Morgunblaðið - 30.09.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.09.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. sept. 1944. > Maður hennar klappaði á hönd hennar. „Auðvitað ekki, ljósið mitt“. Nú varð vagninn að nema staðar vegna umferðastöðvun- ’ ar, og blasti þá við þeim geysi- stórt auglýsingaskilti. Á því stóð: Bandaríkjamenn! RísiS upp! Nú er tíminn kominn! Þið eig- ið að ákveða, hvort enskir höfðingjar!!! eiga að bera sig- ur úr býtum í höfuðborg vorri. — Verkamenn! Frjálsir menn! Rísið upp! Sýnið, að þið sjeuð synir feðra ykkar! „Drottinn minn!“ hrópaði Rebekka óttaslegin. „Hvað ætla þeir að gera? Ættum við ekki jiS snúa við heim aftur?“ „Auðvitað ekki, frií“, sagði Nikulás og brosti. „Við förum ekki að láta nokkra hálfgeggj- aða uppreisnarseggi eyðileggja fyrir okkur skemtunina. Þessi heimskulega deila leikaranna kemur okkur ekkert við“. Frú Vandergrave virtist ljetta við þessi orð Nikulásar. Clement Vandergrave ræskti sig og hætti við skipun þá, sem hann hafði verið að því kom- inn að gefa vagnstjóranum. En þegar vagninn nálgaðist Astor-leikhúsið, sáu þau, að torgið fyrir framan það var þjettskipað þungbúnum og þöglum múg. Hann vjek örlítið til hliðar, til þess að vagnarnir kæmust að leikhúsinu, en ógn- andi kurr barst frá honum. Þegar Vandergrave-hjónin, Nikulás og Miranda gengu upp tröppurnar, er lágu upp að leik húsinu, kom maður, klæddur brúnum fötum, á móti ,þeim. Hann veifaði hendinni til þeirri, sem stóðu fyrir framan aðgöngumiðasöluna. „Þið kom- ist ekki inn, veslingarnir“, hrópaði hann. „Jeg borgaði fyr ir þennan miða, en þeir hleyptu mjer ekki inn vegna þess, að jeg var ekki í hvítu vesti með hvíta skinnhanska!“ Miranda leit á Nikulás. „Þetta virðist vera meira en deila á milli leikaranna“, sagði hún hikandi. „Jeg á við — þessu virðist beint gegn fólki, eins og okkur“. „Já, sennilega", svaraði Niku lás og fylgdi henni inn í stúku þeirra. „Lægri stjettirriar hafa altaf öfundað þá, sem eru þeim fremri“. Nú heyrðist skarkali mikill, og einhvers staðar brotnaði gluggi. Allir sneru sjer við og litu á hóp af lögregluþjónum, sem stóðu í einu horninu á saln um. Hr. Matsell, fyrirliðinn, nagaði neglur sínar af móði miklum, en virtist annars hinn rólegasti að sjá. Áhorfendurnir sneru sjer því aftur við og tóku að lesa leikskrána. Nú lyftist tjaldið, og meðan örlaganornirnar þrjár voru á leiksviðinu, heyrðist hvorki stuna nje hósti í leikhúsinu. Þegar Macready kom inn á leiksviðið, var honum fagnað með lófataki. Alt í einu komu nokkrir steinar fljúgandi í gegnum efri gluggana og lentu á efsta á- horfendapallinum. í gegnum brotna gluggana heyrðist múg- urinn hrópa: „Rífum það nið- ur! Brennum þetta bölvaða bæli höfðingjanna!“ Macready þagnaði andartak, en hjelt síðan áfram, eins og ekkert hefði í skorist. Nú var enn kastað fleiri steinum inn í leikhúsið. Einn þeirra kom í ljósahjálminn, sem sveiflaðis# til og frá með draugalegu glamri. Fólkið, sem sat niðri, flýði undir veggsval- irnar. En leikurinn hjelt á- fram, þótt orð leikendanna druknuðu í hávaðanum. Hr. Vandergrave reis- á fæt- ur. „Jeg ætla heim með konu mína“, sagði hann við Nikulás. „Eruð þið ekki samferða?“ „Nei“, svaraði Nikulás bros- andi og reis á fætur, til þess að hjálpa Rebekku í kvöldkápu sína. „Við vCrðum kyrr. Jeg hefi altaf gaman af „Macbeth“. Vandergrave hristi höfuðið og rjetti konu sinni arminn. Þau yfirgáfu stúkuna og flýttu sjer að dyrum, sem lágu út á Áttundu götu, en þar var hóp- ur lögregluþjóna til þess að gæta öryggis leikhúsgesta. „Ættum við ekki að fara líka?“ spurði Miranda óróleg. „Ertu hrædd?“ spurði Niku- lás hlæjandi. Hún leit á hann og sá ofsa- kæti í svip hans. Nikulás, sem svo sjaldan gladdist yfir nokkr um hlut, hafði einhverja und- arlega ánægju af fjandskap þeim, glundroða og skelfingu, er umkringdi þau. Miranda neri saman hönd- unum og reyndi að vinna bug á ótta sínum. Þau voru örugg hjer í stúkunni, en hvað myndi ske síðar? Þegar leið að leikslokum, kom kyrð á múginn úti fyrir, sem orsakaðist af því — þótt enginn leikhúsgesta vissi það, — að sextíu riddaraliðsmenn og þrjú hundruð fótgönguliðs- menn höfðu komið á vettvang. Þegar tjaldið fjell, ætlaði fagnaðarlátum áhorfenda aldr- ei að linna. Leikstjórinn kom nú fram á leiksviðið og þakkaði þeim á- horfendum, er kyrrir höfðu setið, og bað þá fara út um bakdyrnar, þar sem lögreglan myndi sjá um öryggi þeirra. Fólkið hlýddi þessu orðalaust — alt nema Nikulás. Þegar hann og Miranda komu út úr stúkunni, 'stefndi hann beina leið að aðaldyrum leikhússins. „Hvert ertu að fara?“ hróp- aði Miranda. „Ut um aðaldyrnar auðvit- að — þar sem við komum inn“. Hún nam staðar. „En þar er — en þar var uppþotið. — Ó, Nikulás — komdu með hinu fólkinu!“ „Uppþotið virðist liðið já“, svaraði hann, og kendi von- brigða í röddinni. „En þótt svo væri ekki, gæti þjer þá dottið í hug að læðast út um bakdyrn ar, eins og óbótamaður?“ Já, hugsaði hún. Jeg vil komast heim. En hún þagði og hlýddi, af gömlum vana. Þegar þau komu út, sáu þau þegar ástæðuna fyrir þögn þeirri, er slegið hafði á múg- inn. Hersveitirnar höfðu rað- að sjer meðfram húsinu, gegnt fólkinu. Þær höfðu enn ekki fengið neina skipun um að skjóta, enda gerðist þess ekki þörf. Það var senn liðið að mið nætti, og múgurinn gerðist þreyttur, og þegar engin fórn- ardýr ljetu lengur sjá sig ■— að- eins þögult herliðið — tóku flestir uppreisnarseggjanna að hyggja á heimferð. Þeir höfðu nú látið í ljós andúð sína á er- lendu höfðingjavaldi og skemt að nokkru hið hataða leikhús. Það var ef til vill nóg í bráð. Margir eldri mannanna voru farnir að tala um, að gott væri, að engar blóðsúthellingar hefðu orðið. En þá kom Nikulás niður tröppur leikhússins, ruddist í gegnum fylkingar hermann- anna og staðnæmdist rjett fyr- ir framan múginn. Þar stóð hann kyrr og starði ögrandi á fólkið. Andartak var dauðaþögn, en síðan tóku menn að hrópa: „Niður með þennan bölvaða höfðingja! Við skulum eyði- leggja fallegu fötin hans! Sýn- um honum í tvo heimana!“ En enginn aðhafðist neitt, fyrr en lítill drengur rogaðist með fulla vatnsfötu gegnum mann- þröngina. „Ætli. þetta fari vel með garmana hans!“ hrópaði hann og skvetti úr fötunni yfir Niku- lás. Hlátrasköll gullu við alls staðar, því að þetta átti nú við mannskapinn, að sjá sjálfan höfðingjann standa þarna hold votan! Á einu augabragði hafði Nikulás rjett handlegginn aft- ur fyrir sig, tekið riffilinn af einum hermannanna, miðað vandlega og hleypt af. Þetta gerðist í svo skjótri svipan, að menn höfðu vart tíma til þess að átta sig á því, hvað um var að vera. Drengurinn misti fötuna, og á hlsejandi andlit hans kom bjánalegur undrunarsvipur. — Blóðið spýttist úr sári, sem kom ið hafði á háls hans. Áður en hann fjell niður í^göturæsið, hafði fimtíu skotum verið skotið á mannfjöldann. Her- mennirnir voru byrjaðir að skjóta. Múgurinn, sem nú var óður af sl^elfingu, kastaði síðustu steinunum og lagði á flótta. Einn steinanna kom í brjóst Nikulásar. Hann fjell í götuna, örskamt frá deyjandi drengn- um. Tveir hermannanna báru Nikulás aftur að leikhúsinu og lögðu hann á eitt þrepið. Mir- anda kraup niður við hlið hans. Hún var róleg. Hún sá, að þótt Nikulás væri meðvitundarlaus, var hann ekki hættulega sáerð- ur, en hann varð að komast heim undir eins. . Sláturtíðin Eins og undanfarih ár höfum við daglega nýslátrað Dilkakjöt í heilum skr. á 6/— pr. kg. Slátur, svið lifur og hjörtu, blóð, vambir og risla. I Kjötverzlunin „Búrfell Skjaldborg, gengið frá Lindargötu 63, sími 1506. íí Laxveiðijörð í Borgarfirði Jörðin Hafstaðir í Stafholtstungum, Mýra- sýslu, er til sölu nú þegar, og laus til ábúðar í næstu fardögum. Útbúnaður til laxveiði í Hvítá fylgir með í kaupunum. Semja ber við Þorvald Jónsson, bónda í Hjarðarholti og Kristján F. Björnsson, hreppstjóra á Stein- um, er gefa allar nánari upplýsingar. Afgreiðslustarf Prúð og vönduð stúlka getur fengið at- vinnu í vefnaðarvöruverslun núna um mán- aðamótin. Aðeins ábyggileg og áhugasöm stúlka kemur til greina. Umsóknir, er til- greini aldur og hvar unnið áður, ásamt með- mælum, ef til eru, öendist afgr. Morgunbl. auðkent „Afgreíðsla“. M***I**t*****t*,I**t4*!*,t**X,v***%4*!**«*,X,,X*,!“!*,**,*M!**I**!**!’*!**»‘'*«**^,!*‘!**!**i,*I,,í*'«**!**!**t,V' X l 'k X $ t ATVINNA Oss vantar mann sem hefir rjettindi til að sprengja grjót og fara með loftpressu. Byggingjafjeíagið Brú Hverfisgötu 117. — Sími 3807- <♦> V & I Bændaglíman Kylfingar með forgjöf 17 og lægri mæti til leiks kl. 9,30 á snnnndag 1. okt. Þeir, sem hafa 18 og liærri mæti kl. 1,30. BÆNDURNIR. <^<$>^<$^><^><M><^^><M>^<^^><$^><Í><Í><M><S^><$^>^><M><^<$^><$><^<$><$>‘M>^>'^<$> Organdy í samkvæmiskjóla Afpassað í einn kjól. Hvítt Blúnduefni — Einlitt Kjólacrepe Sundbolir nýar tegundir úr silki. Verzl. Égill Jacobsen Laugaveg 23. — Símar 1116 og 1117. Best að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.