein hverskonar hnjaski, er verið var að vínna að hitaveitufram- kvæmdum á þessum slóðum. Þó nokkuð sje síðan að verið var að vinna þar. Slíkar veilur í jarðstreng geta vel leynst, og koma t. d. alls ekki fram við mælingu einangrunar strengs- ins. Aðeins Morgunblaðið kom út í dag.J Vegna rafmagnsbilunarinnar var ekki hægt að prenta Al- þýðublaðið nje Þjóðviljann, af því, hversu straumur var þar ónógur. — Þá fjellu allar sýn- ingar niður í tveim kvikmynda húsanna, Gamla Bíó og Tjarn- arbíó; munu aðgöngumiðar að sýningum í þessum kvikmynda húsum gilda á sýningar í dag. Breskur floti kominn til Indlandshafs London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. CHURCHILL forsætisráðherra Breta flutti ræðu um styrjaldarhorfur og styrjaldarmál, ásamt utanríkismál- um, í breska þinginu í dag og talaði í þvínær tvær klst. Hann kom mjög víða við, en sagði að styrjöldin í Evrópu gæti enn staðið í hálft ár, en kvaðst annars ekki vilja spá neinu. Hann ræddi um orusturnar í Frakklandi og í Burma, ófarir Kínverja, flota Breta, sem kominn ertil Indlandshafs, sambúð Rússa og Pólverja og Quebec-ráð stefnuna nýafstöðnu. Eisenhower ávarpar Þjóðverja EISENHOWER hershofðingi gaf í dag út fyrsta ávarp sitt 'til þýsku þjóðarinnar og var það á þessa lund: „Vjer kom- um sem sigurvegarar, en ekki sem kúgarar. Á þeim svæðum Þýskalands, sem hernumin verða af herjum mínum, skul- um vjer uppræta nasismann og þýska hernaðarandann". „Hernaðarstjórnin í Þýska- landi skal þurka út nasismann, leysa upp nasistaflokkinn og afmá hina grimmilegu kúgun og hin illu lög og stofnanir þær allar, sem flokkurinn hefir stofnað". „Mótspyrna gegn herjum bandamanna verður miskunnar laust barin niður. Öðrum alvar ' °S manntjón mikið legum brotum verður grimmi- j Baráttan um Frakkland. Churchill sagði, að banda- menn hefði nú milli 2 og 3 miljónir hermanna í Frakk- laridi og væri hlutfallið þann- ig, að tveir Bretar væru á móti hverjum 3 Bandaríkjamönnum. — Sagði Churchill að furðu- legt gæti sýnst, hversu fljótt baráttunni um Frakkland var lokið. Manntjón Þjóðverja var alls 900.000, sagði ráðherrann, þegar taldir eru fallnir, særðir og fangar, en manntjón banda manna miklu minna. Margir herforingjar London í gærkveldi: — Breta- konungur hefir sæmt marga þeirra hershöfðingja, sem stjórna liði í Burma, háum heiðursmerkjum. Hafa allir þessir menn getið sjer mikið frægðarorð. ?— Reuter. Iega refsað. Þá verður öllum mentastofnunum í hinum her- numdu landshlutum lokað, einnig öllum dómstólum, jafn- vel lögreglurjettum. Verða stofnanir þessar opnaðar aftur, er ástæður leyfa". „Allir embættismenn verða að gegna stöðum sínum áfram, þar tilþeir fá frekari fyrirskip anir eða tilmæli herstjórnar bandamanna eða forsprakka þeirra. Hið sama á við alla starfsmenn hins opinbera og aðra, sem gegna þýðingarmikl- um störfum". Þjóðverjar hafa þegar tekið þetta til athugunar og sagt, að það sje best fyrir.bandamenn að reyna að komast eitthvað inn fyrir landamærin, áður en þeir fari að kenna fólkinu að haga sjer í því kúgunar- og ofbeldis ástandi, sem ríkja eigi í her- numdu Þýskalandi, Manntjón bandamanna- Bretar haf a í Frakklandi misst 90.000 manns, en Banda- ríkjamenn 145.000. Eru í þess- um tölurri fallnir, særðir og fangar. Churchill kvað hafa gengið aðdáanlega vel að koma liðinu til Frakklands á sínum tíma, miljón hefði verið komin á land eftir 20 daga. — Bar- dagarnir við Arnhem í Hol- landi, þar sem fallhlífaherfylk ið breska beið ósigur, voru ægi lega harðir að sögn Churchills En þeir, menn, sem þar ljetu líf sitt, fórnuðu því ekki til einskis, sagði hann. Merkileg herför. Þá vjek Churchill að hern- aðinum í Burma og kvað það mjög merkilega herför og mestu orustur háðar þar, sem bandamenn hefðu enn átt við Japana á landi. Sagði Churc- hill að búast mætti bráðlega við hörðum átökum þar áftur. Þá gat Churchill þess, að Kínverj ar hefðu nýlega beðið mikla ó- sigra, mist borgir og fnarga þýðingarmikla flugvelli, þar sem Ameríkumenn höfðu flug stöðvar. Snúa sjer að Japan. Churchill sagði, að mikill hluti breska flotans væri nú kominn til Indlandshafsins, til þess að berjast þar gegn Jap önum, og einnig myndu þeir Frarah. á 6. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.