Morgunblaðið - 09.11.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1944, Blaðsíða 1
31. árgungur. 226. tbl. — Fimtudagur 9. nóvember 1944. Isafoldarprentsmiðja b.f PATTON HEFUR SÓKN VID METZ MANNTJÓN 80 ÞÚS. f SV-HOLLANDI ROOSEVELT ÁFRAM FORSETI U.S.A. Bandaríkjamenn tóku 13 bæi við Metz London í gærkveldi: Einkaskeyti til Mórgunblaðsins frá Reuter. AMERÍSKAR hersveitir, sem Patton hershöfðingi stjórnar, hafa í dag hafið nýja sókn milli Nancy og Metz óg þegar unnið tölu- ve'rt á. Hafa hersveitir þess- ar náð á sitt vald 13 bæjum á. þessum slóðum og sótt yf- ir Seille ána á þremur stöð- um. Sumar fregnir herma að Bandaríkjamenn hafi sótt framhjá Metz og sjeu að um- kringja þá borg. Bæirnir, sem fjellu. Borgirnar, sem hersveitir Pattons hafa náð á sitt vald, eru þessar: Rouves, Malau- court, Jalaucourt, Moyenwic, N.oncourt, Milley-sur-Sylle, Abaucourt Vic-sur-Salle, Bez- ange-la-Petite, Nomeney, Eply, Raucourt og Aulnois. C0 km. frá Saarbrucken. Einhver þýðingarmesti bær- inn 'af þeim, sem hersveitir Patt ons hafa náð, er Nomeny, sem er um 25 km. fyrir suðaustan Metz, við veginn, sem liggur til borgarinnar. Nomeney er um 60 km.^frá hinu mikla þýska iðnaðarhjeraði Saarbrucken- Moenvic er um 50 km. suð- austur af Metz. Þessi sókn getur haft hina meslu þýðingu og bíða menn með eflirvæntingu eftir hvern- ig henni lýkur. FulHrúi á UHRRá-þíngi -------------m im Verkfaiii skipa- smíðasveina afljeti SAMKOMULAG hefir nú orS ið um kaup og kjör skipasmíða sveina. Voru samningar undirritaðir s. 1. þriðjudag og voru þeir í flestum greinum þeir sömu og hjá járniðnaðarmönnum. Grunn kaupið er nú 169 krónur á viku að meðtöldum viðhaldspening- um verkfæra, 11 kr. á viku eins og verið hefir. HENRIK S. BJORNSSON, fulltrúi Islands á UNRRA-þinginu í Montreal og dr. Daftary, fulltrúi Iran. Fulltrúar á þinginu sátu í stafrófsröð landa sinna. — Henrik S. Björnsson er fyrir nokkru kominn heim og starfar nú sem deildarstjóri í utanríkis- ráðuneytinu. Hann va"r áður sendiráðsritari í Washington. Danir eyðileggja þýskan f lugvöll og 40 f lugvjelar London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. DANSKIR skemdarverkamenn hafa eyðilagt stærsta hern- aðarflugvöll Þjóðverja og 40 flugvjelar, sem á vellinum voru. Skemdirnar á vellinum eru sagðar það miklar, að hann verði ekki nothæfur í langan iíma. Dönsku skemdarverkamenn- irnir eyðilögðu flugvjelaskýli, rennibrautir og verkstæði. Meðal annars, sem eyðilagð- ist á vellinum, voru verkfæri, sem notuð eru við flugvjela- viðgerðir. Eru þessi verkfæri með öllu ófáanleg og geta Þjóð verjar alls ekki bætt sjer upp það mikla tjón, sem þeir hafa beðið við þessi miklu skemdar- verk danskra föðurlandsvina. Óeirðir á Sikiley. London: ítölsk varalögregla hefir verið send til Sikileyjar, en þar hafa að undanförnu ver ið miklar óeirðir. Hefir herlið skotið á verkfallsmenn í Paler mo og fjellu 19 menn, en 99 særðust alvarlega. Sagt er að alvarlegur matarskortur sje einnig á eynni. tr Draugsrödd" spyr hvers vegna Hitier tali ekki London í gærkveldi. IUustendur þýska heimaút- varpsins heyrðu í kvöld „sterka draugsrödd", sem spurði hvað eftir annað: Ilversvegna talar Hitler ekjd.f! ITitler hefir öll stríðsárin hahlið útvarpsræðu þann 8. nóvember í tilefni af hinni svo: nefndu bjórkjallaruppreisn. nasista 1923. En í gærkveldi heyrðist ekkert í ílitler. I fyrra hjelt hann ræðu, sejoa síðar var útvarpað af, plötu, þar sem hann kvatti bandanicnn til að reyna að gera innrás á meginlandi Vörn Þjóuverja á hollensku eyj- unum þverrandi Demokratar vinna á í þing kosningunum London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HERFORINGI í herráði Montgomerys marskálks skýrði blaðamönnum frá því að í bardögum í Suð- vestur-Hollandi hafi mann tjón Þjóðverja numið alls um 80.000 manns. Þar af hafa 40.000 verið teknir höndum og 40.000 fallið eða særst. Bandamenn hafa nú náð til- gangi sínum í Suðvestur-Hol- landi, sagði talsmaður Mont- gomerys. Við höfum unnið sig- ur á Þjóðverjum og hreinsað til á báðum bökkum Schelde og þar með opnað siglingaleið- iná til Antwerpen. Með þessu höfum við stytt víglínu okkar að verulegum mun og erum nú við Maasfljót og sumsstaðar komnir yfir það. Harðar orustur við Moerdijkbrú. Afar harðar or^istur hafa staðið yfir við Moerdijkbrúna. Þar verjast um 300 Þjóðverjar í rammgerðum steinsteypuvirkj um. Bandamönnum tókst að vinna bug á tveimur stein- steypuvirkjunum og banda- menn hafa brolist í gegnum varnir Þjóðverjá á öðrum stað J við Moerdijk. 300 Þjóðverjar eftir á Walcheren. Á Walchereney eru nú einir 300 Þjóðverjar eftir, aS því er talið er. Hafa Þjóðverjar þessir enga von um undankomu og aðeins límaspursmál hvenær þeir verða upprættir. Rakettuárásir á Dunkirk. Typhoon-flugvjelar hafa- gert harðar árásir á stöðvar Þjóðverja við Dunkirk og vald- ið þar miklum spjöllum. 100 milljón króna lán. Frá norska blaðafulltrú- anum SVlAR hafa ábyi-gst 100 milj. kr. lán til Norðmanna, á að nota það til þess að t'Tggja starfsemi Norðmanna í Svíþjóð næsta missiri. Washington í gærkveldi: Einkaskeyti til Morgunblaðsins FRANKLIN D. ROOSE- VELT verður áfram forseti Bandaríkjanna næstu 4 ár. Hefir enginn forseti í Banda ríkjunum verið lengur for- seti en 8 ár, eða tvö kjör- tímabil, á undan Roosevelt, sem nú verður forseti í 16 ár. — Varaforseti verður Henry Truman. Roosevelt fjekk yfirgnæfandi meiri hluta og hafði er síðast frjett ist fengið 407 kjörmenn, en mótstöðumaður hans, Dew- ey, 124. Demonkratar vinna á í þingkosningum. Um leið og forsetakosning- arnar fóru og fram kosningar allra þingmanna fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings og 1/3 hluti öldungardeildarinnar var og kjörin nú. Atkvæðatölur, sem búið er að telja, sýna, að demonkratar hafa unnið á í kosningunum til beggja deilda þingsins. Demonkratar höfðu aðeins 4 fulltrúa meiri hluta í fulltrúadeildinni, eri nú er talið að þeir muni hafa um 28 fulltrúum fleiri. Síðustu tölur (um miðnætti í nótt) sýndu að demokratar höfðu unnið 74 þingsæti til fulltrúardeildarinn ar, sem republikanar höfðu áð- ur, en tapað fimm til repu- blikana. Síðustu atkvæðatölur í kosn- ingunum • til öldungadeildar sýndu, að demokratar höfðu fengið 17, en republikanar 8. I fylkisstjórakosningunum höfðu demokratar fengið 11 kosna, en republikanar 13. Taln ingu atkvæða er ekki lokið og verður ekki lokið að fullu fyrr en snemma í næsta mánuði í sumum fylkjum, sem ekki telja hermannaatkvæði fyrr. Frambjóðendurnir á kjördag. Roosevelt forseti dvaldi á sveitasetri sínu við Hudson- ána á kjördag. Var kona hans þar með honum og hinn heims frægi hundur hans, Falla. Framh. á 2. siðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.