Morgunblaðið - 11.11.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1944, Blaðsíða 10
M MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. nóv. 1944. &k men tir: 40 nýjar bækur koma út hjá ísaf oldarprent- smiðju í ár BOKAFGRLAG Isafoldar, sem er eitt mikilvirkasta bóka- forlag landsins. Á þessu ári gef ur ísafold út als um 40 bækur. Eru 30 þeirra þegar komnar en um 10 munu koma fyrir jólin. Morguriblaðið hefir snúið sjer til Gunnars Einarssonar prent- smiðjustjóra og spurt hann um bækurnar, sem gefnar hafa ver ið út og þær, sem í vændum eru. Hoiwm sagðist frá á þessa leið: — Við höfum gert ráð fyrir að koma út allmörgum bókum á þessu ári, og sumum stórum. En því miður kemst ekki nærri alt út, sem til var ætlast. Veld ur því verkfallið, sem varð um 5 vikur samtals. En vegna þess að prentsmiðjan prentar rrvjög margt fyrir aðra viðskipta- menn, verður töfin meiri en tímanum nemur á þeim bókum, sem prentsmiðjan gefur sjálf út. Blöð og tímarit reyna að vinna upp það, sem niður fjell og önnur vinna safnast fyrir og dregur úr afkasti stærri verka. Samt sem áður hefir prent- smiðjan gefið út 30 bækur, það sem af er þessu ári, en um 10 munu koma fram að jólum. — Þær sem komnar eru, eru þess- ar: 1. Úr byggðum Borgarfjarð- ar, eftir*;Kristleif Þorsteinsson á Stóra Kroppi. 2. Óður Berna- dettu, eftir Franz Werfel. 3. Spitalalíf, í þýðingu dr. Gunnl. Claessen- 4. Heilsufræði hús- mæðra, eftir frú Kristínu Jóns- dóttur lækni. 5. Grímur Thom- sen, eftir frk. Thoru Friðriks- son. 6. Tíu þulur, eftir frú Guð- rúnu Jóhannsdóttur frá Braut- arholti. 7. Rauðskinna V. hefti, 8. Goðafræði Grikkja og Róm- verja, eftir dr. Jón Gíslason. 9. Minningar, eftir Sigurð Briem, fyrv. póstmálastjóra. 10. Nýjar sögur, eftir Þóri Bergsson. 11. Töfraheimur mauranna, Guð- rún Guðmundsdóttir Finnboga sonar, þýddi. 12. Rauðar stjörn- ur, eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. 13. Samferðamenn, eftir Jón H. Guðmundsson, ritstjóra. 14. Söngvar dalastúlkunnar, eft ir Guðrúnu Guðmundsdóttur. 15. íslenskir sagnaþættir, eftir Guðna Jónsson. 16. íslensk mál fræði, eftir Björn Guðfinnsson, 2. útg. 17. Sumar á fjöllum, eftir Hjört Björnsson frá Skála brekku. 18. Spænsk málfræði, eftir Þórhall Þorgilsson. 19. Við sólarupprás, eftir Hugrúnu. 20. íslensk fræði IX. (Menningar- samband Frakka og íslendinga, eftir próf. Alexander Jóhannes- son). 21. Hve glöð er vor æska, barnabók, eftir Frímann Jónas- son frá Strönd í Rangárvalla- sýslu. 22. Duglegur drengur og 23. Svarti Pjetur og Sara, barna bækur, sem ísak Jónsson hefir þýtt. 24. Vegurinn, kver til und irbúnings fermingar, eftir síra Jakob Jónsson. 25. Stærðfræði fyrir mentaskóla, eftir Sigur- karl Stefánsson. 26. Reiknings- bók Ol. Daníelssonar, ný út- gáfa. 27. Grænmeti og ber, 4. útgáfa, eftir Helgu Sigurðar- dóttur. 28. Vjelritunarskóla, eft ir Elís Ó. Guðmundsson. 29. Skrifbækur I og II, eftir Guð- mund I. Guðmundsson og 30. Leiðbeiningar um Þingvelli, eftir Guðmund Davíðsson. Bækurnar sem koma munu fyrir jól, eru: Byron, ævisaga, eftir André Maurois í þýðingu eftir Sigurð Einarsson. Bygð og saga, eftir prófessor Ólaf Lár- usson. Kristín Svíadrotning, eftir F. L. Dunbar, í þýðingu Sigurðar Grímssonar. Heldri menn á húsgangi, skáldsaga eft ir Guðmund Daníelsson frá Guttormshaga. Evudætur, skáld saga eftir Þórunni Magnúsdótt ur. Hafið bláa, skáldsaga eftir Sigurð Helgason. Auk þess eru margar, sem áttu að koma út fyrir jól. Ekki er hægt að lofa neinu um þær, en það verður g*rt það sem hægt er. MILO '>i<»i<i«i>«M>i ka-x jo«»j> .«>>.j»n» ¦ cÁJualea ótdlh fle9 Ci óskast í rafmagnsverslun. Æskilegt að upp- lýsingar um mentun os fyrri atvinnu sjeu til- greindar. Ennfremur að meðmæli og mynd fylgdi ef til er. Tílboð sendist afgr. blaðsins fyrir 15. þ. m. merkt: „Rafmær. sueuR u Suöur um höf. — Saga rannsóknarferða til Suð- urheimskautsins um lönd, jökla og eyjar, er liggja innan takmarka ísálfunnar, ásamt stuttu yfirliti um helstu dýr og fiska þá, er suðurfarar veiddu í Suðurhöfum. SVO hljóðar hið langa nafn á rili Sigurgeirs Einarssonar, sem nýlega er út komið. Þetta er allmikil bók, snyrtilega prentuð og skreytt mörgum myndum. Prentsmiðjan Hólar hefir annast prentunina, en út- gefandi er Guðjón Ó. Guðjóns- son. Fyrir allmörgum árum samdi Sigurgeir Einarsson bókina „Norður um höf", þar sem hann rakti sögu könnunarferða um norðurslóðir. Sú bók hlaut vin sældir, enda var þar um efni fjallað, sem teljast mætti harla girnilegt. „Suður um höf" er að óllu leyti hliðstæð bók hinu fyrra riti, skýrir frá helstu könnunarferðum um suður- slóðir og geymir margvíslegan fróðleik, er varðar náttúrufar allt á suðlægum breiddargráð- um. Margir munu vera ófróðir mjög um þann hluta jarðar vorrar, enda er tiltölulega skamt síðan hin mikla Isálfa á Suðurhveli var að nokkru könnuð. En þarna syðra er ekki um smávægilegan landskika að ræða, heldur heila heims- álfu, 14 miljónir ferkílómetra, eða allmiklu stærri en Evrópa. Þar má sjá margvíslega furðu- smíð náttúrunnar, jafnt hinnar dauðu og lifandi. Því að þótt gaddur og helja láti mjög að sjer kveða á þessum slóðum, eru þar ekki einvöld með öllu- Þar má einnig kynnast allfjöl- breyttu dýralífi, einkum í sjón um, en einnig á láði og í lofti. Er fróðlegt mjög að lesa um dýralífið, ekki síst mörgæsirn- ar, hina skemtilegustu fugla, en af þeim er mýgrútur og marvaði á Suðurslóðum. — Þá eru þar ennfremur margar sela tegundir og hvala, og er öllu þessu skilmerkilega lýst í riti Sigurgeirs. Meginefni ritsins, frásagnir af ferðum suðurfara, er um- fangsmeira en svo, að því verði öllu gerð ýtarleg skil í einni bók. Margir fullhugar hafa haldið skipum sínum suður um höf og lent þar í hinum fjöl- breyttustu ævintýrum og svað- ilförum. Á 18. öld fór James Cook hina mestu frægðarför suður á bóginn, fann mikinn fjölda eyja og kannaði áður óþekt svæði. Sex áratugum síð- ar bætli James Cook Ross stór- lega við þekkingu manna á þessum hjara veraldar, nátt- úrufræðilega og landfræðilega- Seint á 19. öld leysti C. E. Borchgrevink af höndum mik- ilvægt könunarstarf, sem síð- ari ferðalangar bjuggu mjög að. Örðugur og ævintýraríkur var leiðangur Shackletons, er fyrstur manna komst á segul- skautið. Mikilfenglegust er þó hetjusagan og harmsagan, er segir frá kapphlaupinu um heimskautið sjálft, er þeir háðu Amundsen og Scott. Frásögnin um helför Scotts kafteins hlýt- ur að ganga hverjum manni til hjarta. Brjef þau, er hann rit- aði undir lokin, og birtist í bók Sigurgeirs í þýðingu, eru merki leg skilríki og lýsa manninum vel. Slíkir voru hinir hug- djörfu könnuðir, ódeigir, æðru lausir til hinstu stundar. Hjer verður ekki rakið efni bókar Sigurgeirs Einarssonar. Frá öllum þeim mönnum, sem hjer voru nefndir, segir hann nokkuð, svo og fjölmörgum öðr um, er margt hafa unnið sjer til ágætis á suðurvegum. ¦— Allt er ritið af þeim toga spunn ið, að æskumönnum á að vera hollur lesturinn. Geta þeir sótt þangað glæsileg fordæmi og lesið um hetjur, sem vert er að dá og virða. Það kann að draga nokkuð úr lestrarnautn unglinga, að þungt er yfir ýms um köflum bókarinnar, of lít- ill hraði og ljettleiki í frásögn- inni. Þessi annmarki mun að verul. leyti stafa af því, að hver kafli er stuttur útdráttur úr langri ferðasögu, og verður því ofhlaðinn af efnisatriðum, en fjör og frásagnargleði bíður hnekki við. Þrátt fyrir þennan galla, er hin nýja bók Sigur- geirs góðra gjalda verð, ekki síður en sú fyrri, og báðar fylla þær nú skarð, sem naumast var vansalaust að stæði lengur op- ið í bókmentum okkar. Gils Guðmundsson. Raddir um nótt ÞAÐ ERU að verða tíðindi, að út komi ljóð eftir prest. Öðruvísi ,var það áður. Þá voru prestar ekki í minni hluta að Ijóðasmíði. Nú hafa þær fregnir orðið, að lítil Ijóðabók hefir komið út eftir prest, sr. Helga Sveins- son. Ekki hefir verið haft hátt um þetta. Enda eru prestar því vanir, að lítt sje á lofti haldið öðru en því, sem miður þykir fara í störfum þeirra og orðum. Bók sr. Helga lætur lítið yf- ir sjer. Við fyrsta lestur er hún ekki töfrandi á mælikvarða nú- tímans. Hún minnir ekkert á kiljönsku skáldin, sem nú eru í tísku. Sjálfsagt hefir hún ýmsa vankanta byrjandans í ljóðagerð! En kvæðin vaxa við hvern yfirlestur. Þau eru aug- sýnilega þrauthugsuð af manni, sem ann heimspekileg- um hugleiðingum, og eru því sum torskilin. Stundum verður þessi hugs- un á kostnað listrænnar tján- ingar, t. d.: ,,Oft týnist gullin hugsun í hversdagslegu þrasi, menn horfa á það, sem næst er og líta ^ fjárhag sinn. Og margir sáu aldrei sitt ætt land fyrir grasi, og einkahimnar mannanna, þeir byrgja himininn". Þessi gullna hugsun er naum jast nógu skáldlega orðuð til að vekja verðskuldaða athygli. En það er margt fallega hugs að í þessari litlu bók, en best finst mjer kvæðið „Hinn hljóði þegn": Öðrum til liknsemdar eyddist þitt líf og þrek, þín ósk var hin þögula fórn, og þú duldir meinin, varst flísin, sem undan meist- arans meitli vjek, svo mótaðist guðsins eilífa bros í steininn. Ó, hljóðláti þegn, það voru svo fáir, sem fundu hvar fábrotið líf þitt, sem ilm- andi dropi hneig, hann hvarf og blandaðist mannkynsins miklu veig. Hin mikla veig, hún var önn- ur frá þeirri stundu. Jeg vildi benda á fleiri kvæði, t. d. „Ljóð um líf", „Stundaglasið" og „Draumsins rauða rós", en jeg ráðlegg þeim mönnum, sem hugsa og unna ljóðum, að kaupa þessa ódýru ibók. Hún er ótrúlega auðug, miðað við ytra útlit alt. Og jeg þakka höf. ljóðin. Þau hafa nú þegar gefið mjer mikið af djúphygð og vitur- legum athugunum'á tilverunni, en við hvern lestur gefa þau eitthvað nýtt. Árelíus Níelsson. SAGNAKVER SAGNAKVER þetta er helg- að minningu Símona.r Dala- skálds og gefið út í tilefni af aldarafmæh hans. — Verður naumast annað sagt, en að menn minnist Símonar karlsins vel og rækilega af þessu til- efni. Blöð og útvarp hafa flutt upi hann allmiklar frásagnir, og auk þesarar bókar kvað önnur vera væntanleg á næsi- unni, með sýnishorni af kveð- skap gamla mannsins. Allmikill hluti sagnakvers þessa eru endurminningar og þættir um Símon Dalaskáld. — Leggja þar einkum til mála Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum, Páll Guðmunds son á Hjálmsstöðum og Jón Pjelursson frá Valadal. — All- ir éru menn þessir ritfærir í betra lagi, og tekst þeim að bregða upp nokkuð skýrri mynd af Símoni, hinum kát- lega oflátung, sem að vísu var gáfum gæddur, en mjög einhæf um, og skorti gjörsamlega rjett sjálísmat og þekkingu á eigin takmörkunum. Auk þeirra þátta, sem Símon snerta sjerstaklega, er í sagna- kverinu margvíslegur samtín- ingur í bundnu máli og óbundnu. Hafa ýmsir skráð þætli þessa, og eru þeir nokk- uð misjafnir. Allvíða kennir þó góðra grasa. Safnandinn, Snæbjörn Jónsson, ritar lang- an formála, en á auk þess í kverinu nokkrar frásagnir, við bætur og athugasemdir. Snæ- björn er ritfær vel, en virðist stundum dómhvatur um of. Gils Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.