Morgunblaðið - 08.11.1944, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.11.1944, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. nóv. 1944. „Jeg lauk við að sauma fangamarkið hans I tvo vasa- k'lúta í dag og fjekk honum þá. Hann sagði, að best væri að Miranda lyki við það, sem eft- ir væri. Og litla nornin brosti hróðug. Jeg vildi, að hún hefði aldrei komið hingað. Hún stend ur altaf á milli okkar“. Miranda leit upp. Hún mundi vel, hve hreykin hún hafði verið, þegar Nikulás bað hana að ljúka við að sauma fanga- mark hans í vasaklútana. Hún fletti síðasta blaðinu. „Hvers vegna færir hann mjer blóm? Það er hann annars aldrei vanur að gera“. Þessi fáu orð voru svo sem nógu sakleys- isleg að sjá, en þegar hún las þau, var eins og henni rynni kalt vatn milli skinns og hör- unds. — Það var aðeins ein mann- vera í öllum heiminum, sem gat hjálpað henni núna. Hún þaut út í hesthúsið og náði þar í vagnstjórann og bað hann að aka sjer til Hudson þegar í stað. Þegar þangað kom, óku þau beina leið heim til Jeffs Turn- er. Jú, hann var heima, sagði Rillah gamla stutt í spuna, en hann var að borða. „Kallið þjer á hann fyrir mig“, bað Miranda. „Jeg verð að tala við hann. Segið honum, að það sje frú Van Ryn“. Það var nú dálítið annað mal. Rillah gamla brosti út að eyrum og hneigði sig alla og beygði og þaut af stað til þess að ná í blessaðan lækninn. — Jeff kom innan úr borð- stofu sinni. Hann var ennþá tyggjandi og hjelt á pentudúk í hendinni. „Sæl og bless“, sagði hann. „Það var gaman að sjá þig. Jeg vona, að ekkert sje að?“ „Jeg veit það ekki. Jeg verð að tala við þig einslega“. Hann kinkaði kolli og fór með hana inn í lækningastof- una. Hún tók dagbókina upp úr vasa sínum og rjetti honum. „Nikulás er í New York. Jeg fann þetta í dag uppi á háa- lofti, innan um gömul húsgögn. Þetta er dagbók Jóhönnu. Lestu það, sem stendur á öft- ustu síðunríi". Jeff leit á andlit hemíar og síðan á bókina. Þegar hann hafði lokið við að lesa það, sem á síðunni stóð, hneig hann niður í stól, sem stóð við skrifborðið. „Drottinn minn dýri“, hvíslaði hann lok.s „Oleandran11. Hann las aftur það, sem stóð á blaðinu. „Við hvað áttu?“ spurði lyiiranda. Jeff stóð á fætur og gekk að' bókaskápnum. Þar náði hann í Eiturlyfjafræði Lunts og fletti upp á grasafræðikaflanum. Hana sneri baki við Miröndu og gekk út að glugganum. „Nerium Oleandra. Apocyne ceae-ættin. Sykurefnagjafi, mjög eitraður. Vitað er, að þrjú til fjögur blöð af jurtinni hafa orðið nautgrip að bana. Blóm- in og stöngullinn eru álíka eitruð“. Litlu neðar var. skýrt frá sj úkdómseinkennum. Stórir svitadropar glitruðu á enni Jeff, því að þarna var ná- kvæm lýsing á sjúkleika Jó- hönnu. „Uppköst og iðrakveiða. O- gleði. Hjartsláttur óreglulegur og hægur. Augasteinar þenjast út og verða því nær svartir. Andfærin lamast. Dauði“. Jeff lokaði bókinni og setti hana aftur á sinn stað. „Hvað er þetta, Jeff?“ hvísl- aði Miranda. „Hvað varstu að lesa?“ Jeff settist aftur við skrif- borðið. Hann reyndi að ná valdi á sjálfum sjer, en það virtist ætla að .ganga illa. Miranda gekk að skrifborð- inu. Hún horfði stöðugt á hann. „Jeff, segðu mjer, hvað þú ert að hugsa um“. Hann hafði ekki ætlað að segja henni það. Hann hafði ætlað að segja henni, að alt væri eins og það ætti að vera, þangað til hann hafði íhugað málið betur. En nú snerist hon um hugur. Hann leit upp og mætti augnaráði hennaj. Hann talaði hægt, til þess að reyna að láta hana ekki verða áskynja um tilfinningar sínar. „Jeg hygg“, sagði hann, „að Nikulás hafi myrt Jóhörtnu með rauðu óleöndrunni, sem hann færði henni“. Hún rak upp hálfkæft hljóð. Hann stökk á fætur og ætlaði að taka utan um hana. En hqn ýtti honum frá sjer. Hann gekk að skáp í herberg inu og náði þar í eitthvert lyf og helti í glas. „Drektu þetta“, skipaði hann „Jeg varð að segja þjer það, Miranda. Ef jeg hefði á nokk- urn hátt getað hlíft þjer við því, þá hefði jeg gert það. Jeg get ekkert sannað. En jeg veit, að jeg hefi rjett fyrir mjer. Og vegna eigin öryggis verður þú að trúa mjer“. — Jeff tók að skálma aftur og fram um herbergið. Vegna öryggis hennar — það var einmitt orsökin fyrir skelf- ingu þeirri, er hafði gripið hana, þegar er hann gerði sjer grein fyrir, að hjer var um morð að ræða. Þegar Nikulás hafði einu sinni farið yfir múr þann, er skilur útlagann frá mannlegu samfjelagi, var ekk- ert því til fyrirstöðu, að hann gerði það aftur. Jeff kraup niður við stólinn, þar sem Miranda hafði feng- ið sjer sæti. Hann tók mátt- lausi hönd hennar í báðar sín- ar. „Miranda, þú mátt ekki fara aftur til Nikulásar. Jeg veit, að þetta er hræðilegt á- fall fyrir þig, og þú hlýtur að eiga bágt með að trúa því. Jeg myndi ekki trúa því sjálfur, ef jeg hefði ekki haft grun um, að alt væri ekki með feldu, þegar Jóhanna dó. Jeg var heimskingi, að rannsaka ekki málið betur en jeg gerði. En jeg hafði ekkert til þess að byggja grun minn á, nema hug arburð einn, og þá vissi jeg ekki nándar nærri eins mikið og jeg hjelt að jeg vissi“. Hann talaði til þess að gefa henni tíma til þess að ná sjer aftur. Jeff var raunsæismaður og hafði ætíð horfst í augu við staðreyndir, hversu óbærileg- ar, sem þær voru. Það varð hún einnig að gera. Hann hjelt áfram að tala rólega. „Hann hlýtur að hafa ákveðið þetta fyrir löngu síð- an. Jeg hygg, að hann hafi að- eins beðið eftir því, að Jóhanna yrði eitthvað lasin, til þess að læknir yrði viðstaddur. Það mjög kænlegt“. Jeff þagnaði. Hann fann til svíðandi niður- lægingar. Hve kænlegt af Nikulási að velja einmitt ung- an og óreyndan lækni, sem -auk þess var andstæðingur hans í stjórnmálum, þannig, að enn minni líkur voru til þess, að nokkurn í sveitinni grunaði, hvar fiskur lá undir steini. „Það var mjög líkt honum að nota blóm sem morðtól", hjelt hann áfram eftir nokkra þögn. „Það skeði, þegar hann var einn með henni kvöldið, sem hún dó. Og hann notaði hunangskökuna til þess, eins og mig grunaði. En hvernig?“ Hann hugsaði sig um andar- tak. „Jú, auðvitað! Hann hef- ir notað kvörnina, sem múskat hnotin, sem hún borðaði með kökunni, var mulin í. Hann hefir malað blöðin í henni“. Hann mundi nú greinilega eftir örlitlum, grænum ögnum, er verið höfðu í kökubitunum, sem hann hafði rannsakað. Hann hjelt þá, að það væri eitt hvert krydd. „Hvað. kemur það málinu við, hvernig hann gerði það?“ sagði Miranda nú. Hún hafði ekki mælt orð af munni, held- ur setið eins og dáleidd og star að fram fyrir sig. „Nei, þú verður aðeins- að trúa mjer“, svaraði hann bl?ð- lega. Hún leit upp, og um varir hennar ljek lítið, hryggilegt bros. „Jeg held, að jeg hafi alt- af vitað það“, sagði hún. Jeg ætlaði að segja eitt- hvað, en hún hristi höfuðið. „Nei — ekki eins og þú heldur — ekki beinlínis. En í einhverjum leyndum kima í sálu minni, hefi jeg altaf vit- að það — þótt jeg hafi aldrei haft hug til þess að skygnast þangað“. „Vitleysa!“ hrópaði Jeff. „Dæmalaus vitleysa er þetta, Miranda! Við verðum umfram alt að reyna að hugsa skýrt“. Hún hlustaði ekki á hann. Hún starði á giftingarhring sinn. „í fjögur ár hefi jeg ver- ið gift morðingja”, sagði hún hægt. „í f jögur ár hefi jeg not- ið í ríkum mæli afleiðinganna af Aorði“. „Þú gatst ekkert að því gert. Þú vissir ’ það ekki“, ansaði hann snögt. Ef Loftur ffetur það ekki — þá hver? Undrablómið egyptska Æfintýr eftir H. De Vere Stackpoole. 10. Og svo lagði van Dunk af stað, en gamli maðurinn sat eins og draugur í tunglskininu við pýramidann og hjelt á týlipananum dýrmæta í báðum höndum. Van Dunk gekk sæmilega til Cairo, þar leigði hann úlfalda og Araba, keypti sjer vistir og lagði aftur á stað. Þegar leið að sólsetri annán dag ferðarinnar, komu þeir auga á pýramidana, og litu þeir út jafn einmana og dularfullir og áður. Þeir komu nær, en sáu ekkert til herra van Houten. Að lokum komu þeir að pýramidunum og ekki var van Houten þar. — Hann var horfinn. „Ekki getur hann hafa jetið sjálfan sig”, sagði herra van Dunk, og klóraði sjer steinhissa í höfðinu, „nje graf- ið sig í sandinn. En . . . það gætu hafa komið hjer ljón”. Alla þessa stund hefði hann verið á gangi umhverfis pýramidann, og að lokum nam hann staðar vestan við hann og glápti með undrun mikilli á það, sem hann sá. Því þar sat gamíi fræðaþulurinn og hallaði sjer upp að pýramidanum og starði í sólarlagið, og fáðu mjer nú tó- baksbaukinn. ' „Haltu áfram, haltu áfram pabbi”. „Komdu nú sæll vinur minn’. sagði van Dunk. En gamli fræðaþulurinn gegndi alls engu. — aðeins vegna þess, að hann var, — fáðu mjer eldspýturnar”. „Var hvað pabbi, haltu áfram, hjerna eru eldspýt- urnar”. „Dauður, — og ef þú ætlar nú að fara a-ð skæla, þá er sagan ekki lengri, og jeg sendi þig til hennar Grímhildar”. „Ó, gamli vinur”, hrópaði van Dunk, „ertu virkilegá dauður?” —Svo þagði hann um stund og tautaði svo með sjálfum sjer: — ,,0g eigum við Júlíana undrablómið ein“. Rithöfundurinn Henry Jam- es (1843—1916) bjó eitt sinn nálægt höll sultuframleíðanda, sem hafði unnið sig upp og var nú orðinn miljónamæringur. Þessi maður hafði giftst jarls- dóttur, var búinn að gleyma fortíð sinni og leit mjög stór- um augum á sjálfan sig. Eitt sinn skrifaði sultufram- leiðandinn James ósvífið brjef, þar sem hann amaðist við, að þjónustufólk skáldsins gengi stundum yfir hans landareign. James svaraði brjefinu um hæl: „Kærri herra! Mjer þykir mjög leitt að heyra, að þjón- ustufólk mitt skuli hafa stigið á landareign yðar. P. S. — Þjer afsakið, þótt jeg hafi talað um landareign yðar, eða er það ekki?“ ★ SIR WALTER SCOTT (1771 —1832), skotska skáldið og rithöfundurinn, heyrði Annie dóttur sína eitt sinn tala um, að éitthvað væri almúgalegt. Hann ávítaði hana á eftirfar- andi -hátt: „Elskan mín, þú talar eins og krakki. Veistu, þegar öllu er á botninn hvolft, hvað orðið almúgalegur þýðir? Það e^ að- eins hverstakslegur. Ekkert, sem er hverstaklegt, nema guðleysi og vonska, er þess vert, að talað sje um það með fyrirlitningartón“. ★ FRÚ Randolph Churchill var eitt sinn í atkvæðasmölun með al kjósenda í Woodstock fyrir mann sinn, sem þá var fjár- málaráðherra. Hún hitti m. a. verkamann, sem hún bað um að styðja hann. „Nei, það geri jeg aldrei“, svaraði hann. „Mjer dettur ekki í hug að kjósa letingja, sem ekki dregst úr rúminu fyr en um hádegi". Frúin fullvissaði hann um, að þetta væri rangt hjá hon- um og bætti við: „Þar sem jeg er konan hans, ætti minn fram burður að nægja því til sönn- unar“. „Fari það bölvað, frú!“ svar aði maðurinn þegar. „Ef þjer væruð konan mín, myndi mig aldrei langa á fætur“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.