Morgunblaðið - 11.11.1944, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.11.1944, Qupperneq 14
li MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. nóv. 1944, Alt í einu rak hún upp sker- andi angistarvein. Henni heyrð ist einhver vera að berja á nyrðri gluggann. Hún hröklað- ist yfir í hinn enda herbergis- ins, en þá heyrði hún nafn sitt kallað. Eftir nokkurt hik staul- aðist hún út að glugganum og dró gluggatjöléin frá. Sá hún þá, að Peggy stóð fyrir neðan gluggann. Miranda opnaði hann og hallaði sjer út. „Jeg kemst ekki upp til yð- ar, frú“, hvíslaði Peggy. „Allar dyr, frá álmu þjónustufólksins inn í húsið, eru lokaðar. Og einnig útidyrnar“. „Hvar er hann núna?“ hvísl- aði Miranda. En stúlkan hristi höfuðið. Hún heyrði ekki til hennar. Miranda leit inn í herbergið. En þar var jafn kyrt og hljótt og áður. Hún hallaði sjer aft- ur út um gluggann og endur- tók spurningu sína hærra. „Hann er víst í turnherberg- inu“, svaraði Peggy. „Að minsta kosti er ljós þar. — Ó, hvað hefir komið fyrir?“ „Jeg verð að komast hjeðan út. Segðu einhverjum þjónanna að koma undir eins með stiga hingað“. „Þeir þora það ekki“, svar- aði Peggy. „Þeir eru allir dauð hræddir við hann. Þeir hleypa mjer ekki inn í húsið aftur. A jeg að reyna að ná í Hans? Jeg skal hlaupa til þorpsins“. „Já — en í guðs bænum flýttu þjer“. Þegar Peggy hvarf á milli trjánna, sneri Miranda aftur inn í herbergið. Hún gekk að arninum. Það leið löng stund. Jeg verð að láta mjer hitna, hugsaði hún. Jeg verð að geta hugsað skýrt, en það get jeg ekki, ef mjer er kalt. I borðstofunni stóð venju- lega stór krystalsflaska með víni í. Vínið vermdi bæði lik- ama og sál. Hún tók sjer kerti í hönd og opnaði aftur dyrnar fram á ganginn. Hún leit snöggvast til dyranna, sem voru andspænis herbergi henn- ar. Það voru dyrnar að turn- inum. Þær voru lokaðar. Hún flýtti sjer niður í borð- stofuna. Hún setti kertið á borð ið, og fann brátt vínflöskuna. Hún tók tappann úr henni og bar hana að vörum sjer. Þegar tennur hennar námu við krystalinn, heyrðist ofurlítið skröltandi hljóð. Eftir andar- tak fann hún, hvernig hitinn seitlaði í gegnum líkama henn- ar. Hún hallaði sjer upp að skápnum. Hugsun henn'ar skýrðist, og alt í einu duttu henni í hug gluggarnir niðri í kjallaranum. Þeir voru altaf harðlokaðir að nóttunni, og þurfti fíleflda karlmenn til þess að loka þeim. En jeg get einhvern veginn opnað þá, hugsaði hún með sjer. Hún ætlaði að fara að setja glertappann aftur í flöskuna, þegar hún heyrði eitthvert hljóð uppi í stiganum. Fyrst datt henni í hug að slökkva á kertinu og flýja. En hún sá sig um hönd. Hún stóð við skáp- inn og beið. Nikulás kom inn í herberg- ið. Hann nam staðar rjett fyrir innan dyrnar og starði vand- ræðalega á hana. „Hvers vegna liggur svona vel á þjer, Mir- anda?“ spurði hann. „Jeg heyrði þig hlæja og leika á slaghörpuna". Hún sá þegar, að augu hans voru óeðlilega skær. Hún var ekki lengur hrædd. Hún lyfti höfðinu. „Hvernig getur þjer dottið í hug, að jeg sje að hlæja og leika »á slaghörpu kvöld? Þú hlýtur að vera drukkinn11. Nikulás varð enn vandræða- legri á svipinn.. Hann stóð og hallaði höfðinu aftur á bak, eins og hann væri að hlusta á eitthvað. „Hvers vegna lokaðirðu dyr- unujn?“ spurði hún. Hann leit aftur á hana, en hann sá hana ekki. „Jeg heyrði þig hlæja hjerna niðri, Miranda. Jeg heyrði, að leikið var á slaghörpuna. Það var greinilegt“. „Jeg hygg, að það hafi ver- ið Azilda, en ekki jeg, sem þú heyrðir hlæja og leika á slag- hörpuna, Nikulás", svaraði Miranda rólega. „Eins og barn- ið þitt heyrði til hennar kvöld- ið, sem Jóhanna dó. Hún hlær vegna þess, að nú lýstur ógæf- an enn einu sinni heimili þetta, sem hún hefir talaf hatað“. „Þú lýgur“, sagði hann. „Það varst þú, sem jeg heyrði til“. „Nei“, svaraði hún. Hann gekk nokkur skref í áttina til hennar. Hún sá, að hann stakk hægri hendinni í vasann — og það glampaði á stál í hönd hans. Hún hrærði hvorki legg nje lið. „Já, jeg er algjörlega hjálp- arvana“, sagði hún. „Þú getur drepið mig, ef þú vilt. En þú sleppur ekki í þetta sinn, Niku- lás. Peggy veit, að þú lokaðir mig inni. Og Jeff Turner veit um Jóhönnu. Hann ætlar að segja fylkisstjóranum frá því“. Hendur hans fjellu máttlaus ar niður og hún sá, að það kost aði hann beinlínis líkamlega áreynslu að ná valdi yfir svip sínum. „Heyrðu, ljósið mitt, þú hlýt ur að vera eitthvað meira en lítið lasin í kvöld. Og nú, þeg- ar þú ert farin að tala um drauga, er best-------“. Hann þagnaði svo skyndi- lega, að engu var líkara en tek ið hefði verið fyrir kverkar honum. Hann sneri höfðinu hægt og leit í áttina til Rauða herbergisins. Loginn á kertinu blakti til og frá. Nú heyrir hann til hennar, hugsaði Miranda og horfði á náfölt andlit hans. Sjálf heyrði hún ekkert, nema óreglulegan andardrátt hans. Hann tók utan um stólbakið. Hann starði fram fyrir sig, og í augum hans sá hún eitthvað, er líktist máttvana sturlun. „Þú heyrir það?“ hvíslaði hann. „Þú heyrir það líka?“ Hún hristi höfuðið. Hann hreyfði sig, eins og hann vildi loka eyrum sínum fyrir þessum skræka vitfirr- ingshlátri. Hún kendi í brjósti um hann. Hún þrýsti saman höndun- um og hafði yfir ritningargrein í huganum Eftir dálitla stund fann hún, að andrúmsloftið í herberginu breyttist og hún heyrði hann draga þungt andann. „Nú er það hætt“, sagði hann. Hann slepti takinu á stól- bakinu og rjetti úr sjer. Hann hló stuttaralega. „Þetta var of- heyrn, er orsakast hefir af ópíum því, sem jeg var að reykja áðan. Raunar skil jeg ekki, hvernig ^jeg gat verið svo trúgjarn að láta blekkjast“. Hann gekk yfir að skápnum og helti víni í glas. „Viltu ekki skála við mig, ástin mín?“ spurði hann, með sinni gömlu háttvísi. Hún starði á hann. Ætlaði hann í raun rjettri að láta eins og ekkert hefði ískorist. „Nikulás", sagði hún. „Þú hlýtur að vita, að jeg ætla að yfirgefa Dragonwyck. Var það ekki þess vegna, sem þú lokað- ir dyrunum?“ „Jeg lokaði dyrunum vegna 'þess“, svaraði hann hraðmælt- ur, „að jeg vissi, að taugar þín- ar voru úr lagi. Þú yfirgefur ekki Dragonwyck, Miranda, og þú munt aldrei yfirgefa mig. Manstu það ekki, að jeg sagði eitt sinn við þig, að ekkert myndi skilja okkur að, nema dauðinn einn?“ Hann hallaði sjer í áttina til hennar og brosti lítið eitt. Já, hugsaði hún. Hann sagði mjer það á brúðkaupsnótt okk- ar. Dauðinn —það var dauð- inn, sem gerði okkur kleift að ná saman. Hún bar ósjálfrátt höndina upp að brjósti sjer, eins og hún væri að reyna að dylja fyrir honum æðisgenginn hjartslátt sinn. Hann stóð milli hennar og dyranna, og að baki hennar var engin útgönguleið. Jeg verð að vera róleg, hugs- aði hún í örvæntingu. Hún vætti varirnar. „Nikulás —“, hvíslaði hún, en lauk aldrei við setninguna, því að í þessu kvað við bylm- ingshögg á útidyrnar. . Peggy, hugsaði hún, og feg- insandvarp leið frá brjósti hennar. En hún vissi um leið, að þetta gat ekki verið Peggy. Hún hefði aldrei vefið konu sína til kynna á þennan hátt. Barsmíðin á útidyrunum hjelt áfram. „Þetta virðist vera nokkuð áleitinn gestur, yndið mitt“, sagði hann blíðlega. Hann leit á hana og kipraði saman aug- un. „Hefðirðu ekki gaman af að sjá, hver það er?“ Undrablómið egyptska Æfintýr eftir H. De Vere Stackpoole. 13. „Jeg sendi þig til Grímhildar, ef þú hugsar þannig aft- ur, og vertu nú ekki að reka í mig olbogann. — Jæja, einn góðan veðurdag, snemma um vorið, sagði van Dunk við sjálfan sig: „Þetta þoli jeg ekki lengur. Jafnvel hún Júlíana er að verða kuldaleg við mig, gefur mjer ekkert nema saltkjöt, og það er sama og að segja: Farðu burt. Nú fer jeg og dey á leiði van Houtens, vinar míns”. „Svo hann fór út í kirkjugarðinn og að gröf vinar síns. En þegar hann kom þangað, nam ,hann staðar og starði á leiðið. .Því á miðju leiðinu stóð fullblómgaður, kopargljáandi túlípani. van Dunk trúði ekki sínum eigin augum og hann neri þau lengi. En þegar hann leit aftur á leiðið, þá stóð undrablómið þar enn og á hverju blaði var myndin af Charmian konungsdóttur. En á einu var mynd garðyrkju- mannsins, sem hafði vogað að játa dóttur Faraós ást sína á þenna furðulega hátt. Já, það var enginn vafi á því, að þessi garðyrkjumaður hafði verið heldur betur hrifinn af konungsdótturunni, því -á hverju blaði blómsins var örlítil rún, sem þýðir: „Jeg elska þig”. Og nú eftir þrjú þúsund ár, hafði þetta örlagaríka ást- aræfintýr orðið til þess að sameina tvo elskendur og færa þeim hamingju. Nú hafði undrablómið vaxið upp gegnum leiðið. Og van Dunk tók túlípanann upp með rótum og gekk til húss Júlíönu, — og ekki fjekk hann saltkjöt það kvöldið, máttu vita, því jafnvel tengdamóðirin tilvonandi varð glöð. Og svo seldi hann túlípanann fyrir rúma miljón og næsta ár blómstraði hann aftur, en var þá bara rauður og myndalaus, en Júlíana varð frú van Dunk og leið þeim æfinlega vel . . .”. „Ekki trúi jeg þessari sögu, pabbi”. „Farðu til Grímhildar undir eins”. ENDIR. TVEIR MENN töluðu saman um hunda sína og sögðu með mikilli ánægju ýmsar sögur af því, hve skynsamir þeir væru. Töldu þeir seppana sína tví- mælalaust bera af öllum skepn um í því efni. „Nú skal jeg segja ykkur nokkuð“, sagði þá þriðji mað- urinn, sem heyrt hafði á tal þeirra. „Jeg á kött, sem áreið- anlega stendur þeim miklu íramar. Ef kötturinn stendur t. d. á miðju gólfi og jeg segi við hann: Komdu til mín, þá annaðhvort kemur kötturinn, eða hann kemur ekki“. ★ ig þú skælir“, svaraði telpan, „en svona skæli jeg“. ★ Piparmey segir frá ástaræf- intýrum sínum: „Fyrir þrjátíu árum fór jeg eins og um var talað á stefnumót til þess að hitta liðsforingja. Sennilega væri jeg nú hershöfðingjafrú, ef hann hefði komið“. ★ — Hefirðu einhverntíma lent í járnbrautarslysi? — Já, jeg kysti eitt sinn kon- una mína í dimmum jarðgöng- um í staðinn fyrir fallega stúlku við hina hlið mjer. Amerískur spekingur segir eitthvað á þá leið, að það taki 20 ár fyrir móðurina að gera mann úr syni sínum. En ung stúlka með ljósa lokka og rauð ar neglur getur gert ungling- inn snarvitlausan á 10 mínút- um. ★ — Þjer eruð þá sem sagt al- veg trúlaus. — Það voru ekki mín orð. En jeg trúi ekki á annað en það, sem jeg get skilið. — Já, en það kemur nú út á eitt. ★ Kona hitti á götunni telpu, sem hágrjet, og segir: „Ekki myndi jeg skæla svona, ef jeg væri í þínum sporum“. „Mjer er alveg sama, hvern- Ef þjer eruð þreyttur, þá er enginn svaladrækkur jafn hressandi. Uppáhald miljóna manna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.