Morgunblaðið - 11.11.1944, Síða 5

Morgunblaðið - 11.11.1944, Síða 5
Laugardagur íl. nóv. 1944. MORGUNELAÐIÐ 5 0 IJr é lc g ti in hægt að Mrj®£ Srá MSþinffi: ©rft fram á sætta viniiii og veginn — tr f jármagn? ALÞINGI er nú á ný komið saman til funda eftir hálfs- mánaðar fundahlje. Mun hin nýja ríkissttjórn hafa nolað það tóm sem henni var veitt með þessari frestun þingfunda til athugunar og undirbúnings ýmsum málum. Var því þessi þingfrestun sjálfsögð og eðlileg, enda vel tekið af þorra þing- manna og almenningi í land- inu. Ur álögum. VEGNA þeirra atburða, sem gerst hafa síðan síðasta Brjef frá Alþingi var ritað, er rjett að litast nokkuð um áður, en horfið er að umræðum um ein- stök þingmál. Alþingi hafði, er það kom saman til funda 1. sept. s.l. ver- ið í nær tveggja ára álögum. Þessi illu álög voru þau, að þingið hafði ekki þennan tíma getað myndað ríkisstjórn að stjórnskipulegum hætti. Þess vegna sat í landinu ríkisstjórn, skipuð utanþingsmönnum, án siuðnings eða atbeina einstakra þingflokka eða þingsins í heild. Tilvist ríkisstjórnar þessarar var sjálfskaparvíti Alþingis. —. En sjálfskaparvítin eru verst. Er þessum orðum ekki beint að þeim einstaklingum, sem stjórn ina skipuðu, heldur því ástandi, sem skapaði hana og hjelt henni við. Allar líkur benda til þess, að ef þetta ástand hefði haldist enn langa hríð, hefði það haft hinar háskasamlegustu afleið- ingar fyrir allt þingræðisskipu lagið. Það hefði óhjákvæmilega þurft að gera verulegar breyt- ingai- á stjórnslcipulögum lands ins í þá átt, ^em meginþorri þjóðarinnar enn þá telur ó- heppilega. En Alþingi hafði fullan hug á að rjetta hlut sinn og gæta skyldu sinnar. Öllum þorra þingmanna sveið sú niðurlæg- ing, er þingið óneitanlega hafði leitt yfir sig. Og öll þjóðin krafðist þess, að stjórn yrði mynduð, helst á sem víðtæk- ustum grundvelli, þ. e. að helst allir flokkar þingsins stæðu að henni. En þrátt fyrir %tveggja mán- aða samningatilraunir nú í hausl, tókst ekki að mynda allra flokka stjórn. •— Þessir samningar voru nokkuð með sjerstæðum hætti. Þar virtist lengstum hvorki geta dregið sundur nje saman. Flokkarnir ræddust við, flokksfundir voru haldnir nærri því daglega, en árangurinn, það sem að var stefnt, var alltaf órafjarlægt. •— Þingmönnum lá við örmagnan í þessari leit að því, sem menn hjeldu að allir vildu finna, en alltaf var þó hulið einhverri óræðri hulu, sem duldi kjarna málsins of lengi. En sá kjarna málsins var sá, að einn hinna fjögra flokka, ann- ar stærsti þingflokkurinn, var í raun rjetlri mótfallinn því, að samkomulag næðist um allra flokka stjórn. Þegar þessi stað- reynd varð ljós fyrir yfirlýs- ingu formanns þingflokks Framsóknarmanna og ennfrem ur höfðu verið gerðar árang- urslausar tilraunir af hálfu Sjálfstæðisflokksins til þess að ná samkomulagi um stjórnar- myndun þessara tveggja flokka, var andrúmsloftið altt annað. Menn vissu allt í einu hvar þeir stóðu. Afleiðing þess varð sú, að Alþingi tókst á skömmum tíma að leysa sig úr hinum ömur- legu álögum, sem haustið 1942 hafði lagt á það og hvorki ein- stæð sameiningaralda lýðveld- isstofnunarinnar nje síðar mánaða samningatilraunir um fjögra flokka stjórn, höfðu megnað að hrinda. Það var mynduð þingræðisstjórn í land inu, studd af öflugum þing- meirihluta. Eyðimerkurgöngu íslensks þingræðis var a. m. k. í bili lokið og kröfum um myndun þingræðisstjórnar að því leyti fullnægt. Horft fram á veginn. HVER SÁ, sem á hlutlægan hált, virðir fyrir sjer þjóðmála baráttu tveggja síðustu ára meðal Islendinga, hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu, að þar haft fyrst og fremst gætt togstreitu um stundarhags- muni. Þegar frá er skilin sú einróma ákvörðun þjóðarinnar, að stofna alfrjálst lýðveldi á íslandi, verður ekki hjá því komist að viðurkenna, að hún hafi þennan tíma horft meira niður fyrir tær sjer, en fram á veginn. Deilan um laun og af- urðaverð hefir setið í öndvegi. Um framtíðarhag og grundvöll efnalegs sjálfstæðis í framtíð- inni hefir minna verið hugsað. Stefnuyfirlýsing hinnar nýju ríkisstjórnár markar tímamót í þessum efnum. Þar er megin- áhersla lögð á að snúist verði að framkvæmd framtíðarmála jafnhliða því, að reynt sje að tryggja þjóðinni öryggi á líð- andi stundu. Ber vissulega að fagna þeirri stefnubreytingu. Framtíð íslensku þjóðarinnar, eins og margra annara smá- þjóða, er um þessar mundir nær „óráðin gáta, fyrirheit“. — En því betur, sem þjóðin uggir að sjer, því betur sem hún sjálf býr sig undir að mæta fram- tíðinni, því meiri líkur eru til þess að þau fyrirheit, sem hún gefur sjálfri sjer, rætist. En fögur fyrirheit eru lítils virði, jafnvel þótt færð sjeu í búning ítarlegra málefnasamn- inga og stefnuyfirlýsinga. — Vissulega má segja þetta með miklum sanni. Það, sem mest veltur á, er að einlægur vilji til drengilegs starfs lig^ til grundvallar slíkum samning- Um. Þegar samningar eru gerð- ir verða aðiljar jafnan að byggja á því, að svo sje. Ef trúna á það brestur, er samn- ingurinn trauðla gerður. Að þessu leyti er málefna samningurinn, sem hin nýja ríkisstjórn er mynduð um, svip aður flestum öðrum samning- um. Framkvæmd hans er háð því, að aðiljar hans starfi sam- an að drengskap og víðsýni. — Auðna hlýtur að ráða um það, hvort hann verður pappírsblað eitt eða grundvöllur víotækra umbóta á atvinnuhögum og af- komu íslendinga. Sátt vinnu og fjármagns. ÝMSIR líta með nokkurri tortrygni til samstarfs milli hinna andstæðu flokka, sem að ríkisstjórninni standa. Er það e. t. v. ekki með öllu óeðlilegt. En flesíum kemur þó saman um það, að þessi tilraun hafi verlð nauðsynleg og vænta að hún takist. Fyrir skömmu heyrði jeg greindan vestfirskan bónda tala um þessi mál á fjölmennum fundi. Þessi maður var Krist- ján Olafsson bóndi á Geira- stöðum við Isafjarðardjúp. •—- Honum fjellust Orð eitthvað á þessa leið: Grundvallarskilyrði heil- brigðs atvinnurekstrar og þjóðarbúskapar er, að friður ríki milli verkþega, þess Serrí þarfnast vinnuafls og þess,. er lætur vinnuna í tje, launþeg- ans. Þegar tekist hefir að skapa þennan frið, hefir mikils verðum áfanga verið náð, það hefir tekist að sætta fjármagn og vinnu. Atvinnurekandinn og launþeginn hafa með frjálsu samkomulagi komist að niður- slöðu um það, hvernig sam- skiftum þeirra skuli háttað og hvernig framiíðarhagur beggja S'kuli trygður. Hann kvaðst líta svo á, að með hinni nýju stjórnarmyndun væri að því stefnt að tryggja samvinnu at-, 'vinnurekenda til sjávar og' sveita við launþegana. •— Slíkt samkomulag væri óumflýjan- leg nauðsyn. Það hlyti að vera ósk allra bænda ekki síður en annara íslendinga, að slíkt samkomulag hjeldist og yrði til varanlegs gagns allri þjóðinni. Jeg hefi drepið á þessi orð hins greinda vestfirska bónda vegna þeirrar víðsýni og skiln- ings á þjóðhagsmálum allra tíma, sem kemur fram í þeim. Með hinni nýju stjórnarsam- vinnu er gerð ákyeðin og ein- I örð tilraun til þess að evða hin- um lamandi áhrifum misklíð- arinnar milli launþega og eig- enda framleiðslutækjanna. Um annað var heldur ekki hægt að semja. Um sjálf grundvallarat- riði þjóðskipulaga sjálfstæðis- slefnunnar og socialismans gátu | engir samningar tekist, enda engin lilraun gerð í þá átt. Hvað er að gerast í heinifnum? EN ERU það aðeins íslend- ingar, sem nú á þessum örlaga ríku timum hug'sa á þessa lund? Sannarlega ekki. Mörg af stórveldum heims- ins-, stórveldi sem búa við gjör ólík þjóðskipulög hafa tekið upp hina'nánustu samvinnu.— Segja má, að þar sje ólíku sam- an að jafna, þar sem þessi stór- veldi eigi í heimsstyrjöld, og berjist fyrir lífi sínu. En dæm- in eru þrátt fyrir það ekki ó- hliðstæð. Þessi stórveldi, með hin ólíku þjóðskipulög, hafa þegar samið öm nána samvinnu áfram að styrjöldinni lokinni. Og öllum skynibornum mönn- um er það Ijóst, að öryggi heimsfriðarins og hið mikla uppbyggingarstarf að ófriðn- um loknum, veltur á því, að þessi samvinna verði raunhæf- ur veruleiki. Ekkert, nema blind skamm- sýni og steinrunnið afturhald, getur hafnað þessari stað- reynd. Vonir, sem ekki mega bregðast. MEGINÞORRI íslensku þjóð arinnar hefir fagnað því, að samvinna tókst um stjórn á Al- þingi. Þjóðin var orðin þreytt á Alþingi og Alþingi á sjálfu sjer. Nýjar vonir hafa kviknað um það, að þjóðin beri giftu til þess, að aka heilum vagni heim frá upplausn styrjaldar- áranna. Þessar vonir mega ekki bregðast. Hin góðu áform mega ekki renna út í sand nýrrar upplausnar. Og þau munu ekki gera það, ef einlægur vilji er fyrir hendi til þess að fram- HANN hjet fullu nafni Hall- grímur Eggert Magnús og var fæddur 18. júlí 1864, að Fagra- nesi á Reykjaströnd í Skaga- firði. Foreldrar hans voru sra Magnús Thorlacius og kona' hans Guðrún Jónasdóttir Berg mann. Stóðu að honum góðai' ættir í báða liðu. Sra Magnús var sonur Hallgríms prófasts á Hrafnagili, Hallgrímssonar px-ests í Miklagarði, Thorlacius, Einarssonar prests, síoast í Kaldaðarnesi. Móðir sra Hail- gríms í Miklagarði, var Elín, dóttir Hallgríms sýslumanns Thorlacius, Jónssonar sýslu- manns Thorlacius, Þorláksson- ar biskups að Hólum Skúla- sonar, en afkomendur Þorláks biskups tóku sjer ættarnafnið Thorlacius, eftir nafni biskups, snúið á latínu. Hallgrímsnafnið er fyr og siðar algengt í æll- inni, má þar nefna sr. Hall- grím Pjetursson, Hallgrím Scheving kennara á Bessastöð- um, sr Hallgrím .Þorsteinsson, föður Jónasar skálds, sr Hallgr. prófast Eldjárnsson o. fl. Sr Hallgrímur varð stúdent vorið 1886, gekk síðan í presta- skólann og útskrifaðist þaðan sumarið 1888. Vígðist samsum- ars að Rip í Hegranesi, en var veittur Glaumbær í fardögum 1894 og var þar síðan prestur, uns hann ljet af preslsskap í fardögum 1935 og hafði þá ver- ið þjónandi prestur í 47 ár. kvæma þau af nauðsynlegri festu og víosýni. Störf þingsins. SÍÐAN að Alþingi kom sam- an 1. september í haust heíir það afgreitt 8 lög og samþykt 8 þingsályktunartillögur. Fyrir þinginu liggja samtals 183 mál, sem þegar hafa verið borin fram. Allmörg þeirra hafa þó verið afgreidd á vcr- og sumarþinginu. Mestur tími þess hluta þings ins, sem eftir er, mun fara i afgreiðslu fjárlaga og væntan- leg ýms mál, er ríkisstjórnin mun bera fram. Líklegt verður að telja, að þegar þingræðisstjórn hefir verið mynduð í landinu, geti Alþingi stytt setur sínar nokk- uð. Mundi því vel tekið, bæði af þingmönnum sjálfum og þjóðinni í hejld. Á það ber þó að líta, að ýrns stórmál, svo sem tryggingarlög- gjöfin og endurskoðun stjórn- arskrárinnar hljóta að koma til kasta þingsins á næsta ári. Þrátt fyrir það, að þessi stór mál verða undirbúin í milli- þinganefn'dum, hlýtur það þó að taka langan tíma að afgreiða þau á Alþingi. Sra Hallgrímur kventist 12. ág. 1895 Sigríði Þorsteinsdclt- ur, útvégsbónda í Kothúsuro í Garði, á þrítugasta afmælisdegi hennar. Þeim varð tveggja dætra auðið, dó önnur ung, 9 ára, hið mesta efnisbarn, er foreldrar' hennar syrgðu mjög, en hin dóttirin Gunnlaug Frið- rikka (Gulla) giftist norskum premierlautenant í landher i Norðmanna, Carsten Stang, verkfræðingi. Var faðir hans Georg Slang, hermálaráðheira Noregs 1905, er sambandssliiin urðu. Þau hjónin eru nú bú- sett í nánd við Oslo. Sra Hallgrímur var klerlrur vel lærður. Fylgdi dyggilega heilræði Jóns rektors Þorkels- sonar að halda áfram námi, er úr skóla væri komið. Þannig var hann frönsku- og latínu- maður ágætur, las latneska rit- höfunda sjer til .skemtunar, svo sem Philippinsku ræðurn- ar eftir Cicero; hafði enga þeirra lesið í skóla, auk þess Katilinsku ræðurnar, eítir sama höfund, Livius og fleiri latneska höfunda. Kendi pj'it- um undir skóla, meira að segja fram á síðustu ár. Einnig æíði hann sig í öðrum námsgreinum, svo sem í veldarsögu. — Hafði hann ágætt næði til bókfr.iðk- ana. er kona hafís var farin frá honum og hann hættur búskap að mestu. Einnig var sr Hallgr. Framhald á bls. 32i s. Bj. Sjera Hallgrímur Thorlacius (Dánarminning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.