Morgunblaðið - 09.11.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.1944, Blaðsíða 10
10 MORGTJNBLAÐIÐ Fimtudagur 9. nóv. 1944. ,,Ef það hefði ekki verið mín vegna, hefði Jóhanna aldrei verið myrt“, hjelt hún áfram, án þess að hlusta á hann. „Zelía vissi það, en jeg vildi ekki hlusta á hana“. „Zelia?“ endurtók Jeff vand ræðalega. „Áttu við gömlu kerl inguna — kynblendinginn? — Hún var elliær og hálf sturl- uð“. Hann lagði hönd sína á öxl hennar. „Sjáðu nú til, væna mín. Þú verður að vera hug- hraust. Þú áttir enga sök á dauða Jóhönnu. Þú verður að losa þig við þessa heimskulegu sektartilfinningu þegar í stað. Og það, sem einu sinni er lið- ið, verður aldrei aftur tekið. En það, sem við eigum nú fyr- ir höndum, er að ljóstra upp um morðið“. Hún vætti varirnar. „Þú get ur það ekki, Jeff. Þú sagðir sjálfur, að þú gætir ekkert sann að. Það myndi enginn trúa þjer“. Jeff hleypti brúnum. Andar- tak lá við, að hann ljeti hug- fallast. Hvernig átti hann að geta kært Nikulás? Hver myndi taka mark á orðum fá- tæks sveitalæknis gegn vold- ugum ljensgreifa? Jeff myndi stofna eigin mannorði í hættu, viðurkenna, að hann hefði ver- ið hafður að leiksoppi. Fyrst yrði hann að stríða við að fá líkið grafið upp, og að því loknu vissi hann ekki einu sinni, hvort hann fyndi nokkr- ar menjar eitursjns eftir svo lángan tíma. En hann gæti auð- vitað hæglega komist að því. Honum datt Francis læknir í hug. Hann myndi áreiðanlega ekki telja eftir sjer að hjálpa honum. En setjum nú svo, að þeir fyndu engar menjar eit- ursins? Þá gætu þeir ekkert annað. Þeir hefðu ekki önnur sönrrunargögn en nokkrar tví- ræðar blaðsíður í dagbók, og Jeff var nógu vel heima í lög- unum til þess að gera sjer grein fyrir, hvað Nikulás myndi gera við þær. En alt í einu datt honum Magda 4 hug — þjón- ustustúlka Jóhönnu. Þégar hann1' hugsaði sig betur um, sannfærðist hann um, að hana hefði einnig grunað eitthvað. Hún hafði sjeð Nikulás gefa Jóhönnu hunangskökuna. Ef til vill væri hægt að hafa upp á henni og nota hana sem vitni. Hún var án efa með Katrínu í Albany. Jeff andvarpaði þungan, því að alt í einu datt honum í hug, að Katrín og Miranda myndu auðvitað flækjast í málið líka. Hann hafði ekki litið á það frá þeirri hliðinni. Það yrði vitan- lega litið á Miröndu sem vit- orðsmann. Miranda hafði athugað Jeff þegjandi. Hún sá angistarsvip- inn á andliti hans, og misskildi hann. „Já“, sagði hún. „Það er ekki hægt að sigra Nikulás. Hann er sterkari en allir aðr- ir“. „O, ætli hann sje ekki mann legur eins og við hin“, svaraði Jeff reiðilega. „Og jeg skal sjá um, að hann hljóti verðskuld- aða refsingu fyrir svívirðilegt morð. Jeg hikaði aðeins þín vegna, Miranda. Þú mátt ekki fara aftur til Nikulásar“. „Jeg á skilið að þjást líka“, sagði hún. „Jeg giftist honum“. „Kjáninn þinn litli!“ hrópaði Jeff, frá sjer af reiði. „Er óst þín til hans svo blind, að þú gerir þjer ekki grein fyrir, að þú stofnar þjer í beina lífs- hættu með því að fara aftur til hans? Skeð getur, að hann fái einhvern tíma leið á þjer. Þú verður ekki altaf ung og fögur. Og þú hefir, ekki frem- ur en Jóhanna, getað fullnægt hinni brjálæðiskendu löngun hans eftir syni. Setjum nú svo, að hann fyndi aðra konu — eins og hann fann þig, eða þú stæðir á einhvern hátt í vegi fyrir hinni takmarkalausu valdafýkn hans — dettur þjer í hug, að hann myndi þá hika við að ryðja þjer úr vegi?“ Hann sá, að óttaglampa brá fyrir í augum hennar. Hún vissi alt í einu, að hann sagði satt. „Hvað get jeg gert?“ hvíslaði hún. Hann sá, að hún var að því komin að láta bugast, svo að hann varð að hugsa fyrir hana. „Hvenær kemur Nikulás aft- ur?“ spurði hann. „Annað kvöld“, hvíslaði hún. Guði sje lof, hugsaði Jeff. „Þú verður að vera farin frá Dragonwyck, áður en hann kemur aftur“, sagði hann. „Þú skalt ganga frá farangri þín- um í kvöld. Hafðu Peggy með þjer. Farðu svo með bátnum í fyrramáli til New York, og þegar þangað kemur, ferðu beina leið heim til Francis læknis“. Hann gekk að skrif- borðinu og hripaði nokkrar línur á brjefmiða _,og fjekk henni. Hún kinkaði kolli og tók .við miðanum. „Francis læknir gætir þín, þangað til jeg kemst sjálfur til borgarinnar. Það er ógjörning- ur að láta þig fara heim til Greenwich, því að Nikulás leit ar fyrst að þjer þar“. ,,Já“, ansaði hún lágt. „Jeg skil þig. En hvað ætlar þú — hvað getur þú gert, Jeff?“ „Þegar þú ert komin á ör- uggan stað, fer jeg heim að Dragonwyck og segi Nikulási frá uppgötvun okkar“. „Ertu ekki hræddur?" spurði hún í hálfum hljóðum. Jú, í raun rjettri er jeg dauð hræddur, hugsaði Jeff með sjer. Hann var á því hreina með, að fyrsta verk Nikulás- ar myndi verða að reyna að ryðjá honum úr vegi, og hvar stæði Miranda þá? Hann vissi, að hún myndi aldrei geta bar- ist ein við Nikulás. En Jeff var ekki hræddur um sitt eigið líf. Það voru erfiðleikarnir á því, að kæra Nikulás og óvissan um það, hvernig hann myndi snú- ast við kærunni, sem hann ótt- aðist mest. En alt í einu datlx honum snjallræði í hug. „Á morgun fer jeg beina leið til fylkisstjórans“, sagði hann, „og fæ honum málið í hendur“. Miranda stóð á fætur. Jeff lagði handlegginn utan um hana, og andartak hallaði hún sjer að honum. „Vertu hughraust, ástin min“, sagði hann blíðlega. Hún rjetti úr sjer og gekk fram að dyrunum. Þar sneri hún sjer við og um varir henn- ar ljek gleðivana bros. „Hughraust, já —“, sagði hún. „Jeg verð að vera nógu hughraust til þess að horfast í augu við þá staðreynd, að ást mín — og allir mínir draum- ar — voru illir“. XXI. KAPÍTULI. Nikulás kom ekki aftur að Dragonwyck daginn eftir, eins og hann hafði ætlað. Hann kom þangað kl. 5 þennan sama dag. Hann hafði verið fljótur að ljúka erindum sínum í New York. Solomon Bronck, um- boðsmaður hans, sem var sár- hryggur yfir því, hve lítinn á- huga Nikulás virtist hafa á Jjví að græða peninga, hafði sagt við hann:.„Það er hjer dálítið af peningum, sem jeg hefi enn ekki ráðstafað, hr. Van Ryn. Mynduð þjer kæra yður um að kaupa hlut í nýja áætlunar-, bátnum, „Maríu Clinton“? Eig andinn vill selja. Hún fer fyrstu ferð sína til Albany á föstudaginn kemur. Það. er sagt, að hún sje hraðskreiðasti báturinn hjer um slóðir“. Nikulás leit upp. „Er hún hraðskreiðari en „Reindeer“ og „Utica“?“ Bronck hleypti brúnum. „Jeg veit það ekki, herra minn. En jeg vona, að hún reyni ekki til þess að fara í kappsiglingu. Jeg hefi megna óbeit á kapp- siglingum. Þær eru hættuleg- ar fyrir farþegana. Hugsa sjer allan þann fjölda, sem fórst með „Svölunni“. — Nei, kapp- siglingar eru ósiðleg skemtun“. „Jæja, finst yður það?“ sagði Nikulás, og örlítið háðsglott ljek um varir hans. „Mjer finst aftur á móti mjög hrcssandi að taka þátt í kappsiglingu'k Bronck roðnaði, því að greini legt var, að húsbóndinn leit á hann sem lítt karlmannlegan hugleysingja. Ef maðurinn vill endilega taka þátt í einhverri æsandi skemtun, hvers vegna getur hann þá ekki fundið eitt- hvað, sem er ekki hættulegt fyr ir aðra? hugsaði hann reiðilegá. „Jeg ætla að líta á bátinn", ságði Nikulás og reis á fætur. „Ef mjer líst vel á hann, kaupi jeg harin“. Þegar Nikulás var farimj, þurkaði Bronck sjer um . enn- ið með rauðum silkivasaklút og stundi þungan. Jeg vildi, að jeg hefði aldrei minst á þennan bölvaðan bát við hann, hugs- aði hann. Það hafði verið eitt- hvað í svip Nikulásar, sem hafði mint á sturlaðan mann. En þótt Bronck hefði átt Jífið að leysa, hefði hann ekki get- að skýrt frá því, hvað það var. Ef Loftur gfetur bað ekki — þá hver? Undrablómið egyptska Æfintýr eftir H. De Vere Stackpoole. 11. Svo stakk hann hendinni í vinstri vasa gamla manns- ins, en fann þar engan túlípana, bara falskar tennur. J>á leitaði hann í vestisvösunum, en þar var aðeins blýants- stubbur og eldspýta. í hinum vösunum var ekki neitt. Þá, og þá fyrst, tók hann eftir því, að svolítill pappírs- miði var í lófa gamla mannsins. Hann tók miðann og las: „Jeg ljet undan hungurkvölunum og át túlípanann. Jeg dey í friði. — Van Houten”. ,,Æ, mikil skelfing”, tautaði van Dunk. Svo fór hann að gráta, að sumu leyti vegna hins glat- aða undrablóms, og líka vegna hinna hrvggilegu örlaga fjelaga síns, og örlítið vegna hennar Júlíönu sinnar. Sum- ir hefðu skilið líkið eftir, en það gerði* ekki hann van Dunk. „Þetta var mesti mentamaður Hollands”, sagði hann við sjálfan sig, „og til Hollands skal hann aftur fara, svo hjálpi mjer Hafiz”, hrópaði hann til Arabans. „Hjálpaðu mjer að setja hann á bak úlfaldanum“. „Puff”, sagði Arabinn og svo sbttu þeir van Houten gamla á bak úlfaldans og lögðu af stað yfir eyðimörkina heimleiðis til Cairo. Komust þangað eftir góða ferð. Þegar þangað kom, fór van Dunk til E1 Kobir, en hann var mesti snillingur borgarinnar í því að smyrja lík. Hon- um sagði van Dunk, að hann óskaði eftir að fá dyggilega búið um lík vinar síns og það smurt, og spurði um lægsta verð. "' ' E1 Kobir heimtaði tvö hundruð og níutíu krónur minst og tóku þeir svo að þrátta um verðið. Hjeldu þeir áfram allan daginn og um sólarlagsbil, var verðið komið niður í þrjátíu krónur og tíu aura. Og um nóttina smurði E1 Kobir lík van Houtens, en þar sem honum fannst sjer illa borgað, þá vandaði hann sig heldur lítið. Síðan vár líkið sett í kistu og þrem mánuðum seinna var van Dunk kominn með hana heim til Hollands. En nú var van Dunk í einkennilegum kringumstæðum, því allir peningar hans voru uppeyddir. Húsið hans, garð- urinn hans og kýrin, sem van Gogh hafði málað af því- líkri snild, — allt var þetta farið, allt komið í magann á van Houten gamla. — En van Dunk grjet ekki einu sinni, vegna þess að allar hans eigur höfðu farið í þágu góðs vinar. ÁKAFUR, írskur föðurlands vinur, seím til allrar óhamingju var orðinn 41 árs, reyndi að fá upptöku í herinn. En þótt liðþjálfinn sæi, að hann myndi verða ágætur hermaður, gat hann ekki tekið við honum vegna þess, að hann mátti ekki taka eldri menn en 38 ára. „Heyrðu kunningi", sagði liðþjálfinn, „ertu viss um, að þú munir rjett aldur þinn? Farðu heim núna og athugaðu þetta nákvæmlega og komdu svo aftur á morgun“. Daginn eftir kom írinn. „Jæja“, sagði liðþjálfinn, „hvað ertu þá gamall?“ „Jeg hafði rangt fyrir mjer í gær“, sagði maðurinn glað- lega, „jeg er aðeins 38 ára; það er mamma gamla, sem er 41“. ★ EINU SINNI sat franski stjórnmálamaðurinn Talley- rand í veislu á milli Madame de Stael og, Madame Récamier, sem var fræg fyrir fegurðar- sakir. Madame de Stael, sem kvenleg fegurð var ekki sterk- asta hlið, var mjög afbrýðis- söm í garð þessa fagra keppi- nautar síns og þessvegna lagði hún þá spurningu fyrir Talley- rand, hvorri hann myndi fyrr bjarga, ef þær væfu að dsukna báðar. Hann velti fyrst vöng- um, en sneri sjer síðan að Mme de Stael og sagði: „Madame, þjer kunnið að synda“. EITT SINN á dögum August- usar keisara (63 f. Kr. •—■ 14 e. Kr.) kom ungur maður til Rómaborgar. Hann var svo lík ur keisaranum, að um annað var ekki tíðréeddara í borg- inni. Þetta barst keisaranum til eyrna og ljet hann koma með manninn til sín. „Hefir móðir þín nokkurn tíma verið í Róm?“ spurði keis arinn. „Nei“, svaraði drengurinn, „en faðir minn hefir verið þar“. ★ GRANT hershöfðingi var þekktur fyrir fastheldni sína. Er hann náði einhverjum stað á sitt vald, þá slepti hann hon- um aldrei aftur. Lincoln var eitt sinn að tala um þetta við Butler hershöfðingja og sagði þá: „Þegar Grant Hershöfðingi hefir einu sinni náð einhverj- um stað, heldur hann í hann eins og hann hefði erft hanri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.