Morgunblaðið - 08.11.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.1944, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. nóv. 1944. — Fjelagslíf íslend- inga í London Frarnh. af bls. 7. London — heimili þeirra frú Huldu Björnsson, Björns og dætra þeirra Ingunnar og Kristínar. Þar hafa íslendingar, sem til London hafa komið, not ið hinnar sönnu íslensku gest- risni. Sumir íslendingar hafa skírt heimilið Landakot, en þó það sje rjettnefni, heitir það þó Allerford- Margir íslendingar, sem til London hafa komið undanfarin ár, eiga skemtilegar endur- minnjngar frá heimili þeirra hjóna frú Huldu og Björns og minnast ver«ásinnar þar með þakklseti. Jón Gíslason: Goðafræði Grikkja og Rómverja Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun súna ungfrú Olöf Eliasdóttir, Kirkjustræti 2 og Árni Sigursteinsson frá Akureyri l.Skaðar ekki föt eða karl mannaskyrtur. Meiðir ekkí börundið. * 2. Þornar samstundis. Notasi undir eins cftir rakstur. 3. StöSvar becar svita. næstir 1—3 daga. Evðir svitalvkt heldur handarkrikunum burrum. 4.Hreint. hvilt, fitulaust. o- menftað snvrti-krero. ð.Arrid hefir fensið vottore alhióðleíirar bvottarann- sóknarstofu fyrir bvi. að vera skatílaust fatnaði. A r r i d er svita stöðvunarmeðal* ið. sém selst mes' - reynið dós í da ARRID Fæst í oUum t>etri búoum I ÞVI MIKLA bókaflóði, er flætt hefir yfir landið síðustu árin, kennir að sjálfsögðu mjög misjafnra grasa. En óhætt er að segja það íslenskum lesend- um og útgefendum til hróss, að mjög ber þar á góðum og merk um bókum, ýmist frumsömd- um eða þýddum. Rýmri efna- hagur almennings hefir og ver ið þess valdandi, að hægt hefir verið að gefa út margar merk- ar bækur, sem nokkrum erfið- leikum mundi hafa verið bund ið að fá gefnar út á öðrum tím- um. Með merkari bókum má ótví rætt telja Goðafræði dr. Jóns Gíslasonar. Er það mikið rit, 287-|-XV bls., prýtt fjölmörg- um fallegum myndum, og til mikils sóma bæði fyrir höfund inn og útgefanda (Isafoldar- prentsmiðju), svo prýðilega er frá því gengið. Bókin skiftist í þrjá megin- hluta. Fyrsti hluti fjallar um forsögualdir og þróun grískra trúarbragða. Segir þar m. a. mjög skemtilega ~"frá hinum merkilega blómlegu menning- arríkjum, er kend eru við éyj- una Krít og borgina Mykene og náðu háþroska sínum á 2. árþúsundi f. Krþ. Hafa forn- leifafræðingar, einkum hinn frægi, -breski fornfræðingur, Sir Arthur Evans, grafið upþ heilar hallir á Krít frá þessum tímum. Áletranir allmargaf* hafa fundist þar, en þær . eru venjulega nánari lykill að menningu og uppruna hlutað- eigandi þjóðar. En áletranirnar á Krít, sem gerðar eru aðallega með tvenns konar letri, hefír fræðimönnum enn ekki tekist að ráða, svo að enn er margt óvíst um uppruna þessarar miklu menningarþjóðar. — Þá er sagt frá fornleifagreftri í rústum Trójuborgar, frá komu Akkeanna og síðar Dóranna til Grikklands og áhrifum þeirra á trúarbrögð íbúanna. Með öðr- um hluta bókarinnar hefst svo sú eiginlega goðafræði, þar sem segir frá öllum helstu goð- um Grikkja og Rómverja. Þriðji hlutinn fjallar loks um háifguði og hetjur, um afrek þeirra og ævintýr. Er mjög vandasamt að velja, hvað taka megi með og hverju sleppa megi, svo óþrjótandi sem upp- spretta grískra sagna er. Yfir- leitt hefir höfundi tekist þetta prýðilega, þó að sleppa hefði mátt sumu að skaðlausu, en fara nánar út í einstöku höfuð- atriðí. ^ Um þetta efni, goðafræði Grikkja og Rómverja, hefir að eins ein bók birst áður, en það er þýðing Steingríms Thor- steinssonar á goðafræði Stolls. Kom sú þýðing út 1871 og hef- ir verið ófáanleg síðustu 30—40 árin. Fornleifafundir síðustu hálfrar aldar og nýjar rannsókn ir hafa varpað skýrara ljósi yf- ir margt á þessum sviðum. Er því mikill fengur að fá bók Jóns, sem samin er af mikilli vandvírkni og lærdómi og bygg ist á nýjustu rannsóknum. Þó að bókin sje e. t. v. helst til stór sem kenslubók, trúi jeg ekki öðru en að hún verði mikið lesin, og það ekki einungis af skólanemendum og háskóla- mentuðum mönnum, heldur af fróðleiksfúsum, íslenskum les- endum yfirleitt, alveg eins og jeg hefi heyrt, að átt hafi sjer stað um bók Steingríms. Því að — eins og Steingrímur kemst að orði í formálaj>ínum — ,,hin gríska goðafræði er fullkomn- ari að myndun og f jölskrúðugri að fegurð en nokkur önnur, og þar eftir fer menturiarefni hennar; hún leiðir oss fyrir sjónir hinar fögru og djúpsettu trúarhugmyndir þeirrar þjóð- ar, sem andríkust hefir vérið í heimi, og birtir þær í þeim dýrðarhjúpi, sem þær skrýdd- ust fyrir skáldlega snilli á blómaöld kveðskaparins og myndlistarinnar". — Áhrifa grískra sagna gætir ekki aðeins mjög mikið í myndlist fornald- ar og ritum grískra og róm- verskra höfunda, heldur verð- ur þeirra enn töluvert vart i listum og bókmentum. T. d. er í flestum tungumálum enn tal- að um „Akkilesarhæl" á ein- hvérju máli, um að hreinsa „fjós Ágeasar", um að þola „kvalir Tantalusar", um að sigla á milli „Skyllu og Karyb- dis", svo að nefnd sjeu örfá dæmi þeirra mörgu tilvitnana, sem torskildar eru þeim, er enga þekkingu hafa á grískum sögnum. Hvað myndlistina snertir, má minna k, að sniM- ingurinn Thorvaldsen sótti f jöl mörg yrkisefni sín til grískra sagna. Þeir, sem lesa hina ágætu bók Jóns Gíslasonar, munu verða miklum mun fróðari bæði um þessi og fleiri efni. Kristinn Ármannsson. Berklavarnadagurinn. A BERKLAVARNADAG- INN, fyrsta sunnudag í októ- ber, söfnuðust alls kr. 259.062.90. í Reykjavík söfn- uðust kr. 200.735.77, en auk þess var safnað í 48 kaupstöð- um og kauptúnum. Söfnunin utan Reykjavíkur nam samtals kr. 58.327.13. — Utan Reykja- víkur safnaðist mest í Hafnar- firði kr. 6.603.90, en þar næst á Siglufirði, kr. 6.000.00. ' í sambandi við þessa stærstu og glæsilegustu fjársöfnun, sem hjer hefir faíið fram á ein um degi, væri freistandi að geta margs, en hjer skal fátt eitt talið. Fyrsta gjöfin, sem S. í. B. S. barst, voru 5000 kr. frá starfs- mönnum við byggingar Sam- bandsins á Reykjum, en alls bárust S. í. B. S. frá starfsmönn um við byggingarnar rúml. 11.000 kr. í upphæðinni ,,Gjafir 100 kr. og lægri" eru safnanir og gjaf- ir frá einstaklingum, sem krefj ats náriaH skýringar, þó ekki sje kléift að geta allra gefenda. Einn maður, Hjörleifur Jóns son, safnaði hjer í bænurri 10.037 kr. Þjóðleifur Gunnlaugs son, Akranesi safnaði 1.567 kr. Hermann Guðmundsson frá Litla-Skarði safnaði 955 kr. Grímur Grímsson, Geiradal safnaði 605 kr. Ungmennafjel. Glaður safnaði 550 kr. 92ja ára gömul kona sendi S.Í.B.S. 100 kr. sem þakklæt- isvott fyrir, að henni og henn- ar fólki hefði verið hlíff við hörmungum berklaveikinnar. Fi slrandarsýslu GÍSLI JÓNSSON alþm. er fyrir nokkru kominn heim úr fundaieiðangri í kjördæmi sínu, Barðastrandarsýslu. Eftir að mynduð hafði vérið þingræðisstjórn í landinu ' og fundum Alþingis frestað, boð- aði Gísli til þriggja almennra funda í kjördæmi sínu og bauð Miðstjórn Framsóknarflokksins að senda mann á fundina og skyldi hann fá jafnan ræðu- tíma við fundarboðanda. Fá- um dögum áður hafði Mið- stjórn Framsóknarfl. boðað til fundar í kjördæmi Gisla. en ekki sýndi hún þingmanninum þá kurteisi, að bjóða honum' að mæta á fundinum. Myrkra- verkin eiga best við Framsókn. Gísli hjelt þrjá fundi í kjör- dæminu að þessu sinni. Á P'at- reksfirði, Tálknafirði og Bíldu- dal. Mætti Daníel Agústínusson sem fulltrúi Framsóknar,- á öllum fundunum. Voru málin rædd itarlega frá báðum hlið- um og stóðu fundirnir ura 5 klst. á hverjum stað. Fóru fund irnir vel og skipulega fram. Barðstrendingar fagna hinni nýju stjórnarmyndun og harma að Framsóknarfl. skyldi hafa 'skotið sjer undan þeirri skyldu, að faka ábyrgð á stjórn lands- ins. Menn eru hrifnir af stefnu skrá ríkisstjórnarinnar, eirik- um því ákvæði, sem miðar :að því að tryggja fólkinu í land- inu atvinnu við lífvænleg kjör. Er það alment álit manna, 'að ákvæðin í stefnuskránni um ný skópun atvinnulífsins sjeu stór huga og glæsileg. Þar sje stefnt að lausn þéirra mála, sem mest sjeu aðkallandí. Drifhjólið flaug burt. London: — Sá viðburður varð nýlega á eynni Mön, að drifhjól í rafmagnsstöð eyjar- innar losnaði, er það var á fullri ferð, og flaug upp um þak stöðvarinnar. Hjólið vóg um 20 smálestir. Þeyttist það uþp gegn um vjelarnar, braut alt í leið sinni og fór síðan hátt í loft upp. Þar brotnaði það í ótal parta, sem rigndi svo yfir bæinn. Fundust sum brotin um 3 km. frá stöðinni. Margt fólk slapp nauðulega, er brotunum rigndi niður, en enginn meidd- ist þó. Eyjan var ijóslau. *•??< *+W*4 ry«<W»<^»»«»»»<»>t'5»l»«^»«»»«»»»»*»»* 1-9 ' »?»»?» »»"i«1"» f»»»t«i*«»t»H»«>*M« »#*»»* ^«MM ir Robert Storm «T/ViARY DO/IKES'S GOATÖ EAT COATS AN' LlTTLe G4N5 ^N' IVORV JJ 7 CJOMt OVER /IND £IT DOWN.. r'LL WRITE THE WORD$ OUT POR VOUÍ I'D LIKE TO. T/ALK TO YOU.. 1—2) Chuck: ¦— Jeg er að leita að Hez Tucker. Er er að gera okkur alvegvitlausa. — Tucker stendur hann hjerna einhversstaðar? Afgreioslumaðurinn1. við plötuspilarannn og syngur einhverja þvælu. Jamm. Hani: er þarna hjá plötuspilaranum. Hann 3—4) Tucker: — Asskotinn! Jeg get^aldrei lært þessa vísu. Jeg verð að stinga einum peningi enn í áhaldið. Chuck: — Herra Tucker-------við skul- um fá okkur sæti. Jeg skal skrifa upp vísuna fyrir yður. Mig langar til að tala við yður. Tucker: — Það væri mjög fallega gert'af yður. . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.