Morgunblaðið - 29.09.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.1944, Blaðsíða 10
30 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. sept. 1944, m. Þetta ár voru stöðugir dval- argestir að Dragonwyck — að- alsmenn frá New York, Albany og Englandi, o. fl. o. fl. Miranda var hvorki ham- ingjusöm nje óhamingjusöm. Hún hafði altaf svo mikið að gera, að hún hafði ekki tíma til þess að gera sjer grein fyrir, hvernig sálarástand hennar var í raun rjettri. Hún átti enga vini. Það hafði komið fyrir nokkrum sinnum, að hún hafði hænst að einhverj um gestanna og hugsað með sjer, að þarna væri loks ein- hver, er liti á hana sem sjálf- stæðan einstakling, en ekki hluta af Nikulási. En það náði aldrei lengra. Án þess að nokk ur yrði þess var, skarst Niku- lás í leikinn, og brátt kvaddi gesturinn — og hafði þá svip- aða hugmynd um Miröndu og flestir aðrir — að hún væri að- eins falleg, ung kona, er til- bæði mann sinn, en hefði held- ur lítið að segja sjálf. Heimsókn Abigail að Drag- onwyck var stöðugt frestar. Hún átti nú hægt með að fara að heiman — Tabithu leið vel og hún var sjálf miklu betri af gigtinni. Þegar Abigail fjekk brjefið með frjettinni um dauða litla drengsins, hafði hún gert ráð fyrir að fara til Drag- onwyck þegar í stað. En mán- uðirnir liðu, og ekkert var tal- að um, að hún kæmi. Brjefin frá Miröndu urðu stöðugt styttri og styttri. Þau líktust nú einna helst frjettatilkynningum úr samkvæmislífinu: „I gær hjeldum við samkvæmi fyrir Van Buren, fyrverandi forseta. Á morgun förum við í sam- kvæmi til Astor-hjónanna“ o. s. frv. Þau voru algjörlega ó- persónuleg. Abigail reyndi að dylja sársauka sinn, og var nú enn hvassyrtari við mann sinn og börn en nokkru sinni áður. Miranda sá Jéff ekki aftur fyr en vorið 1849. Hún hafði átt von á því, að Nikulás biði honum að Dragonwyck, en því fór fjarri. Hann harðbannaði henni að sjá Jeff aftur eða tala við hann, og Peggy mátti held- ur ekki fara fil hans. Það var langt síðan Miranda hætti að reyna að skilja hegð- un Nikulásar. En hún skildi, að hann kærði sig ekki um að hafa samband við neitt eða neinn, er mint gæti á dauða sonar hans. Hún fann enn frem ur, að áhugi hennar á Jeff var vart sæmandi giftri konu, og hlýddi því Nikulási orðalaust. Það var í New York, í maí- mánuði 1849, sem þessum kafla í ævi Miröndu lauk skyndi- lega, og var uppþotið við Ast- or-leikhúsið orsök þess. Clement Vandergraves hafði boðið Van Ryn hjónunum til kvöldverðar kl. 4 og síðan í Astor-leikhúsið'á eftir, til þess að horfa á William Charles Macready í „Macbeth“. Alt heldra fólk New York borgar ætlaði þangað, ekki aðeins vegna þess, að sýningar í Ast- or-leikhúsinu voru al-taf stór- viðburður — húsið hafði ver- ið reist árið 1847 af 150 auð- kýfingum og aðalsmönnum — heldur og vegna þess, að í kvöld var búist við, að Macready yrði sjerlega skemtilegur. Fyrir þrem dögum síðan hafði hin hlægilega deila á milli hans og bandaríska leikarans Edwin- Forrest, náð hámarki sínu, þeg ar báðir leikararnir ljeku í „Macbeth" -sama kvöldið — Macready í Astor-leikhúsinu og Forrest á Broadway, og höfðu orðið smávegis ryskingar á báð um stöðum. Þetta fanst heldra fólkinu mjög svo skemtilegt, og var vart um annað meira rætt í samkvæmislífi borgarinnar. Deila þessi hefði ekki vakið svona mikla athygli, ef hún hefði ekki orðið táknræn fyrir stjettabaráttuna í landinu. Mafcready var Englendingur, og eftirlætisgoð heldra fólks- ins í New York. Forrest var eftirlætisgoð alþýðunnar, ekki einungís vegna þess, að hann var Bandaríkjamaður, heldur og vegna þess, að honum tókst best upp í hlutverkum, eins og Jack Cade og Spartacus, er sýndu baráttu hinna kúguðu gegn órjetti og ofbeldi. í Evrópu ríkti nú skeggöld og skálmöld, og þótt Bandarík- in væru lýðveldi að nafni til, höfðu þau ekki farið varhluta af stjettahatri og stjettabar- áttu. — Nikulás og Miranda lögðu af stað frá Stuyvesánt-götu um fjögur-leytið, á leið til Vand- ergrave. í loftinu var vorilm- ur og Miröndu leið vel. Niku- lás var í góðu skapi og hún átti von á góðri skemtun í leikhús- inu. Miranda hafði ákaflega gaman af að fara í leikhús — sjerstaklega söngleikhús. Henni kom í hug sveitastúlkan, sem, hafði verið frá sjer af hrifningu yfir viðundrum Varnum fyrir þrem árum síðan, og hún brosti meðaumkvunarbrosi. Nú naut hún aðeins þeirra bestu skemtana, sem völ var á. Hún hafði lært að meta söng Truffi í „Ernani“ og leik Bis- cacciandi í „La Sonnambola". Og hún kunni nú að greina á milli Richelieu og Richard III. — Hún vissi það, að hún var mjög falleg í kvöld. Hún og Nikulás voru bæði mjög skraut búin, en það var skilyrði til þess að fá aðgang að Astor- leikhúsinu. Enginn karlmaður fjekk þar aðgang, nema hann væri klæddur svörtum kjólföt- um og hvítu vesti og með hvíta skinnhanska. Miranda horfði aðdáunaraug um á Nikulás og hjarta hennar sló örar. „Hvernig geðjast þjer að nýja kjólnum mínum, Niku- lás?“ spurði hún. Hann sneri sjer að henni og athugaði hana brosandi. Kjóll hennar var blár og samkvæmt nýjustu Parísartísku. Nikulás tók hönd hennar og bar að vörum sjer. „Þú ert yndisleg, ástin mín“, sagði hann. „Og þú hefir prýði legan smekk, sem jeg hefi alt- af verið hrifinn af“. ,?Geðjast jeg þjer ekki á all- an hátt, Nikulás?" spurði hún. Það var svo sjaldan, sem han hrósaði henni. Hann þagði andartak. Hún iðraðist þegar spurningar sinn- ar. Hvorugt þeirra hafði nokkru sinni minst á það, en hún vissi, um hvað Nikulás var að hugsa. Hún hafði ekki enn- þá alið honum annan son. Hún hafði farið til Francis læknis, og hann hafði sagt henni, að alt væri eins og það ætti að vera. Hún skyldi aðeins bíða róleg. Vegir móður nátt.iru væru órannsakanlegir. „Þú myndir ekki sitja hjerna hjá mjer, ef þú gerðir það ekki“, sagði Nikulás og hló við. Hann var bersýnilega í mjög góðu skapi í kvöld. Þau óku upp Third Avenue, til þess að sjá hið fræga Stuyv- sent-perutrje, á horninu á Þrettándu götu. Enn einu sinni stóð það í blóma — í tvö hundr aðasta sinnið. Hve undarlegt var það, að trjeð skyldi blómg- ast og endurnýjast á vori hverju, þegar hendurnar, sem gróðursettu það, voru orðnar að dufti*fyrir löngu, löngú síð- an! Nikulás fór niður úr vagn- inum og náði í eitt lítið blóm handa henni. Og þegar hún tók brosandi við því, hugsaði hún með sjer, að í þessum verkn- aði hans fælust þær þrjár dygð ir, sem hún myndi ætíð geta reiknað með hjá Nikulási: lotning hans fyrir hollenskum erfðavenjum, ást hans á öllu því, sem fallegt var og riddara menska hans. Hún myndi ætíð geta reitt sig á þessa þrjá eig- inleika — og það er líka nóg, flýtti hún sjer að bæta við í huganum. Nú staðnæmdist vagn þeirra fyrir framan stórt, uppljómað hús. Vandergrave-hjónin voru jafn ljómandi og snyrtileg og hús þeirra. Eins og mörg þau hjón, er lengi hafa lifað sam- an í hamingjusömu hjónabandi höfðu þau líkst hvort öðru mjög í útliti. Þau voru bæði fremur feitlagin og góðmensk- an skein út úr kringlóttum, brosandi andlitum þeirra. Þau áttu átta börn, fjóra syni og fjórar dætur, og Miranda kom aldrei á hið skemtilega og fjör- uga heimili þeirra, án þess að finna til nokkurrar öfundar. En Nikulási, aftur á móti, leidd ist Vandergrave-hjónin, og kom aðeins heim til þeirra vegna þess, að þau voru komin af merkustu ættum Bandaríkj- anna. Að kvöldverði loknum hjeldu þau af stað til leikhússins í Vandergrave-vagninum. Þegar þau voru komin upp x Fjórt- ándu götu, sagði frú Vander- grave: „Það er svo mikið af skuggalegum mönnum hjerna, sem líta okkur illu auga, að mjer fer ekkert að lítast á blik una. Heldurðu að það komi ekki eitthvað fyrir í kvöld, hr. Vandergrave?“ Undrablómið egyptska Æfintýr eftir H. De Vere Stackpoole. 5. Konungur reiddist við garðyrkjumanninn. um á, af hundum, köttum, vögnum og ýmsu öðru.” „Síðasti túlípaninn, sem hann ræktaði“, hjelt van Hout- en áfram, „hafði á hverju blaði mynd af yngstu dóttur konungsins, Charmian, en ímyndið yður reiði hans há- tignar, þegar hann sá, að garðyrkjumaðurinn hafði vogað að láta koma fram mynd af sjálfum sjer á síðasta blaðið. Ljet þá konungur höggva garðyrkjumanninn og engin blómasýning var í höfuðborginni það árið. Það voru allir undratúlipanarnir eyðilagðir, nema einn, sem lagður var í kistuna með garðyrkjumeistaranum. Kistan var sett í grafhvelfingu í pýramida einum, og jeg”, sagði van Hout- en, „veit hvar sá pýramidi er”. „En hvaða gagn er að þeirri vitneskju yðar, vinur minn?“ spurði herra van Dunk. „Því þetta gerðist allt, eins og þjer segið fyrir mörg þúsund árum, löngu áður en Holland Varð til. en það hófst úr sjó, eins og allir vita“. „Jeg skal segja yður, hvaða gagn er að þessari vitn- eskju minni“, sagði van Houten og tók gamla og bleika baun úr vasa sínum. Þessi baun var grafin með múmíu einni í Ceopspýramídanum fyrir 3000 árum. Reyndu að gróðursetja hana og það skal spretta fagurt gras uþp af henni. Og því skyldi þá ekki eins eitthvað vaxa upp af túlipananum, þótt hann hafi lengi í gröfinni verið? — Nú vantar mig stóran, sterkan mann, eins og yður, sem getur lagt fram nokkur gyllini, til þess að hjálpa mjer að VALENTINE WILLIAMS sagði eitt sinn: „Jeg var að ganga úti með Sir Herbert Tree í nokkuð miklum stormi, þegar hattur- inn minn fauk alt í einu. Jeg ætlaði að snúa við og þjóta á eftir honum, þegar Tree tók í mig og sagði: „Max bróðir minn sagði eitt sinn við mig alvarlegur: Hlauptu aldrei á eftir hattin- um þínum, því að það mun undantekningarlaust einhver ná honum og koma með hann til þín“. Jeg fór að þessum ráðum Trees, og vertu viss, rjett á eft ir kom maðufc hlaupandi á eft- ir mjer másandi og blásandi með hattinn". ★ OTTO KAHN bankastjóri (d. 1934) var eitt sinn á ferð um úthverfi New York borgar, þegar hann sá stórt skilti, sem á stóð: „Samúel Kahn, frændi Otto Kahn“. Bankastjórinn fór þegar í stað til lögfærðings síns og sagði honum, að hann yrði að sjá um, að þetta skilti yrði tek- ið niður, hvað sem það kostaði. Nokkrum dögum seinna kom Otto Kahn í þessa sömu götu. Gamla skiltið hafði verið tek- ið niður, en nýtt sett í staðinn. Á því stóð: „Samúel Kahn, áður frændi Otto Kahn“. ★ I veislu, sem haldin var til heiðurs Thomas Mann, dans- aði rithöfundurinn við stúlku, sem varð yfir sig hreykin af þeim heiðri. Hún brosti til hans blíðlega og sagði: „Jeg blátt áfram elska sið- ekki?“ njenninguna. Gerið þjer það ★ Eitt sinn, þegar Lady Peel var að fara úr mjög leiðinlegu samkvæmi, sagði hún við hús- móðurina: „Vegna þess að það hefir ekki verið, megið þjer ekki á- líta, að það hafi ekki verið skemtilegt11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.