Morgunblaðið - 30.09.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagut 30. sept. 1944. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar GuSmundsson Auglýsingar: Arni óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanla-nds I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbðk. Bændui, standið saman! FLESTIR kannast við dæmisöguna um manninn, sem átti sjö syni. Hann kallaði á alla syni sína og sýndi þeim smáknippi, sem í voru sjö stafir og spurði, hvort nokk- ur þeirra væri svo sterkur, að hann gæti brotið þetta knippi. Synirnir handljeku knippið, hver um sig og kváðu það ekki á nokkurs manns færi, að brjóta það. Faðirinn leysti þá knippið í sundur, tók hina sjö stafi og braut hvern um sig og mælti: Þannig er það með ykkur. synir mínir. Ef þið standið fast saman og látið engin öfl sundrungar komast að, til þess að tvístra ykkur, þá mun engum takast að vinna á ykkur. En ef þið látið tvístra ykkur, er auðvelt að brjóta ykkur á bak aftur, hvern um sig. ★ Þeir, sem hlustuðu á útvarpsumræðurnar frá Alþingi á fimtudagskvöld, munu án efa hafa veitt því eftirtekt, að af hendi kommúnista, var mjög á það lagið geng- ið, að reyna nú að tvístra bændum og leysa þá upp í minni hagsmunaheildir. Þeir bændur, sem framleiða mjólk, áttu að tapa á tilboði Búnaðarþings, en hinir, sem framleiða kjöt, að græða. En þessi sundurgreining var þó ekki nóg, heldur áttu stórbændur, er framleiða kjöt að græða, en hinir smærri að tapa. ★ Sjálfsagt skilja bændur, hvað hjer er á ferðipni. Það er verið að reyna að leysa sundur knippið, svo að hæg- ara verði að brjóta stafina. Og vonandi sýna bændur þann þroska, að þeir standist allar slíkar freistingar, hvaðan sem þær koma, og geri sjer ljóst, að ef á annað borð tekst að sundra þeim í smá hagsmunafylkingar, verður auðvelt á eftir að fara með þá eins og hvern lystir. ★ Annars voru rök kommúnista hrein falsrök. Og það er auðsannað mál, að því fer víðsfjarri að hagur mjólk- urbænda hefði verið trygður, ef 10% hækkunin hefði náð fram að ganga og dýrtíðinni slept lausri í leið- inni. Samkvæmt samkomulagi sex-manna nefndarinnar átti þá verðlag á mjólk að nýju ekki að ákveðast fyrr en 15. sept. að ári. Af því leiðir, að þótt mjólkin hefði öll selst með 10% hækkuninni, var afkoma mjólkur- framleiðenda síst betur trygð fyrir það. í kjölfar hins háa verðs á mjólk og kjöti sigldi auðvitað samstundis auknar grunnkaupskröfur, sem hefði orsakað nýjar deil ur og verkföll. En jafnvel þótt þau verkföll hefði flest tapast, hefði hin stórfellda hækkun vísitölunnar þegar í stað komið beint niður á mjólkurframleiðendum í til- svarandi gífurlegri hækkun kaupgjalds. Þannig hefðu mjólkurframleiðendur vafalaust mist úr öðrum vasanum það, sem þeir fengu í hinn — og meira til. Og ekki myndi hagur mjólkurframleiðenda standa vel 15. sept. að ári, þegar þeir ættu að fara að setja nýtt verð á framleiðsluvöru sína. Allar líkur benda til þess, að þá verði stríðinu í Evrópu lokið. Reyndar má fremur telja það vissu, en líkur. Hvernig stæðu mjólkurframleiðend ur þá að vígi, með að hækka verð á framleiðsluvöru sinni, þegar allsherjar verðhrun er skollið yfir? Vissu- lega væri þeim gersamlega ókleift að hækka verðið. Þeir fengju því aldrei bættan þann aukna framleiðslukostn- að, sem yfir þá hafði skollið um leið og dýrtíðinni var sleppt lausri. ★ Morgunblaðið telur sjer skylt, vegna bændanna sjálfra og vegna þjóðfjelagsins í heild, að standa gegn þeim mönnum, sem vilja sundra bændum, í því skyni að geta síðar haft þá að handbendi. Hafi bændur ekki sjeð það nú þegar, munu þeir sann- reyna það síðar, að þeim mönnum gengur ekkert gott til, sem eru nú að ala á sundrung meðal þeirra. Þórður Jónsson EINN af elstu bændum Mos- fellssveitar, Þórður Jónsson á Æsustöðum, er til moldar bor- inn að Lágafelli í dag. Hann var Mosfellingur að ætt og uppruna, fæddur í Stekkjarkoti 8. nóv. 1866. Son- ur hjónanna Jóns Árnasonar og Ragnhildar Þórðardóttur. Þann 25. nóv. 1894 giftist Þórður príslínu Vigfúsdóttur frá Hamrakoti 1 Andakíl og stóð því gullbrúðkaup þeirra fyrir dyrum, hefði honum endst aldur til. Þau eignuðust 3 börn, eina dóttur og 2 sonu, sem öll eru á lífi og hin mannvænlegustu. Þetta er sá ytri rammi, sem kirkjubækur og aðrar heim- ildir greina. En innan hans er lífssaga langrar æfi, sem aldrei verður fullsögð. Það segir jafn an lítið um lífskjörin og þau úrlausnarefni hins dagleega lífs sem hver og einn verður aS leysa. Sú úrlausn tekst mönn- um misjafnlega, eftir því, sem manndómur og aðstæður standa til. Þórði á Æsustöðum tókst hún vel. Þau Þórður og Kristín byrjuðu búskap á Æsu stöðum vorið 1895, en þá jörð hafði hann keypt árið áður, og var fátítt á þeim árum, að frumbýlingar rjeðust í slík stór ræði, sem jarðakaup, þótt slíkt þyki nú engin tiðindi. En þá voru tímar og tiðarandi um flest mjög ólíkt því, sem nú er. Búskapur þeirra Æsustaða- hjóna var langur og farsæll. Jörðina bætti Þórður að mikl- um mun, bæði um ræktun og húsakost og bygði m. a. tvisv- ar upp íbúðarhúsið og vandaði hlöðu og fjós á seinni árum sínum. Þrátt fyrir þessar um- bætur mun Þórður hafa átt jörðina ^skuldlausa um langt árabil og er það meira en hægt er að segja um marga aðra. Forsjálni og atorka þeirra hjóna var þay um mest fyrir að þakka. — Búa nú báðir synir þeirra á jörðinni. Þórður var skýrleiksmaður eins og hann átti ætt til, og skemtilegur í viðræðu og öllum mannfagnaði. Hann var söngv- inn og söngelskur og lengi for- söngvari í Lágafellskirkju. ■— Einnig gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir kirkju sína og sveit. Um langt skeið var hann formaður Lestrarfje- lags sveitarinnar og einn aðal- maðurinn sem hjelt uppi starfi þess, sem þá var virkur þáttur í sveitarlífinu .og átti fjelagið mikinn bókakost miðað við þá- verandi aðstæður. Þórður var maður fræðisæk- inn og margfróður og var oft gaman að spjalla við hann um margvíslegan fróðleik, er hann var minnugur á- Hygg jeg, að með honum hafi farið margt af því tagi, sem betur væri geymt en gleymt. Með Þórði á Æsustöðum er fallinn í valinn styrkur stofn þeirrar kynslóðar, sem lögðu grunninn að þeirri þjóðfjelags- byggingu, sem við nú búum við. Samstarfsmenn hans og sveit- ungar þakka honum nú góða samvinnu, vel unnin störf og marga ánægjulega samveru- stund. En ættingjar hans og nánustu vandamenn þakka hon um best. G. Þ. Þing Farmanna og Fiskimanna verður sett í dag 8. SAMBANDSÞING Farmanna og fiskimannasambands ís- lands verður sett í Kaupþingsalnum í Reykjavík laugardag- inn 30. sept. kl. 13-30. Þar verða mættir 40 fultrúar frá skip- stjórnar og stýrimannafjelögum víðsvegar að af landinu. Auk fastra dagskrárliða sambandsþingsins eru á dagskrá fyrsta fundar eftirtalin mál: Gullbrúðkaup GULLBRÚÐKAUP eiga í dag hjónin Kristjana Kristjáns dóttir og Guðbjartur Pjeturs- son, nú til heimilis við A-götu 2, við Kringlumýrarveg hjer í bæ. , Þau hjón eru bæði fædd og uppalin í Grunnavík í Norður- ísafjarðarsýslu, giftust þar og dvöldu um margra ára skeið. Þau eignuðust sex mannvænleg börn, tvær dætur, báðar giftar í Danmörku og fjóra syni. Eru tveir þeirra búsettir hjer í bæ, en tvo þeirra misstu þau upp- komna. Börn sín öll ólu þau upp sjálf, og þar að auki dótt- urson þeirra, sem nú dvelur enn hjá þeim, og stundar nám í gagnfræðaskóla. Guðbjartur stunaði sjómensku framan af æfinni, en síðar ýmsa verka- mannavinnu og munu lífskjör þeirra hjóna mátt fremur óblíð kallast. Hann er nú kominn hátt á áttræðisaldurinn og vinn ur þó dag hvern erfiðisvinnu, glaður á svip og ljettur í lund. Skömmu eftir að þau gift- ust, lærði Krisfjana ljósmóð- urfræði hjer í Reykjavík, fyr- ir norðurhjuta Grunnarvíkur- ljósmóðurumdæmis og starfaði þar sem skipuð ljósmóðir í fimm ár. Síðan fluttust þau íil Bolungavikur og dvöldu þar í 20 ár og stundaði hún þar jöfn- um höndum ljósmóðurstörf og sjúkrahjúkrun ásamt annari vinnu. Kristjana var með afbrigð- um heppin ljósmóðir, enda stundaði hún starf sitt af alhug og fórnfýsi, án þess að hugsa um endurgjald og veit jeg, að ajlir þeir, er notið hafa hennar hjálpar og aðstoðar í hVívetna, munu jafnan minnast henriar með þakklátum hug og hlýju geði. Hún hefir nú nær því uppfylt sjöunda tug æfiára sinna og er heilsan farin að bila. , Óska jeg fvrir hönd mína, og allra hinna mörgu vina þeirra hjóna og velunnara, nú á þess- um merkis-tímamótum æfi þeirra, að bamingjan gefi þeim gott og friðsælt æfikvöld. Þ. G. G, Knattspyrnumaður borgarstjóri. London: — T. W. Philipson, fyrrum atvinnumaður í knatt- spyrnu, hefir verið kjörinn borgarstjóri í bresku borginni Wolverhampton. — Þar í borg á heima eitthvert besta knatt- spyrnulið Bretlands. Dýrtíðarráðstafanir og verð- uppbætur. Viðhorf F. F. S. í. til þjóð- mála. Nýbyggingar fiskiflotans og hagnýting sjávarafurða. Öryggi sjófarenda. Húsbyggingamál sambands- fjelaganna. Samanburðurí á launakjör- um hlutarsjómanna og annara launþega. Önnur mál. Farmanna- og fiskimanna- samband íslands hefir frá því fyrsta látið sig mikið skipta öll menningar- og velferðar- mál sjómannastjettarínnar í heild. Og m. a. lagt fyrir Al- þingi markverðar tillögur í þeim efnum, auk þess sém það hefir eðlilega í því sambandi látið almenn mál sjávarútvegs ins allmikið skipta. Og í því sambandi sent Alþingi ályktan ir viðvíkjandi aukningu og endurnýjun skipastólsins, og um aukna hagnýtingu sjávar- afurða. Eins og öllum er kunnugt er það alvarlegt áhyggjuefni allra hugsandi manna, hve skipastóll okkar Islendinga er nú orðinn svo úr sjer genginn og að sjáv arútvegnum þrengt á ýmsa lund. Á sambandsþingi F- F. S. í. koma saman fulltrúar, sem flestir eru starfandi menn á veiðiskipaflota okkar og hafa því manna besta aðstöðu til þess að þekkja ástand hans eins og hann raunverulega er. *Enda munu þeir hafa hug á því, að fá nú úr því skorið hjá Alþingi, hvaða raunhæfar ráð stafanir það vilji gera til þess að tryggja endurnýjun skipa- stólsins. Auk þeirra mála sem snerta þannig alþjóðarheill einsog sjávarútvegsmálin, liggja og fyrir sambandsþinginu marg- vísleg innanfjelagsmál. Rafmagnsverð hækkað í Hafnarfirði BÆJARSTJÓRN Háfnar- fjarðar samþykti á síðasta bæjarstjórnarfundi að hækka rafmagnsverð í bænum nokk- uð. Er hækkunin á rafmagns- verðinu svipuð því, sem lagt hefir verið til að verði gert hjer í Reykjavík. Mun hafa verið samkomulag um það milli rafmagnsstjór- anna í Reykjavík og Hafnar- firði að leggja til hækkun á rafmagnsverði á svipuðum grundvelli. Hækkun rafmagnsverðsins í Hafnarfirði er samkvæmt til— lögum Valgarðs Thoroddsen, rafmagnsstjóra Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.