Morgunblaðið - 15.11.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 231. tbl. — Miðvikudagur 15. nóvember 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f NÝ SÓKN BRETA í HOLLANDI 9 þýskum. skipum sökt v'ið Noreg Arás breskrar flotadeildar á skipalest London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FLOTAMÁLARÁÐUNEYT- IÐ skýrði frá því í kvöld, að s.I. sunnudag hefði bresk skipalest, sem í voru tvö beiti- skip og tundurspillar, ráðist á þýska skipalest við Suður- Noreg og sökt 9 skipum, af 11, sem í lestinni ^voru, en ¦einu var rennt á land. .Þýsku skipin voru á leið nwður með landi með vistir og hergagnabirgðir. Árásin kom. ])eim algerlega á óvart. Arásin var gerð fyrir minni Egersundfjarðar. Ilafa bresk herskip ekki lagt til atlögu þetta sunnarlega við Noreg síðan barist var um Noreg 1940. Bresku skipin nálægt landi og Þjóðverja skutu á bresku her- skipin, en ekkert tjón varð á skipum Breta, svo teljandi sje, segir í skýrslu flotamála- ráðuneytisins. Manntjón varð lítið hjá Bretum. Níðamyrkur var þegar árás in var gerð, en veður að öðru leyti gott. rá veslurvígslöðvunum fóru mjög strandvirki Samkomulag á flugmálaráð- sfefnunni CHICAGO í gær: — Búist er við, að samkomulag hafi náðst í verulegum atriðum milli fulltrúa Bandaríkjanna, Breta og Kanadamanna á flug- málaráðstefnunni um frum- varp, sem þessar þjóðir bera fram á ráðstefnunni. Talímaður á ráðstefnunni sagði, að fulltrúar þriggja þjóða, Tsem hefðu verið ósam- mála í verulegum atriðum, hefðu setið á stöðugum fund- um síðan á sunnudag. Þar er ekki búist við, að frumvarpið komi fram fyr en á fimtudag, því það þarf að bera það und- ir iulltrúa annara þjóða full- trúa. — Reuter. ÞESSI MYND er frá vesturvígstöðvunum í Frakklandi, þar sem hersveitir Bandaríkjamanna berjast. Þýskar flug- vjelar voru nýbúnar að gera árás á stöðvar Ameríkumanna og höfðu hitt með sprengju á olíubirgðir, sem eru að brenna. HðfuSborg Svarl- s LONDON: — Hersveitir Tit- os marskálks í Júgóslafíu hafa nú á valdi sínu helming borg- arinnar Skoplje í Vardardaln- um, en um þá borg hafa her- sveitir Þjóðverja frá Grikk- landi orðið að fara á undan- haldi sínu. Standa yfir harðir götubardagar í borginni. í Svartfjallalandi (Monten- egro) hafa hersveitir Titos tek ið hina fornu höfuðborg lands- ins. Hríðarveður er þar í fjall- lendinu um þessar mundir og miklir kuldar hafa geisað þar um slóðir. — Reuter. (hurchill kominn heim LONDON í gærkveldi: — CHURCHILL forsætisráð- herra kom til London úr París- arför sinni í dag. Áður en hann fór frá Frakklandi, var hann viðstaddur hersýningu, er franskir frelsisvinir hjeldu hon um til heiðurs í bæ einum við svissnesku landamærin. Frjetta ritarar segja, að Churchill hafi verið þreytulegur, en í besta skapi, er hann kom til London. Eden utanríkismálaráðherra hjelt ræðu í breska þinginu í dag og sagði frá för hans og Churchills til Frakklands. Lóf- aði hann mjög viðtökurnar Amerískar hersveitir 3 km. frá Metz London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BRESKU HERSVEITIRNAR á Eindhoven-vígstöðv- unum í Hollandi, hófu nýja sókn í dag. Síðustu fregnir af þessum nýju áhlaupum í kvöld, herma, að þrátt fyrir slæmt veður, hafí áhlaupin gengið mjög vel og að Bretar hafi þegar unnið allmikið á. Ahlaup Breta hófust í dag með skothríð úr 400 fall- byssum og var skotið 2000 sprengikúlum á mínútu hverri á svæði, sem er ekki er stærra en 5 ferkíló- metrar. Eftir þessa ógurlegu skothríð sótti fótgöngu- lið Breta fram og tókst að komast yfir skurði, sem Þjóðverjar vörðust við. Landslag á þessum slóðum Þjoðver jar bera Svía sökum STOKKIIÓLMI í gærkveldi: — Þýsk blöð hafa í dag verið harðorð í garð Svía og borið þá margskonar sökum. Segja þýsku blöðin, að í sænskuiiuprentsmiðjum sje prentuð áróðurrit, sem dreift sje milli Norðmanna og þýskra her- manna, on að Bolsjevikkar standi að áróðri þessum. Þýsku blöðin ásaka sænsku blöðih fyrir fjandsamleg skrif í garð Þjóðverja. Sfarf breska flotans auðveldara, er Tirpifz er frá London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter ÞAÐ hægist allmikið um fyr ir breska flotanum nú, er Tir- pitZ"er sokkinn, því altaf þurfti að hafa orustuskip reiðubúin, ef Tirpitz skyldi leggja í vík- ing. Enda hefir Tirpitz aðallega verið ógnun, og fáu öðru afrek aði skipið, meðan það var við lýði. En sú staðreynd, að Scharn- horst og Gneisenau • söktu um tuttugu kaupskipum á sinni stuttu víkingaferð um Atlants- hafið, sannar, að Tirpitz, sem var miklu öflugra skip en þau bæði, hefði getað unnið feyki- legt tjón þar. Talið er nú, að hægt verði fyrir Breta að senda enn fleira af hinum stóru skip- um sínum til Kyrrahafsins, til mð berjast við Japana. Floti Þjóðverja er nú: tvö vasaorustuskiþ, nokkur beiti- skip og tundurspillar, alt á Eystrasalti og verður ekki neitt vandamál fyrir Breta. Er Bis- marck, Scharnhorst og Tirpitz eru nú öll á mararbotni, er 'eina stóra skipið, sem Þjóðverj ar eiga eftir, orustubeitiskipið Gneisenau, 26.000 smál. Það hefir legið í Gdynia í Póllandi allmikið skemt af loftárás. Kínverjar missa Liuchow Chungking í gær: — Kín- verski herinn hefir yfirgefið borgina Liuchow, sem er hern- \ aðarlega þýðingarmikil flug- stöð í Kwangsi-fylki, um 200 km. suðvestur af Kweilin. Jap- anar tilkyntu á sunnudag, að* þeir hefðu tekið borgina. er mýrlent mjög og allt sund- urskorið af skurðum. — Það vor'u skurðirnir Canal du Nord og Wessen-skurður, er bresku hersveitirnar sóttu yfir. Skurðir þessir eru um 14 metra breið- ir. Liggur annar skurður þessi frá Weert til Waal, en hinn suðvestur frá Waal. Skurðirnir mynda eyju á milli sín og er sókn Breta stefnt þangað. Þjóðverjar hörfa. Ýmislegt bendir til, að aðal- lið Þjóðverja hafi þegar hörf- að af þessum slóðum og að þeir hafi aðeins skilið eftir fáa úr- valshermenn til varnar. Fang- ar þeir, sem teknir hafa verið, eru úr þýskum fallhlífarsveit- um. Breskar njósnasveitir, sem fóru inn í bæinn Meijel, komu að honum auðum. Höfðu Þjóð- verjar hörfað þaðam Loks er" bent á, að Þjóðverjar sjeu farn ir- að sprengja vindmyllur ^á þessum slóðum í loft upp, en vindmyllur þarna á flatlend- inu eru einustu útsýnisstaðirn- ir, sem um er að ræða, og hafa því hernaðarlega þýðingu. — Þjóðverjar hafa og sprengt brýr á Canal de Nord, að baki sinnar eigin víglínu. Bandaríkjamenn 3 km. frá Metz. Bandaríkjahersveitir Pattons sækja enn á í Lorraine og vi£ Moselle. Á þeim slóðum h.efir einnig verið snjókoma í dag. Bandaríkjamenn hafa háð á sitt vald nokkrum virkjum um hverfis Metz og er nú eina 3 km. suður af virkinu sjálfu. 20 km. norðar berjast . aðrar hersveitir Bandaríkjamanna og stefna til Saarbrucken og Lune ville. 9.200.00 útvarpsnot- endur í Bretlandi. SÍÐUSTU tölur yfir útvarps notendur í Bretlandi sýna, að þeir eru nú samtals 9.200.000, sem hafa útvarpsskírteini. Er þetta um 250.000 fleiri en var á sama tíma í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.