Morgunblaðið - 04.11.1944, Side 1

Morgunblaðið - 04.11.1944, Side 1
16 síður 31. árgangur. 222. tbl. — Laugardagur 4. nóvember 1944 ísafoldarprentsmiSja h.f SAMSTARF ÞRIGGJA FLOKKA - MYNDUN ÞIIMGRÆÐISSTJÓRNAR Hin nýja ríkisstjórn á rá ðherrafundi. Talið frá vinstri: Emil Jónsson samgöng-umálaráð- herra, Erynjólfur Bjarnason kenslumálaráðherra, Ólafur Thors f orsætisráðherra, Pjetur Magnús- son íjármálaráðherra, Finnur Jónsson fjelagsmálaráðherra, Áki Jakobsson atvinnumálaráðherra. — Ljósm. Mbl.: Jón Sen. öll Belgia á valdi bandamanna Barist í stórhrsð á Walcheren-ey London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Fjölmennar hersveitir Þjóðverja, sem vörðust sunn- an Scheldemynnis, en voru umkringdar, urðu í dag að gefast upp, og gátu bandamenn sótt þar allmikið fram, og telja herfræðingar að bráðlega vei;ði öll Belgía á valdi bandamanna. Einnig minkar nú um varnir Þjóð- verja á eyjunum Walcheren og Suður Beveland, þótt bar dagar sjeu þar harðir enn. í kvöld var komin stórhríð með norðanroki á Walcheren-ey. Fleiri landgöngur. í dag hafa bandamenn geng- ið á land á einum stað enn á Walcheren-ey, og er það nærri grandanum sem liggur milli eyjarinnar og Suður-Beveland, Mættu hersveitir þeessar harðri mótspyrnu, en tókst þó að ná fótfestu, og hafa síðan átt í miklum bardögum. Flushing fallin. Bærinn Flushing fjell í hend ur landgönguliði bandamanna í dag, eflir að barist hafði ver ið í samfleytt sjö klukkustund- ir um Briltannina-gistiþúsið í borginni. Yfirmaður þýska hers ins, sem varði borgina, var iek inn til fanga. Þá hafa bandamenn tekið virki Þjóðverja við Domberg, og var það kastali mikill. Er nú mestur hluti af vesturströnd eyjarinnar Walcheren á valdi bandamanna, en á Suður-Beve land eru bardagar enn harðir. Einfe og kunnugt er orðið er sókn bandamanna á þessum slóðum háð til' þeess að ná valdi á siglingaleiðinni til hinn ar mikilvægu hafnarborgar Antwerpen. Foringjaskipli við áttunda herinn London í gærkveldi. TILKYNT vár í kvöld af op- inberri hálfu í London, að Oli- ver þeese ’ hershöfðingi, er tók við stjórn áttupda hersins breska, þegar Montgomery var skipaður innrásarforingi, hafi nú látið af stjórn hans og verði stjórnandi 11. breska hersins, sem berjast mun eiga á Suð- austur-Asíusvæðinu. Við stjórn áttunda hersins tekur hershöfðinginn Macreesy, sem var herráðsforingi Alex- anders hershöfðingja fyrir or- ustuna við Alamain, og stjórn- aði eftir það 10. herfylkinu á Italíu. — Leese hershöfðingi hefir áður verið í Indlandi. Var hann þar herskólastjóri. — Reuter. Gigli handtekinn. London: — Lögreglan í Róm handtók nýlega hinn heims- fræga söngvara, Benjamino Gigli. Mágur hans, Emilio Ca- erroni var einnig tekinn fast- ur. Ekki er vitað, hvað þeim er gefið að sök. Stjálfstæðisf iokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokku rinn standa að henni LAUGARDAGINN 21. október gerðist sá merk- isatburður í íslenskum stjórnmálum, að myncluð var ríkisstjórn, sem nýtur stuðnings öflugs meiri- hluta á Alþingi. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, myndaði stjórnina, en þrír flokkar "standa að henni, Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðu- íiokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Ráðherrar eru 6, tveir frá hverjum flokki. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var klukkan 1 e. h. laug ardaginn 21. okt., lagði Ólafur Thors fram ráðherralista sinn og var stjórnin þá formlega mynduð. Ráðherrar eru þessir og verkaskipting þannig: Forsætisráðherra, Ólafur Thors, fer einnig með utan- ríkismál. Fjármálaráðherra, Pjetur Magnússon, fer einnig með viðskiptamál og landbúnaðarmál. , Atvinnumálaráðherra, Áki Jakobsson, fer með sjávar- útvegsmál, einnig flugmál. Kenslumálaráðherra, Brynjólfur Bjarnason, undir hann heyra menfamál, Ríkisútvarpið, einnig ríkisprentsmiðjan. Samgöngumálaráðherra, Emil Jónsson, fer einnig með kirkjumál og iðnaðarmál. Fjelagsmálaráðherra, Finnur Jónsson, fer einnig með dómsmál. , Fundur var haldinn í sameinuðu Alþingi þenna sama dag (21. okt.), kl. 1.45 og var þá hin nýja ríkisstjórn til- kynt þingheimi. Gerði forsætisráðherra þar 'grein fyrir stefnu stjórnarinnar og er ræða hans birt á bls. 2. Stjórninni fagnað. ÞAÐ HEFIR strax komið í ljós, að ríkisstjórnin á að fagna miklu og almennu fylgi hjá þjóðinni. Henni hefir þegar borist árnaðar- óskir frá ýmsum fjelögum og fjelagasamböndum, þar sem stjórninni er heitið fylsta stuðningi. Þjóðin þráði einingu og samstarf og fagnar því mik ilvæga skrefi, sem náðist. Hún þakkar þeim mönnum, sem unnu að því, að koma þessu samstarfi á. Þar voru ýmsir góðir menn að verki, en óefað má fullyrða að drýgst hafi verið verk for- manns Sjálfstæðisflokks- ins, Ólafs Thors. Það er fyrst og fremst vegna við- sýni hans og ágætra for- ystuhæfileika, að samstarf- ið náðist. , Hin nýja stjórnarmynd- un markar tímamót í stjórn málasögu landsins. Takist ríkisstjórninni að leysa þau verkefni, sem hún beitir sjer fyrir, munu þau einn- ig marka glæsileg tímamót í atvinnusögu þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hefir mikið og göfugt starf að vinna. Megi henni vel farnast. Þingfylgi stjórnarinnar. • RÍKISSTJÓRNIN nýtur beins stuðnings 32 alþing- ismanna, af 52, sem sæti eiga á Alþingi. Stuðnings- menn stjórnarinnar á þingi skiptast þannig milli flokka: Sjálfstæðismenn 15. Sósialistar 10 og. Alþýðu- flokksmenn 7. Þegar forsætisráðherra hafði flutt stefnuskrárræðu stjórnarinnar á Alþingi 21. okt. s. 1., lýsti Eysteinn Jónsson, formaður þings- flokks Framsóknar yfir því, að flokkurinn væri í ákveð- inni stjórnarandstöðu. Einnig las Jón á Reynistað svohljóðandi yfirlýsingu: Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.