Morgunblaðið - 14.11.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.11.1944, Blaðsíða 7
]?riðjudagur 14. nóv. 1944 MORGUNBLAÐIÐ 7 HAGKERFI BRETLANDS - The Economist birtír 14. okt. 1944 lokagrein í greinaflokkin- um ,,A Policy for wealth“, sem kalla mætti hagfræði pólitík, og eru í þeirri greín dregnar saman niðurstöður fyrri grein- anna, 7 að tölu. Fer hjer á eftir aðalefni greinarinnar: „I greinaflokki þessum hefir oft verið vikið að stefnumálum og uppástungur gerðar í þá átt. Verða þær hjer dregnar saman í eina heild. Þess skal þó getið að tilgangur greinaflokksins hefir ekki verið sá að komast að ákveðnum niðurstöðum, heidur að vekja athygli á mörg um atriðum hagrænna vanda- mála, sem bæði hagfræðingar og stjórnmálamenn hafa gengið framhjá. Hefir hjer verið dregin athyglin að grundvallaratrið- um auðsköpunar. Aðalatriðið er það að breska þjóðfjelagið fram leiðir ekki nærri nógu mikið, og hafi greinar þessar orðið til þeSs að stuðla að skilningi á því atriði, þá hafa þær náð tilgangi sínum. Þeim er sem sagt ekki ætlað að slá botninn í umræður, heldur að hefja þær, og enda þótt í þeim umræðum verði hraktar allar tillögur, þá hafa greinarnar náð tilgangi sín um, svo fremi grundvallaratr- íðin verði Ijós orðin og eftir þeim farið. En grundvallaratr- iðin eru þau, að auka ber auð- sköpun á allan hugsanlegan hált. Þessi tuttugu atriði geta því orðið nokkurskonar kaflafyrir- sagnir um stefnuatriði: 1. Hvað breska þjóðfjelagið snertir er það svo og verður væntanlega í mörg ár enn, að jafnmiklu — eða jafnvel enn meira máli — skiftir, hversu heildarframleiðslan verður mik il. en hvernig arður skiftist. Hvorki verður hægt að halda uppi allsherjar atvinnu nje al- mannatryggingum, fyrr en hægt er að sameina þær vaxandi framleiðslu. 2. A undanförnum áratugum hefir meðal framleiðsluaukning á nef orðið l.%% á ári. Stefna skyldi að því að auka þessa aukningu upp í 2.%% *á ári, og jafngildir það að núverandi framleiðsla tvöfaldast á einum mannsaldri. Með þessu móti yrðu framleiðsluafköst Bret- lands 1975 álíka og Ameríku nú. 3. Þótt margt stuðli að fram leiðsluafköstum þjóðarheildar, er ekkert eins þýðingarmikið og fullkomin framleiðslulæki. Má skýra það með jöfnunni: Heslöfl á nef = auður á nef. Því skyldi meginmark fram- leiðsluaukningar vera það að hraða aukningu framleiðslu- tækja. Fyrir stríð varði breska þjóðin aðeins 3% af tekjum sínum í kaup framleiðslutækja. Þetta er ekki nóg. 4. Undanfarið hefir ekki ver ið neinn skortur á sparifje til kaupa á þeim viðbótar-fram- leiðslutækjum, sem framleiðsl- an taldi sig þurfa. En þetta kann að hafa verið af því að magn var lítið- Ef haldið er út á þá braut að stefna markvíst að auðsköpun, verður að fryggja það að nægt sparifje sje fyrir hendi lil kaupa á fram leiðslutækjum. Mætti gera það með framhaldi þjóðsparnaoar (Nalional Savings Campaign) eða skattaálögum. 5. Sá auður, sem ekki ber ávöxt (svo sem húseignir), skal eigi látinn draga til sín meir en hæfilegt þykir af sparifje þjóðarinnar. 6. Markaður fjármagns er ekki í góðu lagi, en um hann liggur leið sparifjár í fram- leiðsluna. Nauðsyn er að fjár- magn verði látið í tje með sann girnisskilmálum (equity ierms) — þ. e. deilt sje áhættu • og ágóða — einkum til smá-fyrir- tækja. 7. Taka verður til gagngerðr ar athugunar skattabyrðina á framleiðslunni. Ætti eigi svo mjög að keppa að því að minka hana, eins og hinu að breyta byrgðunum, svo sem t. -d. að leggja þá kvöð á framleiðend- ur að þeir verji verulegum hluta ágóðans til aukningar framleiðslutækja. 8. Það er engin ástæða til að ætla að þótt opinber eign taki við af prívateign, myndi það leiða til aukinna fjárframlaga til framleiðslutækja. En í nokkr um tegundum framleiðslu, svo sem kola og stálvinslu, getur núverandi fyrirkomulag verið til trafala í aukningu og fram- 'förum. Takmarkið er tæknileg gagnnýting (technical ration- alisation), sem beinist að sem mestri framleiðslu með sem minstum verkalaunakostnaði. Eignarspursmálið er þýðingar- minna. 9. Takmarkanir, hverju nafni sem nefnast, eru aðalþröskuld- ur í vegi afkastanna, en -eink- um þó verðfesting og kvóta- ákvæði. Slíkar takmarkanir refsa hinum afkastamiklu en verðlauna þá rýru. Ef stefna skal að hraðri afkastaaukn- ingu, verður að stilla þeim í hóf. 10. En samkepnin ein saman — án hæfilegrar gróðavonar — leiðir til eyðslu á því fjár- magni, sem fyrir hendi er, frem ur en til framleiðslu nýrra tækja. Takmark stjórnarstefn- unnar ætti því að vera „sam- kepni um hagsæld“ — það er strangt bann við takmörkunum ásamt atvinnupólitík, sem bein ist að því að skaffa öllum vinnu. Hvorugt kemur að miklu gagni án hins. 11. Bæði verkalýður og fjár- magn ættu að viðurkenna þá sögulegu staðreynd, að mikill ágóði og há v.erkalaun fara iafn an saman. Fjelagssamtök verka manna ættu að láta sjer skilj- ast að það er í þeirra þágu að tryggja sanngjarna vexti af framleiðslukapítali iðnaðarins — og getur það mark alger- lega samrýmst andstöðu gegn háum tekjum einstaklinga. | Framleiðslan ætti að skilja að markaður hennar er undir tekjum launþega kominn. Besta ráðið til að tengja hvorl- tveggja, væru áætlanir um skift ing arðs i allri framleiðslu, á svipaðan hátt og lagt hefir ver- | ið til í kolamálum^ 12. Gegn því að hið opinbera tæki upp ,,hærri-launa-póli- tík“, með því að miða launa- greiðslur við samanlagða fram leiðslu þjóðarinnar, ættu verk- lýðssamtökin að hæita form- lega öllum reglum og áróðri í þá átt að lækka framleiðslu hvers verkamanns í vinnu- stund. Öll vafaatriði ætti að leggja fyrir dómstól. 13. Kröfur um styttri vinnu- tíma ætti aö láta bíða, þar til ákveðnu framleiðslumarki allr ar þjóðarinnar væri náð, nema sannanlegt sje að af þeim leiði aukin afköst á viku. 14. Vaktaskifti ættu að vera aðalregla en ‘ ekki undantekn- Hús eftir svifssprengjuárás Hjer á myndinni sjest hús eftir svifsprengjuárás á borg í Suður-Englandi. ing, þar sem um meiri háttar vjelavinnu er að ræða. 15. Með uppeldismálakerfi ætti að stefna að því að fjór- falda eða fimmfalda vísinda- mannahóp þjóðarinnar á einum mannsaldri. 16. Þar sem nú er óbrúað djúp milli háskóla og fram- leiðslu, ætti að brúa það með stofnun teknólogiskra stofnana (atvinnudeilda). 17. Fjárframlög framleiðsl- unnar til vísindarannsókna ætti að auka mjög. Aðstöðu vísinda mannanna í framleioslumálum þarf að bæta og gefa þeim meiri áhrif um stefnumál fram leiðslunnar. Einkum skyldi leggja áherslu á tilraunafram- leiðslu. 18. Breska fiamleiðslu vant- ar betri og nýtari framkvæmda stjóra. Þeir þurfa að kunna miklu meir í tækni. Draga þarf úr því að viðvaningar sitji í framkvæmdastjórnum (í stjórn um fyrirtækja) og ýta undir stjórn sjerfræðinga. Viður- kenna þarf nauðsvn þjálfaðra mánna og hugsandi í fram- leiðslunni. 19. Aðferöir um dreifingu skal taka til athugunar í rann- sókn á tekniskri gagnnýtingu (technical rationalisation). enda veldur sölukerfið oft því að reynt er að framleiða í of smáum stíl til að það borgi sig. 20. Bein og óbein auglýs- ingaútgjöld og eyðslu þarf að taka til gagngerðrar athugun- ar. Slík pólitík krefst meirihátt- ar aðgerða af hálfu stjórnar- innar. Hún þarfnast mikilla lagasetninga og enn meiri fram kvæmdaákvarðana. Tekur hún til allra greina stjórnarráosins, og er raunar tæplega hægt að hugsa sjer nema 2—3 ráðu- neyti, sem eru henni óviðkom- andi. Að því leyti svipar henni til þeirrar pólilíkur um vinnu handa öllum, sem stjórnin hef- ir þegar tekið upp. Hvort- tveggja er of yfirgripsmikið til að hæg! sje að sentralisera það í einu ráðuneyti. Samt er hvort- tveggja póliíík með ákveðnu marki, sem ekki verður náo nema með þvi að samræma all- ar aðslæður. Hvorttveggja er að stærð aðeins sambærilegt við ófriðinn. Og hvorttveggja skap ar eins og ófriðurinn vandamál í framkvæmd, engu minni en þau, sem nú eru alkunn. Hag- fræðilegt herforingjaráð er orð, sem tæplega verður notað. En hugtakið er hið sama fyrir því. Og þess er þörf. því að annars er hætt við að alt fari í strand, vegna stærðarinnar einnar sam an. ★ En þegar öllu er á botninn hvolft, eru ekki allar hliðar auðsköpunar, sem heníar íhlut- un ríkisvalds. Og jafnvel þar sem henni verður beitt, verður ekki langt komist án aðstoðar almenningsálitsins. í hagræn- um eínum verður breskur al- menningur að vita, hvernig á- standið er, að hverju er stefnt og vilja stefna þangað. Eins og stendur er alt á reiki í þess- um efnum. Hvergi er um að ræða samtök fólks, sem hefir bæði trú og stefnumál.' Báðir aðalflokkarnir eru á reiki. Verklýösflokkurinn hefir, fyr- ir utan ítök sín í verklýðssam- tökum, upp á ekkert að bjóða nema kennisetningar (doctr- ine), sem þessum málum eru næstum alveg óskyldar. íhalds flokkurinn, þar sem mest gætir viðskiftaáhrifa, trúir ýrúist á markvísa verndun afkastaleys- is, eða flýr á náðir stefnuleysis og tímabundinna úrræða, þar sem hvert mál er tekið út af fyrir sig. Þeir sem telja sig óháða og óeigingjarna þjóna almanna- heildar, þeir sem hafa meiri á- huga fyrir heildarframleiðslu en skiftingu gróðans, eiga enga skyldu æðri en þá að rannsaka það, hvernig þeir geta sem ein- staklingar eða fjelagar varað þjóðina við þeirri hagrænu hættu, sem yfir vofir. A öllum sviðum hefir Bretland veðsett auð sinn umfram núverandi framleiðsluhæfni, bæði í her- málum heims, alþjóðaviðskift- um og loforðum til handa al- menningi heima fyrir. Ekkert getur bjargað oss frá þessum skuldbindingum, sem vjer höf- um tekist á hendur, nema rót- tækar umbætur á afköstum og framleiðslu. Það er ekki nóg að lofa þjóðhollustu, samstillingu og dugnað þjóðarinnar. Um slíkt efast enginn, sem fylgst hefir með sögu síðustu 5 ára. En þessir kostir krefjast ör- uggrar leiðsögn. Þá geta þeir valdið ótrúlegum framförum. Það er ekki nóg að berjast við heimsku og andstöðu, held- ur einnig þarf að berjast við áhugaleysi, örlagatrú og minni mátlarkend. Það er óþarfi að álíta að dagar framfara og út- þenslu sjeu taldir. Það er óþarfi að álíta að aðrir eigi jafnan að vera framar í afköstum. Það er ekki nóg að verja og vernda „rjettindi’1.— verja fyrri víg- stöðu. heldur þarf að sækja fram og nema nýtt land. Vjer hugsum ennþá hagfræðilega um Maginot-línur. En í hagfræð- inni gildir það, að vörn, sem hamlar sókn, er dæmd til ó- sigurs. Þegar öll kurl eru komin til grafar, er hægt að segja að öll hagræn vandamál sjeu eitt. Almannatryggingar og atvinna fyrir alla byggjast á því að verkalýður og fjármagn gangi úr vígjum sinum til frjálsra • samtaka innan „samkepni um hagsæld". 0g almannatrygging ar og vinna handa öllum verða markleysa, nema bygð sjeu á aukningu auðsköpunar. Ekkert er fjær lagi en að glíma við það, hvort nauðsynlegra sje. Allir þrír fætur þrífótarins eru jaín-nauðsynlegir, og fyrst og fremst er þörf á leiðtoga, er reisir þá alla í einu. Hefir aldrei verið glæsilegra tæki- færi fyrir hagfræðilega stjórn- málastarfsemi. Hvar er sá jafn- oki Pitt’s eða Peel’s, sem gríp- ur það? London: Enn einn stjórnmála flokkur hefir verið stofnaður á Italíu og lítur sá út fyrir að vera konungssinnaður. Foringi hans verður fyrverandi ritstjóri Giornale d’Italia. Eru þá rúm- ir 30 stjórnmálaflokkar á Suð- ur-ítaliu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.