Morgunblaðið - 30.09.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.09.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. sept. 1944. MORGUNBLAÐIÐ Minningurorð um irú Elínu Storr FRÚ ELÍN STORR andaðist hjer í Landakotsspítala föstu- daginn 22. jx m., eftir mjög stutta legu, og í dag verður hún borin til grafar. Frú Elín var fædd að Laxa- mýri í Þingeyjarsýslu 12. maí 1901, og voru foreldrar henn- ar Sigurður Björnsson fyrrv. brunamálastjóri og kona hans, Snjólaug Sigurjónsdóttir, syst- ir Jóhanns skálds Sigurjóns- sonar og þeirra systkina, en hún andaðist árið 1930. Elín gekk inn í Mentaskólann 1915 og seinna fór hún til Kaup- mannahafnar til náms, og þar giftist hún vorið 1922 eftirlif- andi manni sínum, Ludvig Storr vararæðismanni og áttu þau hjónin heima hjer í bæn- um alla tíð síðan. Þau eignuð usl tvær dætur og er önnur þeirra gift og búsett í Englandi, en hin dó í bernskm Frú Elín var fáskiftin að eðl- isfari og lítið gefin fyrir að láta á sjer bera utan heimilis síns, en engu að síður var híSn um margt eftirtektarverð og ó- % verijuleg kona. Háttprýði henn ar og glæsileiki gat engum dul- ist, en hún átti ennfremur ýmsa þá hæfileýka, sem hefðu getað látið eftir sig stærri sögu, ef hún hefði ekki verið hljedræg- ari en efni stóðu til. Hún fekk snemma mikla ást á tónlist, gerðist mjög ágælur píanóleik- ari.og hefði, að dómi þeirra, er bést máttu vita, getað komist mjög langt í þeirri grein. En hún átti sjer einnig rík hugð- arefni í bókmentum og skáld- skap, unni fögrum ljóðum og lagði persónulegt mat á allt, sem hún las. Mjer er einnig kunnugt um, að hún bjó sjálf yfir hæfileikum til að geta lagt þar nokkuð af mörkum og jeg hygg, að sú ástúðlega rækt, er hún lagði við minninguna um móðurbróður sinn, Jóhann skáld, hafi ekki eingöngu ver- ið sprottin af dálæti á frægðar- orði nákomins ættingja, heldur hafi dulin meðvitund um skylda listhneigð sagt þar íil sín. 'Mjer er frú Elín minnisstæð frá þeim árum, sem hún var í Mentaskólanum, ung stúlka, sem öllum þótti vænt um, óvenjulega björt yfirlitum, falleg og góðleg. Og þessir eig- inleikar fylgdu henni alla tíð og því mun öllum hafa liðið vel í návist hennar. Allt, sem var elskulegt og fallegt, átti aðdáun hennar vísa, og allt, sem átti bágt, eignaðist samúð hennar. Vissulega munu þeir, er best þektu, kunna þá sögu lengri, þótt hjer verði hún ekki rakin. í nafni kunningja og vina vil jeg mega senda ástvinum hinn- ar látnu innilegustu samúðar- kveðjur. Að vonum finst þeirn nú, að skjótt hafi „sól brugðið sumri“, eins og annar ættingi hennar kvað við lát vinar síns endur fyrir löngu. En jþeim má einnig vera það „huggun harmi gegn“, að sú birta, góð- vild og þokki, sem einkenndi hana í lifanda lífi, mun ávalt verða samferða minningunni um hana, þó að sjálf sje hún farin. Tómas Guðmundsson. Frú Elín Slorr Dauðann umflýr enginn, há- ir og lágir, ungir o'g gamlir, öll eigum við að deyja. Hjer kom dauoinn eins og þjófur um nótt. Elín er dáin. Fjölmörg okkar skiljum þetta ekki. Aðeins eitt verðum við að láta okkur skilj ast: Vegir forsjónarinnar eru órannsakanlegir. Ef gamall maður eða kona, sem hefir lokið lífsstarfi sínu er kölluð burtu,x þá syrgjum við, en við skiljum það að vissu leyti; en þegar ung manneskja fögur og góð, full af iðandi lífi og vndisþokka, er kvödd á brott frá starfi sínu hjer í lífinu, þá jjkiljum við það ekki. Elín álti margt eftir að framkvæma og fullkomna. Einmitt nú þegar dauðinn batt enda á lífsferil hennar hafði hún enn fleiru að sinna en nokkru sinni áður. En dauðinn slær aíla, háa sem lága, unga sem gamla. — Forlaganna boði verða allir að lúta. Enginn er öruggur. Þetta verðum við að læra og ávallt vera viðbúnir. Elín var ein af þeim ham- ingjusömu, sem ávalt var við- búin. Þegar hún varð að kveðja þennan heim, átti hún engar sakir óuppgerðar. Hún gat kvatt með frið í sálu hvenær sem var. Þegar stundin kom gat hún sagt: „Nú er jeg þreytt, nú vil jeg sofa“. NINON ■99 Eftirmiðdagskjólar Peysur Pils Undirföt Bankastneti 7. Það var ekki af því, að hún þekti fáa, að skjöldur hennar var hreinn. Nei, sannleikurinn er sá, að Elín var ein af þekt- ustu konum þessa bæjar. Hver þekkti ekki konu danska konsúlsins, því Elín var sjer- staklega aðlaðandi, og hún vildi hafa fólk í kringum sig, fólk, sem hún gæti glatt. Hún átti í ríkum mæli þann eiginleika að laða fólk að sjer og eignast vini. Fólk varð gott í návist hennar, þyí hún var 'góð við alla. Til Elínar leitaði maður aldrei árangurslaust. Það er því ekkert til að undrast yfir, þótt hún væri elskuð meira en almennt gerist, því við vorum mörg, sem vissum, að hún myndi gjöra alt sitt besta ef nauðsyn bar til og fyrir ásl- vini sína var hún merkið, sem * þeir söfnuðust undir. Og Elín var dugleg. Þegar Ludvig Storr .kom til Reykja- víkur fyrir meir en 20 árum, þekkti hann engann og hafði aðeins^ áhuga á að vinna sig áfram. Það hafði Elín líka og þau voru mjög samhent. Og smált og smátt sem störfin uxu komu hinir miklu hæfileikar Elínar betur og betur í ljós. — Heimilið á Laugaveg 15 mynd aðist. Það heimili sem svo fjöl margir af oss vinum þeirra þekkjum og dugnað húsfreyj- unnar, sem því stýrði- Á Laug^veg 15 kom fólk af mörgu þjóðerni. Það var sama hvaðan það kom, aðeins að hægt væri að gera sig skiljan lega. Allir fóru þaðan með fagr ar endurminhingar um hús- bændurna og heimilisbraginn. í starfi sínu sem ijonsúll hefir Storr haft mikinn styrk af þessu til gagns fyrir sam- landa sína; — en einnig •— og ekki síður var á málefnum Is lands haldið þannig, að það mætti gleðja alla velunnara þess fagra lands. Því Elín unni oss öllum hins besta, en ísland elskaði hún af allri sál. „Þegar jég ek um, þygð;r landsins, fyll ist jeg fögnuði. Veistu hvernig það er að leggja vangann að íslands grund?“ í Elínu átti ís- land einn af sínum bestu for- svarsmönnum, bæði gagnvart háum sem lágum. Föðurlandið er í þakkarskuld við hana. En þrátt fyrir mikið umstang vanst Elínu tími til að sýna, að hún var afsprengi gamallar sk-áldaættar. I dansi vár hún nieð líf og sál en heitast unni hún hljómlist, og þegar hún spilaði „í fjarlægð", og maður hennar flautaði undir, vorum við sem á hlýddum hrifin. Og margar eru þær fögru hugsan ir sem hún festi á blað. Nú er hún farin. Eftir sitja Ludvig og Anna Dúfa og Frank Pitt í Englandi. Og þar er einn ig gamli ,,Afi“ systurnar og tengdasonurinn. I dag eru þau harmslegin, en ást og sam- heldni þeirra innbyrþis mun hjálpa þeim til að yfirvinna hinn þunga missi. Og minning arnar um Elínu munu geymast vel og lengi, þar til að tíminn smátt og smátt læknar hin djúpu sár. Við vinir geymum minnirfgu hennar. , Erik. Hjartanlega þakka jeg öllum þeim, sem sýndu mjer vináttu á sjötugsafmæli mínu. Carl Berndsen, Skagaströnd. ■■■■■■■■■ Innilegustu þakkir færi jeg öllum þeim, sem glöddu mig meS skeytum, blómum, gjöfum og heim- sóknum á sextíu ára afmæli mínu 23. þ_ mán. VífilsstöSum, 28. september 1944 Þóra Sigríður Einarsdóttir. ■■■■■■■■ ■«■■■■■■ Hjer með sendi jeg- frændum mínum og vanda- mönnum og öllum gömlu og góðu vinunum mínum — innanbæjar og utan — kærar kveðjur og alúðar þakkir fyrir gjafirnar og blómin og þann fjölda skeyta — góðvildar og hlýleiks, — sem þið senduð mjer á sjötugsafmæli mínu. P.t. Reykjavík, Högni Sigurðsson, Vatnsdal. Berkiavarnardagurinn er á morgun, sunnudaginn 1. október. Þess er vænst, að allir þeir, ungir sem gamlir, er selja vilja blöð og merki dagsins, snúi sjer til einhverra af eftirgreindnm stöðum: Aðalskrifstofan Kirkjustræti 1(> (Berkla- varnárstöðin). VESTURBÆR. Sólvallagata 20, hr. Markús Eiríksson, Bakkastíg 6, hr. Ásgeir Ármannsson. Kaplaskjóisveg 5, hr. Kristinn Sigurðsson. AUSTURBÆR. Hverfisgata 4, (Útvarpstíðindi) frk. Arn- fríur Jónatansdóttir. Grundarstígur 2, hr. Halldór Helgason. Grettisgata 26, frú Halldóra Ólafsdóttir. Leifsgata 15, frú Nína Þórðardóttir. Gunnarsbraut 36, frk. Svava Viggósdóttir. LAUGARNESHVERFI ' Kirkjuteigur 15, frk. Lára Thorarensen. SOGAMÝRI Sogablettur 5, hr. Baldvin Baldvinsson. SELTJARNARNES Vegamót, frú Sigurdík Guðjónsdóttir. Skildingarnesskóli, hr. Arngrímur Krist- jánsson, skólastjóri. | Dieselrefmagnsstulvar (i kílowatt, 110 volt, með kæliva.tnsdælu, heppilegar fyrir skip, fyrirliggjándi. — A'erðið hagkvæmt. Garðar Gíslason Reykjavík, sími 1500. Verslunarstaða Stúlka óskast í vefnaðarvöruverslun strax. Fæði og húsnæði fylgir. Umsókn merkt: „Áreiðanleg — 10“, sendist blaðinu. Í | X ♦*« 4*« **♦ «*♦ »*♦ «*♦ **» ♦*« «*♦ «*♦ ♦*♦ «*♦ **♦ *** **M«**«*4**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.