Morgunblaðið - 09.11.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 9. nóv. 1944. Minningarorð um Bjargmund Guðmundsson MIÐVIKUDAGINN 2. þ. m. andaðist að heimili sínu, Bakka á Vatnsleysuströnd, öldungur- inn Bjargmundur Guðmunds- son, bóndi þar. Hann var fædd ur 29. júlí 1860 og varð því rúmlega áttræður. Það má segja um þennan mikla atorkumann, að ekki fór mjög mikið fyrir honum, út í' frá, fremur en mörgum öðrum mönnum sem einbeita kröftum sínum í ákveðnum tilgangi á ákveönum stað. Hann tók við örlillum túnskika, sem lá undir ágangi sjávar og umhverfis var grátt og úfið hraun, með litlum leirflögum og lyngræmum milli hraunanna, — en þó lang mest af storknuðu og brunnu grjóti. Það var ekki álitlegt land til ræktunar. En með ódrepandi kai’lmensku og þreki rjeðisl Bjargmundur á hraunið. Þar voru fá verkfæri, í fyrstu að minsta kosti, nema sterkar hendur og fastur, ákveðinn á- setningur. En ekkert af þessu skorti Bjargmund og smátt og smátl breyttist urðin í sljett og fagurt tún og matjurtagarða og upp komust snotur og vel bygð íveruhús og peningshús. Ekki var því að fagna, að hann gæti gefið sig óskiftan að jarðabót- unum, vinnan fyrir daglegu brauðí tók mestan hinn venju- lega starfstíma. Sjóróðrar á ver tíðum og kaupavinna norður í landi sumar eftir sumar, um langa hríð. — En mestallur sá tími, sem aðrir nota til hvíldar og skemtana var hjá Bjarg- mundi varið til baráttu við grjólið og lil þess að hlynna að nýgræðingnum. Oft var sofið lítið. Starfsgleði hans og starfs- þrek var með fádæmum, fram- farahugur hans og framsækni ódrepandi og entisl honum mik ið lengur en kraftarnir, þótt miklir væru og endingargóðir. Svo hafa sagt mjer jafnaldrar hans, að á yngri árum hafi aldrei sjeð á honum þreyta, hvorki á sjó nje landi. — Oft bar hann mold á bakinu langar leiðir, til þess að þekja með berar klappirnar á landi sínu. Aldrei var hann óvinnandi og ælíð hafði hann ný áform um framkvæmdir á prjónunum, alt fram til síðustu stundar. Hann átti erfitt með að sætta sig við það, að kraftarnir væru þrotnir og lífsstarfinu lokið, svo var hugurinn mikill til athafna og starfs. — Hann var dyggur maður í þjónustu lífsins, í spor- um hans þróast gróður jarðar, — iðjagræn tún og nytjajurtir þar sem áður var grjót og auðn. Jeg held að fáir ættu frekar skilið en Bjargmundur á Bakka að við hann væri nú sagt: „Þú dyggi þjónn, þú varst trúr yfir litlu, gakk þú nú inn í íögnuð herra þíns“. — Bjargmundur var ekki hár maður en mjög þrekinn, fríður maður og góðmannlegur, greind ur vel og framúrskarandi áreið anlegur í öllum viðskiftum, fasllyndur og trygglyndur. Hann kvongaðist ekki, en systir hans, Jódís, var bústýra hjá honum. Einn pilt ólu þaU upp, frænda sinn, Guðbjart Jónsson, dreng góðan og hinn efnileg- asta mann, er varð ellistoð þeirra. Þorsteinn Jónsson. Kristniboðsíjelag kvenna 40 ára — Ruhr Framh. af bls. 7. hinna sameinuðu þjóða, gæti Ruhr orðið fyrsta og mikilvægasta tilraun Ev- rópu til alþjóðlegs sam- starfs. Ef framleiðsla hjer- aðsins væri skynsamlega skipulög og í samræmi við þarfir Evrópuþjóðanna í framtíðinni, gæti Ruhr orð- ið jafnvægispunktur í við- skrftum heimsins og upp- spretta allsherjarvelmegun ar. Auðvitað má deila um það, hvort þetta sje heppi- legasta lausnin, en enginn vafi getur leikið á því, að engin sú friðaráætlun getur blessast, sem ekki tekur til lit til hinnar geysilegu getu Ruhrhjeraðsins, bæði til góðs og ills. í DAG, 9. nóvember, eru lið- in 40 ár síðan frú Kirstín Pjet- ursdóttir, kona síra Lárusar Halldórssonar fríkirkjuprests, stofrtaði Kristniboðsfjelag kvenna í Reykjavík. Frú Kirstín hafði kynst fje- lagssamtökum kvenna í Dan- mörku til stuðnings kristniboði, er nefnast Kvindelige Missj- ons Arbejdere. Þeim sendi fje- lagið í Reykjavík tillög sín fyrstu tíu árin, eða til þess tíma er Islendingar eignuðust sinn eigin kristniboði. Frú Vilhelmína Bartels var fyrsti gjaldkeri fjelagsins, en frú Anna Thoroddsen, systir frú Kirstínar ritari. Þriðja syst irin, frú Kristjana Pjelursdótt- ir, var einnig í mörg ár einn áhugasamasti meðlimur fjelags ins. Það gefur að skilja, að slíkir meðlimir eru hverjum fjelagsskap hin bestu meðmæli. Forstöðukonur Kristniboðs- fjelags kvenna hafa auk stofn- andans verið frú Helene Hall- dórsson, frú Anna Thoroddsen, frk. Kristín Sæmunds, frú Guð rún Lárustíóttir, frú Dagbjört Guðmundsdóttir og frú Unnur Erlendsdóttir. Af stofnendun- um er aðeins ein kona enn á lífi, frú Valgerður Helgason. Fjelagið minnist hennar langa og trúfasta slarfs með þakk- læli á 40 ára afmæli sinu, með því að hún verður í dag kjörin heiðursmeðlimur. , Kristniboðsfjelag kvenna hef ir unnið mikið starf, þó að ekki hafi það látið mikið á sjer bera út á við, heldur starfað í kyr- þey. Án þess hefði kristilegt sjálfboðastarf hjer á landi ver- ið fátæklegra að miklum mun. Það er meðeigandi kristniboðs- hússins „Belaníu“ (Laufásvegi 13), og stendur að fjölþættu kristilegu starfi sem þar er rek ið. Fjelagið er í sambandi ís- lenskra kristniboðsfjelaga, sem kostar síra Jóhann Hannesson til starfs í Kina og tvo ferða- prjbdikara hjer heima. Síðast- liðið ár sendi sambandið 75 þús króna til Kína, lil styrktar starfi síra Jóhanns og norskra kristn- boðsins þar, sém hafa ekki not- ið neins stuðnings frá Noregi síðan landið var hernumið- En 55 þús. kr. er búið að senda það sem af er þessu ári. Kristniboðsfjelag kvenna í Reykjavík er elsti starfandi kristniboðsfjelagsskapurinn hjer á landi. Það mun nú fáum kunnugt, að fyrsta kristniboðs- fjelagið hjer var stofnað á sjálfri þjóðhátíðinni á Þingvöll um 5.—7. ágúst 1874, samkv. tillögu frá Gunnari prófasti Gunnarssyni (bróður Tryggva Gunnarssonar), eins áhugasam asta og færasta manns ís'lensku prestastjettarinnar um þær mundir. (Áhuga sinn fyrir kristniboði mun hánn hafa fengið af að lesa „Kristileg smárit“ síra Jóns lærða á Möðrufelli). Malthías Jochums son vikur að þessu í frásögu sinni um þjóðhátíðina í „Þjóð- ólfi“ 12. ág. 1874, en, þar segir: „Fullstofnað var og fest með samtökum kristniboðsfjelag það, er Þingeyingar hafa ný- stofnað að ráði hins nýsálaöa skörungs þeirra, Gunnars pró- fasts Gunnarssonar. Fyrir á- skorun Eggerts, bróður Gunn- ars prófasts, gengu í það allir þeir prestar, sem komnir voru saman og margir aðrir“. Ekki er nema eðlilegt að fje- lagsskapur þessi lognaðist brátt ( , út af, eins og trúarlífinu var ! þá háttað hjer á landi, þar sem Gunnars prófasts naut ekki | lengur við. Hvert álit menn j höfðU á honum, kemur skýrt í Ijós í erfiljóoum Matthíasar eftir hann, en eitt vei’sið í þeim er á þessa leið: ,,Guðleg sól á Gunnars leiði geislum slafa þú öld af öld úr háu heiði helg og mild sem nú! Því jeg hygg á þúsund árum þjóðar vorrar brann ljós þitt ei á eríitárum eftir betri mann“. Meðal þeirra, sem sátu þjóð- fundinn voru þrír menn í blóma lífsins, sem urðu hug- fangnir af draumi Gunnars pró fasts um „að stofna kristiboðs- fjelag á sjálfu Lögbergi, þeim hinum sama slað, þar sem kristin trú var á sínum ííma lögtekin“. Það voru þeir Odd- ur V. Gíslas’on, síoar prestur að Stað í Grindavík, Jens Páls- son, síðar prestur á Utskálum og í Görðum og Jóhann Þor- kelsson, síðar dómkirkjuprest- ur í Reykjavík. Hjer er ekki rúm til að segja frá afskifíum þeirra af málinu. Þeir og ýms- ir aðrir mætustu menn presta- stjettarinnar sáu um það, að upp frá því fjell kristniboðs- málið ekki í gleymsku ,á landi hjer. Undirtektirnar voru ein- atl daufar. Þeir urðu fyrir mikl um vonbrigðum hjá sínum eig- in stjettabræðrum, eins og ráða má af eftirfarandi orðum úr grein eftir síra Odd V. Gísla- son: „ . . . sömu andmælum sætir kristniboðsmálið allsstaðar. — En það heldur áfram eftir sem áður. Sannkristnir menn munu ekki svíkja frelsara sinn. — Guð hefir opnað lönd heiðingj- anna á vorum dögum, svo að vjer náum til þeirra hvarvetna og þessi öld er sannkölluð kristniboðsöld. Og afskiftaleysi Islendinga af kristniboðinu alt til þessa, er prestunum að kenna. Ytra trúboð geta leik- menn stutt fyrir prestunum og ættu að gjöra það. Kristniboðs- starfið heldur áfram um heim allan og ísland skerst ekki til lengdar úr leik“. Þessi spá rættist 12 árum síðar, þegar trygð var veruleg og varanleg þátttaka af hálfu íslendinga í kristniboði með stofnun Krislniboðsfjelags kvenna í Reykjavík, 9. nóv. 1904. Ólafur Ólafsson. Slöðugar árásir á þýskar olíuhreins- LONDON í gær: — Flug- sveitir bandamanna hafa í dag haldið áfram árásum á o!íu- h reinsunarst.öðvar Þ, jóð verja. Árásirnar voru gerðar á Leuna-stöftina, Homl)urg í Ruhr, Merseburg og víðar. Bamlaríkjamenn inistu 5 spreng.juflugvjelar í árásum á Merseburg og Múnster og 42 orustuflugvjelar. Talið er að meiri hluti orustuflugvjelanna, 1 sem ekki komn til bækistöðva sinna, hafi lent á landi, sem bandamenn ráða yfir. X-5 4( Effir Roberf Slorm I PR£í=*ER BArTL£ &OND& ! E3V TME WAV, MOW'5 TMí CkOP COMINO, OM VOUP OLD FAR.M ? BEEN OUT TWERE SINCE 1—2) Tucker: — Viltu ekki snaps, kunningi? Jeg er vel múraður. — Chuck: — Nei, þakka þjer fyrir, hr. Tucker ... snaps er ágætur, en ... Svo við tölum um annað, hvaða náungar eru það, sem eru sestir að á gamla býlinu þínu. Hafa þeir verið þar síðan þú seldir? — Tucker: — Já, það er nú meiri skömmin. 3—4) Tucker: — Þessir fjandans nýju eigendur láta jörðina níðast niður. Núna gætu þeir átt 100 skeppa af korni í sátum. — „Líkist einhver þeirra þessum hjerna?“, spurði Chuck og rjetti Tucker mynd af Blákjamma. — Tucker: — Já, það er nú fínn maður; hann ljet mig hafa bensínskömtunar- seðla. — Chuck: — Já, hann er vinur þinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.