Morgunblaðið - 07.11.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.1944, Blaðsíða 6
6 iv' yíg MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudfigur 7. nóvember 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík FramkvÆtj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjaítansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgóarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanðs, kr. 10.00 utanlands t lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Það sem ekki varð HIN STÓRVIRKA nýsköpun í atvinnulífi þjóðarinn- ar, sem er aðalatriðið í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar, hef- ir að vonum vakið óskifta athygli og aðdáun allra fram- faramanna í landinu, enda eru ákvæðin í málefnasamn- ingnum, sem að þessu lúta, stórhuga og glæsileg. Þar segir svo: ,,Það er megin stefna stjórnarinnar að tryggja það, að allir landsmenn geti haft atvinnu við sem arðbærastan atvinnurekstur. Þessu markmiði leitast stjórnin við að ná m. a. með þessu: Af erlendum gjaldeyri bankanna í Bretlandi og Banda- ríkjunum sje jafnvirði eigi minna en 300 milj. ísl. króna sett á sjerstakan reikning. Má eigi ráðstafa þeim gjald- eyri án samþykkis ríkisstjórnarinnar og eingöngu til kaupa á eftirtöldum framleiðslutækjum: 1. Skip, vjelar og efni til skipabygginga o. fl., samtals a. m. k. 200 milj. kr. 2. Vjelar og þess háttar til aukningar og endurbóta á síldarverksmiðjum, hraðfrystihúsum, niðursuðu, svo og til tunnugerðar, skipasmíða o. fl. — um 50 milj. kr. 3. Vjelar og þess háttar til áburðarverksmiðju, vinslu og hagnýtingu landbúnaðarafurða og jarðyrkjuvjelar og efni til rafvirkjana o. fl. — um 50 milj. kr.“. * Hugsunin, sem liggur bak við nýskÖpunina, er sú, að koma í veg fyrir að fje það, sem þjóðinni hefir áskotn- ast á stríðsárunum, verði gert að eyðslueyri, heldur verði fjenu varið til þess að kaupa fyrir ný og fullkomin fram- leiðslutæki og tryggja þar með framtíð og öryggi fólks- ins í landinu. Furðu gegnir, að hið gamla og góða sjálfstæðisblað, Vísir, skuli halda því fram, að ákvæðin um nýsköpun- ina í málefnasamningnum sjeu ekki stefna Sjálfstæðis- flokksins, heldur sje hjer um að ræða stórfelda byltingu „í anda kommúnista“. Er þetta ný sönnun þess, hversu blað þetta er orðið utan gátta í stefnumálum Sjálfstæðis flokksins. ★ Ef til vill er það merkilegast í sambandi við stjórnar- myndunina, að þar taka höndum saman flokkar, sem hafa gerólíkar skoðanir á grundvallaratriðum þjóðskipu- lagsins. Þessi mikli ágreiningur er lagður á hilluna, en flokkamir koma sjer saman um að hefja risavaxnar framkvæmdir á grundvelli núverandi þjóðskipulags. Aðþýðublaðið segir (4. nóv.): „í stefnuyfirlýsingu hinnar nýju stjórnar er ekki gert ráð fyrir neinum þeim skipulagsbreytingum, sem þjóð- nýting eða sósíalismi gætu kallast. En engu að síður eru boðaðar í henni róttækari umbætur og framkvæmdir á grundvelli núverandi þjóðskipulags en nokkur önnur stjórn hjer á landi hefir haft*á stefnuskrá sinni“. Og Þjóðviljinn segir (4. nóv.): „Sósíalistaflokknum er ljóst og vill að alþýðu manna sje ljóst, að stefnuskrá þessarar stjórnar er ekki sósíalismi, ekki sú stefna, sem Sósíalistaflokkurinn fyrst og fremst berst fyrir“. Þannig eru ummæli málgagna þeirra flokka, sem hafa þjóðnýtingu á stefnuskrá sinni. Stinga þau mjög í stúf við fræðslu Vísis. ★ Undanhald Þjóð- verja í Norður- Noregi____________________ Frá norska blaðafulltrú- anum: HELSTU stórtíðindi frá Nor egi síðustu vikur eru þau, að hersveitir Rússa hafa farið yfir landamæri Noregs og frjáls Noregur framundan. Skömmu áður en Rússar náðu bæjunum Kirkenes og Björnevatn, en þar eru járnnámur miklar, heim- sótti quislingurinn Jonas Lie bæi þessa. Hann ávarpaði bæj arbúa og tilkynti þeim, að öll hús myndu verða brend, en í- búarnir myndu verða fluttir til hjeraða sunnar í landinu, að alveg tilgangslaust væri fyrir íbúana að hreyfa mótmætum, því að Þjóðverjar yrðu að láta undan síga og allt yrði að leggja í rústir á undanhaldinu. Þann 25. okt. s. 1. tilkynti Stalin, marskálkur, að Rúss- neskar hersveitir hefðu farið yfir landamæri Noregs og tek- ið bæinn Kirkenes og hrakið Þjóðverja úr 30 þorpum í tandamærahjeruðunum. Sókn Rússa til Kirkenes var svo hröð, að Þjóðverjum vanst ekki tími til að eyðileggja all ar birgðir sínar þar, svo sem olíu- og bensínbirgðir. Síðar hafa Rússar sótt fram frá Kirkenes og hafa tekið nokkra staði, eins og t. d. Elvenes, ferðamannabæinn Svanvik, Munkelv og Neiden, sem er um 30 km. fyrir vestan Kirke nes. Þegar tilkynt var í útvarpi á Norsku frá London, að þetta hefði gerst, var meðal annars sagt: „Töku Kirkenes er heils að með mikilli gleði og björt- um vonum af allri norsku þjóð inni. Þegar Sovjetrússneskir herir nú eru komnir inn á norskt land, þá gerist það með fylsta samþykki norsku stjórn arinnar. Eins og fyrir er mælt í samningum Norðmanna við Sovjetríkin munu norskir her- foringjar og embættismenn koma á vettvang". Norska útvarpið í London mintist dagsins með sjerstakri dagskrá. Hákon konungur flutti ræðu og komst m. a. svo að orði: Fyrir nokkru síðan var, með samþykki mínu, gert banda lag við Sovjet-Rússland, um sameiginlegar hernaðaraðgerð- ir, ef leikurinn kynni að ber- ast inn á norskt land. — Þetta hefir nú farið svo, og mjer er það sjerstakt gleðiefni að geta sagt að norskar hersveitir muni berjast með hersveitum Rússa á norskri grund. Svo er fyrir mælt í samningunum við Rússa, að eins fijótt og hin hernaðarlega staða leyfir, muni þeir yfirgefa Noreg. Þá segir og í samningunum að embætt ismenn stjórnar minnar muni hafa samstarf Við rússneska Einmitt vegna þess, að hin stórvirka nýsköpun í at- vinnulífinu verður framkvæmd á grundvelli núverandi þjóðskipulags, er ástæða til að þakka báðum flokkunum, Alþýðuflokknum og Sósíalistaflokknum fyrir víðsýni þeirra og stórhug. Því að hvað hefði orðið úr nýsköpun- inni, ef þessir flokkar hefðu krafist þess, að allar nýjar framkvæmdir yrðu þjóðnýttar? Þá hefði alt kafnað í rifrildi og deilum, engin nýsköpun átt sjer stað og stríðs- gróðinn horfið og orðið að eyðslueyri. Það er þetta, sem afturhaldsöflin í þjóðfjelaginu harma, að ekki varð. embættismenn, um að koma á norskri stjórn í hinum herteknu hjeröðum Noregs — Það er skylda hvers Normanns að styðja hina rússnesku sam- herja okkar. Það er norsku þjóðinni og mjer óumræðari- legt gleðiefni, að geta fullviss að um, að frjáls Noregur sje framundan, því sigurinn nálg ást með degi hverjum. Framhald á 8. síðu. XJíbverji ihripar: K. A ■ W T V V WVV'A'VV ■ Jfr clcKifecjci fíjinn ‘I „Oft finst oss vort land . . . .“ FYRIR SKÖMMU hitti jeg ungan Reykvíking, sem hafði „forframast“ vestur í Ameríku. Hafði verið þar nokkra mán- uði, eða svo, í skóla. Þessi ungi maður var ekki ánægður með landið sitt og þjóðina. Fánst alt svo smátt hjer og litlar fram- kvæmdir. Landið kalt og hrjóstr- ugt. „Það er ekki hægt að búa hjer í þessu landi“, sagði hann. „Hjer eru engir möguleikar, engin framtíð fyrir unga menn, sem vilja áfram“. Því miður er það ekki þessi eini maður, sem þannig hugsar. Það eru altof margir ungir menn og konur, sém hugsa á líka lund. Halda, að alt sje betra ann- arsstaðar en á þeirra' eigin landi. Jeg hafði því gaman af að heyra álit ungs Bandaríkja- manns á íslandi, sem dvaldi hjer á landi í ameríska hernum, en er nú suður í Frakklandi. Maður þessi heitir William H. Haight og er majór. Hann skrifar kunn- ingja sínum á ]>essa leið: „Jeg öfunda íslenska æsku“. „Það þarf ekki að lýsa því, að jeg sakna íslands. Mjer fanst jeg vera heima á meðan jeg dvaldi þar. Jeg á skemtilegri endur- minningar frá dvöl minni á Is- landi en frá nokkru öðru tíma- bili lífs míns. í mínum augum var ísland skemtilegt og heill- andi vegna þess, að maður þarf að hafa fyrir lífinu. . . . Það er ekki neinn leikur lífið þar. Það er svo þýðingarmikið að sigrast á erfiðleikunum þar. Jeg verð að segja, að jeg öfunda ungu kyn slóðina á íslandi, vegna þess, að hún á svo merkilegt tímabil í vændum". • „Eins og hjá land- nemunum". „ÞAÐ FARA erfiðir tímar í hönd á íslandi“, heldur Haight majór áfram. „Fjárhagslegir örð ugleikar að ófriðnum loknum og ef til vill stjórnmálalegir örðug- leikar. En íslendingar munu koma úr þeim örðugleikum. sterkari og betri en þeir hafa nokkru- sinni verið. Fólkið, sem fær tækifæri til að berjast í þeirri baráttu og sigra, mun finna hina sönnu ánægju“. „Island er að mörgu leyti eins og Ameríka, þegar landnemarn- ir komu þangað og námu landið á vesturlandamærunum í byrj- un 19. aldar. Það er heillandi fyrir menn, sem hafa hugrekki og vilja vinna að nýjum fram- kvæmdum". Vilhjálmur Eyfirð- ingur. ÞETTA segir hinn ungi Ame- ríkumaður. Færi betur, að allir ungir íslendingar hugsuðu á sömu leið. Þá þyrftum við ekki að kvíða framtíð landsins. Og við þurfum ekki að kvíða, því þessi sama hugsun er til hjá okk- ur. Einn og einn nöldurseggur er ekki öll þjóðin, sem betur fer. Þessi ungi liðsforingi, sem jeg hefi sagt ykkur frá, er kannske einstakur í sinni röð. Fyrst þeg- ar jeg var kyntur fyrir honum og hváði eftir nafni hans, sem jeg heyrði ekki, sagði hann á ís- lensku: — Kallaðu mig bara Vilhjálm bónda! — Ert þú Vestur-fslendingur? spurði jeg. — Nei, jeg er Eyfirðingur, Vil- hjálmur Eyfirðingur. Jeg hefi verið rúmt ár á Akureyri, sagði hann brosandi. Einangrað land. ÞAÐ ER oft sagt, að með nú- verandi styrjöld hafi margra akla einangrun íslands verið lok ið. ísland væri nú alt í einu kom ið inn í straumiðu heimsins. Bent hefir verið á, hve flugtæknin hefði fært ísland nær öðruiri þjóðum og því er spáð, að Is- land verði aldrei einangrað á ný. En það er nú eins og litið er á það, hvort ísland er einangr- að eða ei. Á sumum sviðum er- um við einangraðri' en við vor- um fyrir stríð. Það eru t. d. betri samgöngur milli Timbuktu og London, en milli íslands og London, og íbúarnir á Kyrra- hafseyjunum, sem eru nokkur þúsund kílómetra frá ströndum Ameríku, fá vafalaust betri póst þjónustu en er milli Ameríku og íslands. Það er mikið rætt um fram- farir á sviðum póstflutnings milli landa. Lundúnablöðiri sum eru prentuð á þunnan pappír og send í flugpósti út um víða ver- öld. í Kairo og Teheran, í New York og Washnigton er hægt að lesa tveggja þriggja daga göm- ul Lundúnablöð. Flugvjelarnar, sem fljúga með póst vestur og austur um Atlantshaf, koma ef til vill við á íslandi. En við ís- lendingar erum ekki með. Þriðja og fjórða flokks póstur er nógu gott handa okkur. Klaufaskapur. AFTUR OG AFTUR hefi jeg bent á þetta hjer í blaðinu og spurt að því, hvort ekki sje hægt að fá þessu breytt, að íslehding- ar fái að njóta sömu rjettinda, hvað samgöngur snertir, og aðr- ar þjóðir, þar sem bandamenn hafa bækistöðvar. Það hefir ver- ið gefið í skyn, að það sje af klaufaskap, að þessu hefir ekki verið breytt. Eina svarið, sem hefir fengist, er, að þetta hafi verið til athug- unar. Nú er póst- og símamála- stjóri íslands staddur í Banda- rikjunum og ætti hann að geta fengið tækifæri til að fá ákveð- ið svar í þessum efnum. Það er meira en tími til kominn. Erfiðleikar á blaða- dreifingu. HJER á árum áður þótti það gott að geta komið ungling í at- vinnu við að bera blöð út til kaupenda hjer í bænum. Hefir margur unglingurinn unnið sjer irin peninga, sem hafa orðið bú- bót á heimilinu. Auk þess þótti það sjálf sagt að venja unglinga við vinnu og kenna þeim að meta peningana með því að hafa fyrir að afla þeirra. En nú virðist þetta eitthvað breytt. Það eru miklir erfiðleik- ar fyrir blöðin að fá unglinga, eða eldra fólk, til að bera út blöð, þó það starf sje vel borg- að. Á hyerjum einasta degi, aug- lýsa blöðin eftir unglingum, en árangurinn er lítill. Blaðaútburður er tilvalið starf fyrir unglinga. Það tekur ekki mikinn tíma og er ekki erfitt. — Ennfremur er þetta tilvalið starf fyrir eldra fólk, sem eltki þolir erfiða vinnu. Aðstandendur ungl irigá ætti að kynná sjer þetta og tala við afgreiðslu Morgunblaðs- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.