Morgunblaðið - 11.11.1944, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.11.1944, Qupperneq 1
16 síður 31. árgangur. 228. tbl. — Laugardagur 11. nóvember 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f TANGARSÓKN PATTONS TIL METZ Churchill skýrir frá nýja þýska leynivopninu Það flýgur um háloftin London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. CHURCHILL, forsætisráðherra Breta, gaf í dag í neðri málstofunni skýrslu um hið nýja leynivopn Þjóðverja, rakettusprengjuna, eða V—2, sem þýska herstjórnin sagði j fyrst frá fyrir tveim dögum síðan, og kvað Churchill j nokkrar vikur hafa liðið síðan srengjur þessar byrjuðu fyrst að falla á breska grund. Ekki mikið tjón enn. Churchill kvað sprengjur þessar, sem væru knúðar af rakettum, hafa fallið víðsvegar í Bretlandi, en tjón hefði ekki orðið mjög mikið enn af þeirra völdum. Hann sagði sprengi- magn þeirra svipað og flug- sprengjanna, en hinsvegar færu þær dýpra í jörðu, svo loftþrýslingurinn næði ekki eins langt um kring, en eyði- leggingin værýhinsvegar mikil á staðnum, sem sprengjan fjelli á. Fara harðar en hljóðið. Churchill sagði að sprengjur þessar færu afar hátt í loft upp, alt upp í háloftin, eða um 100 km. í loft upp og væri fallhraði þeirra því ógurlegur, færu þær hraðar en hljóðið, og heyrðist því ekki til þeirra, er þær kæmu til jarðar og væri ekki hægt að gera menn vara við hættunni. Höfðu lcngi vitað um V—2. Úrslitabarállan um Leyte-ey hafin Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Ilerir Barídaríkjamanna og Japana á Leyte-ey, Fiiipseyj- um, eru nú að búast til úr- slitabardaganna um eyna, og getur þar leikið á ýmsu, hver úrslitin verða. Má svo fara, að Japanir bíði slíkt afhroð, að þeir geti ekki varið syðri hluta Filipseyja. Hins vegar munu Japanar gera alt, sem þeir geta, til þess að ná eynni aftur, eða að minstakosti gera amerísku herjunum ómögu- legt að hafast þar við. Japan- ar á eynni hafa allmikið af stórskotaliði og öðrum vjel- knúnum hertækj-um, og er ekki hægt að búast við auð- unnum sigri fyrir Bandaríkja menn. Churchill kvað Breta lengi hafa vitað um vopn þetta, eins og hann hefði áður getið í ræð- um, en eftir að byrjað var að skjóta því að Bretlandi frá ýms um stöðum, t. d. Walcheren-ey, hefði ekkert verið um það get- ið um nokkurn tíma, svo Þjóð- verjar fengju ekki upplýsingar af fregnum Breta um það. Þjóð verjar höfðu skotið skeytunum í nokkrar vikur, áður en þeir skýrðu frá þeim sjálfir. — Bað Churchill alla vinna að því að Þjóðverjar fengju engar upp- lýsingar frá Bretum. Ennfrem- ur sagði Churchill að vera mætti að Þjóðverjar gætu auk- ið á skotlengd V—2, þótF banda menn tækju svæði þau, sem því er nú skotið frá. Flugvirki yflr Þýskalandi í gær London í gærkveldi. Um 750 flugvirki, varin 600 orustuflugvjelum gerðu í dag árásir á Frankfurt- og Köln- svæðin í Vestur-Þýskalandi. Mótspyrna í lofti var engin, en loftvarnáskothríð hinsveg- ar hörð. 27 sprengjuflugvjel- ar og 6 orustuflugvjelar komu ekki aftur, en ekki er þó tal- ið að allar þessar vjelar hafi, farist. Munu sumar hafa lent í hlutlausu landi, eða í Aust- ur Frakklandi. — Reuter. Búslóð Lavals seld á uppboði. London: Húsgögn Lavals og borðbúnaður, sem geymt var í sveitasetri hans nærri Clemont Ferrand, hefir verið selt á upp- boði. Söluverðið var 118.000 ísl. króna. Frjettamaður fellur. London: Blaðamaður Dávid Lardner, 25 ára að aldri, son- ur hins kunna ameríska rit- höfundar Ring Lardner, beið nýlega bana, er bifreið hans sprakk í loft .upp skamt frá Aachen í Þýskalandi. Rákst bif reiðin á jarðsprengju. HoHendlngar krefj- asl þýsks íand- ■m' Fer hann aflur III Cairo! Lausafregnir herma, að Casey, nú landsstjóri í Bengal, en áð- ur ráðgjafi Breta í Cairo, muni fara þangað aftur og taka við embætti Moyne lávarðar, sem myrtur var á dögunum. Bretar æíla aS stofna öryggismála- ráðuneyti London í gærkveldi. I dag var samþykt við aðra umræðu í neðri málstofu breska þingsins að stofna sjerstakt ráðuneyti, sem fara skuli með trygginga- og ör- yggismál. •— Urðu nokkrar umræður og gagnrýndu all- margir þingmenn stjórnina fyrir að þetfa gengi of seint, slík'um málum þyrfti strax að koma í besta og fullkomn- asta horf. — Gert er ráð fyrir að hraðað verðið nú stofnun' ráðuneytisins, — ráðherra, skipaður og starfsmenn. Reuter. London í gærkveldi: Hollenska stjórnin hefir lýst því yfir, að hún muni krefjast nokkurs-þýsks landsvæðis eftir styrjöldina, til skaðabóta fyrir skemdir, sem Þjóðverjar hafi valdið í landinu. — Breska stjórnin hefir þegar lýst því yf ir, að þeir muni styðja sann- gjarnar landakröfur Hollend- inga á hendur Þjóðverjum. Framsóknin nemur ait að 39 km. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. FREGNRITARAR vorir með her Pattons síma í kvöld, að herinn hafi yfirleitt sótt allhratt fram í dag, þrátt fyrir illviðri, bæði hríð og regn, og sótt mest fram um rúma tuttugu km. Hafa þeir rofið eina samgönguleið Þjóðverja milli Metz og Strasburg. Hafa þeir unnið mest á fyrir norðan borgina. Stefnir Patton tangarsókn að Metz, og eru um 30 km- milli fylkingar- armanna. Roosevelt vill hilta (hurchill og Stalín London í gærkveldi: Mikill fögnuður var í Was- hingtorí í dag, er Roosevelt kom þangað í fyrsta skifti, eftir kosningarnar, og var borgin fánum skreytt. Er Roosevelt kom til Ilvíta húss- ins, talaði hann við blaða- menn og sagði þeim meðal annars, að hann hefði mikinn áhuga á því, að fundur gæti bráðlega orðið, þar sem þeir ræddust við, Churchill, Stalin og hann sjálfur. — Ekki kvað Roosevelt enn verá byrjaðan neinn undirbúning að slíkum fundi, enda myndi hann held- ur ekki segja blaðamönnum frá því, þótt svo væri. — Reuter. Bandamenn taka Forli London í gærkveldi' Hersveitir úr áttunda hern- um breska tóku í dag Forli, allmikinn hæ á Italíu. Hafa Þjóðverjar fært varnarstöðv- ar sínar, norður fyrir á eina, sern rennur nokkru fyrir norð an borgina. í Forli kom að- eins til bardaga í nyrstu út- hverfum bæjarins. — Annars- staðar á Italíu er fí-ekar lítið barist, og éi’u það rnest könn- unarsveitir, sení eigast við. Sífeid skolhríS á Anlwerpen London í gærkveldi. Þýska herstjómin segir frá því í dag, að Þjóðverjar hafi alla tíð síðan Antwerpen, hafnarborgin mikla í Belgíu gekk þeim úr greipum, skotið á borgina og hafnarmann- virki hennar svifsprengjum og einnig hinum nýju rakettu- skeytum, í því skyni að ónvta hafnarmannvirkin. Þar sem Bandaríkjamenn hafa komist yfir Mosellefljótið, en þar eru bardagar harðastir, hafa þeir tekið virkið Königs- macher, en Þjóðverjar tilkyntu seint í kvöld, að þeir hefðu náð því aftur af Bandaríkjamönn- um í gagnárás. Þarna eru bar- dagar mjög ákafir. • Fengu liðsauka. Bandaríkjamenn hafa fengið tvö skriðdrekaherfylki til við- bótar við þau sex fótgönguliðs- herfylki, sem þeir höfðu áður á þessum vígstöðvum, og styrkir það mikið sóknina. — Als hafa þeir tekið um 30 bæi og þorp í þessari nýju sókn sinni. Mótspyrnan ekki mjög hörð. Syðst á vígstöðvunum hefir mótspyrna Þjóðverja ekki ver- ið nema í meðallagi hörð og lítt verið beitt skriðdrekum af þeirra hálfu. Þegar veður hef ir leyft, hafa flugvjelar banda manna stutt herinn í sókninni. Framsóknin hefir gengið í lot- um og ekki verið .stöðug, vegna þess, að þurft hefir víða að yf- irvinna ramger virki. Skothríð við Maasfljótið. Við Maasfljótið í Hollandi eru nú engir fótgönguliðsbar- dagar. Eru nú hinir andstöðu herir sinn á hvorum fljótsbakka og skjóta hverir á aðra af fall- byssum. Hefir sú skothríð ver- ið mjög hörð í allan dag. Olíudeilan í Iran London í gærkveldi: Stjórnin í Iran (Persíu) hefir sagt.af sjer, og er talið að þetta standi í sambandi við deilu. sem risið hefir vegna olíumála þar í landi. Stjórnin ákvað fyrir nokkru, að leyfa engar ívilnanir um útflutning á olíu, fyrr en eft- ir að ófriðnum væri lokið, en Rússar fóru fram á slíkar í- vilnanir nokkru síðar. Neitaði stjórnin því, og virðist svo að Bretar og Bandaríkjamenn hafi verið samþyktir ákvörð- un stjórnarinnar um olíumál- in, en hiin hefir verið gagn- rýnd mjög af rússneskri hálfu að undanförnu. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.