Morgunblaðið - 09.11.1944, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.11.1944, Qupperneq 1
PATTON HEFUR SOKN VIÐ METZ MANNTJÓN 80 ÞÚS. í SV.-HOLLANDI ROOSEVELT ÁFRAM FORSETI U.SA. Bandaríkjamenn tóku S3 bæi við Metz London í gærkveldi: Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. AMERÍSKAR hersveitir, sem Patton hershöfðingi stjórnar, hafa í dag hafið nýja sókn milli Nancy og Metz ög þegar unnið tölu- vert á. Hafa hersveitir þess- ar náð á sitt vald 13 bæjum á þessum slóðum og sótt yf- ir Seille ána á þremur stöð- um. Sumar fregnir herma að Bandaríkjamenn hafi sótt framhjá Metz og sjeu að um- kringja þá borg. Bæirnir, sem fjellu. Borgirnar, sem hersveitir Pattons hafa náð á sitt vald, eru þessar: Rouves, Malau- court, Jalaucourt, Moyenwic, Noncourt, Milley-sur-Sylle, Abaucourt Vic-sur-Salle, Bez- ange-la-Pelite, Nomeney, Eply, Raucourt og Aulnois. C0 km. frá Saarbrucken. Einhver þýðingarmesti bær- inn 'af þeim, sem hersveitir Patt ons hafa náð, er Nomeny, sem er um 25 km. fyrir suðaustan Metz, við veginn, sem liggur til borgarinnar. Nomeney er urri 6Ó km.^frá hinu mikla þýska iðnaðarhjeraði Saarbrucken- Moenvic er um 50 km. suð- austur af Metz. Þessi sókn getur haft hina mestu þýðingu og bíða menn með eflirvæntingu eftir hvern- ig henni lýkur. Verkfalli skipa- smíðasveina afljefl SAMKOMULAG hefir nú orð ið um kaup og kjör skipasmíða sveina. Voru samningar undirritaðir s. 1. þriðjudag og voru þeir í flestum greinum þeir sömu og hjá járniðnaðarmönnum. Grunn kaupið er nú 169 krónur á viku 9ð meðtöldum viðhaldspening- um verkfæra, 11 kr. á viku eins og verið hefir. HENRIK S. BJÖRNSSON, fulltrúi íslands á UNRRA-þinginu í Montreal og dr. Daftary, fulltrúi Iran. Fulltrúar á þinginu sátu í stafrófsröð landa sinna. —• Henrik S. Bjömsson er fyrir nokkru kominn hcim og starfar nú sein deildarstjóri í utanríkis- ráðuneytinu. Hann vstr áður sendiráðsritari í WaShington. Danir eyðileggja þýskan flugvöll og 40 f lugvjelar London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. DANSKIR skemdarverkamenn hafa eyðilagt stærsta hern- aðarflugvöll Þjóðýerja og 40 flugvjelar, sem á vellinum voru. Skemdirnar á vellinum eru sagðar það miklar, að hann verði ekki nothæfur í langan tíma. Dönsku skemdarverkamenn- irnir eyðilögðu flugvjelaskýli, rennibrautir og verkstæði. Meðal annars, sem eyðilagð- ist á vellinum, voru verkfæri, sem notuð eru við flugvjela- viðgerðir. Eru þessi verkfæri með öllu ófáanieg og geta Þjóð verjar alls ekki bætl sjer upp það mikla tjón, sem þeir hafa beðið við þessi miklu skemdai'- verk danskra föðurlandsvina. Óeirðir á Sikiley. London: ítölsk varalögregla hefir verið send til Sikileyjar, en þar hafa að undanförnu ver ið miklar óeirðir. Hefir herlið skotið á verkfallsmenn í Paler mo og fjellu 19 menn, en 99 særðust alvarlega. Sagt er að alvarlegur matarskortur sje einnig á eynni. „Draugsrödd" spyr hvers vegna Hifler tali ekki London í gærkveldi. Illustendur þýska heimaút- varpsins heyrðu í kvöld „sterka draugsrödd“, sem spui'ði livað eftir annað: Ilversvegna talar Hitler eTvkif' Ilitler hefir öll stríðsárin haldið útvarpsræðu þann 8. nóvember í tilefni af hinni svo: nef ndu b j órkjall aruppreisn, nasista 1923. En í gærkveldi heyrðist ekkert í Hitler. í fyrra hjelt hann ræðu, sem síðar var útvarpað af plötu, þar sem hann kvatti bandamenn til að reyna að gera innrás á meginlandi Vörn Þjóðverja á hollensku eyj- unum þverrandi London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HERFORINGI í herráði Montgomerys marskálks skýrði blaðamönnum frá því að í bardögum í Suð- vestur-Hollandi hafi mann tjón Þjóðverja numið alls um 80.000 manns. Þar af hafa 40.000 verið teknir höndum og 40.000 fallið eða særst. Bandamenn hafa nú náð til- gangi sínum í Suðvestur-Hol- landi, sagði talsmaður Mont- gomerys. Við höfum unnið sig- ur á Þjóðverjum og hreinsað til á báðum bökkum Schelde og þar með opnað siglingaleið- iná til Antwerpen. Með þessu höfum við stytt víglínu okkar að verulegum mun og erum nú við Maasfljót og sumsstaðar komnir yfir það. Harðar orustur við Moerdijkhrú. Afar harðar oijjslur hafa staðið yfir við Moerdijkbrúna. Þar verjast um 300 Þjóðverjar í rammgerðum steinsteypuvirkj um. Bandamönnum tókst að vinna bug á tveimur stein- steypuvirkjunum og banda- menn hafa brotist í gegnum varnir Þjóðverjá á öðrum stað við Moerdijk. 300 Þjóðverjar eftir á Walcheren. A Walchereney eru nú einir 300 Þjóðverjar eftir, að því er talið er. Hafa Þjóðverjar þessir enga von um undankomu og aðeins tímaspursmál hvenær þeir verða upprættir. Rakettuárásir á Dunkirk. Typhoon-flugvjelar hafií* gert harðar árásir á stöðvar Þjóðverja við Dunkirk og vald- ið þar miklum spjöllum. 100 milljón króna lán. Frá norska blaðafulltrú- anum SYlAR liafa ábyrgst 100 milj. kr. lán til Norðmanna, á að nota það til þess að tryggja starfsemi Norðmanna í Svíþjóð næsta missiri. Demokratar vinna á í þing- kosningunum Washington í gærkveldi: Einkaskeyti til Morgunblaðsins FRANKLIN D. ROOSE- VELT verður áfram forseti Bandaríkjanna næstu 4 ár. Hefir enginn forseti í Banda ríkjunum verið lengur for- seti en 8 ár, eða tvö kjör- tímabil, á undan Roosevelt, sem nú verður forseti í 16 ár. — Varaforseti verður Henry Truman. Roosevelt fjekk yfirgnæfandi meiri hluta og hafði er síðast frjett ist fengið 407 kjörmenn, en mótstöðumaður hans, Dew- ev, 124. Demonkratar vinna á í þingkosningum. Um leið og forsetakosning- arnar fóru og fram kosningar allra þingmanna fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings og 1/3 hluti öldungardeildarinnar var og kjörin nú. Atkvæðatölur, sem búið er að telja, sýna, að demonkratar hafa unnið á í kosningunum til beggja deilda þingsins. Demonkratar höfðu | aðeins 4 fulltrúa meiri hluta í fulltrúadeildinni, ert nú er talið að þeir muni hafa um 28 fulltrúum fleiri. Síðustu tölur (um miðnætti í nótt) sýndu að demokratar höfðu unnið 74 þingsæti til fulltrúardeildarinn ar, sem republikanar höfðu áð- ur, en tapað fimm til repu- blikana. Síðustu atkvæðatölur í kosn- ingunum > til öldungadeildar sýndu, að demokratar höfðu fengið 17, en republikanar 8. í fylkisstjórakosningunum höf ðu demokratar fengið 11 kosna, en republikanar 13. Taln ingu atkvæða er ekki lokið og verður ekki lokið að fullu fyrr en snemma í næsta mánuði í sumum fylkj-um, sem ekki telja hermannaatkvæði fyrr. Frambjóðendurnir á kjördag. Roosevelt forseti dvaldi á sveitasetri sínu við Hudson- ána á kjördag. Var kona hans þar með honum og hinn heims frægi hundur hans, Falla. Framh. á 2. siðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.