Morgunblaðið - 11.11.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.1944, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐID Laugardagur 11. nóv. 1944. tvgnttMitfrife 'Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgoarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guomundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlandi, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura me8 Lwibðk. Hrellingar Framsóknar FRAMSÓKNARMENN eiga í verulegum örðugleikum um þessar mundir. Sendimenn flokksins hafa fengið fá- legar móttökur á fundum þeim, sem þeir hafa haldið víðsvegar um landið, til þess að æsa. bændur til mót- stöðu við hina nýju ríkisstjórn. Þeir hafa fundið að hin friðsama og þegnholla stjett, íslenskir bændur, fagna því að styrk þingræðisstjórn hefir verið mynduð og átelja þann flokk, sem skarst úr leik um stjórnarmyndun. Fagurl fordæmi AF ÖLLU því slúðri, sem Tímamenn hafa breitt um land ið í sambandi við stjórnarmynd unina, er sú sagan einna ósvífn ust, að samið hafi verið um að gera landið að einu kjördæmi. Jeg tók það fram í grein ný- lega, að þetta hafi ekki verið svo mikið sem orðað í stjórn- arsamningunum. Tíminn leyfir sjer að mótmæla þessu og ber meira að segja fyrir sig Morg- unblaðið, sem víkur að þess- ari skröksögu Tímaliðsins. Með tilvitnun sinni sannar Tíminn fyrir fullgreindum mönnum, að jeg hafi í þessu efni á rjettu að standa. Hann talar æfinlega til þeirra heimsk ustu og þá heldur hann unt að blekkja í þessu efni með rang- færslum. Þegar þrír aðilar semja, kemur það samningsatriði ekki til greina, sem aldrei er sett fram af neinum þeirra, og svo er um þetta. Það er ekki orð- að sem samningsatriði. Þó einn aðilinn, sem í þessu efni er Alþýðufl., ræði slíkt mál hjá sjer, þá kemur það ekki málinu við, þegar hann fellir það innbyrðis að gera það að samningsatriði. Annars er þetta dæmi mjög táknrænt fyrir Tímann og Framsóknarmenn.' Þeir búa til wíkverii ókrifar: ?**->^K-«»»«* íir% ctcilecici Ufinu í þessum hrellingum hugans hafa Eramsóknarmenn sjer það helst til hugarljettis, að Sjálfstæðisflokkurinn gangi ekki heill til skógar. Honum liggi við að klofna bæði í kaupstöðum og sveitum. Um þetta er svo dreift út allskonar flugufregnum og kynja sögum. Sveinbjörn Högnason segir á fundi austur á Kirkjubæjarklaustri, að nú sje komið hið rjetta augnablik til þess að Fram- sóknarflokkurinn innbyrði ýmsa af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins um leið og hann semji frið við sjálfan sig, það er deild Jónasar frá Hriflu og Egils í Selfoss Bíó. Upp úr slíku samkomulagi ætti síðan að vaXa nýr flokkur . lygasögu til að hræða kjósend undir forystu núverandi æðstupresta Framsóknar. Þetta ur l fJarlægum bygðum. „Það voru hugsmíðar og framtíðardraumur sjera Sveinbjarnar. Hjer í Reykjavík hefir svo Framsókn og ýmsir pólitískir rekadrumbar, flestir meira og minna á snærum Jónasar frá Hriflu, reynt að læða því út að einnig hjer í Reykja- vík væri flokkurinn að klofna. Vonir sínar um þetta hafa Framsóknarmenn bygt á því, að nokkurs skoðanamismun- ar hefir gætt um hríð milli tveggja blaða, sem stutt hafa sjálfstæðisstefnuna, Morgunblaðsins og Vísis. Það er rjett að Tímamenn geri sjer það ljóst, að vonir þeirra um klofning Sjálfstæðisflokksins og stofnun nýs flokks, sem renni inn í Framsókn eða verði hjáleiga hjá henni, eru á sandi bygðar. Innan Sjálfstæðisflokksins hefir oft orðið vart skoðanamunar um ýms mál, m. a. er til stjórnarsamvinnu var gengið við Framsókn árið 1939. Tæpur helmingur flokksins var þeirri samvinnu mótfall- inn. En það lá þó ekki við borð að flokkurinn klofnaði. Það er heldur ekki nýtt fyrirbrigði að blöð þau, er styðja Sjálfstæðisflokkinn hjer í Reykjavík, greini nokkuð á í afstöðu til einstakra mála. Þau hafa eftir sem áður fylgt sjálfstæðisstefnunni og barist fyrir sigri hennar. var samið um þetta", segja þeir í öðrum landsfjórðungum. Þegar þessu er mótmælt og þeir eru skömminni íklæddir, þá kemur Tíminn og segir. „Jú, það var talað um þetta í Al- þýðuflokknum". „Morgunblað- ið upplýsir það meira að segja". Það er skröksaga úr Jóni Pálmasyni, að þetta hafi ekki verið orðað". Stefnumál Alþýðufl., sem hann innbyrðis fellir að gera að samningsatriði og hefir aldrei verið orðað að semja um, er af þessum mönnum gert að samningi. Slík og þvílík til- hæfulaus ósannindi eru þess eðlis, að þeir menn, sem leyfa sjer að bera þau fram á opin- berum fundum, ættu að sæta almennri fyrirlitningu allra heiðarlegra manna. Að endurskoða stjórnar- skrána var ákveðið fyrir löngu. Að ríkisstjórnin geri það að stefnuatriði, er ekkert nýmæli. Það sem er nýtt í því sambandi er aðeins það, að ljúka þessari endurskoðun svo fljótt, að hið nýja frumvarp liggi fyrir í næstu kosningum, sem eiga að fara fram sumarið 1946. Við endurskoðunina eru auðvitað opnar dyr fyrir allan ágrein- ing, jafnt um kosningafyrir- Tímamönnum mun ekki t/erða að óskum sínum um komulaS sem annað. Að svo stöddu er ekkert hægt méð vissu að segja um það, hvað ofan á verður. Hitt er víst, að þeir sem einangra sig að óþörfu frá samvinnu, gera leik til að setja áhugamál sín og sinna kjósenda í hættu. J. P. » » V-------------- í Vísi í gær er sá skoðanamismunur, sem orðið hefir vart nú milli Morgunblaðsins og Vísis, gerður að umtals- efni. Er þar tekið af skarið um það að þrátt fyrir þennan stundar ágreining muni blaðið fylgja sjálfstæðisstefn- unni áfram og aðstandendur þess hafi engar ráðagerðir á prjónunum um stofnun nýs flokks í landinu. Morgun- blaðið fagnar þessari yfirlýsingu Vísls, um leið og það tekur undir þá áskorun blaðsíns, að almenningur skuli varlega trúa allskonar sögusögnum, sem dreift er út af þeim öflum, sem þrá óeiningu innan Sjálfstæðisflokks- ins. klofning í Sjálfstæðisflokknum. í Sjálfstæðisflokknum ríkir sú víðsýni, að skoðanamismunur á einstökum mál- um veldur þar engum friðslitum. Heildarstefnan er að- alatriðið, það aðalatriði, sem flokksmenn missa ekki sjón- ar á þótt eitthvað, meira eða minna, beri á milli í ein- stökum atriðum á ýmsum tímum. Er slíkt að hætti þroskaðra manna og víðsýnna. En slíkt eiga Framsóknarmenn í þröngsýni sinni og hand- járnapólitík erfitt með að skilja. Þeir um það. Sjálfstæðismenn til sjávar og sveita munu efla samstarf sitt á víðsýnum og frjálslyndum grundvelli. Þeir munu I Rume™k«*ungur er nýkom- . , , * , - , , J i • £ n ¦ ¦ c ¦ i-jr mn hmgað með skipi fra gæta þess að sa flokkur, sem þeir fylla, sje jafnan i hf- Mexiko. Er frú Lupescu> fy]gi_ andi sambandi við folkið og kröfur timanna að hverju kona hans { för með honum sinni um umbætur og framfarir. Framsóknarflokkurinn! gegir Carol, að hann vonist til mun hinsvegar halda áfram að daga uppi, uns hann renn- j þess að komast bráðlega heim ur í stein eins og nátttröll liðins tíma. til Rúmeníu. Carol ætlar heim. New Orleans: Carol fyrrum Hitaveiturabb í kuldanum. HITAVEITUSTJÓRINN biður okkur um að fara sparlega með heita vatnið, því eins og er nægi vatnið ekki þeim húsum, sem hafa Reykjaveitu. Vitanlega eigum við að verða við bón hitaveitustjórnarinnar og spara við okkur vatnið. Með því eina móti er von um, að all- ir fái hita. En við erum svo bruðlsöm, ekki bara í þessu, held ur á öllum sviðum. Við höfum vanið okkur á óhóf og það stend ur ekkert á botni í okkur. • Hjónarúm á floti í heitu vatni. ÞAÐ HEFIR t. d. komið fyrir, að á nóttunni hefir Reykjavík notað 150 og 160 lítra af heitu vatni á sekúndu. Meira en helm- ingi af því, sem gert er ráð fyrir að nægja ætti bænum að degi til. Er þetta nokkuð hóf? Það þarf enginn að segja manni, að ekki fari einhversstaðar leki til spillis að nóttunni. Stundum er það kæruleysi, sem veldur. Á dögunum heyrði jeg sögu um hjón, sem vöknuðu við það einn morguninn, að hjónarúmið þeirra var nærri Jíomið á flot í sjóðandi vatni. Einhver hafði skrúfað frá heita- vatnskrananum í baðinu um kvöldið, en ekkert heitt vatn var í leiðslunum. Síðan gleymdist ð loka fyrir kranann aftur. Þegar svo heita vatnið kom um morg- uninn, fór alt á flot. Dæmi eru til þess, að hús hafa stórskemst vegna þess, að heitt vatn hefir runnið úr krönum að næturlagi. Hrapalegur misskim- ingur. HITAVEITAN er ný og fólk er ekki ennþá farið að venjast henni. Þess vegna er það ef til vill afsakanlegt, að fólk haldi t. d. að nóg sje að loka fyrir ofna í einstökum herbergjum eða íbúðum. Þá sparist það, sem því nemur, er runnið hafi í þessa lok uðu ofna. En þetta er hrapalegur mis- skilningur. Sje lokað fyrir ein- staka ofna, verður renslið í þeim ofnum hússins, sem opið er fyr- ir, örara og mikið af heitu vatni fer til spillis. Þegár fólk vill taka fyrir rensli heita vatnsins og spara vatnið við sig, verður það að loka fyrir inntakið, þar sem vatnið kemur inn úr götu- kerfinu. Látum okkur athuga eyðsluna. ÞAÐ ER þægilegt að hafa heitt vatn fyrirhafnarlaust í krönunum allan sólarhringinn. Það er ekki lengi verið að skerpa á heita vatninu til að hella upp á könnuna. Húsfreyjan þarf ekki að bíða eftir, að vatnið hitni í uppvaskið. Það er fljótlegt að skola úr sokk og jafnvel þva smáþvott. Eiginmaðurinn þarf ekki að vera geðvondur á morgnana vegna þess, að ekki er til volgt rakvatn og baðvatnið er ekki kalt vegna þess, að íbúar efri hæðarinnar hafa allir farið í bað og búið er úr heitavatnsdúnkn- En hvernig fer fólk með þessi um. t gæði og þægindi? Við skulum athuga málið. • Bruðlið þjer, herra minn og frú? VIÐ SKULUM að gamni okk- <->•:*•>•:••:?*:••:-•>•>•>•><»??* ar bera saman heitavatnsnotk- un okkar nú, er við höfum heitt vatn fyrirhafnarlaust, og er við þurftum að hita upp hvern eín- asta volgan sopá, sem við þurft- um að nota. Hvernig er það með yður, húsfreyja góð, eða stúlkuna yð- ar? Notar hún meira vatn við uppvaskið nú en áður nægði? Notið þjer meira heitt vatn til þv'otta en er þjer þurftuð sjálf að kynda undir þvottapottinum? Er heitavatnseyðslan á heimil- inu núna öll nauðsynleg? Og þjer, herra minn. Hvernig er það með raksturinn á morgn- ana? Látið þjer yður nægja lögg af heitu vatni í rakbollann, eða látið þjer kannske renna stöð- ugt úr heitavatnskrananum á meðan þjer eruð að raka yður? Kemur það nokkurn tíma fyr- ir hjá ykkur, góðir hálsar, að þið þurfið að láta renna heitt vatn úr baðinu, ef til vill hálft baðker, til að kæla baðvatnið, vegna þess, að þjer gættuð þess ekki að tempra vatnið strax í baðið? „Það munar ekkert um þessa lögg, sem fer til spillis hjá mjer", segið þjer kannske. Jú, það mun ar vissulega um það, því safn- ast þegar saman kemur. Og svo eru það stór- hýsin. ÞAÐ ER ágæt hugmynd hjá Helga Sigurðssyni hitaveitufor- stjóra, að loka fyrir heita vatn- ið hjá stórhýsunum í bænum. Hvergi er annað eins óhóf í heitavatnsnotkun. í sumum skrifstofubyggingum er látið renna af fullum krafti allan sól- arhringinn og skrifstofufólkið verður að opna alla glugga upp á gátt til að sálast ekki í hita. Það vill svo til, að flest stór- hýsi hafa húsvörð, sem getur kynt miðstöðina. 10% af hitanotkun bæjarins telur Helgi Sigurðsson að spar- ist við það ef heita vatnið er tekið af stórhýsunum. Það mun- ar um minna. 22 lítrar á sekúndu, 1320 lítrar á mínútu og~ 79.200 lítrar á klukkustund. Byrjunarörðug- leikar. HITAVEITA eins og sú, er við höfum, er einstök í heiminum. Reykvíkingar hafa riðið á vað- ið og það er engin reynsla frá öðrum til að styðja áætlanir við. Það er því ekki nema eðlilegt, að ýmsir byrjunarörðugleikar komi í ljós fyrstu árin. En það er óhætt að treysta þeim mönn- um, sem þessum málum stjórna, til að finna ráð til að bæta úr örðugleikunum. Á meðan verða allir bæjarbú- ar að taka höndum saman og fara eftir ráðleggingum, sem gefnar eru um notkun heita vatnsins. Þá fer alt vel. Síðast en ekkí síst. EN SVO er það loks eitt at- riði, sem jeg vil minnast á síð- ast, en ekki síst. Og það er, að benda heitavatnsnotendum á, að nú greiða þeir fyrir það vatn, sem þeir nota. Það er ekki hátt, þegar reiknað er í lítrum, en lítrinn er ekki lengi að renna gegnum kranann. Þetta ettu hitaveitunotendur að athuga og gera það vafalaust, begar reikn- ingarnir fyrir síðasta mánuð koma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.