Morgunblaðið - 10.11.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. , 227. tbl. — Föstudagur 10. nóvember 1944. Isafoldarprentsmiðja h.£ Chúrchiil segir AD SIGRA ÞJÓDVERJA KOSTAR ÝTR USTU ÁREYNSLU BANDAMANNA Johannes V. Jensen ter Nobelsverð- launin London í gærkveldi: Fregn f rá Stokkhólmi í kvöld hermir, að ákveðið hafi verið í dag að veita danska rithöfund inum Jóhannes V. Jensen, bókmenntaverðlaun Nobels fyr ir árið 1944. — Reuter. Her Pattons sækir á London í gærkveldi. Á Vesturvígstöðvunum er það helst tíöinda, að her Patt- ons heldur uppi sókn sinni á Metzsvæðinu og er sóknin háð á uni 50 kni. víglínu. Hafa orustur verið'harðar í dag, og .nenn Pattons sótt nokkuð cram, tekið fáein þorp. Annarsstaðar á vígstöðvun- uin er mjög lítið barist, helst við Moerdijk, þar sem Þjóð- verjar verjast enn í stein- steypuvirkjum vestan Maas- fljótsins, en Pólverjar sækja að ])eim. Á Waleheren verjast ,um 200 Þjóðverjar enn á stað, iþar sem ilt er að komast aðl þeim. Allmiklar loftárásir voru gerðar á Þýskaland í dag, og, flugvjelar studdu einnig lánd. her bandamnnna. — Þjóðverj- ar segjast hafa skotið hinum nýjum skeytum sínum á Lond- on og einnig svifsprengjum. Þingíundir hefjasl í dag ÞINGFUNDIR hefjast á ný í dag. Fundur hefst í Sþ. kl. 1VZ. Fyrsta mál á dagskrá er rann- sókn kjörbrjefs, og er það vegna þess, að nýr þingmaður tekur nú sæti á þingi. Er það Ásmundur Sigurðsson kennari frá Reyðará í Austur-Skafta- felsssýslu. Hann er annar vara- þingmaður fyrir Sósíalistaflokk inn og tekur sæti Sigurðar Thor oddsen, sem fór á flugmálaráð- stefnuna í Ameríku. Sænskir sjálfboða- liðar iil að berjasi í Noregi! AFTONTIDNINGEN í Stokk hólmi skrifar um, hvort sænsk ir sjálfboðaliðar muni gefa sig fram til að berjast í Noregi. —¦ Blaðið segir m. a.: „Það er ekki neinn vafi á, að bæði ríkisstjórn in og þjóðin vill hjálpa Norð- mönnum, eins og Finnum var hjálpað. En það verður að ske á þann hátt, að hlutleysi Sví- þjóðar verði ekki brotið. Það er hinsvegar ekki brot á hlut- leysi, að hvetja unga Svía til að berjast í Noregi". De Gaulle hvefur til löghlýðni og samheldni London í gærkveldi. Dé Gaulle hershöfðingi h.jell ræðu í París í dag fyrir miklum mannfjölda og talaði, aðallega um ])ann uppsteit og deilur, sem orðið hafa í land- inu áð undanförnu.- ¦— Lagði hann ríkt á það við menn, að koma á fót öruggri löggæslu, þannig að enginn gæti vaðið uppi þvert ofan í lögin, og áminti hershöfðinginn einnig menn -um það, að tefja ekki fyrir endurreisn þjóðarinnar, en það gerðu þeir með því, að taka flokk þann er þeir tilheyrðu fram fyrir þjóðar- heildina. ¦— Reuter. Rúmenar ákærðir. London: Útvarpið í Moskva hefir tilkynnt, að teknir hafi verið höndum 23 háttsettir Rúmenar, að tilhlutun vopna- hljesnefndar bandamanna og er þeim gefið hitt og annað að sök, meðal annars að hafa myrt rússneska borgara. Eru meðal hinna ák'ærðu ráðherrar, landstjórar, lögreglustjórar og dómarar. r Asmundur Skákmeisfari Isiam l'JRSLITAKEPNIN í einvigi þeirra Baldurs Möller og Ás- niundar Ásgeirssonar var tefld í gærkvöldi og fóru leikar svo að Ásmundur gerði jafntefli við Báldur og vann þar með titilitm ,,Skákmeistari íslands 1944". Ásmundur vann fjórar skák ir og gerði þrjú jafntefli, hlaut 51/4 vinning. — Baldur vann þrjár skákir og gerði þrjii jafntefli, hlaut 4^2 vinn- ing. Pi'sliti^skákin hófst s. 1. suniradag og eftir 42 leiki var skákinni frestað. — 1 gær- kvöldi hófst hún að nýju og eins og fyrr getur varð hún jafntefli eftir mjög. harða og spennandi kepitt. Ilafði svart þá leikið 79 leiki. Ásmundur Ásgeirsson var „Skákmeistari Islands" árið 1931, 1933 og 1934. Baldur Möller var „Skák- meistari Tslands" árið 1938, 1941 og 1943. — Yerður því Asmundur skákmeisari í 4 sinn. Mikið heíir unnist á líðandi árí London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. „VJER stöndum nú við þröskuld Þýskalands, og það mun taka ýtrustu áreynslu, hvern snefil af styrkleika þeim og fórnum, sem Bretar, Bandaríkjamenn og Rússar geta lagt fram, að sigrast á hinni örvæntingarfullu mót- spyrnu Þjóðverja. Jeg get ekki annað en beðið ykkur um að leggja alt sem hægt er á ykkur, þrátt fyrir það, þótt nú hafi stríðið staðið í fimm ár". Þannig mælti Churchill, er hann hjelt hina árlegu ræðu sína í boði borgarstjór- ans í London í dag. Churchill talaði í hálfa klukkustund. Hóf hann mál sitt á því að minnast hinna fimm ára, sem styrjöldin hefir staðið. Sagði hann að er maður liti til baka, fyndist manni þessi tími stundum svo óralangur, en stundum nær því ekki neitt. Kampavín loftleiðis. London: Nýlega hafa fundist hjer í einu af úthverfum borg- arinnar 1000 flöskur af kampa víni. Voru flöskurnar á auðu svæði, nærri ibúðarhúsum nokkrum, og er talið, að þeim hafi verið smyglað loftleiðis frá meginlandinu, en innflutnings- tollurinn hefði numið stórfje. Nokkrir amerískir flugmenn hafa verið yfirheyrðir. Sigrar ársins. Síðan drap Churchill á sigra ársins '43 og sagði að þótt þeir hefðu verið miklir, þá væru þeir þó ekkert á móti sigrum yfirstandandi árs. Taldi Churc- hill þvínæst upp höfúðborgir þær, sem Þjóðverjar hefðu ver ið reknir úr á þessu ári. — Við- staddir í veislunni voru þeir König hershöfðingi, stjórnandi Parísarborgar og borgarstjór- inn í Bruxelles og minntist Churchill þeirra hlýlega. Churchill sagði að allir banda menn Þjóðverja hefðu snúist gegn þeim á árinu, nema Ung- verjar, og herir óvina Þjóðverja stæðu nú á þýskri grund bæði í austri og vestri. Kafbátahættan engin. Kafbátahættuna kvað Churc- hill algjörlega um garð gengna, að minnsta kosti í bráðina. — Sagði hann frá því, að í einum mánuði þessa árs, hefðu þýskir kafbátar ekki sökkt einu ein- asta skipi bandamanna, fyrr en síðasta daginn, þá sökktu þeir einu. Kvað Churchill nú ógur- legan lofthernað rekinn gegn Þjóðverjum og væri von um að ófriðurinn gæti endað árið 1945 Teheranfundur. . Churchill minntist á ráð- stefnu Stalins, Roosevelts og hans sjálfs í Teheran, og sagði, að nú væri tími til kominn, að önnur slík ráðstefna yrði hald- in, hún gæti stytt þjáningatíma þá, sem nú gengju yfir mann- kynið. Sagðist Churchill búast við slíkri ráðstefnu allbráð- lega, þar sem útlitið fyrir því að hún yrði haldin hefði stór- um batnað við úrslit forseta- kosninganna í Bandaríkjunum fyrir skemstu. Bandaríkjamenn. Churchill hrósaði mjög Bandaríkjamönnum í sambandi við kosningarnar, og kvað það mjög erfitt að láta þær fara vel fram, án þess að slaka á hernaðarátakinu, en þetta hefði tekist prýðilega, og væri heilla- óskir Deweys til Roosevelts, eft ir að úrslitin voru kunn, ágætt fordæmi upp á það, hvernig andstæðingar í stjórnmálum ættu að haga sjer. Kvað hann Breta eiga fjölda vina í báðum hinum miklu stjórnmálaflokk- um Bandaríkjanna. Styrjaldaryfirlit. Síðan vjek Churchill máli sínu að styrjöldinni og rakti at- burði þá, sem þar hafa gerst, það sem af er árinu. Baráttan um Holland. Síðan lýsti Churchill barátt- unni um ' Suðvestur-Holland, sem hann sagði að hefði líka verið afar hörð, og manntjón , bandamanna þar mikið. Gætu , nú bándamenn brátt farið að i nota höfnina í Antwerpen, sök um baráttu þessarar. Brot af því, sem kemur. > Churchill kvað þessar miklu j orustur þó aðeins brot af þeim sem í vændum væru. Banda- menn stæðu við þrepskjöld Þýskalands, og yrðu þéir allir, Bretar, Bandaríkjamenn og Rússar að leggja fram hvern snefil af þreki og fórnarlund, sem þeir ættu til, ef sigrast ætti á hinni ofstækisfullu mót- spyrnu Þjóðverja, sem aldrei hefðu verið jafn einhuga um að verjast, og nú. Væri því ekk- ert fyrir menn að gera, annað en leggja alla krafta sína fram enn um hríð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.