Morgunblaðið - 08.11.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. nóv. 1944. jnjwgttstM* Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands. kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Eftir 22 fundi Á UNDANFÖRNUM þrem vikum hafa Framsóknar- menn haldið 22 fundi víðsvegar um landið. Samkvæmt frásögn Tímans hafa 1700—1800 manns sótt fundina. En hver var boðskapurinn, sem þessu fólki var fluttur? Skal að þessu vikið lítillega. * ★ 1. Lögð var megináhersla á að sanna að það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn, en ekki Framsókn, sem neitaði samstarfi þessara tveggja flokka. Samkvæmt skjölum málsins eru staðreyndirnar þessar: A. Nokkru áður en Framsókn sleit viðræðunum í 12 manna nefndinni, fóru Sjálfstæðismenn þess á leit við samninganefnd Framsóknar, að reynt yrði að koma á samstarfi milli þessara tveggja flokka, Þessu tóku Fram- sóknarmenn strax mjög þunglega. B. Miðvikudaginn 27. sept. ljetu þeir Eysteinn og Her- mann á sjer skiljast, að þeir myndu styðia slíkt sam- starf og var því strax vel tekið af samninganefnd Sjálf- stæðismanna. Var ákveðið að hittast næsta dag og ræða þetta nánar. En þegar til kom, gátu Framsóknarmenn þá ekki mætt. Á þriðja degi (29. sept.) voru Framsóknar- menn horfnir frá slíku samstarfi, en buðu þá upp á að þessir tveir flokkar endurnýjuðu stjórn dr. Björns Þórð- arsonar. Þessi uppástunga var strax sama dag borin upp í þingflokki Sjálfstæðismanna og feld þar með öllum atkvæðum. Var Framsókn strax tilkynt þetta. C. Hinn 3. okt., daginn eftir að Framsókn sleit við- ræðunum í 12 manna nefndinni og sama daginn sem form. Sjálfstæðisflokksins var falið að reyna að mynda þingræðisstjórn, sneri hann sjer til Framsóknarflokksins og fór fram á að flokkurinn yrði með í myndun tveggja flokka stjórnar. Þessu tilboði svaraði Framsókn brjeflega og hafði þá nákvæmlega sömu tillögu að gera og áður, sem sje að endurnýja stjórn dr. Bj. Þ., tillögu, sem hver einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði felt tveim dögum áður! Þrátt fyrir þetta heldur Tíminn því fram, að þetta hafi ekki verið lokatilboð flokksins. En hafi Framsókn- armenn meint eitthvað annað en fram kom í brjefinu, geta þeir sjálfum sjer um keht, að ekki var við þá talað meir. ★ 2. Framsóknarmenn hafa sagt sveitafólkinu að dýr- tíðin eigi að fá að leika lausum hala; ekkert verði aðhafst til að stöðva hana. Hið sanna er, að ríkisstjórnin náði samkomulagi milli þeirra aðilja, sem ráða mestu á þessu sviði, þ. e. Alþýðu- sambandi íslands og framkvæmdanefnd Vinnuveitenda- fjelags íslands. Þessir aðiljar Jjafa lofað að gera alt sem í þeirra valdi stendur, til að tryggja vinnufriðinn í landinu og að halda óbreyttu kaupgjaldi, nema þar sem samræm- inga kynni að vera þörf, án þess þó að það hækki vísitöl- una. Ef ekki tekst með þessum hætti að stöðva dýrtíðina, verður það ekki með öðrum ráðum gert. ★ 3. Framsóknarmenn hafa reynt að nota hin nýju launa- lög til áróðurs gegn stjórninni. En grein Hermanns Jónas- sonar í Tímanum (7. nóv.) bendir til þess að þessi áróður hefir ekki fengið hljómgrunn. Hermann segir: „Þegar frumvarp tíl nýrra launalaga var flutt af alþingismönn- um úr fjórum flokkum, lágu til þess þau rök, að launa- kjör þeirra embættismanna, sem lægst eru launaðir, eru lítt viðunandi og þarfnast leiðrjettingar. í annan stað eru laun og aukakjör sumra embættismanna svo há, að óhóf má teljast“. Þetta er rjett hjá Hermanni. En þá getur það vitanlega ekki verið óheillaráð að samþykkja þessi lög. ★ 4. Loks er það gamla, útslitna ,,platan“ um að gera eigi landið alt að einu kjördæmi. Framsóknarmenn eru svo oft búnir að leika þessa „plötu“ fyrir sveitafólkinu, að hún er fyrir löngu hætt að hafa nokkur áhrif. Þórir Bergsson skrifar um Sigurð Briem -■ Sigurður Briem: Minningar. ísafold- arprentsm. h.f. ’44- ÞAÐ er alveg vafalaust, að allir þeir, sem þekkja Sigurð Briem, fyrv. póstmálastjóra, — og margir fleiri, er aðeins þekkja þenna stórmerka mann, af því að störf hans og nafn er löngu þjóðkunnugt,. hafa hlakkað til þess að lesa endur- minningar hans. Gáfaður og athugull maður, sem kominn er á níræðisaldur, en heldur full- um og óskertum sálarkröft- um, hlýtur að háfa frá mörgu markverðu að segja, sjerstak- lega þegar hann er ágætlega mentaður og hefir gegnt mörg- um mikilsvarðandi störfum og umgengist allar stjettir manna. Og þegar höfundurinn er stál- minnugur, segir hispurslaust frá, er gæddur góðlátri og græskulausri kímni, þá hlýtur bók hans að vera bæði fróðleg og skemtileg. Meðal þeirra manna sem Sig- urður Briem man vel, eru Hjálmar skáld frá Bólu, Sölvi Helgason og sr. Ólafur stúd- ent. Hygg jeg, að lýsing hans á þessum mönnum sje rjettari en margt annað, sem um þá hef ir verið skráð. — Þótt Briem sje sjaldan eða aldrei langorð- ur, þá kemst hann fljótt að kjarnanum í mannlýsingum sínum, í fáum orðum dregur hann upp mynd af mönnum og atburðum, mynd, sem verður ógleymanleg og miklu skýrari fn oft hjá öðrum í löngu máli. Þetta er höfuðkostur á þeim bókmentum, er þessi bók heyr- ir undir. — Kostur, sem rekja má til Snorra Sturlusonar og íslendingasagna. Ferðaþættirnir eru fróðlegir og skemtilegir, hefir höfundur- inn ferðast mjög mikið, bæði innan lands og utan. — Frábær lega góðar eru náttúrulýsingar hans oft og sýna ást hans á voru fagra landi, — svo og frá- sagnir hans um hestana okkar, þessar afburðaskepnur og vini allra góðra, hugsandi manna, sem dvalið hafa í sveitum eða ferðast mikið á hestbaki. •— Gott og holt er öllum, að lesa það, sem hann ritar um æsku- heimilið, — hið annálaða fyr- irmyndarheimili foreldra hans, einnig hans eigið heimili, sem ekki mun hafa staðið hinu að baki. Jeg geri ráð fyrir því, að fjöldi manna lesi þessa sjálfs- æfisögu, bæði nú þegar og um langan aldur. Þetta er þáttur af menningarsögu vorri á merkilegu tímabili í sögu þjóð- arinnar, ritaður af hreinskilni og mærðarlausri góðvild til samferðamanna á langri lífs- leið. Utgáfan er mjög vönduð, pappír góður og letur fallegt. Margar ágætar myndir prýða bókina. Og hún er ódýr, eftir því, sem nú gerist. Það verð- ur hver ósvikinn af að kaupa hana og lesa. Sjúklingar á Kópavogshæli hafa beðið blaðið að færa þeim Ben. G. Waage, Viggó Nataníels- syni og Jóni Þorkelssyni, inni- legar þakkir fyrir komuna. Mishepnuð tilraun. NÝBREYTNI var tekin upp í Ríkisútvarpinu nýlega í þætt- inum „Um daginn og veg- inn“. I stað eins fyrirlesara voru tveir, og samkvæmt upplýsing- um, sem gefnar höfðu verið um þessa nýju tilhögun, átti þáttur- inn að vera samtal milli tveggja manna. Það var ekki valið af verri endanum hvað fyrirlesara snertir. Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri, 'einn vinsælasti út- varpsfyrirlesari, sem við eigum, og Sigurðúr Einarsson, sem einn ig hefir notið mikilla vinsælda sem fyrirlesari í útvarp. í fyrrakvöld hlustaði jeg á þessa nýbreytni í fyrsta skipti og jeg verð að segja að mjer fanst tilraunin hafa mishepnast algjör lega. Samtalið varð hálfgert stagl, sem erfitt var að fylgjast með. Það var stundum eins og fyrirlesararnir hefðu ekkert handrit til að fara eftir og að þeir væru í vandræðum .með, hvað þeir ættu að segja. Útvarpshlustendur, sem fylgst hafa með þessum vinsæla þætti á mánudagskvöldum, hafa vafa- laust flestir orðið fyrir vonbrigð um. Enginn vafi er á, að hvor þessara manna fyrir sig hefði gert betur einn, eins og þeir hafa svo oft áður sýnt í útvarpi. Það er mikill vandi að undir- búa og flytja útvarpsamtöl. Þeir, sem taka þátt í samtölun- um, þurfa að hafa þaulæft sig áð- ur en þeir koma fram fyrir út- varpshlustendur. Verði þessu samtalsfyrirkomulaái haldið á- fram í útvarpinu, vonast menn eftir betri flutningi næst og hugga sig við, að vankantarnir, sem voru á þessum fyrsta flutn- ingi, hafi verið barnasjúkdómur, sem læknist fljótt. • Óstundvísin i út- varpinu. ANNAÐ atriði í sambandi við útvarpið, sem ekki kemur þætt- inum ,,Um daginn og veginn" við, er óstundvísin. Þessi ólækn- andi óstundvísi, sem virðist -ætla að loða við Ríkisútvarpið til ei- lífðar, hversu mikið sem um er kvartað. Verst er þetta í sam- bandi við frje'ttaflutninginn. Það er ekki nokkur lífsins leið að fá forráðamenn útvarpsins til skilja, að hlustendur ætlast til, að frjettir byrji á rjettum tíma. Það er sæmilegt lagt á þessu á kvöldin, en alveg ófært um há- degið. Hversvegna geta þulirnir ekki byrjað frjettalesturinn á á- kveðnum tíma og haldið sjer við hann? Loks, áður en jeg skil við út- varpið að þessu sinni, vil jeg taka undir spurningu, sem marg ir"spyrja: Er það nauðsynlegt að halda áfram að lesa frjettir eða annað rjett á meðan tímamerk- ið er gefið, eða klukkan slær í útvarpsherberginu? Er tíminn svo naumur, að ekki sje hægt að þegja þessar fáu sekúndur, sem tímamerkið og klukkuslátturinn stendur yfir? «1 Fagurt fordæmi. ÞAÐ VAR einu sinni mikið rætt um þörfina á æskulýðshöll hjer í bænum. Það var fyrir- tæki, sem átti að vera allra meina bót og fá unga fóíkið úr sollin- um inn í hollt umhverfi. En jeg vil leyfa mjer, með allri virð- ingu fyrir hallarhugmyndinni, að benda á, að ungir Reykvík- ingar hafa komið sjer upp sín- um „höllum“ hingað og þangað í fjöllunum umhverfis Reykja- vík. Skíðaskálar íþróttafjelag- anna hjer í nágrenninu eru einn besti heilsubrunnur, sem Reykja víkuræskan á, og þeir ungu menn og konur, sem verja frí- stundum sínum umhverfis skál- ana, hafa trygt sjer aðgang að fegurri „höll“ en nokkur húsa- meistari getur skapað. — Hinn íslenska fjallasal. Þar er hátt til lofts'og vítt til veggja. Það þarf engar dælur til að hreinsa loft- ið í þeirri höll. Þessi skilyrði hefir unga fólk- ið skapað sjer sjálft. Það, sem gert hefir verið, er þeirra eigin verk og því meira virði en alt annað. Hjer er vissulega fagurt for- dæmi, sem ætti að hlúa að og efla eftir bestu getú. • Eitt dæuli. EITT DÆMI um það, hvað hægt er að gera af litlum efn- um, ef viljinn og áhuginn eru fyrir hendi, er hinn nývígði skíðaskáli Víkings í Sleggju- beinsskarði við Kolviðarhól. Það eru áhugasamir, ungir Reykvík- ingar, sem hafa komið þarna upp skíðaskála, sem að öllum frágangi og ytra útliti gefur ekki eftir bestu skíðaskálum í löndum eins og Noregi og Svisslandi. Þessi skíðaskáli er verk nokk- urra ungra Reykvíkinga, sem nú í ein tvö ár hafa varið öllum sínum frístundum til að koma skálanum upp. Sparifje þeirra sumra hefir farið í skálann, en þeir hafa líka neitað sjer um tóbak og brennivín. — Eldri fjelagar hafa styrkt þá yngri með nokkrum fjárframlög- um og bæjarstjórn Reykjavík- ur hefir styrkt þetta fjelag eins og önnur. Skíðaskáli Víkings mun verða öðrum ungum mönnum hvöt til að koma sjer upp samskonar skíðaskálum, og er það vel. Slíkar eiga „æskulýðshallir“ hinna ungu Reykvíkinga að vera. En það er úm að gera að taka ekki fram fyrir hendurnar á unga fólkinu. Heldur láta það hafa fyrir hlutunum sjálft. • Bananar og ananas. SAGAN hans Andersens um fjöðrina, sem varð að mörgum hænum, er altaf að endurtaka sig í daglega lífinu. Einu sinni kvörtuðum við íslendingar yfir fáfræðinni, sem ríkti um okkur úti í heimi, þessari himinhróp- andi fáfræði um Eskimóa og ei- lífan kulda á íslandi. Nú virð- ist vera búið að snúa sögunni við. Erlend blöð eru farin að ýkja frásagnir sínar frá Islandi og lýsa því nú sem einhverskon- ar hitabeltislandi. Það er skamt öfganna á milli! Það mætti gera ráð fyrir, að blað með jafn „kristilegu“ nafni og „Christian Herald“ færi ekki með néina lýgi, eins og segir í vísunni um sómamanninn Oliver Lodge. En hvað skeður? Þann 12. október s.l. segir m. a. á þessa leið í fyrnefndu blaði: „Island er vissulega ekki rjett- nefni á því landi, því íbúar þess rækta sjálfir sína eigin banana, ananas og tómata, sem oft eru fullþroskaðir fyr hjá þeim en hjer hjá okkur“. Svo mergjuð voru þau orð. Leikfjelag Hafnarfjarðar leik- ur Ráðskonu Bakkabræðra í 65. sinn í kvöld kl. 9. — Nú fer að verða hver síðastur að sjá þenna leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.