Morgunblaðið - 11.11.1944, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.11.1944, Blaðsíða 9
Laugardagur 11. nóv. 1944. MORGUNBLAÐIÐ AUSTURVIGSTÖDVARNAR OG FLEIRA :, MESTAN hluta mánað- anna ágúst, september og október, hafa herir Rússa verið í miklum orustum, er háðar hafa verið af fylk- ingarörmunum. í lok júlí leit út fyrir að þeir væru í þann veginn að taka War- sjá, en þá fluttu Þjóðverjar þangað þrjú góð skriðdreka herfylki og stöðvuðu fram- sóknina. — Svo hófst hin hryggilega upreisn í Warsjá, sem hefir valdið slíkri sorg og áhyggjum hjer í Bret- landi, og sem var rædd svo mjög virðulega í neðri mál- stofunni síðast í september- mánuði. Þegar Rússar voru hindraðir í framsókninni á miðjum vígstöðvunum, tóku þeir til að beina aðalathygli sinni að því, að ná aitur Eystrasaltslöndunum, Eist- landi, Lettlandi og Lithauga landi. Stefndu þeir til þeirra aðgerða miklum her, en gerðu um leið nýjar atlögur að Finnum, sem urðu þess síðar valdandi, að þeir báð- ust friðar. Rjeðust Finnar síðar á baksveitir Þjóðverja í landinu, til þess að hraða brottför þeirra þaðan. Það reyndist tiltölulega auðvelt að sigra Eistland, og lögðu Rússar alt það Iand undir sig gegn mótsyrnu, sem þeim hefir líklega fundist minni, en þeir bjuggust við í fyrstu. Eystrasaltslöndin. "ORUSTAN um Lettland og Lithaugaland varð miklu erfiðari, og henni er raunar ekki lokið að fullu enn. Um hverfis Riga voru orustur harðar vikum saman, og sunnar varð langt bardaga- hlje, eftir að Rússar höfðu komist að járnbrautarstöð- inni Siualiai. En fyrst í októ bermánuði hófu þeir aftur sókn, bæði gegn Riga og einnig að höfnunum Libau og Memel og í átt til þýsku borgarinnar Tilsit í Austur- Prússlandi. Er líklegt, að þeir nái mestu af þvi landi, sem þeir sækja þarna að, í náinni framtíð. Hafa Rússar að líkindum losað þarna mikinn her, máske uppund- ir 100 herfylki, til annara starfa. Þó virðist árangur- inn ekki hafa orðið eins niik ill og mögulegt hafði verið talið, er Rússar sóttu fyrst fram til Eystrasaltsins. Það er að segja, — Þjóðverjar hafa framkvæmt brottflutn ing herliðs sjóveg í stórum 'stíl, og notað sem áfanga> staði hinar stóru eyjar í Eystrasalti, að einhverju leyti, og ekki lítur út fyrir að Rússar hafi náð miklu af föngum. Við vitum ekki, hve mikinn her Þjóðverjar hafa í Kúrlandí fyrir vestan Riga, á.því svæði Lettlands, sem þeir halda enn, eða hvort þeir geta flutt her þenna brott sjóleiðis frá hafnarborginni Windau, en þar er stærsta höfn, sem enn er á valdi Þjóðverja í Eystrasaltslöndunum. Lík- lega hafa Þjóðverjar mist þarna allmikið af hergögn- um, en yfirleitt virðast þeir EFTIR CYRIL FALLS ekki hafa þurft að gjalda hina hættulegu stefnu sína neitt sjerstaklega dýru verði — þá, að hanga eins lengi og hægt er á hverju svæði, hve hernaðarlega óheilbrigt sem það kann að vera. Árás á Austur-Prússland. HERFRÆÐINGAR hafa komið með ýmsar skýring- ar á því, hversvegna Rúss- ar hafi lagt svo hart að sjer við að ná þessum löndum við Eystrasalt um þetta leyti árs og er ein skýringin sú, að árás á Austur-Prússland hefði verið hættuspil, með- an Þjóðverjar hefðu her norður í Eystrasaltslöndun- um. Það getur einnig hafa virst nauðsvnlegt fyrir Rússa að vera búna að losa mikinn herafla, áður en þeir byrjuðu atlögur að A.- Prússlandi eða á miðvíg- stöðvunum. Hvorttveggja getur verið rjett, óg varla nokkur vafi á því, að Þjóð- verjar hafa varist svo lengi í Lithaugalandi, til þess að verja með því Austur-Prúss land. Þá geta líka stjórnmál haft hjer sín áhrif. — Lönd þessi voru hernumin af Rússum snemma í styrjöld- inni, áður en Rússar sjálfir voru orðnir þátttakendur í henni og myndi enginn þurfa að undrast það, þótt þeir vildu gjarna ná þeim aftur sem fyrst. (Það mun víst enginn hjer í Bretlandi mótmæla því, að Rússar hafi fullan rjett á að fá þessi lönd, þótt hvorki Bretar eða Bandaríkin hafi enn form- lega viðurkent yfirráðarjett Rússa þar, og þetta væru áður sjálfstæð smáríki.) En havð sem því líður, þá er það augljóst mál, að aðstaða Rússa til þess að ráðast inn í Austur-Prússland batnaði mikið við það að ná Lit- haugalandi mestöllu Suður við Svartahaf. HERFÖR RÚSSA syðst á vígstöðvunum hefir verið miklu eftirtektarverðari, — Undir lok ágústmánaðar biluðu Rúmenar og skömmu síðar fóru hersveitir ein- hverjar að berjast með Rúss um. Eftir ýmsar stjórnmála lorellur, þar á meðal stríðs- yfirlýsingu af hálfu Rússa gegn Búlgörum, gáfust þeir einnig upp. Síðan brutust Rússar með allmikilli hjálp Rúmena yfir í Transylvan- íu, fylki það, sem Ungverj- ar náðu af Rúmenum með Vínar-samningunum svo- nefndu 1940, og þaðan sóttu þeir fram niður á sljettur Ungverjalands. Fóru siðan yfir ána Theiss við Szegd og sækja að Budapest, en sunnar fóru þeir yfir Dóná, tóku höndum saman við lið Titos og rufu hina þýðing- armiklu já'rnbraut milli Nish og Belgrad og hafa nú tekið þær borgir báðar. ¦— Verið getur að Ungverjar reyni að losa sig frá Þjóð- verjum en trúlegt er, að það gangi erfiðlega. (Það hefir og komið á daginn. Þýð.). Þessi merkilega herferð Rússa hefir afar mikla þýð- ingu. Af hennar valdi er nú veldi Þjóðverja á Balkan- skaganum lokið og hörfa þeir nú þaðan brott. Og enn kann sóknin að opna hlið Vínarborgar. — Hjer hafa einnig stjórnmálaþættir all- flóknir verið í og með, en líklegt er að þau mál leysist öll í bróðerni. ¦— Það hefir komið greinilega fram, að Rússar óska eftir að hafa áhrif nokkur á Balkanskaga vel trygð, áður en sest er að friðarsamningaborðinu. — Mun þeim varla skotaskuld verða úr því. í Rúmeníu og Búlgaríu eru þegar stjórnir vinveittar Rússum komnar á laggirnar, og í Júgóslavíu er allt valdið yfir hernum í höndum Titos 'marskálks, sem var upprunalega send- ur þangað frá Moskva og hlaut stjórnmálaskoðun sína í Rússlandi. Churchill í Moskva. FERÐ Churchills til Moskvu hefir mikið verið, farin vegna þeirra mála. er jeg nú hefi minnst á. Ekki síst þó vegna Póllandsdeil- unnar. Ekki er enn útkljáð um landamæri Póllands, þó augljóst sje nú, að þar verði ekki um þokað, að Pólverj-j ar verði að færa þunqar fórnir. Og þó þetta sje merki legt mál, þá hefir annað í þessu sambandi vakið meiri ¦ athygli upp á síðkastið, en! það er spurningin, hvort Rússar leyfi pólsku stjórn- inni í London að hafa nokk- uð að segja um framtíð þjóð ar sinnar, eða fái kommún- istanefndinni, sem stofnuð hefir verið í Rússlandi, öll völd yfir Pólverjum í hend- ur. Virðist þetta allt enn mjög erfitt, og þeir blaða- menn hjer í Bretlandi, sem eru með stór orð og ljót úm þessi mál, gera engum gagn með því, og allra síst þó Pól verjum. En hitt verður hreinskilnislega að játa, að ekki myndi utanaðkomandi stjórn, sem neytt væri upp á fjölda Pólverja, verða til þess að tryggja friðinn. — Reynsla Þjóðverja með kvislinga sína sannar, að stjórnmálamenn, sem taka við skipunum frá öðrum þjóðum, eru lítt vinsælir af sinni eigin þjóð. Samanborið við pólska vandamálið, er spurningin um Búlgaríu auðveld, enda hafa þeir byrjað vel með því að fara með her sinn brott úr öllum hernumdum fylkjum, sem þeir gættu fyrir Þjóðverja. Samræmd sókn. ÁREIÐANLEGT mun vera, að á hinni nýafstöðnu ráðstefnu í Moskva, hefir verið rætt um það, hvernig fara skyldi að því, að vinna úrslitasigur á Þjóðverjum eins snemma og mögulegt væri. Jeg hefi bent á það fyr, að jeg er þeirrar skoð- unar, að slíkt verði ekki gert, nema með sigursælli sókn gegnum Austur-Prúss- land og inn í Þýskaland frá Póllandi. Þar liggja vegirn- ir inn að hjarta Þýskalands, einu vegirnir, sem fært geta Rússa að þýðingarmiklum takmörkum á þessum vetri. Líklegt er, að Churchill hafi tjáð Stalin, að bandamenn hans í vestrinu væru ákveðn ir í því að. gera eina tilraun enn fyrir veturinn, að brióta á bak afíur mótsyrnu Þjóð- verja á vesturvígstöðvunum og hafi síungið upp á því, að sókn þessi yrði hafin sam- tímis rússneskri sókn á mið vígstöðvunurh. Vjer mvnd- um blekkja sjálfa oss, ef vjer hjeldum okkur hafa meira en eitt tækifæri til sigurs í vetur. Hinar miklu tafir, sem orðað hafa á fram kvæmdum, og sem eru að mestu leyti því um að kenna, hve samgönguleiðir vorar eru langar og slæmar, og einnig hinni harðneskju- legu vörn- Þjóðveria á sigl- ingaleiðinni til Antwerpen. Veldur þetta því, að allmjög hafa minkað vonir manna um fullnaðarsigur fyrir iól- in, sem einu sinni virtist mjög góð von um. Það er þó ekki gersamlega útilokað. Ef veður verður gott og hernaðurinn framkvæmdur af kunnáttu og krafti, þá er enn möguleiki fyrir hönd um, en aðeins ef flutninga- örðugleikarnir verða yfir- unnir, fyrir bresku, amer- ísku og frönsku herina á vesturvísstöðvunum að greiða mörg högg og þung. Hlje í vestri. » HIÐ langa hlje á stórvið- burðum á vesturvígstöðvun um virðist ekki vera nein- um sjerstökum að kenna af oss sjálfum, heldur harð- neskjulegri vörn Þjóðverj- anna í hafnarborgunum og snilli þeirra í því að eyði- leggja hafnarborgirnar. — Þrátt fyrir þetta hefir verið sigrast á miklum erfiðleik- um, og kann það að koma Þjóðverjum illa á óvart bráðlega, hve vel banda- mönnum hefir tekist að vinna bug á örðugleikunum. Sóknin við landamæri Rín- arhjeraðanna hefir að vísu borið vitni um það, að fram hefir verið ráðist með helst til litlum birgðum, en þeg- ar tekist hefir að mynda tvær til þrjá sterkar árásar- fylkingar, kann það að hafa borgað sig, sem áður hafði verið gert. Vissulega er enn of snemmt að gagnrýna frammistöðu herjanna þarna. Styrjöldin á ítalíu hefir að nokkru leyti verið fordæmi þeirrar á Vestur- vígstöðvunum. Sóknin þar hefir að segja má gengið mjög vel, og þó eru þar meiri hindranir frá náttúr- unnar hendi, en nokkurs- staðar á öðrum vígstöðvum. Veður er þar nú vont, en hraði sóknarinnar mun auk ast, þegar það batnar. Og ef stríðið á að enda fljótt, verða allir að leggja til stór- sókna að Þjóðverjum í einu. Það er orðið áliðið hausts og líklegt líka, að Þjóðverj- ar fari að ljúka við heræf- ingar þeirra manna, sem síð ast voru kvaddir í herinn. Einnig búast þeir til skæru- hernaðar innanlands, og alt útlit er fyrir, að Nazista- flokkurinn hyggst fara huldu höfði. Ef vjer bíðum lengur, getum við auðveldað þetta fyrir þeim. Það ríður því mikið á því, frá sjónar- miði bandamanha, að hika ekki, og það, sem þeir kynnu að tapa á því að leggja oft og hart til sóknar og það mis- tækist, yrði lítilfjörlegt tap þeirra í samanburði við vinn ing þeirra, e'f sóknin heppri aðist. nor$Ku réSherrartna Frá norska blaðafulltrú- anum Samkv. nánari fregnum, sem borist hafa af heimsókn Trygve Lie utanríkismálaráðherra Norð manna til Moskva og Terje Vold ráðherra, hefir þeim ver- ið mæta vel tekið þar eystra, Þeir og fylgdarlið þe'irra kom í rússneskri flugvjel frá Stokk- hólmi. Á flugvellinum voru >fánar Norðmanna og Rússa við hún, er ráðherrarnir komu, og heið- ursfylking hermanna. Trygve Lie hjelt stutta ræðu í útvarp. þar sem hann m. a. mintist á gott samkomulag Rússa og Norðmanna fyrr á tímum, og óskaði þess að eins mætti það vera í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.