Morgunblaðið - 05.11.1944, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.1944, Blaðsíða 16
Sunnuclagxir 5. nóv. 1944 36 - ; I i 1 lónlislarijelagið siofnar hljóðfæra- verslun Fjölþætt starfsemi fjelagsins í vetur. TÓNLISTARFJELAGIÐ hef- ir komið upp hljóðfæraverslun og er ætlanin að hafa þar á boðstólum allskonar hljóðfæri. Allur ágóði af þessari verslun á að renna til Tónlistarhallar- innar. Morgunblaðið hefir haft tal af Birni Jónssyni, ritara fje- lagsins. Sagði hann, að íslensk- ir tónlistarmenn hefðu átt við erfiðleika að stríða vegna vönt unar á hentugum heimilishljóð færcm, sem ekki væru ur hófi dýr. Úr þessu»hygst Tónlistar- fjelagið að bæta með útvegun á hentugum hljóðfærum og hef ir þegar gert ráðstafanir til að fá hljóðfæri af ýmsum tegund- um í verslunina. Tónteikar í vetur. Fyrstu tónleika fjelagsins í vetur mun Páll Isólfsson ann- ast. Þá næstu Björn Ólafsson og Árni Kristjánsson. En um jólaleytið verður flutt Jóla- óratóríum eftir Bach. En um fjórðu tónleikana er ekki full- ráðið ennþá. Strokkvartett og tdjómsveit. Tónlistarfjelagið hefir stofn- að strokkvartett, sem nú æfir sf miklu kappi og ennfremur hefir verið stofnaður vísir að hljómsveit, þar sem allir hljóm lístarmennirnir eru fastráðnir, en það hefir ekki áður verið gert. tíallgrímsútgáfan, Annað bindi af verkum Hall gr-íms Pjeturssonar, sem fje- lagið er að gefa út, kemur út í haust og eru það æfisaga Hall- gríms, veraldleg kvæði hans og ríma, sem aldrei hefir áður verið prentuð, sem í þessu hefti verður. Steingrímur Pálsson magister sjer um útgáfuna, en hann er kunnur ’m. a. fyrir út- gáfu Heimskringlu, sem hann hefir sjeð um. Þetta bindi verð ur prentað á samskonar pappír og í sama broti og Passíusálm- arnir og verður gefið út 1000 árituð eintök, eins og fyrra bindið. Á næsta hausti er ráð- gert að út komi þriðja og síð- asta bindið af verkum Hall- gríms Pjeturssonar. Tónlistarskólinn er nú flutt- ur í Þjóðleikhúsið. Ólögmæl presfkosn- ing í Árnespresta- kalli í GÆR voru í skrifstofu bisk- ups talin atkvæði við prests- kosningu í Árnesprestakalli í Strandaprófastsdæmi. Umsækj andi var einn, sr. Yngvi Þórir Árnason, settur prestur á etaðnum. Á kjörskrá voru alls 269 rnanns. Þar af greiddu 113 at- kvæði. Af þeim hlaut sr. Yngvi 100 atkvæði, 11 seðlar voru áuðir og 2 ógildir. — Þar sem ekki sótti helmingur atkvæðis bærra manna kjörstað, ér kosn ing ólögmæt. Á leið til Japan HJER BIJtTIST fyrsta m vndin af amerísku risaflugvirki, sem Bandaríkjamenn nota nú til árása á meginland Japans. Þ rssar flugvjelar eru hinar stærstu hernaðarflugvjelar í heimi, hafa yfir 42 metra vænghaf. (Hinn nýi flughátur Flugfjelagsins er með 31 meters vænghaf). — Flugvjelar þessar, risaflugvirki n, hera afarmikinn sprengjufarm og geta flogið óraleiðir. Undirbúningur að al manna trygginpm hjer á landi Frá ríkisstjóminni: J MÁLEFNASAMNINGI stjórnmálaflokkanna í sam- bandi við myndun ríkisstjóm- arinnar cr svo ákveðið að kom ið verði á, á næsta ári, svo fullkomnu kerfi almannatrygg inífh, sem nái til allrar þjóð- arinnar, án tillits til stjetta eða efnahags, að Island verði á þessu sviði í fremstu röð nágrannaþjóðanna.. Út af þessu hefir ríkisstjórn, in falið þeim, hagfræðingi Jóni Blöndal og trygginga- yfirlæknir Jóhanni Sæmunds- syni að undirbúa og gera til- lögur um fjelagslegt öryggi hjer á landi í framtíðinni í samræmi við framangreindan málefnasamning. Tillögur þess ar verða síðan sendar til at- hugunar milliþinganefnd þeirri er skipuð var samkvæmt þingsályktun frá 21. maí 1942, til að endurskoða tryggingar- löggjöfina. I milliþinganefndinni eiga, sæti eftirgreindir menn: Haraldur Guðmundsson, al- þingismaður, sem er formaður, nef n darinna r, Brynj ólfur Bjarnason, ráðherra, Jakob, Möller, alþingismaður, Brynj- ólfur Stefánsson, framkvæmd- arstjóri, Jens Ilólmgeirsson,, skrifstofustj óri. Áhersla vefður á það lögð, að hraða afgreiðslu þessa máls, eftir því sem föng eru á, þann ig að lagafrumvarp um þess- ar almannatryggingar verði lagt fyrir og afgreitt á næsta reglulega Alþingi. Jón Eyvindsson kaupmaður látinn í GÆR andaðist Jón Ey- vindsson kaupmaður, Stýri- mannastíg 9, í sjúkrahúsi hjer í bænum, eftir langa vanheilsu. Tveir. Reykvíkingar við flugvjelafræði- nám hjá (urtiss Wrighi í BRJEFUM, sem Morgun- blaðinu hafa borist frá Curtiss Wright flugvjelafræðiskólanum í Los Angeles, segir, að tveir Reykvikingar hafi innritast í skólann. Eru það þeir Svein- björn Þórhallsson og Halldór Þorbjörn Guðmundsson. Skólastjóri þessa skóla er C. C. Moseley majór, kunnur flug maður úr Bandaríkjaflughern- um. Er skóli þessi einn af elstu og stærstu flugskólum í Ame- riku. Námsmenn eru í þessum skóla frá svo að segja öllum löndum heims. Nokkrir Islend- ingar hafa áður stundað nám við þenna skóla. Færeyska skútu vanlar SLYSAVARNAFJELAGIÐ lýsti í gærkvöldi eftir fær- eyskri skútu, Verðandi. Skipið fór frá Siglufirði þann 25. okt. s.l. og ætlaði til Reykjavíkur. Skipið er enn ókomið og hef- ir Slysavarnafjelagið spurst fyrir um skipið, en ekkert til þess frjett. — Verðandi mun vera 70—80 smálestir með fjög urra til 6 manna áhöfn. Ný símaskrá kemur út á næsia ári NÝ SÍMASKRÁ mun koma út í byrjun næsta árs. Er nú verið að vinna að breytingum og öðru. Allar breytingar á skránni eru miðaðar við 1. nóv. s. L, en tekið mun verða á móti breytingum næstu daga. Þá mun handrit af skránni verða til sýnis í afgreiðslusalnum, eins og undanfarin ár og mun það á sínum tíma verða aug- lýst. 10 þús. króna sekt fyrir verðlagsbrot HÆSTIRJETTUR kvað s. 1. föstudag upp dóm í máli vald- stjórnarinnar gegn Jóhannesi Jósefssyni hóteleiganda. Var hann teærður fyrir brot á verð lagsákvæðum og dæmdur í undirrjelti til að greiða 8 þús. kr. sekt og til endurgreiðslu ó- löglegs hagnaðar, yfir 23 þús. króna. Hæstirjettur hækkaði sekt- ina í 10 þús. kr., en taldi hinn ólöglega hagnað vera 13.527 kr. og var Jóhannes dæmdur til að endurgreiða hann. íslendingum í Árós um líður vel Frjettatilkynning frá utan- ríkisstjórninni. UTÁNRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefir spurst fyrir um líðan Is lendinga í Árósum út af hættu ástandi þar í borg nýlega og hefir nú svar borist frá sendi- ráði íslands í Kaupmannah‘fn, þess efnis, að allir íslending- ar í Árósum sjeu heilir og við góða líðan. Japanar laska amer ísk flugvjelaskip London í gærkveldi. Niemitz flotaforingi, vfirmað ur Kyrrahafsflota Bandaríkj- anna, tilkynnti í dag, að Jap- anskar flugvjelar hefðu skyndi lega gert árás á hóp amer- ískra flugvjelaskipa við Mari anne-eyjar og hæft öll skipin sprengjum, eða laskað þau með öðrum hætti. Einnig rjeðust flugvjelar þessar á stöðvar Bandaríkja- manna á eyjunum. Als voru 13 japanskar flugvjelar skotnar niður í viðureignum þessum, en nú er orðið alllangt síðan Jap anar hafa lagt lil slíkra árása, sem þessarar. -—- Reuter. Guðm. H. Þórðarson dæmdur í tveggja ára fangelsi SAKADÓMARI í Reykjavík hefir nýlega kveðið upp dóm í málinu rjettvísin og valdstjórn in gegn Guðm. H. Þórðarsyni og Brynjólfi Einarssyni. Eins og kunnugt er varð Guðm. H. Þórðarson gjaldþrota seint í janúar 1943 og var mál ið þá tekið fyrir. Reyndist það þegar erfitt viðureignar og margþætt. Nú hefir Guðmund- ur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn bók- haldslöggjöfinni, gjaldþrotalög unum og fyrir brot gegn þrem ur greinum hinna almennu hegningarlaga, sem fjalla um svik. Brynjólfur, samstarfsmaður Guðmundar hefir verið dæmdur fyrir sviksemi í 4 mánaða fang elsi, en fullnustu refsingar hans skal fresta og falla niður að tveim árum liðnum frá upp kvaðningu dóms þessa, verði skilorð 6. kafla almennra hegn ingarlaga nr. 19, 12. febr. 1940, haldið. Ennfremur eru ákærðir svipt ir kosningarjetti og kjörgengi og Guðmundur sviptur æfi- langt rjetti til að reka eða stjórna verslun eða atvinnu- fyrirtæki. Þá á Guðmundur að greiða mestallan sakarkostnað óg ákærðu gert að greiða skip uðum verjendum sínum máls- varnarlaun. Skíðaskáli Víkings vígður KNATTSPYRNUFJELAGIÐ Víkingur hefir reist glæsileg- an skíðaskála í Sleggjubeins- skarði við Kolviðarhól og var skálinn vigður s.l. sunnudag að viðstöddum msum forystu- mönnum íþróttamála og fje- lagsmönnum Víkings. Formaður skíðanefndar Vík- ings, Alexander Johannson bauð gesti velkomna og skýrði frá byggingarsögu skálans. —■ Fjöldu ræðumanna tóku til máls, þar á meðal forseti ÍSÍ, Benedikt G. Waage, formaður íþróttabandalags Reykjavíkur, Gunnar Þorsteinsson og fleiri. Luku allir ræðumenn lofsorði á skálann og sögðust ekki hafa sjeð áður jafn smekklega skíða skálabyggingu bæði að utan og innan. ♦ Skálinn sjálfur er 90.1 ferm. að stærð. I skálanum er salur, 5x6.60 metrar, svefnskáli, 5x4.40 m., og eru xar rúm fyr- ir 36 manns. Anddyri er stórt og rúmgott í skálánum, eld- hús, rúmgóð skíðageymsla og vatnssalerni. Skálinn stendur á mjög fallegum stað við bestu skíða- brekkur og það er ekki meira en 15 mínútna gangur upp í Instadal, en þar er, sem kunn- ugt er, besta skíðaland í ná- grenni Reykjavíkur. Frágangur skálans er allur hinn vandaðasti. Hafa nokkrir Víkingsfjelagar sýnt fádæma dugnað við að koma skálanum upp og margir velunnarar fje- lagsins hafa sýnt fórnfýsi og lagt til bæði vinnu og fjárfram lög til skálabyggingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.