Morgunblaðið - 11.11.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.11.1944, Blaðsíða 11
\ >1 Laugardagur 11. nóv. 1944. MOEGUNBLAÐIÐ 11 Samgöngumálin efst á baugi hjá Snæfellingum GUNNAR THORODDSEN alþm. er nýkominn úr viku- ferðalagi um Snæfellsnes. Hann hjelt þing- og hjeraðsmála- fundi í kauptúnunum þrem, Ólaísvík, Sandi og Stykkis- hólmi. Blaðið hefir haft tal af Gunnari og spurt hann fregna af ferðalaginu. — Þú varst í fundaleiðangri að þessu sinni, eða var ekki svo? spurðum vjer Gunnar. ■— Jú. I sumar ferðaðist jeg um sýsluna og hjelt léiðarþing í sveitunum og Stykkishólmi, samtals 9 fundi, sem voru all- ir vel sóttir. Rædd voru lands- og hjeraðsmál. Á flestum fund unum urðu fjörugar umræður, einkum um samgöngumál og önnur hjeraðsmál. I samráði við áhrifamenn í Ólafsvík og á Sandi frestaði jeg þá leiðarþingunum í þessum kauptúnum, þar sem hentara þótti að geyma þau til hausts- ins, þegar fleiri yrðu heima. Þessa fundi hjelt jeg 2. og 3. nóv. s.l. Fumlirnir. — Hvað er að frjptta af fund unum? — Þing- og hjeraðsmálafund urinn í Ólafsvík var haldinn fyr ir fullu húsi. Gerði jeg þar grein fyrir stjórnarmyndun- inni, aðdraganda hennar og ástæðum og skýrði málefna- samning stjórnarinnar. Einnig ræddi jeg allítarlega hjeraðs- mól sýslunnar og hvað áunn- ist hefði í þeim á síðustu tveim árum, síðan kosningar fóru fram. Urðu talsverðar umræður um hjeraðsmálin og samþyktar nokkrar áskoranir til Alþingis um þau mál. A fundinum á Sandi ræddi jeg í meginatriðum hin sömu mál. Þar voru einnig samþykt- ar ýmsar ályktanir um hjer- aðsmálin. Loks hjelt jeg þing- og hjer- aðsmálafund í Stykkishólmi sunnudaginn 5. nóv. og gerði þar grein fyrir stjómmálavið- horfinu. Eftir nokkrar umræður var borin þar fram tillaga frá Árna Ketilbjarnarsyni um, að fund- urinn lýsti ánægju sinni yfir stjórnarmynduninni, trausti á ríkisstjórninni og ósk um, að samstarfið mætti takast sem best. Var tillagan samþykt í einu hljóði, en fundarhúsið var fullskipað áheyrendum. — Hvert er viðhorf manna alment þar vestra til stjórn- arinnar? — Á öllum fundunum kom frarn einhuga ánægja yfir stjórnarmynduninni. Og hjá þeim bændum og öðrum sýslu- búum, sem jeg hitti á ferð minni, varð jeg hvarvetna var við ánægju manna yfir því, að tekist hefði að mynda þing- ræðisstjórn. Samgöngumálin efst á baugi. — Hvaða hjeraðsmál eru nú efst á baugi í sýslunni? — Efst á baugi hjá Snæfell- ingum eru jafnan samgöngu- Samtal við Gunnar Thoroddsen málin, vegabæturnar. En vegna staðhátta eru samgöngubætur mjög erfiðar á Nesinu. Á fjárlögum 1943 og 1944 hafa verið veittar ríflegar fjár- hæðir til vega- og brúagerða í sýslunni. Megináhersla er lögð á tvo vegi: Styltkishólms- veg, yfir Kerlingarskarð — og voru veittar til hans nú í ár 110 þús. kr. — og Ólafsvíkur- veg, þ. e. veginn fyrir ofan Búðaósa. En til hans voru veitt ar í ár 120 þús. kr. Er báðum þessum stórfeldu vegagerðum svo langt komið nú, að vonir eru til, að þeim verði lokið á næsta ári. Auk þess var mikið unnið við veginn út að Stapa, en til hans voru veittar 50 þús. á þessu ári. Ennfremur var veitt talsvert ! fje til Skógarstrandarvegar, Hnappadalsvegar og Eyrar- sveitar- og Fróðárhreppsvegar. Einna erfiðastar úrlausnar eru samgöngurnar milli Ólafs- víkur og Hellissands, undjr Ólafsvíkur-Enni. En þar er venjuleg vegagerð ófram- kvæmanleg vegna sjávargangs og vatnsaga úr fjallinu. Er helst í ráði að reyna að fá þangað sjerstaklega útbúinn bíl, „Jeppa“ eða beltabíl, til þess að halda uppi samgöng- um milli þessara tveggja kaup túna. En í sumar og í fyrra hefir fengist nokkur fjárveiting til þess að halda uppi bátaferðum milli kauptúnanna, í sambandi við áætlunarbílferðir úr Borg- arnesi til Ólafsvíkur. — Er ekki einnig unnið að hafnarbótum þar vestra? ■— Jú. Að lendingabótum var aðallega unnið að Hellissandi í sumar. En fyrir dvrum standa talsverðar hafnarbætur í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi, auk lendinga- bóta á fleiri stöðum. Nýtt lækr.ishjerað. Vatnsveitumál. — Rafveitu- mál. — Hraðfrystihús. — Hvað er að segja um önn- ur hjeraðsmál? ( — Af öðrum hjeraðsmálum má nefna, að á Alþingi s.l. vor var lögfest nýtt læknishjerað sunnan fjalls, fyrir Breiðavík- urhrepp, Staðarsveit og Mikla- holtshrepp. Er þetta gamalt á- huga- og baráttumál þessara sveita, sem átt hafa afar erfiða læknissókn norður yfir fjall- garðinn, einkum að vetrarlági. Rafveituframkvæmdir hafa verið fyrirhugaðar og undir- búnar á undanförnum árum, aðallega fyrir Stykkishólm, og virkjun Fossár, sameiginleg fyrir Ólafsvík, Sand og Fróðár- hrepp. Á þessu hefir orðið stöðvun, þar sem ógerningur hefir verið að fá rafveitu.efni til þessara virkjana. En í Ólafs- vík var nú j sumar og haugt verið að leggja rafleiðslur, með það fyrir augum að fá til bráðabirgða ljósavjel. M SJÓIRILISVLIIAMÍIS Er mikill áhugi manna þar vestra, bæði i kauptúnunum og sveitum, fyrir rafveitumálun- | um og hafa þegar verið gerðar | ýmsar undirbúningsrannsóknir og athuganir í því efni. Vatnsveitumálin eru eitt ; erfiðasta og mest aðkallandi viðfangsefni fyrir kauptúnin, : einkum Stykkishólm og Sand. Hafa þau mál verið undirbúin og mun jeg leggja fyrir Alþingi tillögur til umbóta í þeim mál- um. Á Snæfellsnesi eru 5 hrað- frystihús, á Sandi, í Ólafsvík, ‘ Grundarfirði og tvö í Stykk- . ishólmfc Byggist afkoma manna á þessum stöðum mjög á rekstri þeirra. I Jeep-híl yfir Fróðárheiði. — Var ekki erfiðleikum bundið að ferðast um sýsluna á þessum tíma? — Jeg fór sjóleiðina til Akra ness, þaðan í bíl að Fróðárheiði, en yfir heiðina sjálfa fór jeg í nýjum Jeep-bíl, sem sjera Magnús Guðmundsson prestur í Ólafsvík hefir nýlega fengið. : Gekk ferðin ákjósanlega. Á heiðinni var fremur lítill snjór, | i en fáeinir skaflar. Skömmu síð ar kom þar hríð og hvassviðri, svo að heiðin mun nú vera lítt fær. Milli Ólafsvíkur og Sands fór jeg einnig í þessum sama bíl og gekk það sæmilega, en urðum þó fyrir nokkrum trafölum, vegna illviðra og fannkomu. Frá Ólafsvík til Stykkis- hólms fór jeg á sjó og þaðan með áætlunarbíl yfir Kerling- arskarð, um Borgarnes. Á Skarðinu var nokkur snjór, en ekki svo, að til trafala væri, nema á þeim kafla leiðarinn- ar, sem eftir er að leggja upp- hleyptan veg yfir, en sem vænt anlega verður lokið á næsta ári, eins og fyr er getið. Hjálparbeiðni. 25 ára gamall piltur, sem leg- ið hefir í sjúkrahúsi síðastliðin 7 ár og er nú heldur á batavegi, en á þó langan tíma framund- an, sem hann verður algjör ör- yrki, og er nú byrjaður að slaulast við hækjur, sem sjúkra húsið á og hann verður að skila þegar hann fer þaðan, sem verð ur bráðlega. Þess vegna vantar piltínn hjálp til að geta veitt sjer það sem hann þarfnast. Þegar hann fer af sjúkrahús- inu. Leitar hann nú til góðra Reykvíkinga, sem svo ofl hafa hjálpað þeim, er við langvinna sjúkdóma og fátækt eiga við að striða. Hvað lítil sem gjöfin er, er hún fyrirfram þökkuð og er styrkur hinum bágstadda ung- ling. Morgunblaðið hefir góð- fúslega lofað að veita gjöfum til bágstadda unglingsins mót- löku. 30. sept. ÞEIR ERU ekki sammála um margt, Jónas og rithöfundar Tímans. Meðal annars greinir i þá mjög á um, hvar þessir J pistlar sjeu upp runnir. Tím- inn segir, að þeir sjeu fram- j leiddir á einhverri skrifstof- ! unni í Reykjavík, en Jónas segir (Ófeigur 3. tbl.), að þeir j sjeu eftir prest einn austur í Skaftafcllssýslu. Hjer skal eng j inn dómur á það lagður, hvor þeirra Jónasar eða Tímans hafi rjettara fyrir sjer og skulu þeir fá að kljást um þetta mál eins og mörg fleiri óáreittir af höf- undi þessara greina. ★ ÞEGAR rætt er um bygginga mál sveitanna mun oftast átt við byggingu íbúðarhúsá. Til þeirra hluta eru nú veittir all- ríflegir styrkir og hagkvæm lán, enda hefir miklu þokað í rjetta átt undanfarið í því efni. En það eru sem betur fer fleiri byggingar í sveitunum heldur en íbúðar- og peningshús, þó fáar sjeu og fátæklegar. Það eru korkjur, skólar og sam- í komuhús. Hjer skal aðeins rætt um þau síðasttöldu. ★ ÞEGAR FARIÐ er um sveit- ir landsins sjást, ýmist heima við bæi eða úti á víðavangi, óásjálegir kumbaldar úr grárri steinsteypu eða klæddir báru- járni, ómálaðir eða skáldaðir, með sprungnar rúður eða brotna glugga, eins og holar augnatóftir. í hringum þá marga, sem standa fjarri bæj- um, eru eyðimelar. svart flag eða hálfræktaðir og troðnir grasblettir, þar sem best lætur. Ekki tekur betra við, þegar inn í þessi hús er komið. Fyrst verð ur fyrir illa hirt anddyri, með nokkrum brotnum fatasnögum og útkrotuðum þiljum. Sje lengra .haldið, er komið inrf í ,,salinn“ sjálfan. Þar eru sjaldnast önnur „húsgögn“ en nokkrir hálfsli'gaðir bekkir, sem ískra og kveina, ramba og riða, þegar á þá er sest, og svo hálfryðgaður ofn í einu horn- inu. Við innri enda „salarins“ er ósjaldan það, sem kallað er leiksvið, og er það jafnframt notað til veítinga á dansleikj- um og samkomum, því í fáum húsum er nokkurt annað af- drep til að drekka kaffi í. ★ MÖRGUM MUN þykja þessi lýsing ljót, en hún er því mið- ur sönn. Það skal strax tekið fram, að ekki eiga hjer allar sveitir óskilið mál. Þau sam- komuhús eru til í sveitum, þar sem útlit, aðbúnaður og um- gengni er allmiklu befri held- ur en hjer hefir yerið ,lýst. En það eru því miður undantekn- ingar. ★ HVERNIG STENDUR nu á þessu? Sumir munu svara: Þetta er að kenna tómlæti og áhugaleysi sveitafólksins og skemdafýsn þeirra, sem sam- komurnar sækja, fylliröftum, sem þar éru tíðir gestir, eink- um í nánd við kaupstaði o. s. frv. Jeg held, að þetta sje ekki orsökin nema að mjög litlu leyti. Aðalcrsökin er fjeleysi. Þessi hús hafa flest verið bygð af ungmennafjelögum sveit- anna, þegar best lætur með ör- litlum styrk úr hreppssjóði. Þau fjelög eru alla jafna fá- menn og fátæk, allir fjelagar uppteknir við störf á vinnu- fólkslausum sveitaheimilum all an ársins hring. Samt er furða, hverju þau hafa getað afkast- að •— að koma upp* þessum hús um af vanefnum miklum og önnum kafnir hver á sínu heim ili. ★ MJER FINST það ætti að vera metnaðarmál hverrar sveitar að eiga fallegt og vel hirt samkomu- og fundarhús, búið þeirn húsgögnum og þæg- indum, sem BÚtíminn heimtar í hverju menningarþjóðfjelagi. Það er ekki nema gott, að ung- mennafjelögin hafi forustu um byggingu þeirra hvert á sínum stað, sjeu þau þess um komin. En þau eiga að njóta ríflegs styrks úr sveitarsjóðum og stuðnings allra annara fjelags- samtaka, eins og t. d. búnaðar- fjelaga, kvenfjelaga o. s. frv. ir JEG TEL heldur ekki til of mikils mælst, þótt ríkið styrkti slíkar byggingar eitthvað eft- ir vissum reglum, sje vissum skilyrðum fullnægt. Undanfar- ið hefir verið mikið um það talað að reisa æskulýðshöll í Reykjavik og mjer hefir ekki heyrst betur en að ríki og bær eigi að kosta þá byggingu að mestu eða öllu leyti. Styrkur til samkomuhúsa ungmennafje laganna væri mjög hliðstæður þeim framkvæmdum hins op- inbera. — Þess er að vænta, að þingmenn væru slíkum ríkis- stuðningi meðmæltir. því allir þekkja þeir af eigin raun, hversu aðstaðan er víða bág- borin í þessum efnum. Og sjeð hefi jeg reykvískan frambjóð- anda á þingmálafundi, sem varla gat talað fyrir munn- herkjum. Það var ljóta vistar- veran. frA englan getum við nú aftur útvegað allar tegundir af Húsa- Skipa og Ryðvarnarmálningu frá hinu þekkta Málningarfirma Colthurst & Harding Ltd. OJ. Ola^óóon Í&rníöíí & Xjr &<■/<]/&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.