Morgunblaðið - 07.11.1944, Side 1

Morgunblaðið - 07.11.1944, Side 1
r 31. árgungur. 224. tbl. — Þriðjudagur 7. nóvember 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f Hvor sigrar í forsotakosningunum! Franklin D. Roosevelt forsetaefni ðemokrata. Thomas Dewey forsetaefni Republikana. Miklar orustur á Leyle-ey '\Vashington í gærkveldi: Bandaríkjamenn tilkynna i dag, að orustur á Leyte-ey, Eilipseyjum haldi áfram og fari smámsaman harðnandi. Sækja Bandaríkjamenn á, og hefir tekist að ná á sitt vald nokkru landsvæði, þrátt fyrir harða mótspyrnu og nokkur gagnáhlaup Japana, sem hafa þar öflugt lið er í skjóli myrk- urs fjekk liðsauka sjóleiðis. — Orustur halda áfram og eru harðastar um hæð eina mjög þýðingarmikla. —■ Reuter. Þjóðverjar fara frá Albaníu London í gærkveldi. . Þjóðverjar eru nú farnir úr öllum suðurhluta Albaníu, og einnig munu Albanh' nú hafa meiri hluta höfuðborgarinnar, Tirana. á- sínu valdi. . Þá hefir Tito tilkynt að herir hans hafi náð á sitt vald borg- inni Monastir í suðurhluta Jugo goslavíu og munu Þjóðverjar ekki vera sunnar í landinu. — Öll landamærin milli Jugo- slavíu og Grikklands eru nú á valdi Grikkja og Jugóslava. —- Reuter. Þjóðverjar ná Goldap aftur Enn barist við Budapest London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞJÓÐVERJAR tilkyntu í dag að þeir hefðu náð aftur borg- ihni Goldap í Austur-Prússlandi, en þar höfðu Rússar komist lengst inn í landið. Rússar höfðu í þrjá undanfarna daga sagt frá miklum áhlaupum á borg þessa. Við Budapest eru orustur enn jafnharðar og áður, og er barist í næsta nágrenni borgar- innar. Hafa Þjóðverjar gert mörg og hörð gagnáhlaup með skriðdrekasveitum, sem nýlega eru fluttar til vígstöðvanna, og með hjálp áveituskurða, sem þarna eru margir, tekist að stöðva skriðdrekasveitir Rússa sumsstaðar, í Austur-Prússlandi segja Rússar frá áframhaldandi sókn Þjóðverja að Goldap, en viður- kenna ekki ennþá fall borgar- ipnar. • Stalin gaf út dagskipan í kvöld og tilkynnti þar, að Rauði herinn væri nú fullbúinn til nýrrar stórsóknar á hendur Þjóðverjum og Ungverjum. Frá vígstöðvunum í Finnlandi og Norður-Noregi er ékkert nýtt að frjetta. Þingmenn fyrir rjetti. London: Þrjátíu og þrír fyrr- verandi búlgarskir ráðherrar, þar af 4 fyrrverandi forsætis- ráðherrar og 105 þingmenn verða bráðlega dregnir fyrir i'jett, ákærðir fyrir að Mafa bor i? ábyvgð á því, að Búlgarar skyldu vera í flokki með Þjóð- verjum. BÚIST VIÐ GÍFURLEGRI MTT TÖKU í FORSETAKOSNINGUM BANDARÍKJANNA í DAG Rauði fáninn skal blakta yfir Berlín — segir Stalin London í gærkveldi. STALÍN flutti ræðu í dag á fundi sovjets Moskvuborgar, í tilefni af því að 27 ára afmæli rússnesku byltingarinnar er á morgun. Hann sagði frá sigr- um Rússa á liðnu ári, og kvað Þjóðverja hafa beðið mikið tjón i viðureignum þeim, sem þá hefðu staðið. Sagði Stalín að 30.000 Þjóðverjar væru nú innikróaðir í Lettlandi. Stalín tók fram að þeháir sigrar hefðu ekki unnist, ef vestui’veldin hefðu ekkf lagt til innrásar í Frakkland. Sagði Stalín að Rússar hefðu átt við mikla erfiðleika að stríða heima fyrir,. en hefðu tekið þeim af miklu þolgæði, og færi nú fram leiðsla landbúnaðarvara mjög vaxandií landinu. Stalín kvað sambúð banda- manna vera mjög góða, ef til- lit væri tekið til þess, hvað skoð anir væru yfirleitt skiftar um alt mögulegt. Sagði hann, að þó að ýms skoðanamunur hefði komið fram, bæði í sambandi við innrásina og ráðstefnuna í Framh. á 2. siðn. Curtin veikur London í gærkveldi: Curtin, forsætisráðherra Astralíu hefir fengið fyrirskip un lækna sinna um það, að dvelja í hressingarhæli um næstu sex vikur, o^ gegna eng um stjórnarstörfum á meðan. Telja þeir heilsu hans mikla hættu búna, ef hann geri þetta ekki. Curtin er þegar kominn í hælið. — Reuter. Tveir stjórnmála- menn látnir London í gærkveldi: — Fregn- ir frá Búlgaríu herma, að tveir þeirra manna, sem um mörg ár hafa staðið fi'emst meðal stjórn málamanna í landinu, sjeu ný- lega látnir. Ei'u það þeir Filoff, fyrrum forsætisráðherra og Po- poff, fyrrum utanríkisráð- herra. Fregnir þessar herma einnig, að Filoff hafi vei'ið myi'tur af ókunnum mönnum, en Popoff hafi framið sjálfs- morð í gistihúsi einu lítt kunnu í Sofia. — Reuter. barátta milli Roosevelts og Dewey FORSETAKOSNINGAR fara fram í Bandaríkjunum í dag og er úrslita þeirra beðið með eftixvæntingu um allan heim. Talið er að ekki muni miklu milli þeirra Franklins D. • Roosevelts, sem nú býður sig fram í fjórða sinn, og Thomas E. Dewey, ríkisstjóra í New York. Reuterfregn í gaerkveldi hermir, að Bandaríkja- menn hafi aldrei beðið kosninga með öðru eins ofvæni og nú, og er álitið að kosningaþátttakan verði meiri en nokkru sinni áður. Talið er og að mjóu kunni að muna, þar sem Rcpublikanar hafa unnið á siðustu tvö árin. Fólk var þegar í gærkveldi byrjað að þyrpast saman fyrir utan kjörstofur í ýmsum mestu borgum Bandaríkjanna, ákveðið í því að koma fyrst að morgni. . Landstjóri Breta í Egyptalandi myrtur London í gærkveldi. I dag var Moyne lávarði, landstjóra Breta í Egyptalandi, sýnt banatilræði, og særðist hann alvarlega. Atvik voru þau, er Moyne var að stíga út úr bifreið sinni á.götu í Cairo, í'jeðust að honum þrír menn og skutu á hann og bifreiðina. Bifreiðar- stjóri lávarðsins beið bana, en hann sjálfur særðist alvárlega. Fjekk hann skot, sem lenti nærri lunganu, og hefir lækn- um enn ekki tekist að ná skot- inu. Ennfremur særðist hann öðrum stað. Allir tilræðis- mennii'nir náðust, en enn er ekki vitað hverrar þjóðar þeir voru. Þeir voru allir klæddir Evrópubúningum. — Reuter. Moyne lávarður dáinn. SíðUstu fregnir herma, að Moyne lávarður hafi andast í Cairo síðdegis í dag eftir upp- skurð. Andaðist hann, eftir að önnur kúlan hafði verið tekin, þrátt fyrir það, þótt honum væri gefið penicillin og einnig blóð. Hafði mænan skaddast af þriðju kúlunni, sem hitti hann en ekki var vitað um, fyrr en hann kom í sjúkrahúsið. — Moyne hafði tvisvar verið ráð- herra og forseti lávarðardeild- arinnar. Varaforsetinn spáir. Henry A. Wallace, varafor- seti spáði því í kvöld, að Roose- velt myndi sigra með allmikl- um meirihluta, og fá 100 kjör- mönnum fleiri en Dewey. Þá spáir hann að demokratar munu fá meirihluta í Öldungar deildinni og hafa að minsta kosti 40 atkvæða meirihluta í fulltrúadeildinni. Framh. á 2. síðu Ekkert lát á lottsókninni Engin friðarverðlaun. London: Fregnir frá Stokk- hólmi herma, að fi'iðarverð- launum Nobels verði ekki út- hlutað þetta ár. — Reuter. London í gærkveldi. Bandamenn halda stöðugt á- fram loftsókn sinni gegn Þýska landi og rjeðust fjölmargar sprengjuflugvjelar Breta á Gelsenkirchen í nótt sem leið. í dag gerðu svo um 1100 am- erískar flugvjelar atlögur að ýmsum olíuhreinsunarstöðvum Þýskalands, t. d. Hamborg. Skutu flugvjelar þessar niður 4 þýskar orustuflugvjelar, en af Bandaríkjamönnum fórust 7 stórar sprengjuflugvjelar og 10 orustuflugvjelar. Þá rjeðust amerískar flug- vjelar frá Ítalíu á Vínarborg og er þetta önnur árásin á þá borg á einum tveimur dögum. Einnig var varpað sprengjum á járnbrautir í Brennerskarði. Svifsprengjur á London. London í gærkveldi: Enn skutu Þjóðverjar svifsprengjum á London og umhverfi hennar í nótt sem leið, og varð af mann tjón og eigna. Breskar orustu- flugvjelar skutu niður eina svifsprengjuflugvjel yfir Norð- ursjó. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.