Morgunblaðið - 11.11.1944, Síða 2

Morgunblaðið - 11.11.1944, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. nóv. 1944, Hámarksverð bóka Verðlagsstjóri svarar Finni Einarssyni bóksala Styrkir Rokkefellers- stofnunin rannsóknar- stöð að líeldum í ftfos- fellssveit? MEIRI HLUTI fjárveitinganefndar flytur í Sþ. svohljóðandi þingsályktunartíllögu: FINNUR EINARSSON bók- sali ritar enn grein í Morgun- blaðið 8. nóv., sem mun vera ætlað að vera gagnrýni á eftir- litið með verði bóka. í grein- ihni er borið saman verð ým- issa bóka pr. örk, komist að þeirri niðurstöðu, að það sje ekki ávalt hið sama, og það talið sönnun fyrir handahófs-* vir.nubrögðum af hálfu verð- lagseftirlitsins. Jafnvel þeim, sem aldrei hafa komið nærri bókaútgáfu, tilýtur að verða ljóst við ör- lifcla umhugsun, hvílík flónska það . er að gera samanburð á verði bóka án þess að hafa um leið hliðsjón af stærð upplags þeirra. Útgáfukostnaðurinn vex ekki hlutfallslega við aukningu up'plags, svo að bækur, sem gefnar eru út I stóru upplagi, geta verið tiltolulega miklu ó- dýrari en hinar, sem gefnar eru úfc i litlu upplagi. I grein sinni ber Finnur Ein- ar.sson saman verð ýmissa bóka ári þéss að geta þess, að munur kunni að vera á stærð upplags verslun og bókaútgáfu að at- vianu, getur varla verið svo skyni skroppinn, að honum sje ekki ljóst, að slíkur sanlanburð ur er markleysa ein. Hjer er því líklega um vísvitandi til- raun að ræða til þess að halla rjefctu máli. Upplag bóka þeírra, sem um er rætt í grein- inni, hefir í rauninni verið mjög misstórt, svo algjörlega eðlilegt er, að á þeim sje nokk- tn: verðmunur, þótt ekki væri tekið tillit til annara atriða. Auk þess getur ýmis útgáfu- kostnaður auðvitað orðið mis- hár við bækur, sem eru jafn- stárar, og ætti vissulega að vera óþarfi að benda bóksala* ofíar en einu sinni á jafn aug- ljósa hluti. Auk þess eru í greininni fjöl margar rangfærslur. Það er rarsgt, að útgáfa Heimskringlu sje nákvæm endurprentun á ■eldri útgáfu, svo að engin rit- laún hafi þurft að greiða. Staf- set'ningu hefir verið breytt. Hann ber saman sjerstaklega vandað skinnband á Heims- kringlu og rexinband á annari bók og fer rangt með verðið á bandinu á Heimskringlu. Um verðið á umræddu skinnbandi, sem hann telur verðlagseftir- litið hafa gert mjög rangt í að s.i nþykkja, er það að segja, að um það band varð ekki dæmt úfc.frá verðskrá Bókbindarafje- logsins. svo að valinkunnur fagmaður var fenginn til þess að.áætla kostnaðarverð þess, og satnþykkið á verðinu miðað við það. Má Finnur Einarsson kalla sJikfc handahófsvinnubrögð, ef honum sýnist. Það er algjörlega rangt, að útgefandi bókarinnar „Hver er maðurinn?“' hafi orðið að „standa í margra vikna stappi við verðlagsyfirvöldin“ um verðið á bók sinni. Þegar hann fór fyrst fram á samþykki á verði hennar, var málið af- greitt meðan hann beið á skrif- stofunni. Hins vegar vildi eft- irlitið siðar ekki umsvifalaust heimila honum nokkra hækk- un á bókinni vegna kostnaðar- liða, sem ekki hafði verið get- ið um upphaflega, og heldur ekki staðfesta það verð á bandi, sem farið var fram á, enda gilda um það fastar reglur. Út- gáfa þessarar bókar tafðist að sjálfsögðu ekkert vegna þessa. Síðan bókaeftirlitið komst í fast horf nokkru eftir áramót- in 1943/44, hefir verið stuðst við ákveðnar reglur við sam- þykki á verði bóka, og hefir að sjálfsögðu hið sama verið lát- ið gilda um sambærilegar bæk ur hjá hvaða útgefanda sem er, þótt verð á einstökum bókum pr. örk geti engu að síður orðið nokkuð misjafnt af ástæðum þeim, sem áður greinir. Þeim, sem það kynna sjer, verður á- reiðanlega ljóst, að síðan bóka- eftirlitið var hafið, hefir verð bóka lækkað verulega, en það er auðvitað kjarni þessa máls. Þrátt fyrir það er þó ekki vit- að, að eftirlitið hafi hamlað heilbrigðri bókaútgáfu. Verðlagseftirlitinu er þökk á skynsamlegri og rökstuddri gagnrýni. Af hálfu menningar fyrirtækja eins og þeirra, er bókaútgáfu stunda, hefði og ekki átt að vera von á nema slikri gagnrýni, þótt hana hafi ekki verið að finna í greinum Finns Einarssonar. Auk þess hefði úr þessari átt einna sist mátt búast við, að hún yrði sett fram með nokkrum ó- menningarbrag, svo sem átt hefir sjer stað um þessar greinar. Sveinbjörn Finnsson. Met í flugi til Indlands London í gærkveldi. Bresk Mosquitoflngvjel setti nýlega nýtt, mjög glæsilegt með 'í flugi frá Englandi til Jndlands. Var flugvjelin að- eins 16 klst. 34 mínútur frá flugvelli einum í Suður-Eng- landi og þar til hún lenti á. flugvellinum við borgina Ivarachi í Indlandi. Talinn var með tími sá, er fór í það, að koma við á tveím stöðnm í leið inni og taka eldsneyti. — Reuter. Uppþot í Gyðingalandi. London: Aðalráð Zionista í Gyðingalandi hefir samþykt, að beíta sjer með öllum ráðum gegn þeim Gyðingum, sem vegna öfgafullra skoðana fremja uppþot og ofbeldisverk, en mikið hefir verið um slíkt í landinu að undanförnu. SVfinningarorð ÞANN 6 september and- aðist að Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, ekkjan Guð- , björg Guðmundsdóttir, sem lengi bjó að Öndverðarnesi á Snæfellsnesi. Guðbj.örg var fædd á hvítasunnudagsmorg- un 14. maí 1864, að Dagverð- arnesi á Skarðsströnd 1 Dala- sýslu. Hún var dóttir hjónanna sem þar bjuggu, þeirra Pálínu Pálsdóttur og Guðmundar Sig- urðssonar. Ung fluttist Guð- björg með foreldrum sínum fil Keflavíkur við Hellissand á Snæfellsnesi. Fluttist hún það- an aftur með foreldrum sín- um Kvíjabryggju í Eyrarsveit og þaðan aftur að Hnausum undir Kirkjufelli, í sömu sveit. Bjuggu foreldrar hennar var í 8 ár, þar til þau fluttu að Efri- Lág í Lárplássi. • Sýnir þetta hvað best, hvað fátækir ein- yrkjar áttu þá við bág kjör að búa á þeim árum, þar sem þeir þurftu að hrekjast efnalausir stað úr stað við hin erfiðustu skilyrði. Þegar Guðbjörg var 21 árs að aldri, fluttist hún að stórbýl- inu og höfðingjasetrinu Hrapps ey á Breiðafirði. Sagði hún þeim, er þessar línur ritar, að þar hefði hún notið mestrar sólar, sem hún naut í lífinu. Árið 1896 fluttist hún til Ól- afsvíkur og hinn 10. sept. það sama ár giftist hún þar manni sínum, Óia Magnúsi Arngríms- syni, formanni og útvegsbónda, hinum mesta atorku- og ágæt ismanni í hvívetna, sem reynd ist henni hinn umhyggjusam asti og tryggasti lífsförunaut- ur. Árið 1901 fluttist hún með manni sínum að Öndverðarnesi í Breiðuvíkurhreppi og bjuggu þau þar í 20 ár, fluttust þau þá á Hellissand og það sama ár andaðist maður hennar þ. 10. apríl 1921. Þeim hjónum varð 6 barna auðið og eru 2 þeirra á lífi. Guðbjörg heiiin var hin mesla atorkukona. Hún var um hyggjusöm móðir, kona og hús móðir. Síðan hún misii mann sinn, hefir hún dvalist að mestu leyti hjer í Reykjavík. Hún var söngelsk og hafði yndi af ljóðum og öðrum skáldskap enda sjálf vel hagorð kona. — Hún var með afbrigðum bók- hneigð og naut * með sýnilegu yndi lesturs góðra bóka. Hún var trúkona mikil og gæUi þess mjög siranglega að á heimili hennar væri viðhafður almenn ur hugvekju og húslestur. Það olli henni mikillar hrygðar, er hún fyrir sex árum misti sjón ina og gat þá ekki lengur lesið Jónsposlula, en bót var henni Framh. á hls. 7. „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að verja af tekju afgangi yfirstandandi árs alt að 750 þús. krónum til þess að koma upp rannsóknarstöð í bú- fjársjúkdómum á Keldum í Mos fellssveit, enda komi jafnhátt ’framlag á móti annarsstaðar að“. Þingsályktunartillaga þessi var rædd á Álþingi í gær. Pjetur Ottesen hafði fram- sögu f. h. meirihluta nefndar- innar, sem flytur tillöguna. — Hann skýrði frá því, að fýrv. atvinnumálaráðherra hefði rit- að fjárveitinganefnd brjef og farið fram á að nefndin flytti þetta mál inn í þingið, þar eð líkur væru fyrir því að Rocke- fellerstofnunin í Bandaríkjun- um myndi veita f je til rannsókn arstöðvarinnar, alt að helmingi stofnkostnaðar. Fjármálaráðherra, Pjetur) Magnússon gaf eftirfarandi upp lýsingar í málinu: Kostnaðaráætlun um bygg- ingu rannsóknarstöðvar á Keld um var gerð á s. 1. sumri. Það var Björn Sigurðsson læknir sem samdi þá áætlun, en hann er þessum málum kunnugastur. Eftir stjórnarskiptin átti jeg tal við Björn um málið og skýrði hann mjer þá frá, að áætlunin hafi verið gerð í flýti og þyrfti að endurbæta hana. Bað jeg Björn að athuga áætlunina og gerði hann það og fjekk jeg á- ætlunina frá honum í siðustu viku. Reyndist hún talsvert hærri en hin fyrri, þannig, að heildarstofnkostnaðurinn er á- ætlaður 1.9 milj. kr. í stað 1.5 milj. Þessi endurskóðaða áætl- un var strax símuð ræðismanni Islands í New York og lagt fyr ir hann að koma henni til Rocke fellersstofnunarinnar. Jeg tel því nauðsynlegt, að heimildin í þingsályktunartillögunni um framlag ríkisins verði talsvert hærri, eða alt að 1 milj. kr., því að kostnaður við byggingar munu einnig verða hærri en á- ætlað var. Jeg mun við síðari meðferð málsins koma á frgm- færi tillögu um, að þessu verði breytt. Jeg býst einnig við, sagði fjár málaráðh. ennfremur, að fjár- veitinganefnd áætli reksturs- kostnaðinn (15—16 þús.) of lágt. En þótt svo reyndist, má ekki setja það fyrir sig, ekki síst þegar þess er gætt, að á fjár lagafrv. eru veittar IVz milj. kr. til sauðfjárveikinnar, án þess þó að þar væri nokkuð tek ið fyrir rætur veikinnar. Með slíkri rannsóknarstöð, sem hjer ætti að reisa, yrði reynt að kom ast fyrir rætur fjárpestanna. Jeg tel sjálfsagt að slík tilraun verði gerð og ekki megi setja það fyrir sig, þótt af því leiði einhvern aukinn kostnað. P. O. þakkaði ráðherra fyrir ágætar undirtektir í málinu og fyrir það, sem hann hefði unnið til heillavæns framgangs þess. Till. var því næst vísað til síðari umræðu. Þýsk veðuralhug- anastöð eyðilögð á Grænlandi Yfirstjórn ameríska flughers ins tilkynnti nýlega, að flugher inn hefði eyðilagt þýska veð- urathuganastöð á'Austur-Græn landi og er þar með álitið, að upprætt hafi verið hin síðasta leynistöð þar um slóðir. Stöðv armenn voru annaðhvort tekn ir höndum eða drepnir, og eng inn komst undan. Alt frá stríðsbyrjun hafa Þjóð verjar haft mikinn áhuga á Austur-Grænlandi, hinum ó- bygðu ströndum, þar sem þeir höfðu áætlanir um bækistöðv- ar, en að því að talið er, komu þeir aðeins nokkrum veðurat- huganastöðvum þar á fót, en nóg hafa mennirnir í stöðvum þessum haft af varnarvopnum. En þeir urðu að mestu að lifa af landsins gæðum. Til þess að finna og eyði- leggja þessar óvinastöðvar á Grænlandsströndum, stofnuðu Bandaríkjamenn sjerstaka her flokka, sem fóru með strönd- um fram og hjeldu vörð á ströndunum, og var dönskum ríkisborgurum heimilt að ganga í sveitir þessar, og munu allir þeir veiðimenn, sem í Austur- Grænlandi dvöldu, hafa geng- ið sem sjálfboðaliðar í strand- varnaliðið ameríska, og margir veiðimannanna unnu ýms frægðarverk. Menn muna, t. d. að Bandaríkjamenn sæmdu þrjá danska strandlögreglu- menn heiðursmerkjum fyrir hreysti. Hafði einn þeirra látið líf sitt í bardaga, en heiðurs- merkin voru veitt fyrir hreysti við að taka flokk Þjóðverja höndum. — (Frit Danmark). Skipstjórinn fjell. London: Þegar sprengikúla hitti foringjaskip áströlsku flotadeildarinnar í sjóorustunni við Filipseyjar á dögunum, varð hún stjórnanda skipsins að bana, en særði hættulega flotaforin^jann, er flotadeild- inni stjórnaði. Götuljós tendruð á ný í London. London í gærkveldi: Ákveðið hefir verið, að kveikt verði nú aftur á nokkru af götuljósum Lundúnarborgar, en það hefir ekki verið gert síðan tveim dög um áður en styrjöldin hófst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.