Morgunblaðið - 09.11.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.1944, Blaðsíða 6
G MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 9. nóv. 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabðk. Þjóðin vildi samstarf EKKI ER minsti vafi á því, að Framsóknarmenn hafa fengið fulla vissu um það, í hinni miklu yfirreið um landið að undanförnu, að fólkið í sveitunum er engan veginn ánægt með framkomu þeirra. Hvernig á líka annað að vera? Þjóðin átti enga aðra ósk heitari en þá, að stjórnmálaflokkarnir bæru gæfu til að taka höndum saman um lausn vandamálanna. For- ystumönnum flokkanna var vel Ijóst, að þetta var vilji þjóðarinnar. Þetta kom greinilega í ljós á s. 1. sumri. Eins og menn muna, var það Sjálfstæðisflokkurinn, sem beitti sjer fyrir samstarfi allra flokka. í fyrstu var engin hrifning fyrir þessu meðal forystumanna Fram- sóknarflokksins. En þeir urðu þess brátt vísari, að þjóðin vildi samstarf og einingu. Þá fóru foringjar Framsóknar einnig að tala með og ljetu fyllilega á sjer skiljast, að þetta væri það sem þjóðin þarfnaðist nú framar öllu öðru. ★ Svo skeður það eftirminnilega fyrirbrigði mánudaginn 2. október, þegar 12 manna samninganefndin kemur sam- —-an á fund til þess enn á ný að reyna að bræða flokkana saman, þá rís formaður þingflokks Framsóknarflokksins upp og tilkynnir nefndinni að Framsókn sje hætt þessum viðræðum. Nú gat þessi framkoma Framsóknarflokksins verið skilj anleg, ef svo hefði verið, að Framsókn hefði viljað mynda þingræðisstjórn með öðrum hætti. Sumir Sjálfstæðis- menn töldu og þá, að svo væri. Sneri því formaður Sjálf- stæðisflokksins sjer þá samstundis til Framsóknarfl. og bauð honum stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum einUm. En því boði hafnaði Framsókn. ★ Stóðu nú málin þannig, að Framsóknarfl. neitaði að halda áfram viðræðum um myndun fjögra flokka stjórn- ar. Hann neitaði einnig að mynda stjórn með Sjálfstæðis- flokknum einum. Hjeldu svo viðræður áfram milli hinna flokkanna þriggja. Og þegar það var gert heyrum kunnugt, að þeir hefðu gert með sjer málefnasamning og ætluðu að mynda stjórn um hann, rjúka þingmenn Framsóknarflokksins af þingi og boða til æsingafunda'víðsvegar um landið. Svo brátt var þeim í brók, að þjóðin mátti ekki einu sinni fá að vita um hvað samið var, áður en Framsóknarmenn fóru að rægja hina væntanlegu stjórnarsamvinnu. ★ Þessi ofstopi fjell ékki í góðan jarðveg hjá sveitafólk- inu, sem þráði það heitast af öllu, að takast mætti að koma á stjórnmálafriði í landinu. En undrun sveitafólksins varð þó enn meiri eftir að plöggin voru lögð á borðið og það sá, hvðð um var samið. Þá kemur í ljós að hjer var ekki framin nein óhæfa. Síður en svo. Málefnasamningur ríHisstjórnarinnar sýndi, að gripið var einmitt á lausn þeirra mála, sem mest voru aðkallandi. Vinnufriður verður trygður í landinu og hafin skal stórvirk nýsköpun í atvinnulífi þjóðarinnar, svo að- eins sjeu nefnd þau atriði, sem snúa að framleiðslumál- um þjóðarinnar. ★ Þegar þjóðin hefir kynst málefnasamningi stjórnar- innar, verða þeir áreiðanlega margir úr hópi kjósenda Framsóknarflokksins, sem spyrjá leiðtoga flokksins: Hvers vegna gátuð þið ekki verið með í þessari stjórnar- samvinnu? Menn geta að sjálfsögðu verið misjafnlega trúaðir á, að ríkisstjórninni takist að framkvæma stefnuskrána. En um hitt geta ekki verið skiftar skoðanir, að ef stjórninni tekst að koma þeim málum fram, sem hún beitir sjer fyrir, mun nú hefjast hið glæsilegasta tímabil í atvinnusögu þjóðar- innar, tímabil, sem á engan sinn líka í sögunni. Er nokkur íslendingur til, sem ekki óskar þess í ein- lægni, að þannig verði það í reyndinni? Hjálpum Grikkjum MIKIÐ LÁN hefir fylgt okk- ur íslendingum í þessari styrj- öld. Mun seint gleymast dreng- lyndi það, er Bandaríkin og Bretland hafa sýnt okkur. Hinar Evrópuþjóðirnar, sem hingað til hafa sloppið við ógn- ir heimsstyrjaldarinnar hafa þó allar orðið að fórna miklu með ýmsu móti fyrir stríðsguðinn, allar hafa orðið að hervæðast nema við og verja til þess miklu fje, og flestar hafa orðið að leggja mikið á sig til að hjálpa bágstöddum flóttamönnum ná- grannaþjóðanna. Við, sem þetta land byggj- um, höfum að vísu fært nokkr- ar fórnir vegna styrjaldarinn- ar, þar sem við höfum mist marga ágæta menn og skip, en annars mega fórnir okkar telj- ast litlar samanborið við það, sem aðrar þjóðir hafa lagt fram. Okkar fórnir eru aðal- lega fólgnar í því, sem við höf- um ekki ráðið við, eins og skip- tapa vegna hernaðaraðgqrða, en við höfum ekki verið jafn framtakssamir og margar aðr- ar þjóðir, t. d. Svíar, um að láta fje af hendi rakna til þeirra, sem verst hafa farið út úr styjröldinni. Töluvert fje hefir safnast hjer til hjálpar bágstöddum Norðmönnum og einnig hefir nokkur hjálp runnið til Dan- merkur og Finnlands, en vel mundi fara á því, að við rjett- um einni þjóð enn nokkra hjálp, þótt hún sje fjarlægri og kunni í fljótu bragði að þykja nokkuð óskyld okkur. Gríska þjóðin mun nú vera ver stödd en nokkur önnur þjóð í Evrópu, því að vitanlegt er að ægilegur sultur hefir ríkt þar í landi í nærfelt þrjú ár og eru lýsingarnar, sem þaðan hafa borist, svo hörmulegar, að enginn myndi hafa trúað því fyrir nokkrum árum, að slíkt ástand gæti skapast á vorum tímum í Evrópu. Hjer er gömul menningar- þjóð, sem heimsmenningin á ef til vill meira að þakka en nokk urri annari. Þessi þjóð hefir háð harða baráttu fyrir sínu frelsi og komið hetjulega fram er á hana var ráðist á hinn sví- virðilegasta hátt í styrjaldar- byrjun. Mjer finst að það væri vel til fallið að frá hinu ný- stofnaða íslenska lýðveldi bær ist vottur um samúð til þessarar fornfrægu menningarþjóðar suður við Miðjarðarhaf. •— Þar sem svo vill til að við fram- leiðum fisk, sem er mikils met- inn sem góð fæða í Grikklandi, nefnilega saltfisk væri tilvalið að senda til Grikklands einn farm af saltfiski, sem vinar- gjöf frá íslendingum eða ísl. útgerðarmönnum. Væri þá upp lagt að S.Í.F. hefði forgöngu. Slík gjöf myndi áreiðanléga mælast mjög vel fyrir þar syðra, því að kunnugt er, að slík fæða er mjög eftirspurð og vandfengin þar. Saga okkar íslendinga ber með sjer, að við höfum verið lítt aflögufærir. Nú þegar við höfum endurheimt okkar fulla frelsi, er gaman að geta rjett fram höndina milliliðalaust og látið hana færa gjafir þeim, sem þeirra þarfnast mest og eiga þær best skilið. Þórður Albcrtson. ísland flugmiðstöð. í SVO að segja hverju ein- asta blaði, sem hingað hefir bor- ist upp á síðkastið frá Banda- ríkjunum og Bretlandi, eru birt- ar greinar um alþjóðaflugmál og framtíðarflugleiðir. í nærri hverri grein er minst á ísland. Það þarf ekki neinum blöðum um það að fletta, að Island verð- ur — og er raunar orðið — þýð- ingarmikil flugbækistöð á heims mælikvarða. Um Island munu í framtíðinni liggja fjölfarnar flug leiðir milli Ameríku og Evrópu. Það er löngu sannað, að Vil- hjálmur Stefánsson hafði á rjettu að standa, en Lindbergh mis- reiknaði sig. Flugfjelögin gera áætlanir. AMERÍSK og bresk flugfjelög eru þegar farin að gera áætlan- ir um Atlantshafsflug, og þau taka ísland með í áætlanir sínar. I nýkomnu Lundúnablaði er flugfjelagsins (Scottish Aviation sagt frá fyrirætlunum Skoska Co.). Það fjelag vill gera flug- völlinn í Prestwick að miðdepli alheims flugsamgangna. Blaðið segir frá því, að þetta flugfjelag hafi hugsað sjer næturflugferð- ir til New York með flugvjelum, sem hafa svefnklefa og sem taka 1. flokks póst og flutning. Ennfremur daglegar flug- ferðir frá Kanada og Bandaríkj- unum um Goose Bay, Grænland og Island. Með dagferðunum yrðu fluttir farþegar, 2. flokks póstur og flutningur. Flest hin stærri flugfjelög í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa svipaðar fyrirætlanir. Alþjóðaflugmála- ráðstefnan. Á ALÞJÓÐAFLUGMÁLA- ráðstefnunni, sem nú stendur yf- ir í Chicago, er rætt um flug- mál framtíðarinnar. Islenskum fulltrúum Var boðið á þá ráð- stefnu. Enn hafa litlar fregnir borist af ráðstefnunni, en vitað er þó, að fulltrúar hinna ýmsu landa eru ekki á einu máli um öll atriði, enda varla við því að búast, þar sem hjer er um mikið hagsmunamál viðkomandi þjóða að ræða. Vonandi tekst þó fulltrúunum á þessari ráðstefnu að koma sjer saman um framtíðarskipulag flugmála heimsins. 0 Þáttur íslendinga. ÞAÐ SEGIR sig sjálft, að skipu lag flugmála heimsins er mikið hagsmunamál okkar Islendinga. Við hljótum að verða virkir þátttakendur 1 þessum málum og taka á okkur skyldur, sem því eru samfara, en um leið hljót- um við að fá rjettindi. Áhugi mikill er fyrir flugmál- um hjer á landi. Tvö íslensk flug fjelög eiga nú 7 farþegaflutninga vjelar. Að minsta kosti ein þeirra, ef ekki tvær, er hægt að nota og verða notaðar til flugs milli íslands og útlanda. Fjöldi ungra manna er nú við nám í Bandaríkjunum við flug- nám allskonar. Sumir nema vjelatækni, aðrir ætla að verða flugstjórar og loks er að minsta kosti einn maður við nám í flug vallarekstri. Það ættu að verða nóg verkefni fyrir þegsa menn, þegar þeir koma heim að námi loknu. Það þarf að skipuleggja innanlandsflugið og flugið milli landa. Þegar okkur vex fiskur um hrygg' í þessum efnum, munu fleiri og stærri flugvjelar bæt- ast í hópinn. Við verðum að fara að í flug- málunum eins og í siglingamál- unum. Keppa að því að eiga okk ar farartæki sjálfir. En eftir hverju er beðið? í SAMBANDI við flugmálin og bollaleggingar um þau er ekki úr vegi að athuga mikils- vert hagsmunamál íslendinga, en það eru núverandi samgöng- ur milli Islands og útlanda. ís- lendingar verða einir allrá þeirra þjóða, sem í sambandi eru við bandamenn, að flytja póst sinn og alla farþega sjó- leiðis. Það þarf ekki að lýsa því, hvernig skipaferðir eru og hafa verið meðan á stríðinu hefir stað ið. Fyrir nokkrum dögum benti jeg á hjer í dálkunum, að við erum fyrir margra hluta sakir einangraðri nú en við vorum fyrir stríð. Erlendur póstur er margra vikna gamall og stundum íán- aðagamall, er hingað kemur, og menn, sem þurfa að fara til út- landa í nauðsynlegum erindum, neyðast til að velkjast á hafinu vikum saman. Hvað er í veginum fyrir því, að hægt sje að hefja fastar flug- ferðir um Island strax? Eftir hverju er beðið? Skortur á þvotta- vjelum. HÚSFREYJA, S. M. Ó. skrifar mjer um skort á þvottavjelum á þessa leið: ,,Mörg heimili hjer hafa beðið með óþreyju eftir þvf að geta fengið sjer þvottavjelar, en þær hafa ekki verið fáanlegar nú um hríð, og hefir það verið mjög bagalegt fyrir þau, einkum þau heimilin, er hafa fyarir ungbörn- um að sjá, því daglega þarf að þvo af þeim blessuðum, en heim ilin hjálparlítil í þeim efnum, ef nokkur er, og er þá mikill stuðningur að þvottavjel til þeirra hluta. Fullyrt er, að það sje vegna innflutningsbanns á þessari vöru tegund, að loku er nú skotið fyr ir það, að hægt sje að veita sjer hana, því talið er, að kaupmenn eigi nú slíkar vörusendingar úti, er þegar sjeu greiddar. Fáum við húsmæður lítið skil- ið, hvaða nauður reki til að banna frekar innflutning á þess- ari vöru en annari, er til hag- ræðis og þrifnaðar má verða fyr ir heimilin. Vonum við því fastlega, að úr þessu megi rætast hið fyrsta, og treystum hinni nýju ríkisstjórn, er góðar vonir standa til, að greiða þarna fyrir eftir föng- um“. Blaðadreifingin. KAUPENDUR Morgunblaðs- ins í sumum hverfum í bænum hafa kvartað yfir því, að blaðið komi seint til þeirra og að van- skil sjeu á því. Þetta er rjett, því miður. En nú virðist vera að rætast úr vandræðunum að fá fólk til að bera blaðið til kaup- enda. Fólk er að sjá, að blaðaút burður er tilvalin aukavinna fyr ir unglinga og eldra fólk. Ennþá vantar þó fólk tiL að bera út í nokkrum hverfum. Afgreiðsla Morgunblaðsins svarar öllum fyrirspurnum þessu aðlútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.